Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.04.1979, Side 5

Skólablaðið - 01.04.1979, Side 5
Atvinnumálanefndin, sem Proudhonistar og sósíalistar réöu, stóö fyrir því aö stóriÖja og handiön var skipulögö, byggt var á samvinnu verkananna í hverri verksmiöju og svo á samvinnufélögum. Vegna umsátursástandsins var einungis hægt aÖ byrja á úrbótum. Dæmi um merkar úrbætur og fyrirhugaÖar aögeröir: a)Trúarbrögö voru gerö aö einkamáli gagnvart rík- inu og um leið voru kirkjurnar og eignir þeirra þjóönýtrtar. b)Allir meölimir kommúnunnar og embættismenn skyl'du vera kosnir og jafnframt afsetjalegir án fyrirvara. Þannig fékkst virkt aöhald kjósenda með störfum enbættismanna og kommún- aröa. Þaö skal tekið fram aö jafnvel dómarar voru Xíka kosn- ir. c)Laun starfsnHnna kominúnunnar voru miöuö viö verka- nennalaun á hverjum tíma. Meö því var komiö í veg fyrir að Götubardagi. menn sæktust eftir embættum vegna launanna. d)Trúarlegur áróöur í skólum var bannaður. e)Menntastofnanir fengu full- komið akademískt frelsi, íhlutun ríkis og kirkju um mennt- un var afhumin, einnig voru skólamir opnaðir og alþýöu manna gefinn kostur á að stunda nám. f)Fastaherinn var leystur upp en í hans stað komu alþýðug^eslusveitir. g)Næt- urvinna bakara var afnumin. Bannað var aö sekta verkamenn fyrir mistök í starfi. Vinnumiölun var komið á og leytast við aö skipuleggja opinberar framkvæmdir. h)Veölánahúsum var gert aÖ skila munum sem þau höföu komist yfir. Sumar af þessum úrbótum virðast ekki ýkja merkar né róttækar í dag. En ef miðað er viö tíöarandann veröur annað upp á ten- ingnum. KommúnunEnn gerðu líka mörg mistck. Sem dæmi má nefna að þeir þverskölluðust viö að þjóönýta Frakklands- banka. Var það mjög afdrifaríkt því aö Versalastjómin gaf út ávísanir á gúllforða hans að upphæð 250 milljónir gull- fraríka, til að fjármagna herinn sem kæfa átti byltinguna. Kommúnan leit ekki bara á sig sem boegarstjóm Parísar. Hún leit svo á að hún ætti að vera fyrirrrynd landsbyggðarinnar í baráttunni gegn hinu konungsinnaða þingi. 1 samraani við þaö skipulagði hún sig líkt og ríkisstjóm, stofnaði meðal annars atvinnunefnd, fjármálanefnd og velferðarnefnd eins og gert var í Stjómarbyltingunnni miklu. Hún lét eftir sig hálfklárað skipulag fyrir allt Frakkland. Sagði þar neöal annars að hvert smáþorp skyldi kjósa eigin kommúnu og skyldi hver kommúma senda fulltrúa á þing í héraöshöfuðborg inni, þau þing skyldu síöan senda fulltrúa á þing í París. Þau fáu mikilvægu verk sem hver kommúna fyrir sig sá ekki um átti að fela embættismönnum sem eins og allir fulltrúar og starfsmenn kommúnanna áttu að vera afsegjanlegir án fyr- irvara ef þeir fremdu einhver glöp í starfi. öll stjómun átti að veröa ódýrari rreð afnámi embættismannakerfisins, lágum launum til embættismanna og afnámi fastahers. Ef til vill var iœira hugpað en framkvænt af kommúnunni en á sín- um stutta valdatíma framkvæmdi hún marga hluti sem borgara- stéttin haföi vanraskt eða komu alþýðunni beinlínis til góða Herstjómarlist kommúnuiiBnna var ekki beisin. Versalastjómin sanrii um það við