Morgunblaðið - 10.07.2021, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 10.07.2021, Qupperneq 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2021 Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366 Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl.11-15 NÝIR SUNDBOLIR San Remo Verð 13.850,- Long Island Verð 13.850,- Fjölmiðlanefnd er nú einnig orðin fjölmiðill og þá vaknar spurn- ingin hver eigi að hafa eftirlit með eftirlitinu þegar eftirlitið er farið að stunda þá starfsemi, sem það á að hafa eftirlit með. - - - Fjölmiðlanefnd er skólabókar- dæmi um tilhneigingu stofnana til að seilast eftir meiri mannskap og meiri peningum og belgjast út og stækka þvert á allar þarfir og nauð- syn. Nefndin rekur nú hlaðvarp, sem nefnist „Fjórða valdið“. - - - Fjölmiðlanefnd er þó ekki skráð á lista nefndarinnar yfir fjölmiðla í landinu líkt og til dæmis Alþingi, sem er með leyfi til myndmiðlunar til 30. apríl 2023. Er því engin leið fyrir almenning að átta sig á hvort hlað- varp fjölmiðlanefndar fylgir ákvæð- um laga um ritstjórnarlegt sjálf- stæði, hvað þá hvert eignarhaldið er. - - - Listi Fjölmiðlanefndar yfir fjöl- miðla er langur. Þó hljóta áhyggjur að vakna hjá almenningi að Reykjavíkurborg, sem líkt og Al- þingi sendir út frá fundum, virðist gera það án leyfis Fjölmiðlanefndar og ugglaust mætti taka fleiri sveit- arfélög á beinið fyrir sambærilega vanrækslu. - - - Eftirlitslaus fjölmiðlun á sér reyndar stað um allt samfélagið án afláts. Streymt er frá jarðarförum og íþróttakappleikjum, fundum og ráðstefnum. Að auki reka ýmsar stofnanir fréttavefi, allt frá Hagstofu Íslands til Vegagerðarinnar. - - - Eftirlitinu er greinilega verulega áfátt og spurning hvort ekki þurfi að fjölga starfsmönnum. Fjöl- miðlanefndin gæti byrjað á eftirlit- inu með sjálfri sér áður en lengra er haldið. Eftirlit án eftirlits STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Enn er unnið við að ljúka frágangi og tiltekt vegna aurskriða sem féllu í Varmahlíð og í Tindastóli í síðustu viku. Yfirlögregluþjónn segir að verkefni lögreglu hverfist aðallega um það þessa dagana en einnig að fyrirbyggja nýjar skriður. „Við höfum verið við hreinsunar- störf og þau ganga raunar bara vel. Svo snýst þetta líka um að reyna að fyrirbyggja að þetta komi fyrir aft- ur. Við höfum grafið holur til þess að skoða hvort einhver vatnssöfnun sé til staðar og eins líka verið að veita vatni sem safnast í farveg og koma því burt,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra. Hann segir einnig að enn eigi ein fjölskylda eftir að snúa aftur á heimili sitt í Varmahlíð. Önnur fjöl- skylda hafi þegar snúið heim. Stefán segir að ráðast verði með tíð og tíma í heildarmat á öllu svæð- inu til þess að fá skýrari mynd. „Við munum þurfa að grafa fleiri holur og skoða ástandið.“ oddurth@mbl.is Brýnt að fyrirbyggja frekari aurskriður Tjón Aurskriðan féll á tvö hús og voru alls níu rýmd vegna hamfaranna. Tíu þingmenn úr fimm stjórnmála- flokkum hafa sent sendiráði Banda- ríkjanna á Íslandi yfirlýsingu þar sem skorað er á bandarísk stjórn- völd að fella niður ákæru á hendur rannsóknarblaðamanninum og stofnanda Wikileaks, Julian Ass- ange. Feta þingmennirnir þar í fót- spor hópa þingmanna frá ýmsum þjóðþingum, sem með sambæri- legum yfirlýsingum hafa að undan- förnu ákallað Bandaríkjastjórn að fella niður ákærur á hendur rann- sóknarblaðamanninum, sem gæti, verði hann fundinn sekur, verið dæmdur til 175 ára fangelsisvistar. Assange er í haldi í Bretlandi að beiðni bandarískra stjórnvalda. Hann hafði áður dvalið í sendiráði Ekvador í Lundúnum frá 2012 og naut þar verndar. Í yfirlýsingu þing- mannanna er bent á að Assange hef- ur síðustu tvö ár „setið í rammgirt- asta fangelsi Bretlands, Belmarsh- fangelsinu, þar sem eingöngu dvelja hættulegustu einstaklingar þar í landi; hryðjuverkamenn, morðingjar og þeir sem framið hafa ofbeldis- fyllstu glæpina“. Þingmennirnir minna á að Assange hefur ekki hlot- ið dóm, mál hans snýst um hugsan- legt framsal til Bandaríkjanna. Yfirlýsingin er undirrituð af nokkrum fulltrúum frá Samfylking- unni, Vinstri grænum, Pírötum, Við- reisn og Flokki fólksins. Vilja fella niður ákæru gegn Assange - Kjörnir fulltrúar hér á landi skora nú á stjórnvöld í Bandaríkjunum AFP Frelsi Margir berjast fyrir Assange.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.