Morgunblaðið - 04.06.2021, Síða 45

Morgunblaðið - 04.06.2021, Síða 45
FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2021 MORGUNBLAÐIÐ 45 Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - hitataekni.is - Sími 588 6070 SJÁLFVIRK POTTASTÝRING MEÐ SNERTISKJÁ OG VEFVIÐMÓTI POTTASTÝRING skyldan tekur þátt í því og ég er búin að þróa frábæra uppskrift að pítsubotni sem mig lang- ar að deila með ykkur.“ Ein með öllu – pítsubotnar Uppskriftin dugar í 5 litlar pítsur (um 10- 12") 660 g af Polselli 00-hveiti 400 ml volgt vatn 2 teskeiðar salt 1 pakki þurrger (11,8 g) 2 matskeiðar virgin-ólífuolía Setjið þurrefnin í hrærivélarskál og festið krókinn á (þetta deig má einnig hnoða saman í höndunum en þá þarf að gera stóra holu í þurr- efnahrúguna og blanda vatni og olíu saman við í nokkrum skömmtum). Blandið þurrefnunum saman og hellið vatni og ólífuolíu saman við og hnoðið í nokkrar mín- útur. Penslið stóra skál með matarolíu, veltið deigkúlunni upp úr olíunni, plastið skálina og leyfið að hefast í 1½-2 klukkustundir. Skiptið niður í fimm hluta, setjið álegg á hvern botn og bakið við 220°C í 13-15 mínútur. Athugið að hægt er að gera deigið daginn áður, skipta í fimm kúlur, hjúpa hverja með ol- íu og setja hverja og eina í sér filmuplast/ ziplock-poka og geyma í kæli. Mikilvægt er síðan að leyfa deiginu að ná stofuhita áður en það er teygt út og álegg sett á. Álegg Pítsusósa rifinn ostur steikt nautahakk stökkt beikon (niðurskorið) pepperoni græn paprika rauðlaukur sveppir piparostur rjómaostur ferskt timían Ljósmyndir/Berglind Hreiðarsdóttir Glæsilegt pizzahorn á pallinum þar sem borð- plássið er gott og stutt í allt sem þarf í baksturinn. Potturinn er byggður inn í pallinn og fallegir fylgihlutir í kringum hann sem gerir stemninguna fallega. Það hafa allir sinn smekk þegar kemur að pizzugerð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.