Fiskifréttir


Fiskifréttir - 02.05.1986, Blaðsíða 3

Fiskifréttir - 02.05.1986, Blaðsíða 3
föstudagur 2. maí 3 þorskur. Siglfirðingur er nýfarinn til Þýskalands til viðgerðar og tók hann með sér 60 tonn frá Suður- eyri sem seld verða ytra. Nú eru grásleppukarlar farnir af stað en fremur lítið hefur fengist í netin hingað til. Bolungarvík: Dagrún landaði 140 tonnum þann 25. apríl eftir 4 - 5 daga en aflinn var grálúða. Sólrún kom með 50 - 60 tonn af rækju eftir 16 daga veiði- ferð og fóru um 15 tonn aflans á Japansmarkað. Heiðrún landaði þann 21. apríl 20 tonnum af blönduðum afla og fór hluti í gám. Skipið kom inn vegna brælu á miðunum en sömu sögu er að segja af Hugrúnu sem kom eftir tvo daga með 6 tonn af rækju. Línubátar hafa fengið góðan afla að undanförnu og er aflinn að mestu steinbítur. Sæmilegt hefur verið hjá netabátunum. Isafjörð- ur: Guðbjartur landaði 137 tonn- um þann 24. eftir 10 daga og var aflinn grálúða og karfi. Guðbjörg- in landaði sem fyrr segir 230 tonnum þann 26. eftir 10 daga og var aflinn grálúða. Skipið fékk um 200 tonn aflans á ljórum dögum og var hluta hans landað í þrjá gáma. Páll Pálsson landaði 180 tonnum þann 25. apríl eftir 4 daga og var hluta aflans sem var grálúða skipað í eina sjö gáma. Netabáturinn Orri dró upp laug- ardaginn 26. þ.m. en Víkingur III og Guðný eru enn að steinbíts- veiðum og hafa fengið þetta 10 - 12 tonn í róðri. Júlíus Havsteen er enn á rækju en landaði ekki í vik- unni. Súðavík: Bessi kom með 95 tonn þann 21. þ.m. eftir viku veiðar og var aflinn grálúða eins og hjá öðrum Vestfjarðatogurum. Sett var í tvo gáma úr Bessa. Mjög dræm veiði hefur verið hjá rækju- bátum sem róa í Djúpið og hafa þeir ekki náð uppi skammtinn. Hólmavík: Þar var þokkalegt veð- ur í s.l. viku en undir lok vikunn- ar fór að gæta brælu á miðunum. Arnarborgin landaði 7 tonnum í vikunni, Ásbjörg 7, Grímsey 7 og Sæbjörg 1 tonn. Hólmadrangur er að veiðum. Fremur tregt hefur verið hjá grásleppubátunum og hafa gæftir verið óhagstæðar. Norðurland Hvammstangi: Netabátarnir Glaður og Haförninn komu með samtals um 50 tonn í vikunni og er aflinn nær eingöngu þorskur úr Húnaflóanum. Rækju- og skel- fiskveiðum er nú lokið í bili. Sig- urður Pálmason landaði í þessari viku og verður sagt frá afla hans í næsta tölublaði Fiskifrétta. Skagaströnd: Litlar fréttir eru frá Skagaströnd þessa vikuna þar sem ekki náðist samband við tíðinda- menn Fiskifrétta. Arnar landaði 58,4 tonnum þann 22. apríl eftir 6 daga veiðiferð og var aflinn að mestu þorskur. Sauðárkrókur: Skafti landaði 140 tonnum þann 26. apríl eftir viku veiðar og var megnið af aflanum grálúða en eitthvað var af karfa. Hegranesið landaði í þessari viku og verður sagt frá því síðar. Frá Sauðárkróki róa nú 10-20 trillur og smábátar og hefur afli þeirra verið góður þegar gefur. Að sögn heimilda- manns Fiskifrétta þar nyrðra hafa netabátar verið að fá stærðar „aldamótaþorska“ í netin og margir hafa fengið 1 - 2 tonn í umvitjun á smærri bátunum. Grásleppuveiðin hefur ekki verið góð það sem af er og telja menn að gangan sé lítil í ár og