Morgunblaðið - 10.07.2021, Side 6

Morgunblaðið - 10.07.2021, Side 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2021 WWW.ASWEGROW.IS Steinar Ingi Kolbeins steinar@mbl.is Fjallalömbin er hjólreiðahópur þriggja æskuvina sem ólust saman upp á Álftanesi. Þeir eru Magnús Orri Schram, fyrrverandi þingmað- ur, Rúnar Gíslason matreiðslumaður og Haukur Ómarsson fjármálastjóri. Magnús segir í samtali við Morgun- blaðið að skátaflokkurinn þeirra í barnæsku hafi heitið Fjallalömbin og þaðan komi nafnið. Þeir hafa á undanförnum fimm ár- um unnið að því á hverju sumri að fara kringum þrettán stærstu jökla landsins á fjallahjólum. „Við vorum búnir að vera á fjallahjólum svona til gamans, en svo fékk Haukur þessa hugmynd. Verkefni fyrir okkur að klára sem bæði hvetur mann af stað og svo er líka fínt að hafa svona ramma í kringum þetta,“ segir Magnús. Þeir félagar eru eins og stendur að hjóla hringinn í kringum Vatna- jökul. Magnús segist gera ráð fyrir því að ferðalagið muni taka fimmtán til tuttugu daga, enda um 900 kíló- metra löng leið. „Við erum með trússbíl sem eltir okkur og svo sof- um við bara í tjöldum eða skálum. Við gerum reyndar ráð fyrir því að verða viðskila við bílinn í svona tvo til þrjá daga á meðan við hjólum norður fyrir jökulinn. Þá erum við bara með poka og tjöld á bakinu.“ Magnús segir hópinn hafa farið margar ótrúlegar ferðir og nefnir eftirminnilega ferð í kringum Hofs- jökul, sem þeir fóru í fyrra. „Ég efast um að það hafi verið gert, áð- ur,“ segir Magnús. Hann segir þá fé- laga ávallt fara varlega en þó hafi þeir stundum komist í hann krapp- an. „Á leiðinni frá Hveravöllum í Laugarfell sunnan Hofsjökuls þarf að fara yfir 30 til 40 jökulár og við urðum að vaða þær allar með hjólin á bakinu. Vatnið nær alveg upp í nára, og svo stóð tæpt að áin hrifsaði einn okkar með sér. En þetta slapp allt.“ Spurður hvort þeir hafi ekki áhyggjur af því að ná ekki að ljúka Vatnajökulshringnum segir Magnús hlæjandi: „Jú, jú, við erum nátt- úrlega að nálgast fimmtugt, við gleymum því stundum.“ Magnús segir fjallahjól frábæran ferðakost ætli fólk sér að ferðast um hálendi Íslands. „Að ferðast á fjalla- hjóli er að mörgu leyti skemmtileg- asti ferðamátinn þar. Maður fer til- tölulega hratt yfir svo er hægt að nema staðar og þá er þetta bara þú, hjólið og pokinn. Þú ert svo frjáls ferða þinna.“ Hægt er að fylgjast með ferð Fjallalambanna á Facebook-síðu hópsins, Þrettán Jöklar. Þróttur og þrek Fjallalömbin á fullri ferð um hálendið en félagarnir stefna á að klára hringinn í kringum Vatnajökul. Hjóla kringum Vatna- jökul á fjallahjólum - Vaða ár með hjólin á bakinu - 900 km á 15 til 20 dögum Vatn upp að nára Vaðið yfir á og hjólið að sjálfsögðu sett á herðarnar. Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is Byggðaráð Norðurþings samþykkti í vikunni að efna til íbúakönnunar um afstöðu til fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi sveitarfélagsins fyrir uppbyggingu vindorkuvers á Mel- rakkasléttu. Fram kom á fundinum tillaga frá Kolbrúnu Ödu Gunnarsdóttur, for- seta sveitarstjórnar og fulltrúa VG, þess efnis að fallið yrði frá fyrirhug- uðum breytingum á aðalskipulagi Norðurþings „fyrir byggingu stór- tæks vindorkuvers á Hólaheiði“. Sömuleiðis lagði Kolbrún Ada til að umfjöllun sveitarstjórnar Norður- þings um skipulagsbreytingar í tengslum við orkuverið yrði frestað þar til að umhverfismati væri lokið að fullu. „Með þeim hætti verði málsmeð- ferð best háttað enda liggja þá nið- urstöður ítarlegra