Morgunblaðið - 04.06.2021, Síða 30

Morgunblaðið - 04.06.2021, Síða 30
almenningsrýmum yfir í stór bæjarskipulög. Svo tökum við bóklega áfanga sem koma meðal annars inn á lýðheilsu, vistfræði og grasafræði svo eitthvað sé nefnt. Mér finnst þetta samspil listrænnar sköpunar og bóklegrar þekkingar gera námið mjög áhugavert og skemmti- legt. Þetta er svo fjölbreytt og svo margt sem er tekið með inn í myndina. Sem löggildur landslags- arkitekt þarf maður að klára fimm ára háskóla- nám í faginu sem sam- anstendur af þriggja ára grunnnámi til BS-gráðu og tveggja ára meistaranámi. Í dag er ein- ungis hægt að taka fyrstu þrjú árin hér í Landbúnaðarháskól- anum á Hvanneyri, en meistaranámið þarf að klára erlendis. Ég fór í Landbúnaðarháskólann og útskrifaðist svo frá Kaup- mannahafnarháskóla með cand.hort.arch í landslags- arkitektúr.“ Þekking og reynsla eykur notagildi lóðarinnar Dagbjört segir flesta Íslendinga halda til Norðurlandanna til að leggja stund á nám í landslagsarkitektúr en eitthvað hafi þó verið um að fólk færi til Bandaríkjanna, Bretlands og Þýskalands. „Ég valdi Kaupmannahafn- arháskóla af því þar var boðið upp á borg- arhönnun meðfram námi í landslags- H ún segir það að fá að vinna með lifandi efnivið í hönnun sinni einstaklega gefandi og telur þar með að sjá verkið taka breyt- ingum eftir því sem tíminn líður því gróður vex jú og landslag er alltaf að breytast. „Þegar ég kynnti mér námið fannst mér mikil áskorun fólgin í því að hanna umhverfi okkar og koma náttúrunni fyrir í þá hönnun á fal- legastan og bestan máta en það skemmtilegasta við starfið finnst mér vera tækifærið sem felst í því að hanna hið byggða umhverfi. Það hvernig við sem einstaklingar skynjum umhverfi okkar, og hvernig við nýtum þessa upplifun í kringum byggingar, þótti mér strax mjög áhugavert þegar ég hóf námið. Það sem heillar mig mest þegar ég skoða garða og lóð- ir er hvernig mannvirki falla að sínu nátt- úrulega umhverfi eða inn í það. Mér finnst það merki um góða hönnun þegar það er bor- in virðing fyrir því náttúrulega sem er fyrir á staðnum og þegar natni er lögð í val á efnum, og þegar samsetning efna gefur hönnuninni góðan heildarsvip,“ segir Svanfríður. Fimm ára háskólanám til að fá löggildingu Líkt og kemur fram í viðtalinu við Svanfríði Hallgrímsdóttur annars staðar í þessu blaði er nám í landslagsarkitektúr afar fjölbreytt. Þar mætast ýmis fög og hönnunaráfangarnir eru fjölbreyttir. „Við fáum tækifæri til að skapa, teikna og hanna allt frá einkalóðum og Það er hægt að vera í garðinum allt árið Dagbjört Garðarsdóttir er náttúrubarn sem fékk snemma mikinn áhuga á hönnun og arkitektúr. Það lá því beint við að hún legði stund á nám í lands- lagsarkitektúr en hún útskrifaðist með meistaragráðu í faginu frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2018. Margrét Hugrún | margret.hugrun@gmail.com Dagbjört Garð- arsdóttir lands- lagsarkitekt. Það sem heillar mig mest þegar ég skoða garða og lóðir er hvernig mannvirki falla að sínu nátt- úrulega umhverfi eða inn í það. Dagbjört Garðarsdóttir vill að það sé borin virðing fyrir náttúrunni. 30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2021 Rafhitun Ryðfríir neysluvatnshitarar, hitöld (element), hitastillar, hitastýringar, rafhitarar til húshitunar og flest annað til rafhitunar. Við hjá Rafhitun erum sérfræðingar í öllu sem við kemur rafhitun. Við bjóðum einungis úrvals tæki sem hafa sannað sig með áralangri reynslu. Rafhitarar fyrir heita potta Kaplahrauni 19 • Hafnarfirði • Sími: 565 3265 • ww.rafhitun.is íslensk framleiðsla í 25 ár Hiti í bústaðinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.