Fiskifréttir


Fiskifréttir - 02.05.1986, Blaðsíða 6

Fiskifréttir - 02.05.1986, Blaðsíða 6
 Lakari netafiskur á mánudögum: „ Viö munum ekki gefa helgarfríin eftir“ — segir Óskar Vigfússon formaður Sjómannasambandsins. Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ telur koma tilálita að skylda menn tilað vitja um netin um helgar eða taka þau upp ella Ríkismat sjávarafurða hefur ítrekað bent á það með súluritum í vikulegum fréttabréfum sínum, hversu miklu stærri hluti af afla netabátanna fari í annan og þriðja flokk á mánudögum en öðrum dögum, og er skýringanna að sjálfsögðu að leita í því, að þá er verið að koma með tveggja nátta fisk að landi eftir helgarfrí, því ekki er vitjað um netin á sunnu- dögum. Hér er auðvitað ekki um nein ný sannindi að ræða, heldur segist Ríkismatið aðeins vilja benda á þessa staðreynd með skýrum hætti, ef það gæti orðið mönnum enn frekar til umhugsun- ar og leiðir fyndust til úrbóta. Helgarfrí eins og aðrir „Ef þessir ágætu menn sem búa til þessi súlurit sjá einhverja leið til lausnar í þessu máli, svo sem að sækja fiskinn með eigin hendi meðan sjómenn eru í fríi, þá er það gott og blessað" sagði Óskar Vigfússon formaður Sjómanna- sambands íslands, er Fiskifréttir leituðu álits hans á þessu máii, ,,en sjómenn ætla sér að fá ein- hverja hvíld frá sínum störfum eins og aðrir þjóðfélagsþegnar og gefa helgarfríin ekki eftir.“ Hann sagði, að auðvitað væri tveggja nátta fiskur lakari en nýrri fiskur, en eina leiðin til að ráða bót á þessu væri að taka öll veið- arfæri í land fyrir helgarfrí og það hefði stóraukna slysahættu í för með sér. „Það væri að bjóða hætt- unni heim að ætla sér að draga öll net um borð í skipin í misjöfnum veðrum um hávertíðina. Það er staðreynd sem enginn hefur treyst sér til þess að mótmæla enn“ sagði Óskar. Þá bætti hann við að tveggja nátta fiskurinn væri kannski ekki eins slakt hráefni og menn vildu vera láta, því þessi fiskur hefði hingað til þótt góður í saltfiskverkun. Óskar Vigfússon kvaðst telja það hið mesta böl, ef sjómenn færu að gefa eftir sín samnings- bundnu frí að þessu leyti og benti á að vinnuverndarlög giltu um all- ar stéttir nema sjómannastéttina. Hann sagði, að það hefði kostað geysilega baráttu að koma helgar- fríunum á á sínum tíma. Til að byrja með voru þau í apríl og maí, síðan bættist mars við og núna fyrir þremur árum hefðu komið helgarfrí í janúar og febrúar líka. Nú hefði náðst fram að sjómenn hefðu 4 frídaga í mánuði, hvaða fiskveiðar sem þeir stunduðu. Þetta væru 24 klukkustundir í viku hverri, það væri allt og sumt. „Það hefur oft komið upp í samningaviðræðum við útvegs- menn, sérstaklega eftir að kvóta- kerfið komst á, að þessu yrði breytt með einhverjum hætti, en við höfum bent á vinnulöggjöfina í landi gagnvart því fólki sem þar starfar“ sagði Óskar. „Það er spurning hvort ferskfiskeftirlitið þurfi ekki að líta örlítið nánar á það, hvernig farið er með hráefnið eftir að í land er komið og kannski geymt yfir helgar í húsunum óunnið.“ Þarf að leita leiða „Úr því að við erum með tak- markaðan kvóta er náttúrlega ekkert vit í að skemma fiskinn með því að láta hann liggja of lengi í netunum“ sagði Eiríkur Tómasson útgerðarstjóri í Grindavík í samtali við Fiskifrétt- ir, „en hins vegar verða sjómenn að fá frí eins og aðrir, og eina ráð- ið er að allir aðilar, sjómenn, út- Úr fréttabréfi Ríkismatsins um vikuna 12. —18. apríl. Óstrikuðu súlurnar sýna þann afla sem fór í f. flokk hvern dag, en skástrikuðu súlurnar sýna 2. og 3. flokk. Hlutfallslega mest í lakari flokkana á mánudögum. Dæmigerð línurit fyrir verstöðvar SV-lands. „Lokateygjurnar” — rætt viöAöalstein Einarsson skipstjóra á Hring GK færði sig fyrir tveimur til þremur vikum vestur i Breiðaljörð þar sem aflavon var meiri. Aflanum er síðan ekið suður til Hafnar- fjarðar til vinnslu. Aðalsteinn á Hring er búinn að fá um 600 tonn af þorski og ýsu á vertíðinni. Hann er á sóknar- marki. Hann bjóst við að vera á netum fram eftir maímánuði en síðan myndi