Morgunblaðið - 03.07.2021, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 2021
Meðgöngubelti
Fagfólk STOÐAR veitir
nánari upplýsingar og ráðgjöf.
Tímapantanir í síma 565 2885.
Trönuhrauni 8, Hafnarfirði, stod.is
Í júní 2012 lauk um-
ræðunni um rík-
isábyrgðina sem ætlað
var að tryggja vitlausa
fjármögnun Vaðlaheið-
arganga og vonlausan
rekstur þeirra gegnt
Akureyri. Steingrími J.
og Oddnýju G. Harðar-
dóttur tókst með fals-
rökum, og tilefnis-
lausum árásum á
Vestfirðinga, Austfirðinga- og Sunn-
lendinga, að plata Alþingi til að sam-
þykkja að þessu áhættusama mann-
virki yrði haldið utan
samgönguáætlunar þótt ákveðið
hefði verið að byrja á Norðfjarðar-
og Dýrafjarðargöngum, sem Jó-
hanna Sigurðardóttir og Ólína Þor-
varðardóttir töldu brýnustu verk-
efnin. Meirihluti alþingismanna sem
samþykkti þetta fjármögn-
unarhneyksli Steingríms J. og Odd-
nýjar, tekur nú gleði sína og óskar
stuðningsmönnum Vaðlaheiðar-
ganga til hamingju, með árásirnar á
Austfirðinga og Vestfirðinga. Full-
víst þykir að allar vega-
framkvæmdirnar sem
þáverandi samgöngu-
ráðherra, Kristján L.,
lofaði landsmönnum á
11 stöðum að loknum
kosningum 2007 verði
afskrifaðar. Þar er upp-
byggður heilsársvegur
um Öxi sem Djúpa-
vogsbúum var lofað
þetta sama ár ekkert
undanskilinn. Flokks-
bróðir fyrrverandi sjáv-
arútvegsráðherra sem
sat í stól samgönguráðherra, sá sóma
sinn í því að snúast gegn þessu svika-
brigsli. Engin svör fengust þegar
spurt var, hvort Steingrímur og
Oddný hefðu með hjálp þáverandi
stjórnarandstæðinga, teymt Alþingi
á asnaeyrunum. Það skiptir fyrrver-
andi ráðherra VG enn minna máli, ef
aurskriður sunnan einbreiðu Múla-
ganganna, í Almenningum vestan
gömlu Strákaganganna, og norðan
Siglufjarðar eyðileggja eftir nokkur
ár alla vegtengingu Fjallabyggðar,
við landsbyggðina án þess að hann
vilji fá tvíbreið jarðgöng, 1-2 km
norðan Dalvíkur og undir Siglufjarð-
arskarð næstu áratugina. Svör sem
fengust þegar jarðfræðingurinn úr
Þistilfirði var spurður að því, hvernig
hann gæti þvingað Eyfirðinga til að
samþykkja sameiningu, við Fjalla-
byggð og komið Siglufirði, Ólafsfirði,
Dalvík og Akureyri um leið inn á eitt
samfellt atvinnusvæði einkenndust,
af hroka, útúrsnúningi og hnútuköst-
um. Án þess að tvíbreið veggöng í
stað Múlaganganna komi til álita
næstu áratugina verður þessi sam-
eining Eyjafjarðar og nýja sveitarfé-
lagsins norðan Lágheiðar dæmd
dauð og ómerk. Fyrr mun einangrun
Fjallabyggðar við Eyjafjörð og
Skagafjörð komast í fréttirnar, eftir
að þáverandi stjórnarandstæðingar
gengu í lið með fyrrverandi sjávar-
útvegs- og fjármálaráðherra, til að
troða Vaðlaheiðargöngum fram fyrir