rannsókna, upp- lýsingaöflunar og opinbers samráðs fyrir áður en sveitarstjórn tekur sín- ar veigamiklu, stefnumarkandi ákvarðanir um landnýtingu í gegnum Aðalskipulag,“ segir í tillögu Kol- brúnar Ödu. Byggðaráð samþykkti að fresta af- greiðslu tillögunnar og samþykkti í kjölfarið að ráðast í íbúakönnunina. Kristján Þór Magnússon, sveitar- stjóri Norðurþings, segir í samtali við Morgunblaðið að fimmtán athuga- semdir hafi borist úr ýmsum áttum um breytingarnar. Margt enn óljóst „Ég held að það sé mjög gott að byggja á því hvað íbúum finnst al- mennt um þetta og fara í stóra könn- un, þannig að vilji fólks sé ljós á þess- um tíma,“ segir Kristján Þór. Hann segir mikið vatn eiga eftir að renna til sjávar áður en breytingar verða gerðar og að sveitarfélagið hafi verið skýrt gagnvart framkvæmda- aðilum um það. Þekkingarneti Þingeyinga verður falið að framkvæma íbúakönnunina og segir Kristján að annaðhvort verði hringt í fólk eða því boðið að svara könnun í tölvupósti. Hann áætlar að könnunin gæti tekið allt að tvær vik- ur. Hann segir áhyggjur íbúa, sem meðal annars hafa verið viðraðar í umsögnum, séu skiljanlegar og eðli- legt að íbúar velti fyrir sér hvort að uppbygging á borð við vindorku ýti undir atvinnuuppbyggingu á svæð- inu, tryggi afhendingaröryggi raf- orku á svæðinu eða hvort að hún verði hreinlega leidd í burtu. „Þetta eru allt sjónarmið sem fólk þarf að velta fyrir sér og hafa skoðun á,“ seg- ir hann. Kristján segir að úrtakið sem könnunin á að ná til eigi að endur- spegla áhrifasvæði mögulegs vind- orkugarðs. „Það er í næsta nágrenni þarna og þar sem sést til þessara áforma. Ég myndi áætla að það væri meirihluti austurhluta sveitarfélagsins okkar. Allt frá Raufarhöfn að Núpasveit,“ segir Kristján, spurður út í hvað hann líti á sem áhrifasvæði áformanna. Kanna hug íbúa til vindorkuvers - Forseti sveitarstjórnar vill falla frá skipulagsbreytingum fyrir byggingu vindorkuvers á Sléttu - Tillögu frestað og efnt til íbúakönnunar - Fimmtán umsagnir hafa borist - Gert ráð fyrir niðurstöðu í ágúst AFP Vindmyllur Sjá má vindmyllugarða víða í Evrópu en engir slíkir eru hér á landi. Atvinnuleysi í júní mældist 7,4 pró- sent og minnkaði talsvert frá maí, eða um 1,7 prósentustig. Í maí var atvinnuleysi 9,1 prósent. Þetta kemur fram í skýrslu Vinnu- málastofnunar. Alls fækkaði um 3.307 á atvinnuleysisskrá. Af þeim fóru um 1.360 á ráðningarstyrk. Vinnumálastofnun spáir því að at- vinnuleysi minnki áfram í júlí og verði á bilinu 6,3 til 6,8 prósent, með- al annars vegna atvinnuátaks stjórn- valda og aukinna umsvifa í ferða- þjónustu. Atvinnuleysi var mest 11,6 prósent á þessu ári í janúar. Alls voru 14.316 atvinnulausir í lok júní, 7.528 karlar og 6.788 konur. At- vinnuleysi mældist mest á Suður- nesjum eða 13,7 prósent og minnkaði úr 18,7 prósentum í maí. Næstmest atvinnuleysi var á höfuðborgarsvæð- inu, eða 7,9 prósent, og lækkaði úr 9,4 prósentum frá því í maí. Minnkaði mest í ferðaþjónustu Fram kemur í skýrslunni að at- vinnulausum hafi fækkað mest í ferðatengdri starfsemi í júní eða á bilinu 26 til 37 prósent. Þá hafi at- vinnulausum fækkað um 21 prósent á milli mánaða í menningartengdri starfsemi. Atvinnulausum fækkaði í öllum atvinnugreinum. Alls höfðu 5.818 atvinnuleitendur verið án atvinnu í meira en tólf mán- uði í lok júní en þeim fækkaði um 612 frá því í maí. Hins vegar voru þeir 2.700 í júnílok 2020. esther@mbl.is Atvinnuleysi 7,4 prósent í júní - Mest atvinnuleysi á Suðurnesjum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.