Fiskifréttir


Fiskifréttir - 02.05.1986, Blaðsíða 5

Fiskifréttir - 02.05.1986, Blaðsíða 5
föstudagur 2. maí 5 Fréttir Hirsthals vod- og trawlbinderia/s: Kynningarfundur meö íslenskum rækjukörlum A milli 30 og 40 útgeröarmenn og skipstjórnarmenn á rækjuskip- um voru samankomnir á kynning- arfundi sem Hirtshals vod- og trawlbinderi a/s. hélt í síðustu viku um borð í grænlenska rækju- togaranum Tasiilaq. Fundarstað- urinn var vel við hæfi því Tasiilaq var þá nýkominn til Hafnarfjarðar með rækju að verðmæti um 120 milljónir króna, eftir um 50 daga veiðiferð. Aflaverðmæti togarans frá áramótum er um 50 millj. Dkr. eða um 250 millj. ísl. kr. Er haft fyrir satt að togarinn, sem kostaði um 450 millj. kr. hafi aflað fyrir sambærilega upphæð síðan í október í fyrra. Danska fyrirtækið Hirtshals vod- og trawlbinderi a/s boðaði til umrædds fundar til þess að kynna íslenskum rækjukörlum, hið fjöl- breytta úrval af trollum sem fyrir- tækið framleiðir. Sýndar voru myndir af hinum mismunandi gerðum við eðlilegar aðstæður í tilraunatankinum í Hirtshals. Á eftir var farið í skoðunarferð um hinn risastóra grænlenska togara og voru Islendingarnir mjög ánægðir með þennan kynningar- fund. Þess má geta að Hirtshals vod- og trawlbinderi hefur haft mjög mikil samskipti við íslendinga á undanförnum árum og fyrirtækið kaupir mest allt hráefnið í veiðar- færin hjá Hampiðjunni í Reykja- vík. Hm borð í grænlenska rækjutogaranum í Hafnarfjarðarhöfn. Efst eru veiðarfærin á dekki, þá mynd af nokkrum íslensku gestanna að skoða búnaðinn um borð og á neðstu mynd stígvélaþurrkari, hið mesta þarfaþing (Ljósm. Jens). Holl- vinir hring• ormsins Eftir Einar K. Guöfinnsson Málæði einstakra þingmanna kom rétt enn einu sínni í veg fyr- ir að stjórnarfrumvarp um sel- veiðar við ísland næði fram að ganga á síðasta þingi. Stjórnar- frumvarp þetta var orðið all- útþynnt, er það kom til umræðu nú á vordögum. Engu að síður fól það í sér skynsamlegar breytingar á fyrri iögum og hefði því verið hagur af samþykkt þess. En vegna endalaus blaðurs og að frumvarpið var seint lagt fram lyktaði málum svo að það sofnaði svefninum langa og guð má vita hvort einhvern tímann verður hægt að vekja það af þeirn blundi. Þetta frumvarp var tilraun til þess að setja fram í heildstæðum lögum ákvæði er varði selveiðar við ísland og stjómun á þeim stofni. Geta allir séð hversu mikilvægt er að slík almenn og heildstæð lögséutil. Það hefur verið áætlað að skaði sem hringormavandamál- ið hefur í för með sér fyrir þjóð- arbú okkar nemi um það bil hálfum milljarði króna. — Til samanburðar má þess geta að ríkið mun veita á þessu ári um 200 milljónum til Hafrann- sóknastofnunar og Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins. Hér er þó ekki meðtalið, að samkvæmt vísbendingum sem hafa fengist við athuganir í Hraðfrystihús- inu Hjálmi hf. á l 'latcyri. bendir allt til þess að eftir að hringorm- ar hafa náð því að verða fjórir í kílói af roðlausum flökum, virð- ist nýtingin minnka um 1 prós- ent við hvern orm sem bætist við í hvert kíló. Þegar orma- fjöldinn hefur náð tíu er fiskur- inn í raun orðinn gúanómatur. Samhengið er sannað Því er á þetta minnst hér, að sýnt hefúr verið fram á að sam- hengi er á milli fjölda og út- breiðslu sela og hringormasýk- ingar í fiski. Þessi sannleikur var mönnum orðinn ljós í Kanada fyrir um aldarfjórðungi, en bögglast enn fyrir brjóstum einhverra einstaklinga á Al- þingi. Samkvæmt „þingmanna-vís- indunum“ er ekkert ljóst um þetta samhengi. Þeir telja allt eins víst að skarfar og aðrir sjó- fuglar séu sökudólgar og því beri að gjaida varhug við því að setja heildstæð lög um selviðar við ís- land, amk. lög er heimili sjávar- útvegsráðuneytinu að fara með stjóm þeirra mála. Erlingur Hauksson sjávarlíf- fræðingur sem manna mest hef- ur hérlendis skoðað þessi mál segir í Ægi 4. tbl. 1984: „Tilraunir hafa leitt í ljós að landselir og útselir eru lokahýsl- ar fyrir þennan orm og virðist þetta gilda um selategundir í Norður-Atlantshafi almennt því að í meltingarvegi þeirra er ávallt að finna kynþroska sel- orma. Kynþroska selormar hafa ekki fundist i meltingarvegi máva, skarfa, svartfugla og lóms. Tilraunir með skarfa sýndu að þeir eru ekki lokahýsl- ar fyrir selorminn. Þ.e.a.s. P. decipiens lirfur (selorms-Iirfur, innsk. mitt EKG) gátu ekki ■ þroskast í kynþroska orma í meltingarvegi þeirra". Þrátt fýrír þetta þrjóskast menn við. Við glímum á meðan við hringormavanda í fiskflök- um og kostum til á ári sem svar- ar verðmætum tveggja til þriggja skuttogarar af nýjustu og full- komnustu gerð. Einar K. Guðfinnsson er útgerðarstjóri í Bolunga- vík.

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.