Morgunblaðið - 03.07.2021, Side 2

Morgunblaðið - 03.07.2021, Side 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 2021 www.kofaroghus.is - Sími 553 1545 TIL Á LAGER Ítarlegarupplýsingarog teikningarásamtýmsumöðrumfróðleik máfinnaávefokkar STAPI - 14,98 fm Tilboðsverð 697.500kr. 25% afsláttur BREKKA34 - 9 fm Tilboðsverð 369.750kr. 25% afsláttur NAUST - 14,44 fm Tilboðsverð 449.400kr. 30% afsláttur VANTAR ÞIGPLÁSS? Afar einfalt er að reisa húsin okkar. Uppsetning tekur aðeins einndag TILBOÐÁGARÐHÚSUM! Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Hraun tók að flæða á nýjan leik í Geldingadölum síðdegis í gær. Fyrr um daginn var eins og slokknað væri í aðalgíg gosstöðvanna og töldu jarð- fræðingar að merkja mætti upphaf endaloka gossins. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Háskóla Ís- lands, sagði við mbl.is í gær að mögulega væri komið að endalokum gossins. Að minnsta kosti væri minna af kviku en áður. „Þessi hegðun núna síðustu daga passar alveg við það að við erum að sjá endalokin, eða byrjunina á enda- lokunum. Það er að minnka fram- boðið á kviku. Það er tvennt sem kemur til greina; annaðhvort er kvikan að leita sér að leið einhvers staðar annars staðar á svæðinu eða framboð á kviku er að minnka. Að magnið í upptökunum sé farið að minnka vegna þess að það er alveg kyrrð. Þetta ber öll einkenni þess að það sé að farið að draga mikið úr gosinu, en það er engu hægt að slá föstu ennþá og þetta kemur allt í ljós. En þetta líkist því að nú sé þrýstingur að minnka neðanjarðar og framboð á kviku að verða búið.“ Endalok eldgossins í augsýn? Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Eldgos Engu er hægt að slá föstu að sinni, segir jarðeðlisfræðingurinn. - Tvennt sem kemur til greina, segir Magnús Tumi Hólmfríður María Ragnhildardóttir hmr@mbl.is Rúmlega 50 ára gömul fótspor frá tímum eldsumbrota í Surtsey verða rannsökuð þegar hópur jarðvísinda- manna á vegum Náttúrufræðistofn- un Íslands fer þangað í sumarleið- angur fimmtudaginn 15. júlí. Um er að ræða hefðbundna ferð jarðfræðinga til Surtseyjar sem farið er í annað hvert ár en hópurinn mun meðal annars fylgjast með rofi eyj- arinnar og breytingum á jarðhita í gjóskubunkunum. Verður einnig haldið áfram með rannsóknir á bor- holum auk þess sem eyjan verður mynduð með drónum og landmæl- ingar gerðar. Lengi vitað af sporunum Fótsporin hafa hingað til aldrei verið mæld þó lengi hafi verið vitað um þau. „Sporin eru eftir jarðvísindamenn sem voru að skoða Surtsey á meðan eldgosið var í gangi. Þeir hafa verið að ganga upp og skilið eftir sig fót- spor í gjóskunni, þá varðveitast þessi spor. Maður sér alveg greinilega hvar þeir hafa gengið á stuttum kafla,“ segir Lovísa Ásbjörnsdóttir, jarðfræðingur Náttúrustofu Íslands og leiðangursstjóri ferðarinnar. Spurð hvort vitað sé hverjum þessi spor tilheyra segir Lovísa það ekki ljóst. „Okkur grunar að þetta séu fótspor Guðmundar Sigvaldason- ar jarðfræðings en við getum ekki verið 100% viss. Mögulega gætu þau einnig verið frá Sigurði Þórarins- syni, sem var þekktur jarðvís- indamaður, en þetta þykja frekar stór fótspor.