Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1979, Blaðsíða 11

Skólablaðið - 01.04.1979, Blaðsíða 11
Einhver sagöi einhvemtíma: Maöurinn er of gööur fyrir þennan heim. Viö fyrstu sýn mætti kannske ætla aö slíkur boöskapur ætti lítiö erindi til okkar á þessum síöustu og verstu tímum,en margt yréi lesanda ljósar,ef hann gerði ráö fyrir því við lestur þessara fáu lína. Viö íslendingar tilheyrum hinum svokölluöu vestrænu menningarlöndum. Þessi lönd hafa löngum talið sig útveröi alls þess sem menning-"sivilasjón"- á aö teljast hér á Jörðu. Þau hafa tekið upp á sína arma stjömkerfi sem nefnist lýöræði og eins og nærri má geta telja þau þaö ■ æöst allra stjömarforma. En þött lýöræðiö sé svosem ekk- ert mjög slæmt,er það langt frá því aö vera gallalaust. Lýðræöi er nefnilega þess eðlis aö þaö hefur öhagganlega tilhneigingu til aö snúast gegn sjálfu sér....það gerir ekki ráö fyrir þeirri þeirri hugarfarsbreytingu sem þarf til þess að lýðræðiskerfið virki. I fyrmefndum löndum (að ekki sé talað um þau ríki sem kenna sig viö sósíalisma). hefur veriö skapaö ríkisvald sem er hálfgeröur stóribróöir. Einhverjir kunna aö amast við því að ég persónugeri ríkis- valdið,en þaö er sannarlega leyfilegt,raunar kjami máls- ins. Ríkisvaldið er máttur,annarleg vera. Það er uppfynding okkar mannanna og hefur taliö okkur trú um að við séum ekki færir um aö ráða yfir okkur sjálfum,það hefur tekið að sér föðurhlutverkið. Nei,gott fólk. .. .þetta em ekki trúðar í fjölleikahúsi, heldur kviödómarar í frelsisríkinu Bretlandi. Ekki fer hjá því aö ríkisvaldið hafi hagað málum þannig,aö þaö sé fast í sessi. Ríkisvaldið hefur sumsé st jóm á nestum hluta-ef ekki öllu- upplýsingastreymi til þegna sinna. Ungviöiö er hreinlega ræktaö upp í ríkisreknum skólum,við það að trúa á"þaö sem ríkisvaldinu er heilagt. Og þaö sem skólakerfið kemst ekki yfir aö mata almenning á, sjá ríkisstyrkt blöð og aðrir fjölmiðlar um. I rauninni stjómar rxkisvaldið þarmeð sannleikanum,eöa öllu heldur skilgreinir hann. Látum þaö nú vera,það versta er aö hver einstaklingur er neyddur til aö lifa í einhverju þjóöfélagi og hlíta leik reglum þess. Leikreglumar kalla þeir lög,segja þau nauðsyn Hvaðan einhverjum koma þau fométtindi aö mega setja lög yf yfir aðra getur enginn svaraö-því hefur allavega aldrei veriö svaraö svo viðunandi sé. Ekki nóg með aö lög séu sett ríkisvaldið fær okkur sjálf til aö framfylgja þeim og refsa rxkisvaldið fær okkur sjálf til aö framfylgja þeim og refsa einstaklingum sem ekki tekst að þræða einstigi laga og reglna. Auk þess hefur veriö fundin upp herskylda,ef ríkis- valdinu finnst því ógnaö á einn eöa annan hátt,neyðir það okkur til að ganga í her og drepa náungann,allt fyrir efna- hagslega hagsmuni ríkis. Baráttuaöferéir ýmissa hugsjónamanna sem berjast fyrir réttlátara þjóöfélagi,hafa löngum veriö gagnrýndar. Mönnum finnst það ankannalegt aö berjast gegn ofbeldi í þjóöfélag- inu neö ofbeldi. Og vissulega er slík gagnrýni óvitlaus, menn veröa bara aö hugsa til þess að þegar barist er gegp ríkjandi skipulagi,kemur oft sú staöa upp að aðeins ein leiö er eftir-og þá veröur að fara þá leið,þó hún striöi kannske gegn „prínsípum" þess sem á í hlut. Eitt af því marga sem hrjáir samfélagið á vorum dögum eru glæpir. Glæpir eru aö langnestu leyti,til komnir vegna misskiptingar auðs(eignaréttarins) og félagslegra vandamála En hvemig tekur rxkisvaldið á glsepum. Jújú,þaö gerir ein- staklinga(örfáa) ábyrga,lokar þá síðan inni í búrum eéa myrðir(aftökur)eftir því sem við á. Og ekki þarf glæpi gegn samfélaginu til þess aö verða lokaður inni.Nóg er að hafa skoðanir sem rxkisvaldiö kærir sig ekki um-eða neita að ganga í her og drepa(VíetNam).” Það hefur verið sagt að eignaréttur sé orsök alls ills. Hversu mikið er hæft í því,veit ég ekki. Hitt er víst,að hann er orsök margs ills. Ekkert réttlætir þaö,aö einhver slái eign sinni á eitthvaö sem aðrir byggja lífsafkomu sína á,já og hafa það undirstrikað. Afrakstur jarðarinnar til- heyrir öllum-jörðin sjálf engum. Ríkisvaldið notar alls kyns meðul til þess að koma í kring þeirri útþenslu sem því hentar á hverjum tíma. Sé hemaðarleg útþensla nauðsynleg,þá telur það þegnum sxnum trú um að landinu sé ógnaé af óvininum. Þróun t.d. V-Þýsk- alands í lögregluríki nú undanfarin ár er réttlætt með starfsemi nokkurra borgarskæruliða og allar athafnir þeirra blásnar út af fjölmiðlun og öðrum mötunarstofnunum. Lýðveldissinnar og aörir áhangendur rxkisvalds: í allra guða bænum segið nér eitt. Hvar á himni eða jörð,stendur það skráö heilqgum stöfum. að manni búsettum á eyju norðurí Dumbshafi sé skylt aö hlíta lögum svokallaös Lýðveldis Is- lands. Hvaða rétt hafa nenn yfirhöfuð til að setja lög yfir aöra. Viö verðum að losna viö hlekki skoðanakúgunar og hamslausrar takmörkunar á athafnafrelsi. Eignaréttinn bókstaflega veröur að afnema-ásamt ríkisvaldinu(og Guði). Þessar hugleiðingar festi ég á blað eitt síödegiö í mars. Egillmasson- {TOHAooHaaHosiAœHVNvxxaooHjittdiHSNOiivHHaAHaaaiSNOOSHoiaaoacHJHasiwaNiJixxNnooNaaiŒMaiTxxNNVHvwHRívavNNianawiciaAHixiai’AmvaianojaxviEiaASNisisiGHiisHHaJxxxTvooHnosiwoaHHaiJiaHHSiHoavíiaisreaivx: Önnumst undirbúingsvinnu fyrir offsetprentun. Hönnun og umbrot bóka og tímarita, ásamt gerð eyðublaða o. fl. Myndataka, Plötugerð. Sjáum um setningu og prentun. REPRÓ OFFSETVINNUSTOFA LINDARGOTU 48 REVKJAVlK SlMI 25210 ’LOSIONSXXFUdCTHESYSTEMXXALLTVALDERSPILLINGXXDUNNOWHATIWANTBUriKNOWHOWTOGEriTXXWIRHASSENRECHTUNDORDNUNGXXÞJÖÐRfiISSTEFNANERAFHINUILLAXXrHE1

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.