Morgunblaðið - 04.06.2021, Page 42

Morgunblaðið - 04.06.2021, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2021 Sími 557 8866 | www.kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími 8:00-16:30 Úrvals hamborgarar og grillkjöt Krydd, sósur og ýmsar grillvörur F yrir þá sem vilja vinna með íslenska veðrinu og gera eigin út- lönd í garðinn gæti gler- hús verið góður kostur. Fjölskyldan í Kópa- vogi hafði lengi dreymt um að eignast gróður- hús og fann það sem leitað var að hjá BK hönnun. Þau keyptu húsið um áramótin og settu það upp um páskana. Hugmyndin að baki húsinu er að geta setið úti og notið þess að vera úti í náttúrunni en þó í skjóli. Þau settu glerhúsið upp sjálf, grófu upp jarðveginn og steyptu undir húsið. Hellulögnin gekk vel fyrir sig og uppsetning hússins var einföld að þeirra sögn. Inni í húsinu eru fal- legt borð og stólar frá IKEA. Hurðin er rennihurð og húsið er með þakgluggum sem opnast sjálfkrafa við ákveð- ið hitastig í húsinu. Fjölskyldan er ennþá að prófa sig áfram með gróður í glerhúsinu en er nú með alls kon- ar plöntur, jarðarber og kryddjurtir, ólífutré og eucalyptus, sem gefur góðan ilm. Þar má einnig finna bláberjarunna og klifurplöntu. Það verður sérstaklega huggulegt inni í húsinu þegar veðrabreytingar eiga sér stað og íslenska rigningin verður sérstaklega sjarmerandi þegar inn í glerhúsið er komið. Kostnaðurinn við þetta hús er vel fjárfestingarinnar virði og getur verið leið til að sitja úti lengur en hægt er á hefðbundnum palli. Hafði lengi dreymt um notalegt glerhús Inni í húsinu má finna fallegar begoniur. Svört blóm með svörtu gler- húsi er einstaklega falleg sjón. Fjölskylduna hafði lengi dreymt um glerhús til að hafa í garðinum. Kvöldsólin slær á glerhúsið róman- tískum ljóma. Glerhúsið er fallegt í morgunsólinni og setur svip sinn á allt umhverfið. Morgunte og girnilegt brauð fær á sig öðruvísi bragð þegar gróðurinn fær að hafa áhrif á skynvitin líka. Fjölskylda í Kópavogi gerði fallega viðbót við garðinn nýverið þegar hún setti upp huggulegt glerhús fyrir plöntur og borðstofu úti í garði. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.