Prússa aö þeir skiluðu aftur föngunum sem teknir voru í stórorustunum við Sedan og fetz. Var Bismarck fús til að ljá Versalamönnum lið við að berja niður kommúnuna og leyfði þeim aö auka herinn úr 40 þús. upp í 100 þúsund manns. r byrjun apríl reyndi kommúnuherinn að ráðast að Versölum en beið afhroð. Sýndu Versalamenn mikla grimmd er þeir skutu af handahófi þá úr hópi fanganna sem þeir töldu aö væru foringjar. Versalanenn létu skothríðina dynja á París og er herfangamir, sem Prússar skiluöu, voru koranir í franskar herbúðir þá sleit Thiers samingaviðrœöum þeim er hann átti í viö kommúnumenn. SamningaviðræÖumar snérust um fangaskipti á erkibiskupnum af París og 63 öðrum klerkum, sem kanmúnunenn höföu í gíslingu, á nóti Louis-Auguste Blanqui einum. Frá byrjun naí einkenndust aðgeröir kommúnu- manna af strxðinu gegn Versalastjóminni. 21.maí komust Versalahermenn inn fyrir borgarhlið Parísar vegna svika. Fullvíst er talið aö hægt hefði verið að komast hjá mann- skæöum bardögum en Versalamenn kusu aö ráðast beint að götu vígjunum sem borgarar Parísar höfðu komið sér upp. Var bar- ist um hverja götu frá vestri til austurs í borginni og tók almenningur ríkan þátt í bardögum neð kommúmunrinnum. Létu Versalamenn eldvörpumar tala sxnu máli viö Parxsarbúa. Vik- an 21-28.maí er enn Jcölluð Blóðvikan neöal Parísarbúa. Af hverju?; Heyrum nú hvaö Alfred Cobban hefur um náliö að segja en það má taka þaö fram að hann er lítill vinur komm- únumanna: „Versalanenn..sýndu mun meiri barbarisma en komm- únumenn. Eflfrá er talinn harmleikurinn síðast þá skutu komm únarðar aldrei óvopnaða fanga þó að teknir væru gíslar. Aft- ur á móti myrtu Versalamenn fanga sxna á kerfisbundinn hátt. Er Versalairenn hófu hin gengdarlausu morð þá svöruÖu komm- únarðamir neö því aö leggja eld að opinberum byggingum og með því að taka presta, þ.á.m. Erkibiskupinn af París, af lífi. Hinn 25.mí voru verkamarmahverfin ein ósigruð, næstu daga var barist af ótrúlegri heift og hryðjuverk framin af beggja hálfu. Hinn 27.mí voru síðustu komnúnarðamir eftir ósigraðir í Pere Lachaise kirkjugarðinum, var þar barist um hverja gröf. Daginn eftir gáfust síðustu kcmmúnarÖamir upp og voru 125 fangarskotnir, flestir án dóms og laga, þama í kirkjugarðinum. Er þar nú mimismerki um hina föllnu. Aftök- unum linnti ekki og er upp var staðið kom í ljós aö 20-30 þúsund kommúnarðar höfðu verið drepnir. Un 40 þúsund voru handteknir og voru 15 þús. í útlegð til fanganýlendanna eða til fangelsisvistar. Einnig beittu Versalamenn geðveikrahæl- isvist fyrir nokkra pólitíska óvini eins og síðar komst í tísku. Hinar prússnesku hersveitir, sem sátu í kringum París héldu flestar að sér höndum en horfðu á slátrunina. Þeim hafði verið skipaö að láta engan sleppa í gegn um hersveitir sxnar en þeir munu hafa lolcað augunum fyrir nokkrum flótta- nönnum, vegna mannúðar. í London sátu Karl Marx, Frederick Harrison og fleiri um að liðsinna flóttamönnunum. Erlendis urðu ekki margir til að verja kommúnuna. Það voru eirikum meölimir Alþjóöasambands verkamanna, Karl Marx og fleiri, og einnig menn