Fiskifréttir


Fiskifréttir - 02.05.1986, Qupperneq 4

Fiskifréttir - 02.05.1986, Qupperneq 4
föstudagur 2. maí Eigum fyrirliggjandi T riple Lock 6 tommu ýsunet • Sá sem einu sinni hefur notað TRIPLE LOCK net, notar aldrei annað. • Spyrjið þá sem reynt hafa. Englendingar i sumarskapi — en „ vetrarverö11 í Þýskalandi Þorri SU fékk ágætt verð fyrir afla sem seldur var í Grimsby á sumardaginn fyrsta. Uppistaða aflans var þorskur en fyrir 58.9 tonn fengust rúmar 3.1 milljón krónur. Meðalverð fyrir kíló var 58.33 kr. Verð á ferskfiskmörkuðum í Þýskalandi hefur verið í lægri kantinum og hefur meðalverð fyr- ir karfa og ufsa verið frá rúmum 35 kr. upp í rúmar 45 kr. Þannig fékk Drangey tæpar sex milljónir kr. fyrir tæp 130 tonn, sem seld voru í Cuxhaven 22. apríl. Meðal- verð var 45.51 kr. Ottó Wathne seldi í Bremerhaven á sumardag- inn fyrsta og fyrir rúm 147 tonn greiddu þýskir fiskkaupmenn tæpar 5.9 millj. kr. Meðalverð 39.81 kr. Karlsefni seldi í Cux- haven sl. mánudag og fékk lágt verð fyrir aflann. Fyrir tæp 194 tonn fengust tæpar sjö millj. kr. eða aðeins 35.80 fyrir kílóið. MARCOhf Langholtsvegi 111 — 124 Reykjavík P.O. Box 4330 - Símar 687970 687971 Apelco rafeindatæki Nú er APELKO-lóraninn DXL-6000 aftur fáanlegur. Fyrirferðalítill, en ótrúlega fjölhæfur. Ennfremur video-litamælar á mjög góðu verði, að ógleymdum APELCO- radarnum, þeim minnsta í heimi. Pantið tímanlega. APELCO umboðið. BALDUR HALLDÓRSSON skipasmiður Hlíðarenda - Pósthólf 451 - 602 Akureyri - Simi 96 23700 Skyndiskoöun fiskiskipa: Athugasemdir gerðar við 186 atriði Dagana 15.-18. apríl sl. fór fram skyndiskoðun á fiskiskipum í verstöðvum á Suður-og Vestur- landi. Farið var um borð í 86 skip og skoðuð og prófuð samtals 621 atriði í búnaði skipanna. Athugasemdir voru gerðar við 186 atriði af þeim sem skoðuð voru. I sex skipum var krafist taf- arlausra lagfæringa á ákveðnum búnaði, en í allmörgum öðrum skipum var mönnum gert að bæta úr hið allra fyrsta og verður eftir því gengið. Af einstökum atriðum sem ábótavant var má nefna legu- færi, björgunarvesti og björgunar- hringi, lokunarbúnað lesta og vatnsþéttra rýma og brunadælur, slöngur og stútar. Siglingamálastofnunin mun á næstunni láta fara fram skyndi- skoðanir af þessu tagi í öðrum verstöðvum landsins. MERMAID bátavélar 70 — 250 ha. til afgreiðslu með stuttum fyrirvara. Gott verð og greiðsluskilmálar. 16 vélar seldar á síðastliðnu ári. VÉLORKAHF. Garðastræti 2-121 Reykjavík Símar 91 -62-12-22, 91-10773.

x

Fiskifréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.