Morgunblaðið - 03.07.2021, Blaðsíða 40
40 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 2021
Lengjudeild kvenna
Víkingur R. – FH...................................... 0:4
HK – Grindavík ........................................ 1:1
Grótta – Augnablik................................... 3:2
Staðan:
KR 8 6 1 1 23:11 19
Afturelding 8 5 3 0 22:9 18
FH 8 6 0 2 18:7 18
Víkingur R. 8 3 2 3 15:15 11
Haukar 8 3 1 4 13:14 10
Grótta 8 3 1 4 13:16 10
ÍA 8 3 0 5 9:20 9
HK 8 2 2 4 11:18 8
Augnablik 8 1 2 5 10:17 5
Grindavík 8 0 4 4 10:17 4
EM karla 2021
8-liða úrslit:
Sviss – Spánn ................................... (frl.) 1:1
_ Spánn vann 3:1 í vítaspyrnukeppni.
Belgía – Ítalía............................................ 1:2
_ Spánn og Ítalía mætast í undanúrslitum
á Wembley þriðjudagskvöldið 6. júlí.
Leikir í 8-liða úrslitum í dag:
16.00 Tékkland – Danmörk, Bakú
19.00 Úkraína – England, Róm
Svíþjóð
Häcken – Kristianstad ............................ 6:2
- Diljá Ýr Zomers lék allan leikinn með
Häcken og skoraði eitt marka liðsins.
- Sveindís Jane Jónsdóttir lék allan leik-
inn með Kristianstad og Sif Atladóttir lék
fyrstu 87 mínúturnar. Elísabet Gunnars-
dóttir þjálfar liðið.
Växjö – Eskilstuna................................... 0:2
- Andrea Mist Pálsdóttir lék allan leikinn
með Växjö.
Staðan:
Rosengård 10 9 1 0 23:2 28
Häcken 11 7 2 2 30:7 23
Kristianstad 11 5 4 2 18:14 19
Hammarby 10 5 3 2 23:14 18
Linköping 10 4 4 2 15:11 16
Eskilstuna 11 4 4 3 11:10 16
Vittsjö 10 3 3 4 10:9 12
Djurgården 10 3 1 6 8:15 10
Piteå 11 3 1 7 11:20 10
Örebro 10 3 1 6 9:19 10
AIK 11 2 3 6 9:34 9
Växjö 11 0 3 8 3:15 3
Noregur
B-deild:
Aalesund – Åsane .................................... 2:0
- Davíð Kristján Ólafsson lék allan leikinn
með Aalesund og lagði upp seinna markið.
>;(//24)3;(
Vináttulandsleikur karla
Portúgal – Brasilía ............................... 28:34
E(;R&:=/D
Úrslitakeppni NBA
Austurdeild, úrslit:
Milwaukee – Atlanta ........................ 123:112
_ Staðan er 3:2 fyrir Milwaukee.
>73G,&:=/D
Arnar Pétursson úr Breiðabliki og
Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir úr
UFA urðu í fyrrakvöld Íslands-
meistarar í 10 km götuhlaupi en
það fór fram samhliða Akureyr-
arhlaupinu. Arnar sigraði í karla-
flokki á 31,53 mínútum en Egill Örn
Gunnarsson varð annar á 40,16
mínútum. Sigþóra sigraði í kvenna-
flokki á 36,59 mínútum og Hulda
Elma Eysteinsdóttir varð önnur á
43,23 mínútum.
Arnar og Sig-
þóra meistarar
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin:
Samsung-völlur: Stjarnan – Keflavík ... L14
Kópavogsv.: Breiðablik – Leiknir R ..... L14
1. deild karla, Lengjudeildin:
Olísvöllur: Vestri – Fjölnir ..................... S14
2. deild karla:
Grenivík: Magni – Þróttur V.................. S13
Rafholtsvöllur: Njarðvík – Leiknir F.... S14
Eskjuvöllur: Fjarðabyggð – Reynir S .. S16
Hertz-völlur: ÍR – KF ............................ S16
KR-völlur: KV – Völsungur ................... S16
3. deild karla:
Würth-völlur: Elliði – Dalvík/Reynir.... L14
Vilhjálmsvöllur: Höttur/Huginn – ÍH .. L14
Týsvöllur: KFS – Sindri......................... L14
Vopnafjörður: Einherji – Tindastóll ..... L16
2. deild kvenna:
Vodafone-völlur: Völsungur – Fjölnir .. L14
FRJÁLSÍÞRÓTTIR
Meistaramót Íslands fyrir 15-22 ára fer
fram á Selfossvelli um helgina. Keppt er frá
kl. 10 til 16.20 í dag og frá 10 til 15.10 á
morgun.
