Morgunblaðið - 03.07.2021, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 2021
3. júlí 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 123.45
Sterlingspund 170.55
Kanadadalur 99.81
Dönsk króna 19.728
Norsk króna 14.368
Sænsk króna 14.421
Svissn. franki 133.55
Japanskt jen 1.1079
SDR 175.91
Evra 146.7
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 177.1597
Hrávöruverð
Gull 1774.0 ($/únsa)
Ál 2523.0 ($/tonn) LME
Hráolía 74.67 ($/fatið) Brent
« Skarphéðinn
Berg Steinarsson
ferðamálastjóri
segir of snemmt að
byrja að álykta um
breyttar ferðavenj-
ur Bandaríkja-
manna eftir upp-
haf sumarsins.
Þrátt fyrir stór-
aukna bandaríska
kortaveltu og vís-
bendingar um lengri dvalartíma þýði
það ekki endilega að áhugi Bandaríkja-
manna á Íslandi sé nú meiri en áður.
Þrátt fyrir að eftirspurn frá Banda-
ríkjunum hafi farið fram úr væntingum
flestra er hún enn þá minni en var þeg-
ar mest lét í ferðamannabransanum.
Það sé þó stigs- en ekki eðlismunur.
„Við sjáum talsvert marga bandaríska
ferðamenn í landinu enda er mikið flug
og allt þetta flug milli Íslands og Banda-
ríkjanna eru Bandaríkjamenn á leiðinni
hingað,“ segir Skarphéðinn.
Skarphéðinn kýs þó að stilla vænt-
ingum í hóf um fjölgunina: „Þótt það
séu ýmsar vísbendingar um breyttar
ferðavenjur þá þarf að láta aðeins lengri
tíma líða. Þetta eru svo sérstakar kring-
umstæður núna þar sem bandaríski
markaðurinn er risastór og það er búið
að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar
sem er oft efnamikið fólk sem vill
ferðast. Áður en við förum að fullyrða
eitthvað um breyttar ferðavenjur er
best að láta aðeins lengri tíma líða.
Þetta eru mjög hagstæðar aðstæður
fyrir Íslendinga,“ segir Skarphéðinn.
baldurb@mbl.is
Hófstillir væntingar um
bandaríska sprengju
Skarphéðinn Berg
Steinarsson
STUTT
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Orri Steinarsson, arkitekt hjá hol-
lensku arkitektastofunni jvantspijker
& Partners, sem er hluti af hönnun-
arteyminu sem vann fyrstu verðlaun í
samkeppni vegna nýrrar byggðar við
sjávarsíðuna í Gufunesi, segir í sam-
tali við Morgunblaðið að lögð hafi
verið áhersla á að vera með fjöl-
breyttan húsakost á svæðinu og
ávarpa breiðan markhóp. „Við hugs-
um hverfið fyrir allt frá fyrstu kaup-
endum að eldri borgurum sem eru að
minnka við sig sem og fjölskyldu-
fólk,“ segir Orri.
Auk jvantspijker & Partners skipa
vinningsteymið arkitektastofan And-
ersen & Sigurdsson og landslagsarki-
tektarnir Felixx Landscape Archi-
tects.
Orri segir Gufunesið hafa mikla
sérstöðu innan borgarinnar. „Við not-
uðum arfleifð og afgerandi staðar-
anda svæðisins, hráleika iðnaðar-
mannvirkja og náttúrufegurðina sem
ramma í skipulagi sem miðast að því
að skapa spennandi, blandaða en um-
framt allt mannvæna byggð,“ segir
Orri.
Hönnuðu einnig deiliskipulag
Þetta er ekki fyrsta aðkoma jvant-
spijker & Partners því stofan er einn-
ig höfundur vinningstillögu um deili-
skipulag svæðisins frá árinu 2015.
„Þetta var eins og að fara á stefnumót
við fyrrverandi kærustu,“ segir Orri
og brosir.
Þróunaraðili svæðisins er Fast-
eignaþróunarfélagið Spilda. Orri seg-
ir að þar sé á ferð kraftmikill þróun-
araðili með sterka sýn.
Vegna nálægðar við margvíslega
listastarfsemi í Gufunesi, þar með tal-
ið RVK studios, kvikmyndaver Balt-
asars Kormáks, verður lögð áhersla á
að hverfið geti tekið við ýmsum við-
burðum. Jafnframt er gert ráð fyrir
margvíslegri þjónustu. „Fólk á ekki
að þurfa að sækja alla daglega þjón-
ustu í Grafarvoginn.“
Verði áfangastaður
Þá er ylströnd hluti af hugmynd-
unum. „Ef borgin sér sér fært að fjár-
festa í ylströnd eins og við stingum
upp á hjálpar það til við að gera Gufu-
nesið að áfangastað. Gufunes verður
samkvæmt okkar tillögum hluti af
miklu stærra svæði, eins konar
tengslaneti hverfa við sjóinn,“ út-
skýrir Orri og nefnir þar hverfi eins
og Vogabyggð og Ártúnsholt.