báturinn liggja í tvo til tvo og hálfan mánuð í sumar og fara á línu í haust. Áhöfnin er 10 manns, mjög gott fólk segir Aðal- steinn. Myndirnar voru teknar í róðri á mánudegi í síðustu viku en þá var aflinn 20 tonn eftir tvær nætur. Aðalsteinn var inntur álits á um- ræðunni um ,,mánudagsfiskinn“ og svaraði hann því til að í lagi væri að landa tveggja nátta fiski núna þegar fiskurinn væri orðinn svona ,,sterkur“ en öðru máli gegndi um það þegar hann var fullur af loðnu í vetur. Annars sagði hann að bátarnir við Breiða- fjörð tækju yfirleitt upp megnið af trossunum fyrir heglarfrí, skildu aðeins eftir 2-3 trossur. Þetta gerðu þeir út af kvótanum. „Þetta tíðkast ekki fyrir sunnan, en hér í Breiðafirði er miklu meiri fiskur og mönnum því ekki eins annt um staðina sína sagði Aðalsteinn. „Við höfum verið að undan- förnu með þetta 11 tonn að jafnaði í róðri úr 8 trossum. Annars hefur aflinn verið að minnka. Ætli þetta séu ekki lokateygjurnar“ sagði Aðalsleinn Einarsson skipstjóri á Hring GK frá Hafnarfirði í sam- tali við Fiskifréttir, en hann hefur verið á netaveiðum á Breiðafirði að undanförnu og landað ýmist í Ólafsvík eða á Rifi. Heiðar Marteinsson skrapp í róður með honum í síðustu viku og tók þá meðfylgjandi myndir fyrir Fiskifréttir. Hringur GK var á línu í janúar og febrúar en fór síðan á net, fyrst fyrir sunnan en vegsmenn og fiskverkendur setjist niður og ræði málin". Eiríkur sagði, að þetta væri ekki auðvelt mál að leysa, og til dæmis væri ekkert vit í því að skylda minni bátana til að draga net sín upp um hverja helgi. Um gæði tveggja nátta fisks sagði hann, að hann nýttist að vísu í salt en færi í lakari gæðaflokka en ella. Svona fiskur hefði oft verið ágætur í skreið fyrir nokkrum árum, en þeir tímar væru liðnir. „Ég tel að við ættum að reyna að ná einhverju samkomulagi um þessi mál fyrir næstu vertíð“ sagði Eiríkur Tómasson að lokum. Frjálst humarverð? „Við höfum lengi haldið því fram að það samrýmist ekki veið- um, þar sem veiðarfæri er skilið eftir í sjó, að hafa helgarfrí. Þetta er nánast fyrirfram ákveðin skemmd á fískinum“ sagði Krist- ján Ragnarsson formaður LIÚ í samtali við Fiskifréttir. „I vetur hafa bátar á Snæfellsnesi tekið hluta af netum sínum upp um helgar, vegna þess hve vel hefur fiskast. Ég held að það komi alveg til álita að gera mönnum þetta skylt, þótt ég sé nú ekki mikið fylgjandi boðum og bönnum. En það myndi leiða til þess að menn sæu að þetta gengi ekki.“ Kristján nefndi einnig að regl- urnar um helgarfrí kæmu sér sér- staklega illa á humarveiðum á sumrin. Þá væri helgarfrí aðra hverja helgi og allir bátarnir kæmu inn á föstudögum og síðan geymdist afinn í landi yfir helg- ina. Engin vara glataði eins miklu verðmæti hlutfallslega og humar- inn við geymslu. „Ég vona að breytt viðhorf geti skapast með frjálsari verðlagn- ingu,“ sagði Kristján, „við erum að íhuga að gefa humarverð frjálst í sumar. Við teljum að það sé næg samkeppni um vöruna til að skapa eðlilegt verð. Þá held ég að það kæmi sterklega til greina að vinnslustöðvarnar greiddu tiltek- ið verð fyrir humarinn á föstudög- um og annað á mánudögum. Að ofan: Aðalsteinn skipstjóri í brúnni. Til vinstri: Bjarni Helgason háseti og aldursforseti á Hring, 66 ára, með vænan þorsk í fanginu. Um borð í Hring GK á Breiðafirði. Talið frá vinstri: Ásbjörn Árnason 2. vélstjóri, Magnús Þórisson stýrimaður, Finnbogi Ólafsson háseti og Ingólfur Helgason háseti. Ljósmyndir: Heiðar Marteinsson 7 SJÓLASTÖÐIN HF. ÓSEYRARBRAUT 5-7 220 HAFNARFIRÐI SÍMI: 91-651200 ÚTGERÐ: B/vOTUR HF16 B/v DREKI HF 36 STARFRÆKJUM: HRAÐFRYSTIHÚS FISKVERKUN ÍSFRAMLEIÐSLU KAUPUM ALLAN FISK TIL VINNSLU SELJUM ÍS MONO MERLIN LENSIDÆLUR Það er engin tilviljun að Mono- dælur séu enn í gangi eftir 40 ára notkun Mono-dælur eru heimsþekkt gæðavara sem þú getur treyst Þú ert öruggur með Mono, það sýnir reynslan lensidælur með afköst frá 2400-25000 l/klst. HAMAR HF Borgartúni 26, 105 Reykjavík. Sími 22123.

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.