Fiskifréttir


Fiskifréttir - 02.05.1986, Blaðsíða 10

Fiskifréttir - 02.05.1986, Blaðsíða 10
10 Fiskikassar_______________ „Frauðplastkassarmr eru besti kosturinn11 — rætt við forráðamenn Stjörnusteins hf. i Hafnarfirði Fyrirtækið Stjörnusteinn í Hafnarfirði stendur nú á tímamót- um. Fyrirtækið var stofnað í árs- lok 1984 af þeim Kristni Hall- dórssyni og Sigvalda H. Péturs- syni og var markmiðið það að framleiða einnota fiskkassa úr frauðplasti (poiystyrene). Þann 15. apríl sl. var Stjörnusteini breytt í hlutafélag með þátttöku nokkurra stórfyrirtækja. Hlutafé er fimm milljónir króna og stærstu hluthafar eru O. Johnson & Kaaber og Frumkvæði, Skelj- ungur, Sól hf. og Hekla. Stjórnar- formaður og framkvæmdastjóri er Kristinn Halldórsson. — Við fengum hugmyndina að stofnun þessa fyrirtækis á árinu 1984. Okkur var kunnugt um að það höfðu verið miklar vangavelt- ur um flutningsmátann á ferskum fiski en útflutningur í gámum var þá tiltölulega nýhafinn. Mönnum þótti sem von er nokkuð hart að þurfa að flytja tóma fiskkassa til baka og það var því að hugmyndir um einnota kassa vöknuðu. Þetta var auðvitað engin ný hugmynd því einnota kassar eru nær einráð- ir á flutningamarkaði í Evrópu og ferskur fiskur sem fluttur er með flutningabílum t.d. frá Danmörku allt suður til Tyrklands, er ekki fluttur í öðrum umbúðum, segir Kristinn í samtali við Fiskifréttir. Að sögn Kristins og Sigvalda eru nú um 20 ár síðan farið var að framleiða úr polystyrene en síðan þá hefur framleiðslan aukist með ævintýralegum hraða. Allar vörur sem eru viðkvæmar fyrir um- hverfishita eru að þeirra sögn best geymdar í kössum úr polystyrene og til marks um það hve iítil orka er í þessum umbúðum, þá hefur það verið reiknað út að það sam- svari þeirri orku sem er í tveim matskeiðum af ísmolum. Það hef- ur einnig verið reiknað út að það þurfi um 1.7 kg af ís á sólarhring til þess að halda t.d. fiski við núll gráður í þessum kössum en þá er miðað við að kössunum sé raðað upp í stæðu og að lofthiti sé 20 stig. Varan geymist betur Að sögn þeirra Kristins og Sig- valda eru helstu kostir frauðplast- kassanna umfram aðrar umbúðir, að nýting á ís er mun betri en t.d. í plastkössum og körum og varan geymist því lengur. Þá er það stór kostur að ef fiskur er vigtaður og valinn í kassana, þá þarf ekki að umpakka honum eins og nú er gert á fiskmörkuðum. Fiskurinn er tilbúinn beint á markaðinn og ef þetta verður gert, ættu útflytj- endur að komast hjá kassaleigu Færavindur Tæknibylting í íslenskum færaveiðum „Ég fann álitlega þorsklóðningu á um 80 m dýpi. Mér var litið á klukkuna, snéri bátnum og renndi í hana. Rúmum hálftíma síðar var viljinn farinn af þeim gula, fiskurinn blóðgaður og kominn í lest. Þetta var eina viðbragð dagsins en það viktaði um 1500 kg. Ég er með þrjár DNG 24V vindur og fullyrði að svo góður árangur næst aðeins með afburða tækjum.” Pósthólf 157 • 602 Akureyri • Sími 96-26842 erlendis. Kristinn og Sigvaldi benda á það að það sé ekki síst umpökkunin erlendis sem fer illa með fiskinn. Fiskurinn sé tekinn úr ísnum og flokkaður í kassa þar sem hann býður uppboðs næsta morgun. Það Iíði oft 10 til 12 tím- ar frá því