Morgunblaðið - 04.06.2021, Qupperneq 33
og saga niður í gróðurkassa svo að þetta verður
fyrsta sumarið sem einhver ræktun verður.“
Börnin njóta sín í garðinum
Hvað gera börnin og nánir ættingjar þegar
þau koma í garðinn ykkar?
„Við eigum samtals sex börn, tengdabörn og
fjögur barnabörn svo það er stór hópur sem
kemur til okkar af og til. Þá grillum við eða er-
um með paellu, nú eða förum bara í sólbað á
góðum degi.
Á aðventunni hengdum við pakka upp í tré
handa barnabörnunum og þau fóru í mjög
skemmtilega pakkaleit í skóginum. Við höfum
líka haldið alls konar veislur, bæði stórar og
smáar, með vinum og vandamönnum á staðn-
um. Útiborðsofan er algjör lykill að því að geta
boðið í veislu í garðinum. Þar er skjól fyrir regni
og vindum en samt er maður í náttúru-
stemningu og fer svo bara í lopapeysuna þegar
sólin sest.“
Guðrún Lilja og fjölskylda hafa búið erlendis
og hafa lengi horft til þess að vera með garð ná-
lægt byggð.
„Okkur fannst eitthvað svo spennandi að geta
átt svona afdrep til að kúpla sig út í. Við höfum
bæði verið mikið í sveit og svo bjuggum við líka í
Aðaldalnum fyrir norðan í átta ár þegar krakk-
arnir voru litlir þannig að við sækjum í náttúr-
una. Foreldrum mínum þykir voða notalegt að
koma og mamma nælir sér alltaf í nokkra rab-
arbara í sultugerð hér.“
Fjölær blóm og laukar í garðinum
Hvernig blóm ertu með á sumrin í garðinum?
„Það eru mest fjölær blóm og laukar í garð-
inum og hann er nokkuð náttúrulegur. Ég er
ekki með sérstaklega græna fingur en mað-
urinn minn er með það. Ég fæ samt yfirleitt að
velja hluta af sumarblómunum. Hann er með af-
markaðan hluta sem er algerlega hans að velja
plöntur í. Ég er ekki mesti sérfræðingurinn í
hvað blómin heita. Ég þekki risavalmúa sem
blómstrar æðislegu blómi á hverju ári. Í sumar
ætlar hann að halda áfram að velja plöntur og
planta einhverju sem lifir vel á lækjarbakka því
það rennur lítill lækur um lóðina.“
Hvað með tré og annan gróður?
„Það eru margar gerðir af trjám. Stórar og
gamlar aspir, grenitré, reyniviður, fura, birki og
mikið af lerki. Það eru líka sjaldgæfari tré eins
og askur og álmur en álmurinn fékk ótrúlega
skrítna heimsókn í fyrra þegar álmlús huldi
hann að stórum hluta svo ég vona að hann verði
í lagi í sumar og fái ekki aftur svona heimsókn.
Svo eru sólberjarunnar og nokkrir aðrir sem ég
man ekki hvað heita. Eitt af því skemmtilegasta
sem vex frjálst á lóðinni eru ofursmá jarðarber.
Þau eru ekki mörg en nógu mörg til þess að
barnabörnin geti tínt þau og borðað með rjóma
einu sinni á ári. Uppáhaldsplantan mín á lóðinni
er fallegt geitaskegg sem er fyrir framan kof-
ann. Fróðir menn segja að það haldi lúsmýi frá
og ég held að það sé satt.
Það er mjög mikið fuglalíf á lóðinni. Svart-
þrestir, skógarþrestir, auðnutittlingar, hrossa-
gaukur og meira að segja sáum við músarrindil
eitt sumarið. Humlan lifir góðu lífi með okkur
og sækir í blómin en það eru fáar vespur sem
betur fer.“
Góð hugmynd að prófa sig áfram í garðinum
Ertu með góða hugmynd um hvernig best er
að njóta sín í garðinum í sumar?
„Ef maður hefur kost á því að byggja yfir
eitthvert smá setsvæði þá lengir það tímann
sem maður getur verið úti og fjölgar mögu-
leikum á skemmtilegum samverustundum. Ég
mæli hiklaust með því. Svo bara að þora að
prófa sig áfram, ef mann langar að byrja á ein-
hverju, hvort sem það eru gróðurkassar, hellu-
lagnir eða að búa til skjól fyrir veðri og vindum
þá eru til endalausar upplýsingar á netinu um
leiðir til að gera hlutina sjálfur með alls konar
útfærslum. Ég mæli samt alltaf með því að fá
fagmenn ef maður er að fara í stærri aðgerðir
svo sem undirstöður og önnur lykilatriði.“
Borðstofan er tilbúin og í
sumar fær glæsilegt úti-
eldhús að líta dagsins ljós.
Allt er vænt sem vel er grænt. Hér
er borðað undir berum himni.
Fjölskyldan hefur átt
gæðastundir í garðinum
sínum í Skammadal.
Kaffi og gong
er ómissandi
í náttúrunni.
FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2021 MORGUNBLAÐIÐ 33
Vetrarsól er umboðsaðili Sláttuvélar& sláttuorf
Snjóblásarar
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
Gulltryggð gæði
Sláttutraktorar
40 ár
á Íslandi