Morgunblaðið - 03.07.2021, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.07.2021, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 2021 Ýmsar gerðir af heyrnar- tækjum í mismunandi litum og stærðum. Allar helstu rekstrarvörur og aukahlutir fyrir heyrnartæki fást í vefverslun heyrn.is HEYRNARÞJÓNUSTA 2007 HLÍÐASMÁRI 19, 2. HÆÐ • 201 KÓPAVOGI • SÍMI 534 9600 HEYRN@HEYRN.IS • HEYRN.IS Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu Vöruflutningaþota af gerðinni Bo- eing 737 nauðlenti á hafi undan borginni Honolulu á Havaí í gær. Um borð voru tveir flugmenn sem tókst að komast út úr flugvélinni og bjargast. Flugmennirnir ákváðu að nauð- lenda á sjónum vegna hreyfilbilunar skömmu eftir flugtak, að sögn bandarísku flugmálastjórnarinnar (FAA). Þotan var sérlega búin til vöruflugs og af gerðinni Boeing 737- 275C, smíðuð 1975 og því 46 ára gömul. Hún var á leið frá Honolulu til eyjarinnar Maui en hafnaði í sjón- um fljótlega eftir flugtak, eina þrjá kílómetra frá Kalaeloa-flugvellinum. Transair flug 810 var „að reyna að snúa aftur við til Honolulu er flug- mennirnir urðu að nauðlenda flug- vélinni á sjónum klukkan 2:30 að staðartíma í dag,“ sagði í tilkynn- ingu frá talsmanni FAA í gær, eða klukkan 11:30 að íslenskum tíma. „Samkvæmt okkar fyrstu upplýs- ingum sem við fengum frá banda- rísku strandgæslunni bjargaði hún báðum flugmönnunum úr sjónum. FAA og Samgönguöryggisráðið (NTSB) munu rannsaka atvik þetta,“ sagði þar ennfremur. Talsmaður strandgæslunnar, Matthew West, sagði við sjónvarps- stöðina CNN að þyrla gæslunnar hefði híft annan flugmanninn upp úr sjónum og þyrla sjóslökkvistöðvar hinn. Þá hefði varðskip strandgæsl- unnar verið sent á vettvang og tekið þátt í björguninni. West sagði að þyrlurnar tvær hefðu flutt flugmennina tvo undir læknishendur á sjúkrahúsi í Hono- lulu. Hann bjó ekki yfir frekari upp- lýsingum um heilsu þeirra. Graf/Flightradar24 Kort Flugmennirnir reyndu að snúa aftur til lendingar en það tókst ekki. Boeing 737 nauðlenti á sjó - Flugmönnunum tókst að bjarga sér Síðustu fimm árin hefur verið til- kynnt um 33 manns sem týnst hafa á og við Grænland. Í fyrra féllu fleiri smábátasjómenn í sjóinn en nokkru sinni áður. Í blaðinu AG segir að hættur leynist við hvert fótmál á Grænlandi; sjórinn ískald- ur, ótraustur lagnaðarís og skyndi- leg þoka og svo fárviðri með snjó- komu sem geri ekki boð á undan sér. Þótt björgunarsveitir séu á vakt allan sólarhringinn til að bjarga mannslífum grípi þær oft í tómt; fólk fellur fyrir borð og drukknar eða hrapar ofan í jökul- sprungur. agas@mbl.is GRÆNLAND 33 hafa týnst á aðeins fimm árum Qaqortoq Fagurt er um að litast á Grænlandi en þar er þó harðbýlt Ríkisstjórn Emmanuels Mac- rons Frakklands- forseta er að undirbúa frum- varp til laga sem gera starfsfólki heilbrigðisþjón- ustunnar skylt að láta bólusetja sig gegn kórónu- veirunni en á því hefur verið mikill misbrestur. Í fyrstu andrá er starfsfólk elli- heimila og sjúkrahúsa skotmarkið en aðeins um 70% þeirra hafa enn sem komið er tekið við einum skammti bólusetningar að minnsta kosti. Það segja sérfræðingar langt frá því að vera nóg vörn gegn veir- unni. Verði frumvarpið samþykkt kemur það til framkvæmda í byrjun september. Þingið mun einnig skoða hvort útfæra ætti ákvæðið um skyldubólusetningu þannig að það nái til allrar þjóðarinnar. FRAKKLAND Bólusetning verði gerð að skyldu Emmanuel Macron Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Allar hersveitir Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins (NATO) hafa yfirgefið stærstu herstöð Afg- anistans að sögn embættismanna. Joe Biden Bandaríkjaforseti var þó ekki á því að sveitirnar yrðu með öllu á brott í bráð, eftir tuttugu ára veru. „Nei, málið stendur nákvæmlega þar sem við bjuggumst við,“ sagði Biden við blaðamenn í Hvíta húsinu eftir að fregnir hermdu að banda- rískar sveitir væru farnar frá Bag- ram, stærstu herstöð Afganistans, og nokkrir dagar væru í að sveitirn- ar færu allar. Biden hefur sett sér það sem markmið að heimkvaðningu sveitanna frá Afganistan verði lokið fyrir 11. september nk. Bagram-stöðin hefur verið bæki- stöð aðgerða bandarísku og evr- ópsku hersveitanna í hrjóstrugu landinu og þar hófst styrjöldin við sveitir talibana og al-Qaeda í fram- haldi af hryðjuverkunum í Banda- ríkjunum sem kennd eru við 11. september. „Sveitir Bandaríkjamanna og ríkjabandalagsins eru allar á brott úr herstöðinni og því munu hersveit- ir Afganistans taka þar við og vernda flugherstöðina og brúka hana til bar- áttunnar gegn hryðjuverkum,“ sagði Fawad Aman, talsmaður varnar- málaráðuneytisins í Kabúl. Banda- rískur embættismaður staðfesti um- rædda brottför og talibanar fögnuðu þessum nýja áfanga. „Heimkvaðningin mun greiða göt- una fyrir því að Afganir útkljái sjálf- ir framtíð sína,“ sagði talsmaðurinn, Zabihullah Mujahid. Sveitir talibana hafa haldið uppi vægðarlausum árásum víða um land undanfarna tvo mánuði og lagt undir sig tugi svæða. Sveitir afganska hersins freistuðu þess á sama tíma að tryggja stöðu sína og völd í helstu þéttbýlishéruðum landsins. Haldi stjórnarherinn stöðu sinni í Bagram- flugherstöðinni er það talið munu ráða miklu um hvort hann geti tryggt öryggi í Kabúl og þjarmað að talibönum. „Burtför útlendu hersveitanna frá Bagram er til tákns um það að Afg- anir standa nú einir og yfirgefnir og er sagt að verja sig sjálfir gegn hol- skeflum áhlaupa talibana,“ sagði Nishank Motwani, sérfræðingur um málefni Afganistans. „Komnir heim munu Bandaríkjamenn og samherj- ar þeirra horfa upp á það brenna til grunna sem þeir börðust svo hart fyrir að koma í kring á 20 árum. Þeir vita og að afganskir menn og konur sem þeir börðust fyrir í tvo áratugi eiga á hættu að tapa öllu sínu.“ Í Hvíta húsinu í gær brást Biden forseti við áhyggjum sem þessum og að afganska stjórnin muni óðar molna og greiða talibönum leið til valda. Heimildir herma að bandaríska varnarmálaráðuneytið muni skilja eftir um 600 hermenn til að verja hina miklu lóð bandaríska sendiráðs- ins í Kabúl. Yfirgefa herstöðina í Bagram - Heimkvaðning herja frá Afganistan greiðir götuna fyrir því að Afganir útkljái sjálfir framtíð sína - Bandarísk stjórnvöld muni skilja 600 hermenn eftir í landinu AFP Her Afganskur stjórnarhermaður stendur vörð í Bagram-stöðinni. Gróðureldar geisuðu í gær í vest- urhluta Kanada og Kaliforníu og kemur það í kjölfar gríðarlegs loft- hita. Íbúar fá því litla hvíld frá neyðarástandinu en víða hefur hvert hitametið fallið af öðru. Um þúsund manns voru flutt á brott úr bænum Lytton í Bresku- Kólumbíu í gær en þar hefur verið heitast. Gróðureldar lögðu um 90% bæjarins í rúst í fyrradag. Sérfræðingar tala um veðurfarið sem hitabylgju á sterum sem rekja megi til loftslagsbreytinga. Hefur hún geisað í viku og kostað mörg hundruð mannslíf í Kanada og Bandaríkjunum. Á myndinni teygja gróðureldar sig til lofts við vatnið Shasta í Lakehead í Kaliforníu í gær. Þar hefur gróður brunnið á 8.000 hekturum á einni viku. Lítið lát á hita og gróð- ureldum AFP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.