Morgunblaðið - 03.07.2021, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 2021
Unnur Freyja Víðisdóttir
unnurfreyja@mbl.is
„Þetta inniheldur allt það sem ég
elska í tónlist,“ segir Reynir Hauks-
son um tónlistarstefnuna flamenkó.
Hann ferðast nú um landið með
spænskum listamönnum og spilar
flamenkótónlist fyrir Íslendinga.
Tónleikaferðalagið er hluti af verk-
efninu Flamenkó á Íslandi. Reynir
kemur einnig að fjögurra daga fla-
menkódansnámskeiði sem haldið er í
Dansverkstæðinu Hjarðarhaga
þessa dagana þar sem hann er dans-
kennara námskeiðsins, Paco Fern-
ández, til halds og trausts.
Takturinn og túlkunin heillaði
Reynir komst fyrst í kynni við fla-
menkó þegar hann flutti til Noregs
fyrir nokkrum árum. „Það var þá
sem ég uppgötvaði að þetta inniheld-
ur allt það sem ég elska í tónlist, þ.e.
takt og túlkun,“ segir hann. „Í fla-
menkó fann ég allt það sem ég hafði
leitað að um ævina.“
Flamenkó heillaði Reyni raunar
svo mikið að hann endaði á að flytja
til Spánar til að læra meira um tón-
listarstefnuna sem varð til og þróað-
ist að mestu leyti í Andalúsíu á Spáni
á milli 18. og 20. aldar. Þar komst
hann í kynni við aðra tónlistarmenn
og hefur starfað þar sem flamenkói
æ síðan. Nú er hann þó kominn heim
til þess að kynna flamenkó fyrir Ís-
lendingum í þriðja sinn.
Halda sýningar víða um land
„Þetta er ótrúlega djúpt fyrirbæri
og rík tónlist,“ segir Reynir. „Ég er
mjög spenntur fyrir því að kynna
flamenkó fyrir Íslendingum.“
Tónleikaferðalagið sem stendur
nú yfir er haldið í tilefni útgáfu
fyrstu íslensku flamenkóplötu Reyn-
is en hún er titluð „El Reino de Gra-
nada“ eða „Konungsríkið Granada“.
Plötuna er að finna á streymisveit-
unni Spotify. Á tónleikaferðalaginu
mun Reynir spila á gítar ásamt
spænska gítarleikaranum Jorge el
Piaso. Með þeim verða Spánverj-
arnir Cheito á slagverki, söngvarinn
Jacób de Carmen og dansarinn Paco
Fernández.
Hópurinn mun halda sýningar
víðs vegar um landið dagana 1. til 11.
júlí. Í dag, laugardag, verða þeir
með sýningu í Fjarðarborg á Borg-
arfirði eystri kl. 20:30. Næsta sýning
þar á eftir verður í Frystiklefanum á
Rifi 9. júlí kl. 21:00. Miðar eru fáan-
legir á tix.is og er verðið á þeim frá
3.500 til 4.900 kr.
Enn er opið fyrir skráningu á fla-
menkódansnámskeiðið en skrán-
ingin fer fram á Facebook undir við-
burðinum
„Flamenco-dansnámskeið“. Fullt
skráningargjald er 20.000 kr. Á
námskeiðinu er farið í grunnspor og
beitingu líkamans í flamenkódansi.
Fyrri kunnátta í dansi er óþörf.
Dans Dansarinn Paco Fernández kennir þátttakendum námskeiðsins undirstöðuatriðin í flamenkódansi. Einbeiting Þátttakendur námskeiðsins hlusta af athygli.
„Þetta er ótrúlega djúpt fyrirbæri“
- Reynir Hauksson kynnir flamenkótónlist og -dans fyrir Íslendingum - Í flamenkó fann ég allt það
sem ég hafði leitað að um ævina, segir hann - Stendur fyrir námskeiði og tónleikaferðalagi um landið
Morgunblaðið/Eggert
Samvinna Reynir er dansaranum Paco Fernández til halds og trausts.
Fimmtán umsóknir bárust um
prestsstarf í Fossvogsprestakalli, í
Reykjavíkurprófastsdæmi vestra,
en umsóknarfrestur rann út um
mánaðamótin.
Fimm óskuðu nafnleyndar en
aðrir umsækjendur eru Árni Þór
Þórsson, mag. theol., sr. Bolli Pétur
Bollason, sr. Bryndís Svavarsdóttir,
Erna Kristín Stefánsdóttir, mag.
theol., dr. Guðlaug Helga Ásgeirs-
dóttir sjúkarhúsprestur, Hilmir
Kolbeins, mag. theol., Hjördís Perla
Rafnsdóttir, mag. theol., Kristján
Ágúst Kjartansson, mag. theol.,
Þorgeir Albert Elíeserson, mag.
theol., og sr. Þorvaldur Víðisson
biskupsritari.
Kjörnefnd Fossvogsprestakalls
kýs prest úr hópi umsækjenda, að
loknu valferli kjörnefnda. Foss-
vogsprestakall er myndað af tveim-
ur sóknum, Bústaða- og Grensás-
sókn. Við prestakallið þjóna þrír
prestar ásamt tveimur djáknum,
organistum, kirkjukórum, messu-
þjónum og framkvæmdastjóra sem
starfar með báðum kirkjum.
Fimmtán sóttu um í
Fossvogsprestakalli
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Bústaðakirkja Fimmtán sóttu um starf prests í Fossvogsprestakalli.