önnur þarfari verkefni sem hafa allt
of lengi setið á hakanum. Norðan
Dalvíkur voru byggðir snjóflóða-
skápar sem koma aldrei í veg fyrir að
hrina jarðskjálfta, aurskriður og
snjóflóð kosti mörg mannslíf um
ókomin ár. Aðferðafræðin sem notuð
er til að sýna fram á, að rekstur
Vaðlaheiðarganga standi undir sér
og launum starfsmanna með inn-
heimtu vegtolla á hvern bíl gengur
aldrei upp. Hún vekur upp falskar
vonir heimamanna um að með-
alumferð á dag undir heiðina verði
jafnmikil og í Hvalfjarðargöngunum
sem hafa stytt vegalengdina milli
höfuðborgarsvæðisins og Vest-
urlands um 45 km. Milli Eyjafjarðar
og Fnjóskadals er þessi stytting
þrisvar sinnum minni með tilkomu
Vaðlaheiðarganga sem útilokað er,
að fjármagna á viðskiptalegum for-
sendum. Kröfur fyrrverandi stjórn-
arflokka-stjórnarandstæðinga og hjá
Vegagerðinni, um að flýta sem fyrst
framkvæmdum við Norðfjarðar- og
Dýrafjarðargöng, urðu sífellt hávær-
ari í tíð Ögmundar Jónassonar þá-
verandi innanríkisráðherra. Á Vest-
fjörðum, Mið-Austurlandi og í
Suðurkjördæmi sem eiga að hafa for-
gang, er ástandið með versta móti og
engum bjóðandi. Mikil snjódýpt og
veðurhæð sem getur náð meira en 80
metrum á sekúndu, á Dynjandisheiði
veldur því að starfsmenn Vegagerð-
arinnar taka enga áhættu, til að
tryggja öruggar vetrarsamgöngur
milli byggðanna á sunnanverðum og
norðanverðum Vestfjörðum. Á suð-
urfjörðum Austurlands, norðan
Fagradals, og í Fjarðabyggð vantar
líka mikið upp á til að allir Austfirð-
ingar, fái betra aðgengi að Fjórð-
ungssjúkrahúsinu í Neskaupstað.
Sjálfgefið er það ekki, að yfirmenn
Vegagerðarinnar og fjárveit-
ingavaldsins vilji leika sér með fleiri
mannslíf til að halda illviðrasömum
og snjóþungum heiðum opnum í
meira en 500 m hæð þegar enginn
treystir veðurspánum. Þá breytir
það engu þótt stuðningsmenn Ax-
arvegar og Hálendisvegarins vilji op-
inbera vanþekkingu sína, á láglend-
isvegum og stuttum veggöngum.
Eftir Guðmund
Karl Jónsson » Aðferðafræðin sem
notuð er til að sýna
fram á, að rekstur
Vaðlaheiðarganga
standi undir sér og laun-
um starfsmanna með
innheimtu vegtolla á
hvern bíl gengur aldrei
upp.
Guðmundur Karl Jónsson
Höfundur er farandverkamaður.
Steingrímur J. plataði Alþingi
Ég undirritaður
milljóneri, að vísu í
lægri kantinum, hef
verið með böggum
hildar undanfarið (nei,
það er ekki hljómsveit).
Ég, eins og margir
aðrir, hef haft áhyggj-
ur af ýmsum málum
sem hafa verið í deigl-
unni. Fjöldinn lætur í
ljós skoðanir sínar um
hvaðeina, sumir með sárri kveinan,
aðrir jafnvel með sturlan stórri, svo
við vitnum í Hallgrím Pétursson.
„En þegar aðrir þenja kjapt, þá vil
ég tala líka,“ orti KN forðum.
