Morgunblaðið - 03.07.2021, Side 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 2021
Við bjóðum uppá glæsilegar borgir allt árið í A-Evrópu.
Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu
tímann og farðu þegar þú vilt 2, 3, 4 daga eða
lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk.
Þá er hægt að gera góð kaup í hinum ýmsu versl-
unum og mörkuðum. Við bjóðum upp á skoðunar-
ferðir fyrir hópa og fyrirtæki, svo og kvöldverði/-
veislur í höllum, köstulum eða húsum frá miðöldum.
www.transatlantic.is info@transatlantic.is Sími 588 8900
GLÆSILEGAR FORNAR BORGIR
Í SUÐUR OG AUSTUR EVRÓPU
Saga Rómar spannar yfir 2800 ár, borg sem óx úr litlu
ítölsku þorpi á 9. öld f. Krist yfir í að vera höfuðborg
heimsveldis á tímum Rómverja. Í dag er Róm höfuð-
borg Ítalíu, menningarleg miðstöð, stórborg á heims-
vísu og er fremst í flokki þeirra borga sem þykja einna
hvað fallegastar frá fornum og horfnum heimi. Þar
finnur þú allt fyrir ferðamanninn. Róm er einstakur
vettvangur mikillar sögu, menningar og lista er einnig
borg sem iðar af fjölskrúðugu og litríku mannlífi. Sælureitur góðrar matseldar og
frábærra vína með veitinga- og kaffihús á hverju horni. Stórkostlegar byggingar príða
þessa glæsilegu borg sem unun er að skoða á tveimur jafnfljótum.
Miðaldaborg frá 12. öld. Gamli og nýji tíminn mætast
í borg sem ekki á sinn líka. Gamli bærinn er frá árinu
1201 og er verndaður af Unesco. Þar ber hæst kasta-
linn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan. Gamli
bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er
og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu.
RIGA Í LETTLANDI
RÓM
TALLINN EISTLANDI
NOKKUR DÆMI UM BORGIR SEM VIÐ BJÓÐUM UPPÁ
Vilnius,
Budapest, Prag
Gdansk, Krakow,Varsjá,
Bratislava,Wroclaw
St. Pétursborg,Vínar-
borg, Napolí,Mílanó
og Brugge
Tallinn er ein allra fallegasta borg Evrópu og er gamli
bæjarhlutinn sá hluti borgarinnar sem mesta
aðdráttaraflið hefur á ferðamenn. Þar eru götur steini
lagðar, byggingar frá 11. öld sem hefur tekist að
varðveita ótrúlega vel. Þú ferð úr 21. öldinni beint
aftur í miðaldir. Þar sem Tallinn er best varðveitta
miðaldaborg N-Evrópu hefur henni verið bætt við á
heimslista UNESCO.
Urður Egilsdóttir
urdur@mbl.is
Svetlana Tsíkanovskaja, leiðtogi
stjórnarandstöðunnar í Hvíta-
Rússlandi, og Guðlaugur Þór Þórð-
arson, utanríkis- og þróunarsam-
vinnuráðherra, funduðu í utanríkis-
ráðuneytinu í gær. Þau voru
sammála um að fundurinn hefði
gengið vel en staða mannréttinda í
Hvíta-Rússlandi og stuðningur ís-
lenskra stjórnvalda við málstað um-
bótahreyfinga þar í landi var efst á
baugi.
