Skólablaðið - 01.04.1979, Side 16
11118
Frank Lloyd Wright fæddist áriö 1867 í Richland Center
Wisconsin.Hann var af velskum ættum og ólst upp á óreglu-
heimili,þ.e.viö sífelldar hjónaerjur,er síðar leiddu til
hjónaskilnaðar.Faðir hans var snauður hljóðfæraleikari,en
prédikaði guðsorð fyrir nákommna annað veifið.Frank var að
kalla sjálfmenntaður,lauk hvergi prófi,hvorki úr nennta-
skóla né háskóla.Þó er rétt að geta þess, að hann sótti
nokkra kúrsa í rúmfræði og teiknun.Þegar strákur var tólf
vetra, hélt fjölskylda hans frá Richland til Madison, sem
var stórborg miðað við fæðingarbæ hans.Þessi umskipti virð-
ast hafa haft mikil áhrif á afstöðu hans gagnvart náttúr-
unni.l verkum hans sést greinilega, hversu mikil virðing
er borin fyrir henni.Ongur fór hann eins síns liðs til
Chicago og réðst þar til vinnu á arkítektastofu Súllivans
nokkurs.Þessi ágæti vinnuveitandi og reyndar kennari hans
varð fyrsti "Kaninn"til þess að halda því fram, að ytra
snið réðist af þörfum og nauðsyn-form must follow function.
Erfiði hans kemur berlega í ljós í hinum lóðréttu og lárétt
línum, er einkenna flesta skýjakljúfa.Frank lærir af Sull-
ivan að setja fran lógískar og greinandi hugsanir í teikn-
ingu.
Á nítjándu öldinni stunda hinir djörfustu menn leit
að nýjum formum.List var ekki lengur fyrir kóng eða prest,
heldur fyrir almenning.Art Nouveau hafði haslað slr völl í
listheimi um miðja öldina, en hafði ekki jafnmikil áhrif á
byggingarlist sem aðrar listir.Rétt væri að segja, að hún
hefði vakið áhuga og jafnframt þörf til nýs byggingarstíls.
Þó hefur hugarfarsbreyting almennings opnað allar götur
fyrir "módeme arkítektúr" og þá nútíma-byggingarlist,
túlkaða í þeim skilningi sem einkennandi, nýstárlegan og
vitaskuld aðgreinandi byggingarstíll 20. aldar.Hver er
aðdragandinn?
Líklega eiga þeir stílar, sem voru hvað vinsælastir,
áður en hann kom til sögunnar, einhverja sök á þessum um-
skiptum.Til að mynda hafði ekkert nýtt eða ferskt komið
fram, heldur aðeins hið gamla endurbætt. Eklektismi og rev-
ívalismi höfðu verið alls ráðandi, en láðst að skilja eftir
sig nokkum vísi til áframhaldandi þróunar. Stefnumar voru
staðnaðar.Uppruna módemismans ná hins vegar rekja til
skynsemisstefnunnar í Frakklandi eða jafnvel að eihhverju
leyti til rómantískra hreyfinga í Englandi.
PRANK LLOYD WRIGHT
Nýjum forrnum var veitt framganga með fráhvarfi frá
sögulega stílnum og vaxandi tiltrú á aukna vélvæðingu, auk
þess sem ný efni voru komin fram á sjónarsviðið(jám-stál-
sement).
Arið 1893 hóf Frank sjálfstæða teiknun, eftir að hann
hafði numið hjá Sullivan allt, sem að notum gat komið.Hann
reynir að skapa eigin stíl, byrjar að gefa innra rými gaum.
Þetta sést allvel á teikningum hans af eigin húsi, sem er
teiknað um 1894.Sullivan hafði greinilega skólað strákinn
vel, því að hann lítur ekki við klassískum né öðrum verkum,
sem umlykja hann.Leit hans að reglubundnum stíl var þó ekki
lokið, en samt túlkaði hann hið fyrirheitna óafvitandi í
eirihverjum hlöðuteikningum, þar sem ytra snið var látið
engu máli skipta, fyrr en innrými hafði verið skipulagt.
Það tók hann áratug að ná því fram í hústeikningu.
Einkalíf Franks virðist hafa haft bein áhrif á starf
hans.Eftir að hann kvæntist, reisti hann hús og virtist
una vel við sitt, en áður en böm hans höfðu náð fermingar-
aldri, stakk hann af til Evrópu með konu eins kaupenda
sinna.Hún hét Marnah Borthwik.Við heimkomuna hófst hann strax1
handa við að reisa hús handa sér og nýju konunni, sem
var reyndar drepin ári síðar ásamt bömum af fyrra hjóna-
bandi af geðillum þjóni.Síðan kveikti þjónninn í húsinu.