Þjóð hefur tjáð sig um Trump,
róstur, stjórnarskrá, Kínverja, út-
gerðir, kaþólsku kirkjuna, hálend-
isþjóðgarð, kófið og „sjalla“ eins og
„samminn“ GA Thor-
son kallar okkur. Sumir
hafa og leyft sér að
fetta fingur út í skrif
meistarans í Morg-
unblaðinu, okkar ást-
sæla fyrrverandi leið-
toga íslenzku
þjóðarinnar, sjálfan
Davíð. Við milljónerar
lesum greinar hans af
mestu ánægju. Hann
hefur sannlega leitt
okkur yfir margan
hjallann á und-
anförnum árum og áratugum. Vissu-
lega hefur hann alltaf haft yndi af
því að „pissa menn af“, eins og við
segjum á nútímaíslensku.
Um Trump er það að segja að
dugnaður hans var með ólíkindum.
Hann rústaði „óbamaker“, þeirrar
skoðunar að venjulegt fólk, hvað þá
lúserar, þyrfti vart á heilsugæslu að
halda. Hún væri allt of dýr og
kommavilla að auki. Hann lækkaði
meira að segja skattana hjá banda-
rískum billjónerum, sem ekki veitti
af til þess að halda efnahags- og at-
vinnulífinu gangandi. Þess vegna
eigum við bágt með að skilja hvers
vegna hann var látlaust lagður í ein-
elti. Það var að vísu óheppilegt þeg-
ar æstur múgur hertók Kapitolið og
einstaka veifaði meira að segja Jesú
í þeirri innrás. Þó þykir okkur millj-
ónerum illskárra að hálfsturlaðir
hægrimenn ráðist á þinghús fremur
en stjórnlausir stjórnarskrárkomm-
ar.
En nú er rétt að gera grein fyrir
okkur milljónerum og áhugamálum
okkar. Þá er fyrst að telja, að við er-
um þessi níu prósent landsmanna
sem eiga næstum allt á Íslandi, bæði
landið og miðin. Það erum við, þessi
sömu níu prósent, sem eigum Sjálf-
stæðisflokkinn. Reyndar er slatti af
milljónerum í Viðreisn, einir sjö í
Miðflokknum og a.m.k. fjórtán í
Framsókn, en þær tölur allar eru
nokkuð á reiki.
Útgerðarmenn hafa verið nokkuð
milli tanna á fólki, sem er skamm-
arlegt. Undirritaður veit ekki betur
en að sumir þeirra hafi beinlínis
bjargað útgerðum í Hull, Grimsby,
Bremerhaven, Cuxhaven og gott ef
ekki Hamborg og Malasíu. Síðan
tóku menn sig til og aumkuðu sig yf-
ir blessaða blámennina í Namibíu og
kenndu þeim að beita og fara með
net. Svo skemmtu menn sér kon-
unglega á sjóstöng, við kaffi og koní-
ak, þar sem Jóhannes var veislu-
stjóri. Þetta minnir óneitanlega á
söguna um miskunnsama Samherj-
ann, er segir frá í ritningunni.
Það að vera milljóneri er sérstök
náðargáfa úthlutuð fám af Mammón
(sbr. Lúkas 16:9). Stundum vilja þó
læðast að okkur áhyggjur ef inn-
streymi og flæði er ekki nógu mikið
því við verðum helst að þéna þrjár
til fjórar millur á dag, eins og þeir
segja í fótboltanum. Kúnstin er í
rauninni afar einföld og felst í því,
eins og ég hef áður sagt í ræðu og
riti, að raka saman fé, skara eld að
eigin kökum, láta greipar sópa
o.s.frv. Við erum náttúrulega sannir
afkomendur safnara og hirðingja.
Við elskum tign og völd og erum
sérdeilis þakklátir fasteignasölum
sem eru seigir við að selja húseignir
okkar ávallt með góðum hagnaði fyr-
ir báða aðila. Fasteignasalar eru
ítem þeirrar náttúru að geta setið
báðum megin borðs án þess að
nokkur taki eftir því.