“ Meðal vísindamannanna er banda- ríski steingervingafræðingurinn Raúl Esperante frá Colorado sem sérhæfir sig í risaeðlufótsporum. Hann hafði frétt af leiðangrinum í gegnum Birgi Óskarsson jarðfræð- ing sem er einnig með í för og óskaði Raúl í kjölfarið eftir því að fá að fara með hópnum. Raúl mun mæla og skoða fótsporin á jarðvísindalegan hátt og vonar Lovísa að út frá þeim mælingum verði meðal annars hægt að meta hæð og þyngd þeirra sem sporin til- heyra. „Það er örugglega hægt að lesa heilmikið út úr þessu. Ég held að aðferðirnar við að mæla manna- spor og risaeðluspor séu ekkert svo ólíkar,“ segir Lovísa og hlær við. Listfræðingur með í hópnum Með vísindamönnunum í för er myndlistarmaðurinn Þorgerður Ólafsdóttir en hún vinnur nú að sýn- ingu sem mun standa opin í Surts- eyjarstofu. Fjallar verkefni hennar um hvernig staður verður til í menn- ingarlegu samhengi. Þorgerður hef- ur undanfarið verið að kynna sér sögu Surtseyjar og þótti henni áhugavert að skoða áhrif manna á eyjuna sem hefur að miklu leyti verið haldið ósnortinni. Fyrstu ummerki manna á eyjunni sem vitað er um voru árið 1963 þegar gosið var nýhafið. Þá laumuðust þrír Frakkar í land um hánótt, stungu niður frönskum fána og lýstu yfir franskri nýlendu. Í dag eru þó helstu áhrif mannsins í formi plastrusls sem skolað hefur á land en Þorgerður mun meðal annars safna plastinu og nýta það í sýninguna. Rannsaka fótspor í Surtsey - Jarðfræðingar á vegum Náttúrufræðistofu Íslands halda í leiðangur til Surtseyjar um miðjan júlí Ljósmynd/Erling Ólafsson Surtsey Náttúran á eyjunni er að miklu leyti ósnortin og þurfa vísindamenn að sýna aðgát við rannsóknir sínar. Þessi börn voru að leik við tjald- stæðið á Hömrum í Eyjafirði þeg- ar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði. Mikill fjöldi gesta gistir tjaldstæðið þessa helgina. N1-mótinu í knattspyrnu, sem haldið er á Akureyri, lýkur í dag og segir Valtýr Steinar Hreið- arsson tjaldvörður að mótinu fylgi aukin aðsókn að Hömrum. „Þessi mikli fjöldi er blanda af N1-mótinu og svo góða veðrinu,“ segir Valtýr og bætir við að margir gestir hafi bókað pláss fram til morgundagsins. Hann segir einnig að ekki sé fullbókað á tjaldstæðinu en þó sé orðið „verulega þröngt“ á svæðinu. „Við getum tekið á móti um það bil þrjú þúsund manns ef allt pláss er nýtt, en við erum með yf- ir tvö þúsund manns á svæðinu núna.“ „Blanda af N1-mótinu og veðrinu“ Morgunblaðið/Margrét Þóra Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Mohamed Hicham Rahmi í þriggja ára fangelsi fyrir skipulagn- ingu og fjármögnun umfangsmikils fíkniefnasmygls. Einnig var Moha- med gert að greiða málsvarnarlaun auk annars kostnaðar. Heildar- upphæðin er því 2.177.955 krónur. Laugardaginn 19. desember og sunnudaginn 20. desember voru þrír aðilar handteknir á Keflavíkur- flugvelli með umtalsvert magn af fíkniefnum í sinni vörslu. Í heildina 4.832 grömm af hassi, 5.087 stykki af MDMA-töflum, 100 stykki af LSD og 255,8 grömm af metamfetamíni. Fundust efnin falin innvortis í smokki, í dömubindi og í ferðatösku. Allir þrír farþegarnir lýstu því hvernig Mohamed hefði skipulagt og fjármagnað smyglið. Mohamed sagðist ekki kannast við neinn af þremenningunum þrátt fyrir að rannsóknargögn hefðu sýnt fram á símasamskipti við þremenningana og að hann hefði millifært peninga á einn þeirra. Skipulagði og fjár- magnaði smygl

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.