mun það hafa sést snemma þar sem rauð- maga varð minna vart en áður. Olafsfjörður: Sigurfari kom aftur til heimahafnar eftir heimsókn í Breiðafjörðinn s.l. tvær vikur og landaði 24 tonnum þann 25. apríl. Aflinn var þorskur. Sigur- björg kom með 80 tonn af freð- fiski í s.l. viku eftir þriggja vikna útiveru. Dragnótabátar hafa feng- ið uppí 6 tonn í róðri. Siglufjörð- ur: Stálvík landaði 61 tonni þann 21. apríl og voru rúmlega 40 tonn aflans þorskur. Skjöldur landaði 15 tonnum af rækju í vikunni en Sigluvík fékk á sig brotsjó eins og mönnum er kunnugt og kom til hafnar með um 100 tonn af grá- lúðu. Siglfirðingur landaði 115 tonnum þann 26. apríl. Guðrún Björg sem stundar netaveiðar landaði um 22 tonnum í vikunni og Dröfn sem stundar sams konar veiðartæpum lOtonnum. Dalvík: Björgúlfur landaði þann 25. apríl 102 tonnum eftir 9 daga og Baldur landaði 34 tonnum þann 21. eftir 10 daga veiðar. Bliki kom með 15 tonn af rækju þann 26. eftir 5 daga veiðar. Eftirtaldir netabátar lönd- uðu afla á Dalvík í vikunni: Stef- án Rögnvaldsson, 23,6 tonn, Otur 21,5 , Haraldur 17,5 , Sæljónið 15,2 , Sænesið 17,6 , Njörður 11,0 , Búi 14,0 , Kristján 13,4 , Sveinn 11,4 og Sindri 8,5 tonnum. Akur- eyri: Þar voru einungis tvær tog- aralandanir í vikunni. Hrímbakur landaði 138 tonnum þann 21. og voru 60 tonn karfi, 26 grálúða og 22 tonn ýsa. Aflaverðmæti: 1.896.000 Kaldbakur landaði 115 tonnum þann 23. apríl og voru 48 tonn karfi, ufsi 39 tonn en þorsk- ur 13 tonn. Aflaverðmæti: 1.463.000 Grenivík: Þar höfðu 6 - 8 smábátar samtals 14 tonn yfir vikuna en þeir munu hafa róið alla daga vikunnar. Grásleppu- veiði er hafin frá Grenivík en sem annars staðar hefur uppskeran verið heldur rýr. Hrísey: Þar hafa gæftir verið fremur þokkalegar undanfarna viku og bárust 4,2 tonn af þorski þar á land, 800 kg ýsa, 700 kg steinbítur og 600 kg koli. Grásleppukarlar bera sig illa á eyjunni og hefur afli verið lítill. Grímsey: Þar bárust 35 tonn af netafiski frá fimm bátum á land og var aflinn eingöngu þorskur. Ekki náðist samband við aðrar út- gerðir á staðnum og má því vera að meiri fiskur hafi borist á land. Þar hefur verið fremur erfitt tíðar- far - fremur hvasst en þó gaf á sjó flesta daga vikunnar. Húsavík: Þar bárust alls 272,943 kg á land í vikunni sem leið. Þar af var Kol- beinsey með 101 tonn sem landað var þann 21. apríl s.l. og var sá afli eftir 5 daga veiðar. Aflinn var aðallega þorskur eða 98,5 tonn. Þokkalegur afli hefur verið hjá bátunum og gaf á sjó flesta dag- ana. Afli er nú mikið að glæðast hjá handfærabátum og bárust t.d. 22 tonn á land frá trillum og smærri bátum sunnudaginn 27. apríl. Nú eru komin 46 tonn af grásleppu á land það sem af er þessari vertíð og hefur verið saltað í 328 tunnur. Þetta telst lélegur afli ef miðað er við fyrri ár en til gamans má geta þess að þegar mest var saltað var fjöldi tunna um 1400! Þórshöfn: Því miður náðist ekki samband við Þórshöfn í tæka tíð og verða því aflafréttir þaðan að bíða betri tíma. Raufar- höfn: Rauðinúpur landaði 131 tonni þann 23. apríl eftir rúmlega viku veiðar og var mest