úr hópi raunhyggjumanna sem töl- uðu máli kommúnunnar. Aö vísu blöskraði mönnum fjöldamorð Versalahermannanna en pressan hamraði á því að kommúnarð- amir heföu unniö til þess með því að eyðileggja opinberar stofrianir og vanvirða kirkjuna með aftöku erkibiskupsins af París. Eftir endalok Parísarkommúnunnar fór fylgi Blanquis og fylgismnna hans dvxnandi. Eins fór fyrir Proudhonistum enda jókst fylgi sósíalista samfara þessu. í ljósi reynslunnar af Parísarkommúnunni gerðu Marx og Engels einu breytinguna á Kommúnistaávarpinu sem gerð var. „Einn er sá hlutur sem sérstaklega sannaöist í Parísarkomm- únunni: Að verkalýðsstéttin getur ekki notfært sér rxkis- valdiö, eins og það er í dag, í eigin þágu." Þeir töldu að verkalýðsstéttin yrði aö brjóta á bak aftur rxkisvaldið sem væri valdbeitingartæki ríkjandi stéttar. Lenin, foringi rússnesku byltingarinnar, „stúderaði" mik- ið Parísarkommúnuna og reyndi að draga lærdóm af reynslu hennar. Er Bolsévikar höfðu verið við stjórn í rúma tvo mánuði hraut út úr Lenin: „Nú höfum við staðið okkur vel, stjómað lengur en Kommúnan". Marx: „M=ð baráttunni í París hefur barátta verkalýðs- stéttarinnar gegn stétt kapitalista og ríki þeirra komist á nýtt stig. Hvemig sem mál þetta mun þróast þá hefur feng- ist ný viðmiðun sem hefur heimssögulega þýöingu." Gefum Engels að síðustu orðiö: „Nú, ágjetu herrar mxnir, viljiö þiö vita hvernig þetta alræði öreiganna lítur út? LítiÖ á Parísarkommúnuna, hún var alræði öreiganna." Eftinráli Þó aö margt sé hægt að læra af reynslu kommúnarðanna þá ber að varast, aö búa til einhvers konar "útópíu" úr henni. Varast ber þann misskilning að þetta hafi verið sósíalismi í framkvæiri(Þetta benti m.a. Karl Marx á). "Parísarkommúnan var aö vísu fyrsta sjálfstæía tilraun verkalýðsstéttarinnar til að ná í sínar hendur pólítísku valdi, en forystunenn hennar, baráttuaöferðir og þær hugnyndir, sem mest bar á- allt var þetta þannig vaxiö, aö þaö tengir hana frekar fortíð en franrtíð....'.' '.'...en jafnvel þótt hún hefði staðiö hemaðarlega betur að vígi, gat hún ekki unnið endanlegan sigur- til þess höföu leiðtogar hennar of óljósar hugmynd- ir um, aö hverju skyldi stefna."(Jóhann P.ámason,ll) Stuöst var viö eftirtalin rit: 1. ) Alfred Cobban: History of modem France (2). 2. ) Peter Kropotkin: Ihe Paris Commune, 1871. (Grein í the Anarchist reader.ritstj.G.Woodcock. 3. )Karl Marx: Borgarastríöið í Frakklandi. (Grein í Orvalsritum Marx & Engels II) 4. ) Friðrik Engels: Formáli að Borgarastríöinu... (Grein í Úrvalsritum Marx & Engels II) 5. ) Marx-Engels: Preface (ífenifesto of the ccmmunist party) 6. ) Blondel & Godfrey: H The Govemment of Prance. 7. ) George Lichtheim: A short history of socialism. 8. ) H.S. Kjartansson: Þættir úr sögu nýaldar. 9. ) A.Alinhult: Pariserkommunen (Grein í Nordisk familliebog) 10. ) Sverrir Kristjánsson: Parísarkommúnan. (Grein í Txnariti Máls & ífenningar, 1971, I.hefti. 11. ) Walt Disney: Andrés önd. 12. ) Jóhann Páll Amason: Þættir úr sögu sósíalisna. Ami Þ. Snævarr, 4.-A.

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.