Skólablaðið - 01.04.1979, Page 25
IN MEMORIAM
Stefán Baldursson.
Sveinbjörn Beck.
Fæddur 7. desenber 1960.
Dáinn 6. raars 19 79.
Vantar nú í vina hóp,
völt er lífsins glíma,
þann, er yndi og unaö skóp
oss fyrir skeramstum tíma.
(M.J.)
Ardegis þann 7.mars bárust ckkur vofveiflegar fregnir
til eyma. Maöurinn meö ljáinn hafÖi enn sýnt raátt sinn,
okkar góði vihur, Stefán, haföi daginn áöur verið hrifinn
á braut. Þrúgandi söknuður og sorg gagntók hug þeirra, er
eftir sátu. Skarö, sem ekki veröur fyllt, var höggvið í
vinahópinn.
Stefán var f jallgcngugarpur mikill og gaf hann sér ætíð
tíma til aö bæta nýjum tindum í safn sitt. Hann var félagi
í Hjálparsveit skáta og er dkkur hugstætt mjög, aö helgina
fyrir slysiö var hann aö aðstoða þá, sem slösuöust á skíö-
um í nágrenni Reykjavíkur. En aðeins fáum dögum síðar var
hann sjálfur borinn á börum niöur hlíöar Esjunnar, eftir
sína hinstu för á landsins fjöll.
Enn fremur var Stefán ritstjóri De rerum natura. Nutu
frábærir námshæfileikar hans þar sín vel. En Stefáni ent-
ist ekki aldur til aö ganga frá blaöinu. Þá var undirbún-
ingsvinnu og efnisaödráttum að mestu lokið. Jafnframt
haföi Stefán valið blaöinu fágpeta forsíöumynd.
Minningin um Stefán, glaðværð hans og gáfur mun ætíð
lifa í hugum ckkar og hörmum viö að kynnin uröu ekki lengri
en raun bar vitni.
Fyrir hönd 5. békkjar X,
Asbjöm Jónsson,
Jón Atli Benediktsson.
Fteddur 26. júlí 1960.
Dáinn 6. mars 1979.
Leiðir skilja. Þau tíöindi bárust aö vinur vor og
félagi, Sveinbjöm Beck, heföi látist af slysförum.
Stuttum en ánægjulegum kynnum var lokið, kynnum sem þó
náöu að marka í huga vom skýra ntynd, fagra mynd af
góðum dreng og tryggum vini, hinu besta mannsefni.
Viö fyrstu kynni birtust þeir eiginleikar sem viö
mátum nest. Gáski hans og glettni settu svip á hverja
samverustund og efldu þann anda sem svo oft ríkir þegar
ungir hittast. Hógværö hans og háttprýði minntu okkur
á gildi þess að eiga góða aö, traustan vin, styrka stoö.
En enginn veit hvaö átt hefur fyrr en misst hefur, þaö
finnum við eftir hina hinstu kveðjustund.
Daginn sem hann kvaddi var veður.milt og náttúran
skartaði sínu fegursta. Náttúran og lífiö sjálft- þaö
voru líka hans áhugamál. Lífsins naut hann frá degi
til dags í leik og starfi neð vinum og samferðafólki.
Fegurö lands og fjölbreytileiki náttúru heilluðu; þeir
sömu töfrar og seiddu til sín huga hins unga pilts - að
lyktum -.
I bili skiljast leiðir. En þótt sorgin sé þung og
söknuðurinn sár þá veitir sú vissa oss huggun, aö síðar
eigi fundum eftir að bera sarnan, svo að hlátur þinn
geti enn hljónað í góðra vina hópi.
íýrir hönd 5. bekkjar X,
Pétur H. Armannsson,
Sverrir ðlafsson.
Q