Morgunblaðið - 04.06.2021, Síða 41

Morgunblaðið - 04.06.2021, Síða 41
FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2021 MORGUNBLAÐIÐ 41 Lely Center Ísland Flott hliðgrind á lóðina þína! Hliðgrindur - Ýmsar stærðir .ksv/mðreV.ksvnáðreVgnisýLremúN F000 2081 03 Hlið 7 slár lengd 910mm 16.000 kr 19.840 kr F000 2081 04 Hlið 7 slár lengd 1220mm 20.000 kr 24.800 kr F000 2147 05 Hlið 7 slár 152.5 cm x 114cm 17.500 kr 21.700 kr F000 2147 06 Hlið 7 slár 183 cm x 114 cm 19.000 kr 23.560 kr F000 2081 10 Hlið 7 slár lengd 3050mm 26.500 kr 32.860 kr F000 2081 11 Hlið 7 slár lengd 3355mm 29.500 kr 36.580 kr F000 2081 12 Hlið 7 slár lengd 3660mm 29.500 kr 36.580 kr F000 2081 13 Hlið 7 slár lengd 3965mm 34.500 kr 42.780 kr F000 2081 14 Hlið 7 slár lengd 4270mm 36.000 kr 44.640 kr F000 2081 15 Hlið 7 slár lengd 4575mm 38.000 kr 47.120 kr F000 2081 16 Hlið 7 slár lengd 4880mm 42.000 kr 52.080 kr F017 2002 46 Staur 2,4m m/ læsigati +2 eyru 22.000 kr 27.280 kr F017 2002 47 Staur 2,4m 89 mm 4 eyru 23.000 kr 28.520 kr F017 2002 20 Staur 88,9 mm 2mmeð læsigati 12.122 kr 15.032 kr F017 2002 10 Staur 88,9 mm 2mmeð 2 eyrum 13.162 kr 16.321 kr Gerðisgrindur Gerum tilboð í magn eftir teikningum Reykjavík Krókháls 5f – Sími 414 0000 // AkureyriÓðinsnes 2 – Sími 464 8600 www.LCI.is Þau eru bæði sammála því að það munar miklu á loftgæðum í sveit og borg. „Það er svo ferskt loftið hér og róleg orka. Fuglarnir syngja og þegar þetta kemur saman við náttúruna þá hefur þetta heildræn áhrif á líkama okkar að innan sem utan. Við getum bæði staðfest það. Það að hafa ástæðu til þess að fara út og að vera með verkefni úti í nátt- úrunni gefur manni tilgang. Svo jafnast fátt á við það að hvíla sig í heitum potti eftir langan dag í garðinum. Við gerum ekki upp á milli þess að fara í pottinn á veturna þegar myrkrið er mikið og stjörnurnar gefa birtuna eða á sumrin þegar bjart er úti og fuglarnir að syngja. Í raun má staðhæfa að það sé ómögu- legt að halda í streituna og kvíðann í svona fal- legu umhverfi. Tengingin við landið og náttúr- una eru mun sterkari í sveit en í borg og þessi tenging er svo góð fyrir líkama og sál.“ Væri gaman ef fleiri gætu eignast hús úti á landi Hvað er gaman að gera í Grímsnesinu? „Það er svo margt hægt að gera hér. Við mælum með að fara á hestbak, að hjóla og veiða. Við getum einnig mælt með þeim sund- laugum sem eru í nágrenni við okkur sem og golfvöllunum. Sólheimar eru nálægt okkur sem er gaman að heimsækja. Við erum minna en einn kílómetra frá Minniborg veitingahúsi og bar og versluninni Borg.“ Hvað hefur árið kennt ykkur? „Kórónuveiran hefur kennt okkur ýmislegt. Við höfum þurft að sækja í ferðalög og sam- veru í nærumhverfi okkar og höfum lært að vinna að meira magni í gegnum fjarbúnað. Við höfum fengið góða æfingu í að vera meira sam- an sem fjölskylda og það að búa í sveit gefur okkur tækifæri á að vera lengur og meira með fjölskyldunni okkar heldur en þegar við bjugg- um í borginni. Við vonum að fleiri leiðir verði í boði til að fjármagna það að Íslendingar geti eignast heilsárshús úti á landi. Í dag er enn þá heldur of dýrt og erfitt að eignast hús í náttúrunni. Þótt það hafi algjörlega borgað sig fyrir okk- ur,“ segja þau að lokum. Hjónin vita fátt betra en að fara í pottinn eftir að hafa verið í garðinum að vinna yfir daginn. Hvers konar blóm og grænmeti eruð þið að rækta? „Núna erum við með tvær tegundir af jarð- arberjum, krækiber, gulrætur og nokkrar teg- undir af salati, káli, gulrætur, tómata, kart- öflur, graslauk, avókadó, kryddjurtir og fleira. Við erum einnig með eplatré þótt við höfum ekki enn þá fengið epli úr þeim. Við erum einnig með potta með alls konar blómum í garðinum okkar. Hér eru fjórir litlir lækir og svo vaxa alls konar blóm villt í garð- inum. Við höfum sérstaklega gaman að því að setja niður vorlauka sem vaxa hér og þar á land- inu. Við erum fljót að gleyma því hvar við setjum þá niður og svo vaxa þeir okkur að óvörum upp á fallegum stöðum sem gefur gleði og ánægju. Við erum einnig með nokkra rósarunna og svo höfum við sérstakan áhuga á ævarandi plöntum sem vaxa í meira en tvö ár og blómstra fallega í alls konar litum og laða til sín býflugur,“ segja þau. Útiveran gerir mikið fyrir líkama og sál Fríða segir einn stað á landinu sérstaklega góðan fyrir jóga og hugleiðslu. Svo sé leyni- staður sem er með mikla jákvæða orku. „Pallurinn er stór og gefur gott skjól frá veðri og vind. Svo við gerum oft jóga úti í sól- inni. Síðan má ekki gleyma hversu róandi það er að vinna í garðinum. Það gefur mikla núvit- und og gott að hugleiða og slaka á með mold á fótum og höndum. Leynistaðurinn er svo útieldstæði sem við gerðum og myndar hring. Þar er mikið skjól og þar getum við setið nokkur saman. Við sett- um bekki þar sem við bjuggum til úr trjá- klumpum og plönkum. Þetta er uppáhalds- staðurinn minn á svæðinu,“ segir hún. Er mikil tenging á milli þess sem þið eruð að gera í sveitinni og í starfi ykkar í borginni? „Við teljum mikilvægt að komast úr úr höfð- inu okkar, hvort heldur sem er með jóga, með því að fara í sund, þegar við keyrum á milli staða eða í „hydra floating“. Að vera í nátt- úrunni gefur manni einnig þessa tilfinningu að komast út úr því að ofhugsa hlutina. Þeir sem kunna vel við sig í náttúrunni þekkja þessa til- finningu.“ Fríða er fær í að rækta tómata og grænmeti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.