að fiskurinn sé tekinn úr ísnum þar til hann kemst til vinnslustöðva. En hvað kostar að flytja út fisk í einnota kössum ? — Það kostar um 24 þúsund krónur miðað við einn gám. Það er oftast reiknað með því að það samsvari um 12 tonnum af fiski, þannig að kostnaðurinn er um tvær krónur á hvert kíló. Þetta kann að virðast hærri upphæð en það kostar að flytja út fisk í plast- kössum eða — körum en við vilj- um meina að þegar allt hefur ver- ið reiknað út, s.s. rýrnun og flutn- ingskostnaður á tómum kössum, þá sé þetta ódýrari og þægilegri aðferð. Þá má ekki gleyma því að ef menn fást til þess að eyða smá tíma í að vigta fisk og velja í þessa kassa þá sleppa þeir við þennan kostnað erlendis og kostnað við leigu á kössum, auk þess sem þeir fá hærra verð fyrir betra hráefni, segir Kristinn og nefnir sem dæmi að á einum báti frá Isafirði séu menn byrjaðir að róa með frauð- plastkassana og ísa í þá um borð og hafi það gefið mjög góða raun. 1200 kassar á sólarhring Fyrsti kassinn var framleiddur hjá Stjörnusteini 6 janúar í fyrra en framleiðsla hófst þó ekki að neinu marki fyrr en í apríl í fyrra. Öll tæki voru keypt ný frá Þýska- landi og að sögn Sigvalda lætur nærri að afkastageta fyrirtækisins sé um 1200 kassar á sólarhring. Um 60 þúsund kassar voru fram- leiddir hjá Stjörnusteini í fyrra og hyggjast þeir félagar nú bæta virkilega um betur. Hægt er að þrefalda afköstin með mjög litlum tilkostnaði og nú er í bígerð að stækka verksmiðjuhúsnæðið úr Fiskur í frauðplastkössum tekinn úr gámi í Frakklandi. 20 kassar í einni hendi — ekkert mál enda vegur stæðan aðeins 12 kg. 500 fermetrum upp í 750 fer- metra. Nú eru framleiddar fimm mismunandi gerðir af frauðplast- kössum hjá Stjörnusteini og von er á nýjum gerðum á næstunni. í dag framleiðir fyrirtækið hefð- bundna gámakassa, kassa sem sérstaklega henta á bretti og kassa fyrir fiskflök. Þá eru það kassar fyrir eldisfisk og loks kassar fyrir grænmeti, en í bígerð er að fram- leiða kassa fyrir tómatarækt og trjárækt (stiklinga). Kassar fyrir eldisfisk Samkvæmt upplýsingum Krist- ins og Sigvalda er það ekki síst fiskeldið sem þeir binda miklar vonir við. — Það er alveg ljóst að eldis- fiskur verður ekki fluttur út öðru vísi en í einnota frauðplastköss- um. Norðmenn hafa unnið sína markaði m.a. með því að flytja fiskinn út í þessum kössum og því verður ekki breytt. Við sjáum fram á að það verður talsverður útflutningur héðan þegar menn byrja að slátra af einhverju marki næsta sumar. Þessi viðskipti ætl- um við að fá enda sitjum við einir að þeim a.m.k. þar til einhverjum dettur í hug að reisa aðra verk- smiðju. Það er öruggt að innflutn- ingur borgar sig ekki en um leið er ljóst að við getum ekki reiknað með útflutningi að neinu marki, segir Kristinn en til fróðleiks má geta þess að kassarnir sem notaðir eru undir eldisfisk eru sérstakir að því leyti að allt blóð og vatn sem kemur úr fisknum og ísnum, rennur úr kassanum niður í safn- hólf þar sem sérstök motta dregur vökvann í sig. Er þetta fyrirkomu- lag ekki síst komið til vegna óska flugfélaganna sem sjá oftast um flutningana á eldisfiski.

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.