Fiskifréttir


Fiskifréttir - 02.05.1986, Blaðsíða 11

Fiskifréttir - 02.05.1986, Blaðsíða 11
föstudagur 2. maí 11 Skiptaverð fyrir gámafisk íBretiandi: 67% hærra fyrir þorsk—232% fyrir kola Samanburöur LIU á gámafiski og heimalönduðum afla Að beiðni Fiskifrétta hefur Sveinn Hjörtur Hjartarson hagfræðingur LIU reiknað út hagkvæmni þess að selja ferskan fisk í gámum til Bretlands miðað við að landa aflanum heima til vinnslu. Fram kemur að fyrir þorsk þarf að fá a.m.k. 39 kr/kg. í Bretlandi til þess að sala borgi sig, en ef verðið er 58 kr/kg., eins og algengt er um þessar mundir, er skiptaverðmæti 67% meira en ef aflanum væri landað heima. Á sama hátt er skiptaverð á kola 232% hærra en við heimalöndun, ef reiknað er með 45 kr/kg. meðalverði erlendis. Svona horfir gámasalan við útvegs- mönnum og sjómönnum. Ekkert mat skal lagt á þjóðhags- lega hagkvæmni þessa útflutnings, enda virðast fáir treysta sér til að nefna tölur í því sambandi. En hér á eftir fer greinargerð hagfræðings LÍÚ í heild: Hér fara á eftir þrjú dæmi um sölu þorsks og kola úr gámum er- lendis. í þeim dæmum er gert ráð fyrir að í hverjum gámi sé ein- ungis þorskur eða koli, svo og í gámunum séu um 14 tonn, þegar á markað sé komið. Fyrir þorskinn er erl. salan gerð upp annars vegar með því að gera ráð fyrir 58 kr. per. kg., sem talið er meðal- verð um þessar mundir. Hinsvegar 39 kr. per kr. sem ætla má að sé nokkurn veginn það lágmarksverð, sem útgerðin verður að fá til þess að fá sömu heildartekjur og við heimalöndun. Lágmarksverð pr. kr. af þorski í I. fl. er 29.75 kr. og kolaverð um 10.06 kr. um þessar mundir, en meðalverð í Englandi er um 45 kr. per kg. Skiptaverðmæti af heildartekjum við heimalöndun er 70%, en af brúttósöluverðmæti erlendis kemur 60% til skipta af þorski en 52% vegna hærri tolla af kola. Dæmi 1. Meðalverð á þorski 39 kr/kg. í Englandi og heimalöndun m.v. einn gám. Heima sala Erl. sala Mism. % kr. kr. Heildartekjur Áætl. kostnaður 416.500 546.000 31 frádrag v/erl. sölu. (1) 123.500 Samanburðarhæfar tekjur 416.500 422.500 1.4 Skiptaverðmæti 291.000 327.600 12.6 (1) Þessi liður samanstendur af kostnaði vegna m.a. fraktar, tolla, umboðslauna. ískostnaðar, kassakostnaðar m.m. Þessi kostnaður er fundinn með því að athuga kostnað við útflutning á gámum og tekið mið af reynslutölum. Eins og fram kemur í dæmi 1 eru 39 kr/kg. það lágmarksverð, sem útgerðin verður að fá erlendis til að geta haft sambærilegar tekjur og við heimasölu á þorski. Dæmi 2. Meðalverð á þorski 58 kr/kg. í Englandi og heima- löndun m.v. einn gám. Heima sala Erl. sala Mism. % kr. kr. Heildartekjur Áætl. kostnaður frá- 416.500 812.000 95 drag v/erl. sölu. (1) 135.500 Samanburðarhæfar tekjur 416.500 676.500 62.5 Skiptaverðmæti 291.000 487.200 67.4 (1) Þessi kostnaður er aðeins hærri en í dæmi 1, vegna þess að umboðslaun og tollar eru ákv. % af heildarverðmæti, þótt kostn- aðurinn minnki hlutfallslega mun meira við hærri sölu. Úr 22,6% í dæmi 1 í 16,7% i dæmi 2. Að lokum er hér dæmi um gám sem í er koli og sendur er á Eng- landsmarkað. Vegna hærri tolla er meiri tilkostnaður því fylgjandi að flytja út kola, en þorsk. 