af ufsa í aflanum eða 79 tonn. Trillur og smábátar höfðu samtals 16 tonn í s.l. viku. Austurland Seyðisfjörður: Engin löndun var á Seyðisfirði í síðustu viku utan að netabáturinn Nýfari fékk 2 tonn. Fáskrúðsfjörður: Tregt var hjá smábátum á netum við Fáskrúðsfjörð í síðustu viku en kropp var hjá einum tíu tonna bát sem er á steinbítsveiðum. Guð- mundur Kristinn landaði 33,6 tonnum í síðustu viku. Ljósafell kom með 35,8 tonn 25.4. eftir 5 daga að veiðum og Hoffell land- aði 83,4 tonni 21.4. eftir 8 daga að veiðum. Heildarverðmæti aflans voru kr. 1.472.000. Eskifjörður: Lítið var um afla á Eskifirði. Eitt skip landaði þar í síðustu viku, Hólmanes sem kom með 105 tonn 21.4. eftir viku að veiðum. Smábátar gátu lítið farið út vegna veðurs. Höfn í Hornafirði: Frekar tregt var um afla hjá bátum sem gera út frá Höfn. Heildarafli báta í síðustu viku var 336,6 tonn í 43 sjóferðum og skiptist aflinn þann- ig: Árný 6,9, Bjarni Gíslason 22,5, Erlingur 59,3, Freyr 881 kg. en Freyr er kominn á troll núna. Garðey fékk 8,9 tonn, Hvanney 16,2, Lyngey 31,1, Sigurbjörg 4,1, Sigurður Ólafsson 8,6, Skógey 52,9, Steinunn 6,1, Vísir 16,1, Þinganes 38,9, Þórir 48,6, Æskan 5,1 og Fáfnir 10,1,. Töluvert margir bátar eru búnir með kvót- ann og af þeim sem nefndir eru hér að ofan eru þessir búnir: Freyr (kominn á troll), Hvanney, Sig- urður Ólafsson Steinunn og Æsk- an, sem er komin á snurvoð. Vopnafjörður: í síðustu viku veiddust 17 tonn af grásleppu- hrognum en 7-8 trillur eru nú á grásleppuveiðum frá Vopnafirði og hafa þær haft ágætis afla. Brett- ingur landaði 72 tonni 21.4. eftir sjö daga að veiðum. Þar af voru 30 tonn af þorski og 30 tonn af ufsa, afgangur blandaður. Fiska- nes aflaði 44 tonna yfir vikuna og var aflinn að mestu þorskur og ufsi. Reyðarfjörður: Snæfugl kom með 94,2 tonn 20.4. eftir 8 daga að veiðum. Þorskur var í stórum hluta, 35,5 tonn, karfi 17 tonn, ufsi 34 tonn og ýsa 6 tonn. Stöðv- arfjörður: Þar var landað trillu- fiski í síðustu viku, 4.8 tonnum og var þar mest um steinbít að ræða. Neskaupstaður: Þokkalegt veður var þar í síðustu viku og hafa netabátar veitt mjög vel. Netabát- ar höfðu 51,3 tonn í síðustu viku, og dragnótabátar fengu rúmlega 10 tonn,- Bjartur landaði 72,5 tonnum í Neskaupstað 21.4. eftir 7 daga að veiðum. 34 tonn aflans voru þorskur og afgangur ufsi og karfi. Barði kom með 98,7 tonn að landi 25.4. eftir 8 daga að veið- um. Þar af voru 27 tonn þorskur og afgangur skiptist milli ufsa og karfa. FRIOGAS KÆLIMIÐLAR R-12, R-22, R-502 OG MARGAR FLEIRI TEGUNDIR KÆLIMIÐLA LITÆKNI SÚÐARVOGI 20 - 104 REYKJAVÍK - SÍMAR 91-84580 - 30031 Hirtshals Vod- og Trawlbinderi Fabrikerer alle slags fiskeredskaber for det sógáende fiskeri, til fartojer fra 50 hk til 5000 hk motorer. Redskabeme fremstilles af nylon, polyester eller polyethylenenet. Speciale: REJETRAWL Modelleme SPUTNIK - SKJERV0Y BASTARD og KALUT fremstilles i alle storrelser. Indhent tilbud HIRTSHALS VOD-OG TRAWLBINDERI AfS Notkajen 2 - 9850 Hirsthals - Tlf. 08-94 19 77 Telex 67769

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.