Gunnar Smári velti um daginn
vöngum yfir fylgi þeirra flokka, sem
ganga til samstarfs við okkur sjalla í
ríkisstjórn, þ.e. um afdrif þeirra í
næstu kosningum á eftir. Það er
ekki að orðlengja, að þeir gjalda yf-
irleitt afhroð. En, í hverju sem á
gengur blívur fylgi Sjálfstæðisflokks-
ins ávallt býsna stöðugt.
Ég vil benda Gunnari Smára á
það, að þetta á sér eðlilegar skýr-
ingar. Fylgi flokksins er alla jafna
milli tuttugu og fimm til þrjátíu pró-
sent í alþingiskosningum, stundum
meira og stundum minna. Þetta staf-
ar af því, að við, þessi níu prósent,
sem eigum flokkinn, erum alltaf til
staðar. Við þetta bætast svo önnur
níu til tíu prósent „vonarmilla“, sem
eru að reyna að læra af okkur en
það gengur hægt þótt einstaka lánist
það þegar okkur þóknast. Þá kjósa
okkur fimm til tíu prósent hús-
kvenna og griðkarla, sem velja
flokkinn ýmist af trúarástæðum eða
þora ekki annað af ótta við að særa
okkur. Þetta fólk ber hitann og
þungann af starfi okkar og er sann-
arlega hin breiðu bök flokksins og
samfélagsins auðvitað á sæmilegum
lágmarkslaunum. Margir kjósa líka
flokkinn af því að langafi og
langamma gerðu það. Amma kaus
t.d. alltaf rétt af því að afi hennar
sagði henni að gera það. Mig grunar
reyndar að þessu sé svipað varið í
öðrum pólitískum trúflokkum.
Að lokum þetta: Við viljum engan
hálendisþjóðgarð sakir þess að þar
liggja virkjunarmöguleikar sem víð-
ast. Þá höfum við fregnað að Kín-
verjar hafi enn áhuga á að koma sér
upp stærri stasjón á þeim slóðum,
svona til að skoða betur norðurljósin.
Við viljum alls ekki nýja stjórnar-
skrá vegna þess að við eigum
fiskana og miðin. Við viljum einka-
væða hjúkrunarheimilin svo það
borgi sig að reka þau. En eins og all-
ir vita þurfum við milljónerar ekki á
þeim að halda. Við viljum fara þess á
leit við fjölmiðla að fjalla ekki framar
um flóttamenn og fátækt því það er
svoddan „törn off“, því eins og við
milljónerar vitum þá er engin fátækt
á Íslandi, aðeins mismunandi „alls-
nægt“. Við styðjum byggingu þjóð-
arleikvangs í knattspyrnu og viljum
skora á þá milljónera í boltanum,
sem þéna milljón á dag ef ekki á
tímann, að þeir leggi af mörkum ríf-
lega.
Hér á landi ríkir sá misskilningur
að bankar séu fyrir fólk en þeir eru
fyrir okkur milljónera og arðtaka.
Látum oss nú biðja með hæstvirt-
um utanríkisráðherra að hér verði
aldrei framar vinstristjórn, það kost-
ar aðeins kauphækkanir og kaos.
Sömuleiðis þökkum við Mammón af
öllu hjarta fyrir hjálp hans við að
„afkomma“ vinstri-græna og vonum
að þeir gjaldi ekki mikið afhroð í
næstu kosningum. Eigum við að
segja að þeir fái sjö prósent. Við
elskum nefnilega lýðræðið ólíkt Lýð-
ræðisflokknum í BNA, svo fremi að
við verðum alltaf í stjórn.
Vér milljónerar
Hannes Örn Þór
Blandon »En nú er rétt að gera
grein fyrir okkur
milljónerum og áhuga-
málum okkar. Þá er
fyrst að telja, að við er-
um þessi níu prósent
landsmanna sem eiga
næstum allt á Íslandi,
bæði landið og miðin.
Hannes Örn Blandon
Höfundur er milljóneri í lægri kant-
inum og áhugamaður um gróðafíkn.