UM HELGINA!
framlengingar og knýja fram víta-
spyrnukeppni.
Þar fóru Svisslendingar afar illa
að ráði sínu og klúðruðu þremur af
fjórum spyrnum sínum. Unai Simón
varði tvær þeirra og reyndist hetjan
þegar Spánverjar höfðu betur, 3:1, í
vítaspyrnukeppninni.
Belgar valda vonbrigðum
Belgía er fallið úr leik í 8-liða úr-
slitum annað Evrópumótið í röð eft-
ir 1:2 tap gegn Ítalíu í München í
gærkvöldi. Mikið hefur verið látið
með ógnarsterkt lið Belga sem hef-
ur verið í efsta sæti FIFA-listans í
tæp þrjú ár samfleytt í kjölfar þess
að hafa náð í bronsverðlaun á HM
2018.
Þrátt fyrir góðan árangur þar
verða það að teljast vonbrigði að
jafn sterkt lið og Belgarnir hafa
haft á að skipa undanfarin ár hafi
ekki haft neitt upp úr krafsinu. Gull-
kynslóð þjóðarinnar er að eldast og
tíminn til að ná almennilegum ár-
angri á stórmóti því að renna út.
Ítalir líta hins vegar afar vel út og
er þar sama hvar fæti er drepið nið-
ur á vellinum, enda markvarsla,
varnarleikur og sóknarleikur með
besta móti.
Þeir tóku enda forystuna á 31.
mínútu í gærkvöldi þegar Nicolo
Barella skoraði laglegt mark. Lo-
renzo Insigne tvöfaldaði svo foryst-
una með glæsilegu marki á 44. mín-
útu.
Á annarri mínútu uppbótartíma
fyrri hálfleiks minnkaði Romelu Lu-
kaku muninn með marki úr víta-
spyrnu en ekki var meira skorað
þrátt fyrir fín færi á báða bóga í síð-
ari hálfleiknum.
Spánn mætir því Ítalíu í stórslag í
undanúrslitum á Wembley 6. júlí
næstkomandi. Fátt virðist geta
stöðvað Ítali en Spánverjar eiga þó
ráð undir rifi hverju og hafa komist
í gegnum ýmis áföll á leið sinni í
undanúrslitin.
Í dag kemur svo í ljós hvaða lið
mætast í hinum undanúrslita-
leiknum 7. júlí, einnig á Wembley.
Tékkland og Danmörk mætast í
Bakú klukkan 16 og Úkraína og
England mætast í Róm klukkan 19.
Spánn og
Ítalía áfram
- Spánverjar þurftu vítaspyrnukeppni
- Ítalir frábærir gegn Belgum
AFP
Gleði Ítalir fagna ákaft í leikslok eftir að hafa tryggt sér sæti í undan-
úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu karla með sigri gegn Belgum.
EM 2021
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Ævintýri Sviss á Evrópumóti karla í
knattspyrnu er lokið eftir að liðið
tapaði gegn Spáni í vítaspyrnu-
keppni í æsispennandi leik í 8-liða
úrslitum mótsins í Sankti Péturs-
borg í gær.
Spánverjar tóku forystuna strax
á 8. mínútu þegar Denis Zakaria
varð fyrir því óláni að skora sjálfs-
mark. Á 68. mínútu jafnaði hins veg-
ar Xherdan Shaqiri metin fyrir
Sviss.
Skömmu síðar fékk Remo Freu-
ler beint rautt spjald fyrir hættu-
lega tæklingu á Gerard Moreno og
Svisslendingar því manni færri það
sem eftir lifði leiks.
Þrátt fyrir gífurlega pressu af
hendi Spánverja, þar sem hvert
dauðafærið á fætur öðru fór for-
görðum, náði Sviss að halda út það
sem eftir lifði venjulegs leiktíma og
Diljá Ýr Zomers var í fyrsta sinn í
byrjunarliði sænska úrvalsdeild-
arfélagsins Häcken í gær þegar lið-
ið vann 6:2 stórsigur á Íslendinga-
liði Kristianstad. Diljá þakkaði
traustið og skoraði annað mark
Häcken á 14. mínútu leiksins. Hún
lék allan leikinn í gær og hefur nú
komið við sögu í sex af 11 leikjum
liðsins í deildinni á tímabilinu. Hún
hefur látið vel að sér kveða í þeim
enda komin með þrjú mörk. Häcken
er í öðru sæti sænsku úrvalsdeild-
arinnar, fimm stigum á eftir Rosen-
gård, sem á þó leik til góða.
