Fiskifréttir


Fiskifréttir - 02.05.1986, Blaðsíða 1

Fiskifréttir - 02.05.1986, Blaðsíða 1
BUNKERS WORLD WIDE Day/night economic bunkering whatever the time — wherever the port. Við launum tryggum viðskiptavinum /fa* með hagstæðum kjörum. WN; FINA MARINE LUBRICATING V.'S FAROEOIL COMPANY P/F S TraðargBta 38 - Postboks 2029 - Argir FR-3800Tór*havn - Faroe Islands Phone (009) 298 1 77 66 - Telex 81210 faroil fa S______________________________________S ÞORSKANET GRÁSLEPPUNET FLOT OG BELGIR TEINAOG FÆRATÓG ÞJÓNUSTUMIDSTÖD SJÁVARÚTVEGSINS 101 Reykjavtk. 011 skreiðarsala undir einn hatt? Viðræður og hugmyndir hafa verið í gangi um að sameina skreiðarframleiðendur og setja skreiðarsölu undir einn hatt. Fiskifréttir hafa fregnað að þrýst- ingur sé frá Seðlabankanum í þessa átt. Ólafur Björnsson hjá Samlagi skreiðarframleiðenda staðfesti í samtali við blaðið að viðræður hefðu átt sér stað og væri hug- myndin sú að Sölusamband ís- lenskra fiskframleiðenda (þ.e. sölusamtök saltfiskframleiðenda) yfirtaki söluna á skreið, en SÍF færi þó varla út í slíkt nema fá alla söluna. í landinu eru á fjórða hundrað þúsund pakkar af skreið og hert- um þorskhausum óseldir, en sú tala á eftir að lækka eitthvað mið- að við þær afskipanir sem nú standa yfir. Ólafur Björnsson sagði, að margir aðilar í Nígeríu væru að reyna að opna ábyrgðir og vonandi kæmist skriður á þessi mál bráðlega. LÍÚ íhugar frjálst humarverð „Við erum alvarlega að íhuga að gefa humarverð frjálst í sum- ar“, sagði Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ í samtali við Fiski- fréttir. „Við teljum að það sé næg samkeppni um vöruna til að skapa eðlilegt verð.“ Ef humarverð verður gefið frjálst, yrði það ekki í fyrsta skipti sem fiskseljendur byðu fiskkaup- endum sjálfdæmi um verðlagn- ingu, því útvegsmenn hafa áðUr boðið upp á frjálst loðnuverð og síldarverð. Fiskkaupendur hafa hins vegar ekki treyst sér til að þiggja sjálfdæmi í verðlagningu, en samkvæmt lögum þarf að vera samkomulag í Verðlagsráði sjáv- arútvegsins til þess að fiskverð verði frjálst. Kristján gat þess, að frjálst humarverð kynni m.a. að hafa það í för með sér að mismunandi verð yrði greitt fyrir humarinn á mánudögum og föstudögum. Sjá nánar bls. 6 Endurnýjun loðnuflotans: Sex skip eftir sömu teikningu? Eigendur sex íslenskra loðnu- skipa hafa verið í viðræðum við fulltrúa sambands skipasmiðja á vesturströnd Noregs um smíði á nýjum skipum og hefur verið rætt um að sameinast um eina teikn- ingu. Þeir aðilar sem hér er um að ræða eru eigendur Alberts GK, Hrafns GK, Hákonar ÞH, Helgu II RE, Péturs Jónssonar RE og Arnar KE. „Þetta er á algjöru frumstigi og ekki búið að koma sér niður á teikningu ennþá, en Norðmenn- irnir vita hvað við viljum og eru að vinna í þessu máli,“ sagði Þór- arinn Árnason útgerðarmaður Al- berts GK í samtali við Fiskifréttir. Rætt er um skip með 1000-1 100 tonna burðargetu á loðnu, um 56 m breið og 12 m löng. Vandamál- ið er hins vegar það, hvernig losna á við gömlu skipin. Norðmenn- irnir treysta sér ekki til að taka þau upp í nýsmíðina, a.m.k. ekki öll þeirra, enda þurfa þeir að losa sig við þau úr landi aftur, því bannað mun vera að flytja inn til Noregs svo gömul skip. Því er vandséð hvernig þetta mál leysist. Þess má geta að um síðustu helgi voru sænskir skipasmíða- menn hér á landi og áttu m.a. við- ræður við eigendur ofangreindra loðnuskipa. Þeir töldu mögulegt að taka gömlu skipin upp í, en nefndu engin verð í því sambandi og mun þetta allt vera nokkuð í lausu lofti. Verðsamanburður á gámafiski og heimalönduðum afla — bls. 11 Skipverjar á Náttfara ÞH hafa aflað mjög vel að undanförnu. Líkt og svo margir aðrir hafa þeir landað mestum aflanum í gáma í Hafnarfjarðarhöfn. Á dögunum fengu Náttfaramenn 3 stórlúður í trollið á tog- slóð úti fyrir Snæfellsnesi. Á meðfylgjandi mynd sem Jens Alexandersson tók eru löndunarmenn að taka lúðurnar frá borði, en hver lúða vó vel á annað hundrað kíló. Frystur karfi til Kóreu Togarinn Hólmadrangur ST landaði nýlega 160 tonnum af frystum fiski að verðmæti um 13 milljónir króna eftir 22 daga veiðitúr, þar af voru 10 tonn af smákarfa fyrir markað í Kóreu. Högni Halldórsson útgerðar- stjóri tjáði Fiskifréttum að karfinn fyrir Kóreu-markað hefði verið heill með haus, 300-500 grömm og 500-800 grömm að þyngd, og ekki afhreistraður. Að sögn Ólafs Jónssonar hjá Sjávarafurðadeild Sambandsins eru möguleikar á sölu á frystum fiski nokkrir í Kóreu. Við höfum selt í litlu magni á þennan markað síðastliðin tvö ár og fengið þokka- legt verð, einkum fyrir karfa. Því má svo bæta við, að afla- verðmæti Hólmadrangs á síðasta ári var 157 milljónir króna og gekk reksturinn nokkuð vel, að sögn útgerðarstjórans. Skipstjóri á Hólmadrangi er Hlöðver Haralds- son.

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.