Fiskifréttir


Fiskifréttir - 02.05.1986, Blaðsíða 8

Fiskifréttir - 02.05.1986, Blaðsíða 8
8 föstudagur 2. maí TYPE BX300 SKIPSTJÓRASTÓLUNN SEM HÆFIR ÖLLUM SKIPUM SKIPPER má leggja saman. SKIPPER vegur aðeins 43 kg. SKIPPER er fóðraður með taui. SKIPPER er hægt að snúa 360°. SKIPPER er mjög vandaður og þægilegur — algjörlega ryðfrír. AHar upplýsingar fást hjá okkur: SK/MSMÍÐASTÖÐIN SK/PAVÍKHF. Stykkishólmi — Simi 93-8400 Við veitum beztu fáanlega þjónustu á fiskmörkuðum í Bretlandi. Við höfum áratugareynslu við sölu á ferskum fiski og önnumst sölu beint úr fiskiskipum eða úr gámum. Umboðslaun okkar eru: Fyrir gámafisk Fyrir fisk úr fiskiskipum: Af sölu að verðmæti GBP allt að 50.000 af sölu milli 50.000 og 90.000 af sölu yfir 90.000 Aðalsteinn Finsen sér um þessa þjónustu og er hægt að hafa samband við hann í skrifstofusímum 9044 482 227178 og 9044 482 27396. Heimasími Aðalsteins er 9044 472 887619. BREKKES (fish sales) Ltd. William Wright Dock Hull HU3 4PB England Telephone 0482 27396 Telex 592109 2% 2,25% 2,00% 1,75% Erlendarfréttir Færeyjar: Nýr verksmiðjutogari fyrir kolmunna veiðar Hinn aflasæli færeyski skip- stjóri Mortan Johannesen fékk nýlega afhentan fyrsta nýja versksmiðjutogarann til veiða, að- gerðar og frystingar á kolmunna. Þetta er 60 metra langur skut- togari byggður hjá Langsten skipasmíðastöðinni í Alasundi í Noregi og hefur fengið nafnið Andrias í Hvannasundi. Togarinn er með 4100 ha Wart- sila vél og áæltað er að hann fram- leiði 5000 tonn árlega af fiskflök- um, með roði eða roðlaus, ásamt hakkaðri fiskframleiðslu. Það eru helst bresk og vestur- þýsk fyrirtæki sem kaupa þessa vélframleiddu kolmunna-frysti- vöru. Færeyingar hafa veitt kol- munna undanfarin 14 ár og náð góðum tökum á bæði veiðum og meðferð þessa litla frænda þorsks- ins, og eftirspurn eftir kolmunna hefur aukist hjá fiskkaupendum. Færeyingar hafa aukið kol- munnaframleiðsluna jafnt og þétt og nýlega hefur verðið hækkað um 50 af hundraði. Skip Johannesens er fyrst af 19 nýjum skipum sem færeyskir út- gerðarmenn hafa áætlanir um að kaupa fyrir alls 95 milljónir punda (5,8 milljarða ísl. kr.). Þar á meðal eru þrír kolmunnatog- arar í viðbót, fjórir rækjutogarar, eitt eða tvö hörpudisks- veiðiskip og fjögur línu- og frystiskip, auk skipa til endurnýjunar á eldri grunnslóðarflota. Þess má geta í lokin að Johann- esen er einn af mikilhæfustu tog- araskipstjórum í Færeyjum með 440 tonna skipin RANKIN og SUÐUROYINGUR. Græniendingar: 70-falda hörpudiskaflann meö hjálp íslendlnga Segja má að með aðstoð Islend- inga hafi Grænlendingum tekist að ná tökum á hörpudiskveiðum og árangurinn sést á því, að á árinu 1985 veiddu þeir á annað þúsund tonn af hörpudiski, en árið 1984 nam veiðin aðeins 19 tonn- um. Þessi mikla aflaaukning á rætur sínar að rekja til þess að vorið 1984 fóru Hrafnkell Eiríksson fiskifræðingur og Kristján Láren- tínusson skipstjóri úr Stykkis- hólmi til Nuuk á vesturströnd Grænlands og fundu og kortlögðu hörpudiskmiðin þar utan við. Var það metið svo að miðin þyldu 1300 tonna veiði á ári og kvaðst Hrafnkell hafa haft af því fregnir, að sá kvóti hefði verið fylltur í fyrra, en hafði að öðru leyti ekki nákvæmar tölur um heildarafla- magn Grænlendinga, því hörpu- diskur veiðist víðar við ströndina. Samtímis íslendingunum voru þarna einnig Færeyingar sömu erinda en Færeyingarnir komu ekki með veiðarfæri með sér eins og íslendingarnir og gengu veið- arnar hjá þeim ekki eins vel. Var því fyrst og fremst byggt á tölum íslendinganna við mat á stærð stofnsins, en Færeyingar og ís- lendingar unnu sameiginlega að þessu verkefni. Skelfiskmiðin utan við Nuuk eru islaus allt árið og því ráðgera Grænlendingar að stunda þessar veiðar einkum á veturna þegar ís hamlar öðrum veiðum. Ein vinnslustöð er í landi en auk þess er skel unnin um borð í nokkrum bátanna. Lesið Fiskifréttir

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.