Morgunblaðið - 04.06.2021, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2021
• Verð frá: 250.000 m/vsk.
• Stærðir 3-600 persónueiningar
• Ekkert rafmagn
• Meira en 2ja þrepa hreinsun
• Verð frá 510.000 m/vsk.
• Stærðir 3-1500 persónueiningar
• Rafræn vöktun (valkvæmt)
• Getur hreinsað eColi allt að 99,9%
INNIFALIÐ Í VERÐI
ANAEROBIX HREINSIVIRKI
með síu yfir 90% hreinsun
ONE2CLEAN HREINSISTÖÐ
allt að 99% hreinsun
• Þægilegar í uppsetningu og lítið viðhald
• Fyrir sumarhús, heilsárshús, hótel o.fl.
• Engar siturlagnir – fyrirferðarlítil
• Mikið pláss fyrir seyru
• CE vottað
• Uppfylla kröfur til hreinsunar á viðkvæmum
svæðum t.d við Þingvallavatn
• Afhending á verkstað innan
100km frá Reykjavík
• Drengöng með gátlúgu sem tryggja að vökvi
komist óhindrað út í jarðveg
B
erglind Hreiðarsdóttir er listamað-
ur í matseld. Hún er einnig sér-
fræðingur í að gera fallegt í kring-
um sig og fjölskyldu sína.
Hún og maður hennar, Her-
mann Reynir Hermannsson, gerðu pall við
húsið árið 2019 og hafa þau verið í stöðugum
endurbótum. Síðan þá hafa þau fundið nýja
hluti til að setja á pallinn.
„Það eru algjör forréttindi að hafa gott úti-
svæði og þá sérstaklega þegar sumarið er gott.
Ostabakki og freyðivín úti við pottinn er dæmi
um lúxus sem við getum átt hér á Íslandi. Pall-
urinn okkar er í raun stækkuð borðstofa, stofa
og útieldhús ef svo mætti að orði komast. Við
erum með fallegt kolagrill frá Weber sem ég
mæli með fyrir alla. Það var draumur hjá okk-
ur lengi að fá okkur heitan pott. Eftir vanga-
veltur fengum við okkur Queen-skel frá
Heitirpottar.is.“
Pítsuhornið það nýjasta á pallinum
Hvað með blómin á pallinum?
„Falleg blóm eru góð fyrir sálina hvort sem
þau eru inni eða úti. Við erum með alls konar
blóm en einnig fallega blómapotta, viðardrumba
og seríur, sem gerir mikið fyrir útisvæðið.“
Eftir að Berglind fór að fá áhuga á pítsugerð
gat hún ekki náð þeirri hugmynd úr kollinum
að útbúa eldunaraðstöðu fyrir þannig matseld
við heimili sitt.
„Það jafnast ekkert á við pítsuhornið okkar
fallega. Ég fór að fá áhuga á pítsugerð og áður
en ég vissi af var ég búin að horfa á ansi mörg
youtube-myndbönd, komin í ýmis pítsu-
samfélög á Facebook, bæði hér heima og er-
lendis, farin að kynna mér hveiti sem væri
heppilegra til pítsubaksturs og gat hreinlega
ekki náð hugmyndinni um pítsuhorn úr höfði
mínu. Hemmi minn hefur útfært allar hug-
myndir pallsins og lét ekki sitt eftir liggja þeg-
ar kom að horninu.
Ég fór í Garðheima og keypti alls konar
plöntur og punterí; bjórkassa, viskastykki,
kryddplöntur … Ég fann grátt marmarabretti
og draumasvuntuna mína í Húsgagnahöllinni
og svo má ekki gleyma lýsingunni, sem gerir
mikið fyrir útisvæði.“
Pítsur eins og af góðum veitingastað
Hvernig er að vera með pítsuofn?
„Ég mæli með því fyrir alla. Við erum hæst-
ánægð með okkar sem nefnist Ooni Karu og fest-
um við kaup á honum þar sem við vildum hafa
möguleika á að prófa að eldbaka pítsur á kolum
með viðarpallettum þegar við vildum. Gaskút-
urinn er hins vegar í hillunni undir borðinu. Ofn-
inn setjum við inn í skúr yfir vetrarmánuðina en
á sumrin dugar að setja á hann ábreiðslu.“
Hvernig verða pítsurnar?
„Þær verða eins og frá pítsustað og er mikil
stemning í kringum baksturinn. Öll fjöl-
Með fallegt pítsu-
horn á pallinum
Berglind Hreiðarsdóttir hefur dundað sér í eldhúsinu, bakað og
skreytt kökur frá því hún man eftir sér. Hún á dásamlega fallegan
garð og pall sem marga dreymir um að eiga. Síðasta viðbótin við
pallinn er huggulegt pítsuhorn þar sem hún gerir girnilegar pítsur
eins og þær sem fólk kaupir á góðum veitingastað.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Falleg blóm í
bland við
góða drykki.
Pallurinn er eins og
framlenging af stofunni
og eldhúsinu.