Fiskifréttir


Fiskifréttir - 02.05.1986, Blaðsíða 12

Fiskifréttir - 02.05.1986, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 16. tbl. föstudagur 2. maí SANDBL'ASTUR HF Kostur sem borgar sig 153917 Fyrrum eigendur Hafnareyjar: Kaupa skip í Svíþjóð fyrir 40 milljónir króna Fyrrum eigendur Hafnareyjar SF 36 sem sökk í höfninni á Höfn í Hornafirði, eftir árekstur við togarann Þórhall Daníelsson í vetur, hafa nú fest kaup á skipi í Svíþjóð. Gengið var frá kaupunum sl. mánudag eftir að lánafyrir- greiðslur komust á hreint. Samkvæmt upplýsingum Gísla Páls Bjömssonar eins eigenda út- gerðarfélagsins Krosseyjar hf:, er skipið um 100 brúttólestir að stærð, smíðað í Svíþjóð 1983. Hafnarey var hins vegar 81 tonna eikarbátur, smíðaður 1961. Kaupverðið er nálægt 40 milljón- um króna en skipið verður afhent nýju eigendunum í Svíþjóð eftir u.þ.b. mánuð. Að sögn Gísla hafa Krosseyjar- menn ýmis áform uppi varðandi útgerð skipsins, sem hann taldi ekki timabært að skýra nánar frá. Skipið er nú útbúið til togveiða og vel búið siglingartækjum en ýmis- legt vantar þó um borð s.s. línu- spil. Fyrirtækið Daníel Þorsteins- son og Co. hafði milligöngu um þessi skipakaup. Fjörugt i Mjóafiröi: Póstbáturinn mokfískar! — nær oft tveim hölum ípóstferöum Nokkur hundruö kíló af pósti og 60 tonn af þorski. Þetta eru flutningar póstbátsins Anny SU 71 frá Mjóafirði frá áramótum. Þetta þætti ekki í frásögur færandi ef áhöfn bátsins hefði ekki sjálf aflað þessara 60 tonna, en bréfin hafa hins vegar Mjófirðingar og aðrir seð um að skrifa. Að sögn kunnugra er póstbátur- inn í Mjóafirði, eini báturinn á Austfjörðum sem hefur fiskað að ráði. Egill Stefánsson, eigandi bátsins staðfesti það að fiskeríið hefði gengið framar öllum vonum en Anny hefur verið á snurvoð. Báturinn er 13 tonna plastbátur og hefur aflinn mestur orðið 8.5 tonn eftirtvo daga. — Þeir hafa aðallega fengið aflann yst í Seyðisfirði undir svonefndu Bjargi, segir Egill en samkvæmt upplýsingum hans hafa póstflutningarnir tafið bátinn talsvert frá veiðum. Farið er með póst til Neskaupsstaðar tvisvar í viku en oftar en ekki hefur Jóhann sonur Egils sem er með bátinn, náð einu til tveim hölum á leið- inni. Ef svo heldur sem horfir verður Jóhann fljótur að fylla kvótann sem er um 120 tonn. Má því búast við því að fiskilyktin á bréfum Mjófirðinga dvíni þegar líða tekurá árið. Margrét EA farin tiiNoregs: Breytingarnar kosta 175 milljónir króna Norska blaðið Fiskaren skýrir frá því að togaranum Margréti EA verði breytt í verksmiðjuskip hjá skipasmíðastöðinni A/S Mjellem og Karlsen í Bergen og muni kostnaðurinn nema um 30 mill- jónum norskra króna en það svar- ar til 175 milljóna ísl. króna. Fram kemur í fréttinni að skrokkurinn verði lengdur um 12 metra, allur búnaður á dekki end- urnýjaður og ný vél sett í skipið. Þá segir að fiskvinnsluvélarnar verði þýskar en aðalvél og annar búnaður komi frá norskum fram- leiðendum. Gert er ráð fyrir að verkinu ljúki í lok október. Fiskifréttum tókst ekki að ná sambandi við Samherja hf. til þess að fá þessa frétt staðfesta en þess má geta að Margrét EA hélt áleið- is til Noregs síðastliðinn sunnu- dag. Skipið sem Hornfirðingar hafa keypt í Svíþjóð í stað Hafnareyjar, ÉCA/*JUDENJCZ LITASONAR MODEL Eftirtalin skip eru búin litasónar: Arni Friðriksson Hrafn GK 12 Hákon ÞH 250 Súlan EA 300 Guðmundur Ólafur ÓF 91 2C International skipamálning ísérflokki simi: 16550

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.