„Við ræddum hvernig Ísland get-
ur haldið áfram að styðja við stjórn-
arandstöðuna í Hvíta-Rússlandi. Ég
kom hingað full af þakklæti fyrir
það sem landið hefur nú þegar gert
fyrir stjórnarandstöðuna, þrátt fyr-
ir smæð og fjarlægð landsins,“ seg-
ir Tsíkanovskaja og nefnir að Ís-
land hafi verið mjög virkt í
andstöðu við stjórnarhætti Hvíta-
Rússlands síðan kosningar voru í
landinu í ágúst. „Það er mjög mik-
ilvægt að senda einræðisherrum
skýr skilaboð um að við stöndum
með fólkinu sem berst gegn þeim.“
Finnur fyrir örvæntingu
Spurð hvort alþjóðasamfélagið
hafi sýnt stjórnarandstöðunni næg-
an stuðning segir Tsíkanovskaja að
það sé ekki til neitt sem heitir næg-
ur stuðningur. „Hver dagur sem
líður þar sem stjórnarfar Lúka-
sjenkós eru enn við lýði er dagur
þar sem íbúar landsins búa við
þjáningu og þá sérstaklega pólitísk-
ir fangar,“ segir Tsíkanovskaja og
nefnir að að sínu mati gangi hlut-
irnir alltof hægt vegna skrifræðis
og fleira.
Eiginmaður Tsíkanovskaju er
einn þeirra þúsunda Hvít-Rússa
sem voru fangelsaðir á síðasta ári
vegna mótmæla. „Maður verður oft
örvæntingarfullur yfir því að maður
geti ekki flýtt fyrir hlutunum. Ég
hef ekki séð manninn minn í að
verða ár og börnin okkar spyrja
mig oft hvar pabbi þeirra sé.“
Tsíkanovskaja segist vona að
Evrópusambandið, Bandaríkin og
önnur lönd skilji að Lúkasjenkó sé
ekki einungis ógn við íbúa Hvíta-
Rússlands heldur einnig heiminn
allan. „Ég vona því að viðbrögð al-
þjóðasamfélagsins verði sneggri og
áhrifameiri,“ segir Tsíkanovskaja
og nefnir að viðskiptaþvinganir séu
einna áhrifaríkastar. Þá biðlar hún
til alþjóðasamfélagsins að standa
ekki í skiptum á pólitískum föngum
eða trúa staðhæfingum Lúka-
sjenkós.
„Fólk mun halda áfram að berj-
ast, það mun ekki gefast upp. Það
verður að stöðva þessa stjórnar-
kreppu og við erum viss um að okk-
ur muni takast það með friðsam-
legum samæðum. Ég er viss um að
Hvíta-Rússland muni losna undir
núverandi stjórnarháttum.“
Tækifæri til umræðu
Guðlaugur Þór Þórðarson tók
undir með Tsíkanovskaju og sagði
að fundurinn hefði gengið mjög vel.
„Ég bauð henni hingað vegna þess
að það er afskaplega mikilvægt að
hún fái tækifæri til þess að tala
beint, bæði við almenning og ís-
lenska stjórnmálamenn,“ segir
Guðlaugur og nefnir að Tsíkanovs-
kaja og liðsmenn hennar kunni
mjög vel að meta stuðning Íslands
þegar kemur að málefnum Hvíta-
Rússlands.
„Þarna er fólk að fara fram á það
sem okkur finnst vera fullkomlega
sjálfsagt og er fullkomlega sjálf-
sagt. Ég er vonbetri eftir fundinn
um að mannréttindi í Hvíta-
Rússlandi kunni að þróast í rétta
átt.“ Guðlaugur segir að aðalatriðið
sé einstaklingar sem berjist fyrir
lýðræðisumbótum í Hvíta-
Rússlandi gefist ekki upp og haldi
áfram baráttunni með friðsömum
hætti.
Þakklát fyrir stuðning Íslands
- Svetlana Tsíkanovskaja og Guðlaugur Þór Þórðarson funduðu í utanríkisráðuneytinu - Staða
mannréttinda rædd - Viss um að Hvíta-Rússland muni fá frelsi - Lýðræðisumbætur aðalatriðið
Svetlana Tsíkanovskaja bauð
sig fram gegn Alexander Lúka-
sjenkó, sem verið hefur forseti
Hvíta-Rússlands í sex kjör-
tímabil, eða frá 1994, í kosning-
unum sem fóru fram í ágúst.
Niðurstöðurnar, sem segja að
Lúkasjenkó hafi hlotið 80% at-
kvæða, eru sagðar falsaðar.
