Fiskifréttir


Fiskifréttir - 02.05.1986, Blaðsíða 9

Fiskifréttir - 02.05.1986, Blaðsíða 9
föstudagur 2. maí 9 Fréttir Þrir Japanstogarar í klössun og breytingu ihaust Breytingar og niðursetning á tækjabúnaði í japönsku togarana verða boðnar út nú upp úr mán- aðamótum. Það er FJAS - Félag japanskra skuttogaraeigenda, sem stendur að útboðinu en í því er gert ráð fyrir að boðið verði í breytingar á nokkurs konar „staðalskipi“, sem sameinar flest það sem gera á við þá sex togara sem fyrirhugað er að breyta. Að sögn Eiríks Ólafssonar, for- manns FJAS, munu þau fimm fyrirtæki sem eiga hagstæðustu tilboðin í „staðalskipið“, fá sér- gögn fyrir breytingar á hverju skipi fyrir sig og geta þá boðið í þau verk sem þau hafa áhuga á. FJAS var búið að fá tilboð í bæði vélar og spilbúnað og eru vélarkaupin frágengin að mestu leyti. Vélarnar verða keyptar frá japanska fyrirtækinu Niigata en öllu óljósara er með spilbúnað- inn. Viðræður vegna þess hluta munu þó hefjast fljótlega. Stefnt er að því að fyrstu þrjú skipin fari í breytingar á haust- mánuðum, en allir japönsku tog- aranna innan FJAS, að Drangey og Rauðanúpi undanskildum munu fara í þessa miklu klössun. Birgir Albertsson trillukarl á Stöðvarfirði: Hefur komist Í40ródra i vetur! — Það hefur bókstaflega ekk- ert gengið að undanförnu. Eg hef gert út á steinbít allan aprílmánuð og aflinn hefur mestur orðið um hálft annað tonn á sjö línur. Flann hefur líka farið allt niður í 100 kíló, sagði Birgir Albertsson, trillukarl á Stöðvarfirði og stjórn- armaður í samtökum trillukarla er við forvitnuðumst um aflabrögð. Að sögn Birgis fór hann í eina 15 róðra í apríl og var aflinn alls um tíu tonn af steinbít. Þegar allt er talið fást um 16 til 17 krónur fyrir kílóið en hraðfrystihúsið á staðnum hefur keypt steinbítinn og flutt hann ísaðan til Bretlands. Sagði Birgir að verð þar hefði ver- ið lágt að undanförnu. Kostnaður vegna útgerðarinnar er talsverður og t.a.m. kostar kílóið af loðnu í beitu, 15 krónur. Fyrir beitingu borga menn 340 til 350 krónur á línuna. Birgir Albertsson er búinn að fá tæp 28 tonn frá áramótum, þar af tíu tonn af steinbít. Að hans sögn var febrúarmánuður mjög góður en almennt hefði veturinn verið ágætur. — Það hefði þótt tíðindum sæta ef menn hefðu getað farið í 40 róðra að vetrarlagi hér fyrir nokkrum árum. Menn máttu þakka fyrir að komast í svo marga róðra á sumri, sagði Birgir Al- bertsson. SJÁLFVIRK OG HANDSTÝRÐ :l ÍHÚSOGSKIP — Við útvegum allt viðurkennt efni í fullbúin Halon- slökkvikerfi í hús og skip. — Sérþjálfaðir og iðnlærðir menn annast uppsetningu, eftirlit og viðhald á kerfunum. — Við sjáum um tafarlausa endurfyllingu á tæmdum halonflöskum í eigin áfyllingarstöð eða með áfylltum flöskum af lager. Meltubúnaður íHeiðrúnu ÍS Brátt verður lokið niðursetn- ingu meltubúnaðar um borð í Heiðrúnu frá Bolungarvík. Heið- rún er annað skipið í Bolungarvík sem fær metlubúnað, því slíkur búnaður hefur verið Dagrúnu um alllangt skeið. Að sögn Einars K. Guðfinnssonar útgerðarstjóra hef- ur meltubúnaðurinn í Dagrúnu gefið góða raun. UMBOÐ Á ÍSLANDIFYRIR DANSK FIRE EATER APS SKAINIIS % NORRÆN VIÐSKIPTI Laugavegi 59 101 Reykjavík Sími 21800

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.