Frank var ekki heima, þegar þetta gerðist.Þessir atburðir
léku arkítektinn okkar grátt, og hann undi sér nú ekki
lengur í Miðríkjum Bandaríkjanna.Hann sigldi til Japans og
dvaldist þar þó nokkum tíma.Metnaður Frariks óx nú óðum,
og hann fann nýjan neista í for-kólumbískum stíl svo og
japönskum.Þessara áhrifa gætir í nokkrum húsum teiknuðum
um 1920-24.Fyrir 1922 hafði þó hugur hans dvalizt í Japan
vegna byggingar hótels þar í sveit, er hann hafði teiknaði.
(l«(ÍT-lí)5í))
Hótelið er ágætt dæmi um japönsk áhrif.Það er myndað af
h-laga byggingum,sem tengjast hvor annarri.Veggir eru úr
tilhöggnum hraunmolum,en kantar úr múrsteini.Ötlitið virðist
nokkuð tilkomulegt.Það,sem eftir var af áratugnum,þrælaðist
öll bándaríska þjóðin í gegnum kreppu,Frank Lloyd líka.Fram-
farir urðu hvorki hraðar né miklar vegna ládeyðu í bygg-
ingarframkvæmdum. Þó teiknaði hann svolítið,til að nynda
Gordon Strong Automobile Objective,sem var einskonar undan-
fari hins heimsfræga Guggeriheimssafns.Það safn er án efa
bezta dæmið um cbeizlaða sköpunargáf u.Bogar eru látnir
ráða ferðinni,en nýting á plássi er stórfengleg,svo að
ekki sé minnst á útlit.
Eftir tvo skilnaði kvæntist Frank að nýju um 1930.
Andlegu erfiðleikar hans var kastað á glæ, því að nú virt-
ist hann hafa fundið hina réttu.Þessi ágpata kona hvetur
mann sinn til þess að skrifa ævisögu sína.Það gerir hann.
Hún hvetur hann einnig til þess að stofna arkítekta-
skóla.Það gerði hann lxka.Skólinn hét The Taliesin Fellcw-
ship og starfaði á mjög frjálslegum grundvelli.Þetta tíma-
bil hefur oft verið nefnt "síðara tímabil" hans.Hvers
vegna?Tilraunir hans höfðu hlotið viðurkenningu og almenn-
ingur var búinn að sætta sig við hinn nýja byggingarstíl.
NÚ skyldi hann fá að þróast og dafna undir handleiðslu
meistarans, en ekki vera uppátæki brautryðjandans.Braut-
ryðjandinn var nú orðinn meistari.Hann ásamt evrópulærðum
arkítektum, sem höfðu streymt til Bandaríkjanna og troðið
sama stíg og Frank, grundvölluðu stílinn.Til að mynda eru
í þessum hópi menn eins og Gropius, Mies van der Rohe,
Aalta og Breuer.Störfuðu þeir allir að sama markmiði og
hafa ef til vill rutthvor öðrum nýjar leiðir etcetera.
Frank hafði sinn stíl-sléttustílinn hafði orðið fyrir áhrif-
um, -japönskum svo eitthvað sé nefnt.Stöðnun var ekki á
næsta leiti-fúnksjónismi var framtíð í framtxðarheim.Ekki
nega menn þó ætla, að þessir ágætu menn hafi eða hefðu það
í hyggju að láta heiminn taka hamskiptum og lúta vélum og
kerfum, öðru nær.Þeir reyna flestir, umfram allt Frank,-
að teikna svo hús brjóti ekki í bága við umhverfið .Ágætt
dæmi um slxka hönnun er hús Franks, Fallandi Foss.Húsið
er byggt á fossbrún og áin rennur um garðinn.
Byggingarstxll Wrigjhts séður frá amerískum sjónar-
hóli minnir eilítið á brautryðjendur eins og Emerson,
’Thoreau,og Whitmann.Innblástur sinn fær hann beint úr
ínáttúrunni og frá því landslagi, sem væntanlegt hús skal
rísa,teiknað og fellt inn í umhverfið,hús með sjón-
deildarhringinn í baksýn,allar lxnur láréttar til þess
að mynda reglubundna heild úr heimili og uirhverfi.
Aldrei var neitt málað eða bæsað,því að það hefði sett
óvenjulegan svip á unihverfið .Með aldrinum varð hann aðeins
skrautgjarnari,en fór þó aldrei út fyrir setrt mörk.
í stuttu máli má segja,að hann hafi endurskoðað stöðu
hússins,og niðurstaðan varð að brjóta kassann.Hann
sneri öllu á aman endann og dreifði um allt.
Prarik Lloyd Wrigþt skrifaði mikið ,bæði bækur og
ritgerðir.Hann teiknaði um 6oo hús á 66 ára starfs-
ferli.Hann lézt árið 1959.Sagan er úti.
Halldór Þorgeirsson tók saman.
o