Skorar í öðrum
hverjum leik
Ljósmynd/Häcken
Markaskorari Diljá Ýr hefur nýtt
tækifæri sín með Häcken afar vel.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson er í
góðri stöðu eftir tvo fyrstu hringina
á Kaskáda-golfmótinu í Brno í
Tékklandi en það er hluti af Áskor-
endamótaröð Evrópu. Guðmundur
lék fyrsta hringinn á 68 höggum og
annan hringinn í gær á 69 höggum.
Hann er því samtals á fimm högg-
um undir pari og deilir 19. sætinu
en 61 komst í gegnum niðurskurð-
inn fyrir tvo seinni hringina. Guð-
mundur er aðeins tveimur höggum
frá sjötta sæti en Marcel Schneider
frá Þýskalandi hefur leikið best
allra á 12 höggum undir pari.
Guðmundur er
í góðri stöðu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Brno Guðmundur Ágúst Krist-
jánsson byrjaði mótið vel.
Breiðablik leikur við KÍ frá Fær-
eyjum í fyrri leik fyrstu umferðar
Meistaradeildar kvenna í fótbolta
en Valur leikur við Hoffenheim frá
Þýskalandi. Báðir leikirnir fara
fram 18. ágúst.
Ef Breiðablik vinnur KÍ leikur
liðið til úrslita 21. ágúst, ann-
aðhvort gegn Gintra frá Litháen
eða gegn Flora Tallinn frá Eist-
landi sem einnig mætast 18. ágúst.
Leikið verður á heimavelli eins lið-
anna fjögurra og spilað er líka um
þriðja sæti riðlanna 21. ágúst.
Ef Valskonur sigra Hoffenheim
leika þær til úrslita við Zürich frá
Sviss eða AC Milan frá Ítalíu þann
21. ágúst. Riðillinn verður á heima-
velli eins liðanna.
Liðin sem sigra í úrslitaleikjum 1.
umferðar þann 21. ágúst komast í 2.
umferð keppninnar þar sem leikið
verður heima og heiman í fyrstu
vikunni í september.
Sigurliðin í 2. umferð komast síð-
an í riðlakeppnina sem nú er haldin
í fyrsta skipti og stendur yfir frá
október og fram í desember.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Evrópuleikir Valur og Breiðablik spila í Meistaradeildinni í ágúst.
Leiðin er erfiðari hjá
Val en Breiðabliki
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Sautján ára gamall lék Theódór
Elmar Bjarnason með knatt-
spyrnuliði KR keppnistímabilið
2004. Hann kom inn í liðið um mitt
sumar, lék fyrsta leikinn gegn KA á
Akureyrarvelli í lok júní og spilaði
tíu af síðustu ellefu leikjum KR-
inga sem máttu sætta sig við sjötta
sætið þetta ár.
Í desember samdi Elmar við
skoska stórliðið Celtic og hefur
leikið erlendis síðan. Kjartan
Henry Finnbogason, sem sneri
einnig heim í KR í vor, fór með hon-
um til Celtic og spilaði með honum
sumarið 2004, rétt eins og þeir Sig-
urvin Ólafsson og Kristján Finn-
bogason sem nú eru í þjálfarateymi
KR-inga.
Arnar Gunnlaugsson þjálfari
Víkings, Ágúst Þór Gylfason þjálf-
ari Gróttu og Sigurður Ragnar Eyj-
ólfsson, annar þjálfara Keflvíkinga,
voru meðal samherja Elmars í Vest-
urbænum þetta tímabil, sem og
sjónvarpsmaðurinn Guðmundur
Benediktsson.
Elmar er nú kominn heim og
verður einn reyndasti leikmaður
KR en hann verður gjaldgengur
með liðinu gegn KA á mánudags-
kvöldið. Hann hefur nú leikið 347
deildaleiki í sjö löndum, með KR,
Celtic í Skotlandi, Lyn í Noregi,
Gautaborg í Svíþjóð, Randers og
AGF í Danmörku, Elazigspor, Gaz-
isehir og Akhisarspor í Tyrklandi
og Lamia í Grikklandi.
Elmar sagði í viðtali við mbl.is í
gær að ekkert tilboð sem hann fékk
erlendis hefði verið nægilega
spennandi og því hefði þetta verið
góður tími til að koma heim.
Fór ungur út en snýr
þrautreyndur heim
AFP
KR Theódór Elmar Bjarnason gæti
spilað gegn KA á mánudaginn.