Morgunblaðið - 04.06.2021, Side 31
arkitektúr og það heillaði mig sérstaklega,“
segir hún og bætir við að Íslendingar séu allt-
af að verða duglegri og duglegri að nýta sér
þekkingu fagfólks við að hanna einkagarða og
nærumhverfi. „Maður tekur eftir því að flest-
ir hafa myndað sér hugmynd um hvernig þeir
vilja sjá garðinn sinn og nærumhverfið. Hafa
eytt tíma í hugmyndavinnu og hvert
notkunargildið á að vera. Þegar leitað er til
landslagsarkitektsins þá vinnur hann eða hún
áfram með hugmyndir eigandans, nú eða
hannar þær frá grunni. Þekking og reynsla
gefur oft á tíðum meiri gæði í hönnunina og
notagildi lóðarinnar verður meira og betra
enda vita fagmenn hvað ber að varast og hvað
er gott að leggja áherslu á,“ segir hún.
Dagbjört segir að margir eigi það til að
huga ekki að öllum árstíðum þegar kemur að
gróðurvali, efnisvali eða tegund dvalarsvæðis.
„Fólk á það til að hugsa að garðurinn sé ein-
ungis nýttur á sumrin og sé að mestu við-
haldsfrír. Það er samt vel hægt að njóta
einkagarðsins árið um kring, og það eru sann-
arlega lífsgæði sem við ættum að nýta okkur
betur, hvort sem er í glampandi sól eða á
köldum vetrarkvöldum,“ segir landslags-
arkitektinn að lokum.
Að láta form og mynstur spila saman er mik-
ilvægur þáttur í starfi landslagsarkitektsins.
Dagbjört nefnir útisvæðið við Center Hotel í Reykjavík sem gott dæmi um vel heppnað útisvæði þar sem tekið hefur verið tillit til umhverfisins sem
var þar fyrir. Þetta útisvæði var hannað af Landslagi ásamt Glámu arkitektum en Dagbjört starfar einmitt hjá Birni Jóhannssyni hjá Landslagi.
FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2021 MORGUNBLAÐIÐ 31
Auðbrekku 6 200 Kópavogi Sími 565-8899 normx@normx.is
Íslensk framleiðsla í 39 ár!
Heitir og kaldir gæðapottar sem hitta í
mark hjá ÖLLUM í fjölskyldunni!
opið 10-14 á laugardögum í sumar!