15% tollur er á kola en 3,7% tollur af þorski. Þennan mismun þyrfti að leiðrétta til Iækkunar. Athyglisvert er að á kolaflökum er aftur á móti ekki þessi hái tollur, en þrátt fyrir þetta hafa ekki fengist sambærileg verð fyrir kolaflök, sem héreru seld. Dæmi 3. Meðalverð á kola 45 kr/kg. í Englandi og heimalönd- un m.v. einn gám. Heima sala Erl. sala Mism. % kr. kr. Heildartekjur Áætl. kostnaður frá- 140.840 630.000 347% drag v/erl. sölu. 196.500 Samanburðarhæfar tekjur 140.840 443.000 207% Skiptaverðmæti 98.600 327.600 232% Þau dæmi sem hér að framan eru sýnd gefa til kynna hversu hagkvæmt það getur verið fyrir útgerð að senda afla á markað er- lendis í gámi. Þó ber rækilega að undirstrika að eðli frjáls markað- ar getur verið þannig að gæði vörunnar, framboð og eftirspurn gera það að verkum, að sá er kann að haga sér í samræmi við lög- mál frjáls markaðar hámarkar tekjur sínar. En við búið er að skussinn sitji í súpunni og fái ekki einu sinni fyrir flutningskostn- aði. Meðal mikilvægustu þáttanna eru gæðin og stýring á fram- boði vörunar í samræmi við eftirspurn. Hvað gæðum viðkemur er vert að geta þess að margir kaupendur erlendis skrá hjá sér hvernig meðhöndlun Fisksins er hjá einstökum seljendum. Þeir sem ná ávallt að skila frá sér gæðafisk fá því að meðaltali hærra verð. Jón Kjart- ansson frystir rækju Jón Kjartansson SU kom ný- lega til Eskifjarðar með 72 tonn af frystri rækju eftir 14 daga veiði- ferð. Af þessum 72 tonnum fóru 27 tonn í pakkningar en 45 tonn í blokk. Þetta var önnur veiðiferð skipsins á rækjuveiðar eftir að loðnuveiðum lauk. BúrfellKE með yfir 900 tonn Búrfell KE er komið með yfir 900 tonn af fiski frá áramótum, að sögn Þorsteins Erlingsspnar hjá Saltveri hf. í Njarðvíkum. Búrfell- ið hefur róið á línu og með net. Skipstjóri er Örn Einarsson, kunnur aflamaður sem var um tíma með Pétur Inga KE. Þetta er í fyrsta skipti í nokkur ár sem bátur frá Keflavík er kom- inn með yfir 900 tonn á vetrarver- tíð í kringum 20. apríl. Þorsteinn Erlingsson, er þekktur sem skip- stjóri á loðnu og var með Erling KE í vetur sagði, að Suðurnesin væru afskipt í kvótamálum og það væri athugunarefni hve mikinn hluta loðnu, síldar og rækjuaflans bátar frá Suðurnesjum lönduðu til vinnslu fyrir utan Suðurnesin. Einnig nefndi hann að viðmiðun- arárin varðandi kvótakerfið væru Suðurnesjunum óhagstæð, og nefndi að Erling KE hefði engan þorskkvóta. AUSTURSKILJA H.V. 0,5 Framleiðum austurskiljurfyrir skip. Austurskiljan er þegar kominn í 50 togara og flutn- ingaskip. Dieselvélaviðgerðir - Járnsmíði - Svartolíukerfi Vökvakerfi - Upphitunarkerfi - Austurskiljur Tökum að okkur viðgerðir og nýsmíði Gerum föst verðtilboð í flest verkefni ejCcvi í Mýrargötu 28 101 Reykjavík Sími 91-28922 r RENOLD Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKIN N SUPURLANDSBRAUT 8, SIMI 84670 ® 4

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.