Tugþúsundir mótmæltu niður-
stöðum forsetakosninganna. Þá
var fjöldi stjórnarandstæðinga
handtekinn og eins hafa margir
neyðst til að flýja land, þar á
meðal Tsíkanovskaja en hún
fékk hæli í Litháen ásamt börn-
um sínum. Hún hefur meðal
annars verið ákærð á grundvelli
hryðjuverkalaga í Hvíta-
Rússlandi.
Í útlegð í
Litháen
FORSETAKOSNINGAR
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Barátta „Það er mjög mikilvægt að senda einræðisherrum skýr skilaboð um að við stöndum með fólkinu sem berst
gegn þeim,“ segir Svetlana Tsíkanovskaja sem bauð sig fram gegn forseta Hvíta-Rússlands í forsetakosningum í fyrra.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fundur Svetlana Tsíkanovskaja og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis-
ráðherra ræddu saman í gær en Guðlaugur bauð Tsíkanovskaju hingað.
Sjómannadagsráð hefur sagt upp
samstarfssamningi við Garðabæ um
rekstur hjúkrunarheimilisins Ísafold-
ar. Uppsögnin tekur gildi 1. janúar
2022. Hrafnista mun segja upp samn-
ingi sínm við Sjúkratryggingar Ís-
lands vegna heimilisins. Garðabær
hefur óskað eftir viðræðum við heil-
brigðisráðuneytið um yfirtöku ríkis-
ins á rekstri Ísafoldar.
Í uppsagnarbréfinu, sem er dag-
sett 14. júní 2021, kemur fram að allt
frá stofnun hafi hjúkrunarheimilið
staðið frammi fyrir töluverðum
rekstrarerfiðleikum. Á fundi bæjar-
ráðs Garðabæjar 1. september 2020
og á fundi bæjarstjórnar 3. septem-
ber sama ár hafi verið bókað að „komi
ekki til viðbótarfjármagn frá ríkinu til
reksturs Ísafoldar og sjómannadags-
ráð segir sig frá samningi við Garða-
bæ samþykkir bæjarstjórn Garða-
bæjar að fela bæjarstjóra að undirbúa
að afhenda ríkinu reksturinn“.
Viðauki var gerður við samstarfs-
samning Garðabæjar og sjómanna-
dagsráðs 12. október 2020. Þar féllst
Garðabær á að greiða viðbótarfram-
lag til rekstursins. Auk þess var tekið
fram að komi ekki til verulegrar
hækkunar fjárframlaga til hjúkrun-
arheimila á fyrri hluta þessa árs sé
sýnt að heimilið verði áfram rekið
með tapi. Því séu forsendur brostnar
fyrir báða aðila að annast reksturinn.
Sjómannadagsráð og Hrafnista
segja að þrátt fyrir aukagreiðslur frá
Garðabæ hafi rekstur heimilisins ekki
staðið undir sér. Skýrt hafi komið
fram á fundi aðila 5. maí 2021 að af
hálfu Garðabæjar stæði ekki lengur
vilji til þess að koma að rekstri heim-
ilisins. Með bréfi Garðabæjar til heil-
brigðisráðuneytisins 18. maí 2021
greindi sveitarfélagið frá því að ekki
væri lengur vilji fyrir því hjá bænum
að bæta taprekstur Ísafoldar. Garða-
bær óskaði því eftir viðræðum við
ráðuneytið um yfirtöku ríkisins á
rekstri hjúkrunarheimilisins.
Formaður sjómannadagsráðs tek-
ur fram að áhugi sé enn til staðar hjá
stjórn sjómannadagsráðs og stjórn-
endum Hrafnistu að halda áfram að
ná tökum á rekstri heimilisins verði
viðbótarfjármagn tryggt í umsaminn
tíma. gudni@mbl.is
Vilja að ríkið taki
yfir rekstur Ísafoldar
- Sjómannadagsráð hefur sagt upp samningi við Garðabæ um
rekstur hjúkrunarheimilisins Ísafoldar í bænum
Morgunblaðið/Ómar Óskarsson
Ísafold Garðabær hóf reksturinn árið 2013. Sjómannadagsráð tók við 2017.