Vinningstillagan skiptir svæðinu
upp í þrjá hluta sem hver hefur sitt
sérkenni að sögn Orra. Í fyrsta lagi
eru Sjávargarðar, græn byggð við
sjávarsíðuna laus við bílaumferð. Í
öðru lagi er rauði dregillinn, vel mót-
uð borgargata, eins konar hryggjar-
stykki sem tengir svæðin þrjú saman.
Að lokum er það svo þyrping há-
reistra húsa við Gufunestangann við
hliðina á fyrirhugaðri ylströnd. „Það
er svona rúsínan í pylsuendanum sem
leggur upp með að skapa aðlaðandi
búsetukost í bland við útivist og af-
þreyingu, s.s ylströnd, heita potta,
gufubað, líkamsrækt og kaffihús.
Orri bendir á að lögð hafi verið
áhersla á að hámarka bæði sjávar –
og fjallasýn úr öllum íbúðum. „95-
98% af íbúðunum eru með útveggi í
tvær áttir.“
Spurður um næstu skref segir Orri
að nú verði tillögurnar kynntar
skipulagsráði Reykjavíkurborgar og
eftir það byrji endurskoðun deili-
skipulags þar sem mið verði tekið af
tillögunni. „Stefnan er að auglýsa
deiliskipulagið í lok ársins og svo þarf
að hefjast handa við að hanna hús í
fyrsta áfanga tillögunnar.“
Keyptu lóðirnar 2020
Anna Sigríður Arnardóttir, fram-
kvæmdastjóri Fasteignaþróunar-
félagsins Spildu, segir í samtali við
Morgunblaðið að félagið hafi keypt
sjávarlóðirnar tíu á svæðinu árið 2020,
en Spilda var stofnað árið 2018 og er í
eigu Önnu Sigríðar, Gísla Reynissonar
og Arctica Finance. Nú þegar hefur
félagið hafið hönnun og byggingu á
150 íbúðum á tveimur reitum á svæð-
inu.
Anna Sigríður lýsir svæðinu sem
óviðjafnanlegu með vogskornum
klettum, svartri og hvítri strönd, og
útsýni yfir Esjuna, Móskarðshnúka og
Akrafjallið. Hugmyndin hafi verið að
skapa samfélag utan um þau landgæði
sem þarna eru í boði. „Þetta er svolítið
eins og sveit í borg. Maður er bara tíu
mínútur að keyra niður í miðbæ
Reykjavíkur.“
Spurð um fjölda íbúða innan vinn-
ingstillögunnar, sem tekur til átta
sjávarlóða, segir Anna Sigríður þær
líklega nálægt 500-550. „Við sjáum að
þessi fyrsti áfangi íbúabyggðar á
Gufunesi mun hafa aðdráttarafl fyrir
alla borgarbúa og stefnt er að því að
hverfið verði fullbyggt í lok árs 2027.“
Um þá ákvörðun að halda hug-
myndaleit um endurbætt skipulag í
stað þess einfaldlega að velja eina
ákveðna arkitektastofu til samstarfs
segir Anna Sigríður það hafa gefist
vel, þó að í því felist alltaf áhætta. „Það
komu fimm framúrskarandi tillögur,
hver með sín séreinkenni og kosti. En
vinningshafinn var sá sem var með
besta skipulagið, tengdi það vel við
náttúruna og hverfið sem er að byggj-
ast upp í Gufunesi, þar sem skapandi
greinar eru einkennismerki svæðis-
ins,“ segir Anna Sigríður að lokum.
Ávarpa breiðan markhóp
Byggð Anna segir svæðið óviðjafnanlegt með klettum, svartri og hvítri strönd og útsýni yfir Esjuna og Akrafjallið.
- Nýtt hverfi við sjávarsíðuna í Gufunesi á að hafa aðdráttarafl fyrir alla borgarbúa - Ylströnd
- Áhersla lögð á að hámarka bæði sjávar- og fjallasýn úr öllum íbúðum - Fimm framúrskarandi tillögur
Anna Sigríður
Arnardóttir.
Orri
Steinarsson.
« Íslenska ríkið náði í gær samkomulagi
við eigendur Auðkennis um kaup á öllu
hlutafé félagsins. Auðkenni gefur út raf-
ræn skilríki sem eru notuð til að auð-
kenna einstaklinga í samskiptum við rík-
isstofnanir, sveitarfélög og einkaaðila.
Stærstu eigendur Auðkennis voru
bankar, Síminn og sparisjóðir en kaup-
verðið var rétt tæpur milljarður króna
eða 948 milljónir. Ásamt kaupunum var
undirrituð yfirlýsing um fyrirkomulag
rekstrar og framþróunar félagsins.
Í tilkynningu Stjórnarráðsins kemur
fram að auðkenningarþjónustan verði
áfram veitt án endurgjalds fyrir not-
endur en þjónustuaðilar geti innheimt
þjónustugjald fyrir tengda traustþjón-
ustu.
Ríkið kaupir Auðkenni á
tæpan milljarð króna