Morgunblaðið - 10.07.2021, Page 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2021
Skoðið fleiri innréttingar á
innlifun.is
Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700
Opið 11-18 virka daga innlifun.is ALVÖRU ELDHÚS
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Nú er svo komið að Ísland er í
fremstu röð í heimi hvað varðar bólu-
setningu við Covid-19. Af Íslending-
um 16 ára og eldri eru nú 81,2% full-
bólusett, en því til viðbótar eru 8,4%
búin að fá fyrri bóluefnisskammt.
Þar af leiðandi eru 89,6% búin að
fá bóluefni, en talsverð vörn hlýst af
fyrri skammti og engar tafir hafa
verið á fullnaðarbólusetningu.
Þetta þýðir að meira en ¾ þjóð-
arinnar allrar hafa hlotið bólusetn-
ingu, 77,6% þjóðarinnar samkvæmt
útreikningum OurWorldinData.org,
vísindagagnagrunns á vegum Ox-
ford-háskóla, sem mestrar virðingar
nýtur á þessu sviði.
Aðeins hin þéttbýla Malta er talin
hafa bólusett fleiri, en sá er þó mun-
urinn, að þar hafa nokkru færri enn
verið fullbólusettir eða 68,6% þjóð-
arinnar. Á hinni þéttbýlu Möltu búa
rétt rúmlega 500 þúsund manns.
Bólusetning við kórónuveirunni á
Íslandi fór hægt af stað, enda gekk
öflun bóluefnis mjög örðuglega í
Evrópusamstarfi þar um. Er komið
var fram í maí fór hún þó að ganga
greiðlegar, m.a. vegna þess að unnt
reyndist afla bóluefnis umfram það
sem skenkt var í Evrópusamstarf-
inu. Þar ræddi m.a. um bóluefni, sem
fengið var að láni hjá hjá öðrum Evr-
ópuþjóðum. Þær reyndust af ýmsum
ástæðum misvel í stakk búnar til
þess að koma því út, í sumum Evr-
ópuríkjum var alið á efasemdum um
nytsemi bóluefnis AstraZeneca svo
margir afþökkuðu það, en einnig á
það við í mörgum Evrópuríkjum, að
stór hluti þjóðanna er haldinn efa-
semdum um öryggi bóluefna al-
mennt.
Slíkra efasemda hefur aldrei gætt
á Íslandi í neinum mæli og hér á
landi þurfti ekki að grípa til sér-
stakrar hvatningar eða áróðurs til
þess að fá fólk í bólusetningu, öðru
nær.
Það er fyrst á síðustu vikum, sem
hægst hefur á fjölgun bólusetninga á
Íslandi, en það má aðallega rekja til
þess að æ minna er eftir af fólki til að
bólusetja. Ámóta þróunar hefur
gætt víðar, en þó af eilítið öðrum or-
sökum, sem sagt þeim að fáir eru eft-
ir sem vilja láta bólusetja sig. Það má
t.d. sjá í Ísrael, sem mestum og hröð-
ustum árangri náði í upphafi, en frá
því í mars hefur lítið gengið að bæta
í, einkum meðal minnihlutahópa.
Á meginlandi Evrópu hefur bólu-
setning víða verið æði skrykkjótt.
Þannig er í Evrópusambandinu öllu
aðeins búið að fullbólusetja 37,6%
manns, en 15,6% hafa fengið fyrri
sprautu, svo samtals hafa þar um
53,2% fengið bóluefni. Stór og auðug
ríki eins og Þýskland og Frakkland
eru ekki langt frá því meðaltali, en í
báðum ríkjum eru stórir hópar and-
snúnir bólusetningu.
Það vekur sérstakar áhyggjur í
ljósi nýrra afbrigða kórónuveirunn-
ar, en óttast er að fjórða bylgja veir-
unnar sé risin þar á meginlandinu.
Of fáir hafa verið bólusettir til þess
að hjarðónæmis gæti að ráði og
milljónir enn óvarðar.
desember janúar febrúar mars apríl maí júní júlí
2020 2021
Samanburður á þróun bólusetninga í nokkrum löndumogheimsálfum
Hlutfall íbúa sem hafa fengið a.m.k. einn skammt af bóluefni*
80%
70%
60%
50%
40%
30%
20%
10%
0%
Heimild: Our
World in Data
Malta
Ísland*
Bretland
Ísrael
Finnland
Danmörk
Bandaríkin
Noregur
Svíþjóð
Evrópa
Brasilía
Japan
Indland
Rússland
Afríka
*Grafið sýnir fjölda bólusettra sem hlutfall af íbúafjölda.
Útreikningar ourworldindata.org sýna að 77,6% íbúa á Íslandi hafi fengið
a.m.k. einn skammt en skv. covid.is eru það 89,6% íbúa 16 ára og eldri.
Ísland í fremstu röð í
heimi í bólusetninga
- Liðlega 80% Íslendinga 16 ára og eldri þegar fullbólusett
Morgunblaðið/Eggert
Bólusetning Stöðugur straumur
hefur verið í Laugardalshöll.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Creditinfo hf. hefur undanfarið sent
hópi manna tilkynningu um fyrirhug-
aða skráningu þeirra á lista yfir ein-
staklinga í áhættuhópi vegna stjórn-
málalegra tengsla. Listinn er gerður
til að mæta kröfum laga um aðgerðir
gegn peningaþvætti og fjármögnun
hryðjuverka (140/2018).
Sigríður Laufey Jónsdóttir, for-
stöðumaður þjónustu- og lögfræði-
sviðs Creditinfo, sagði að lögin leggi
tilkyningarskyldum aðilum þær
skyldur á herðar að halda utan um
hverjir tilheyri þessum hópi á hverj-
um tíma. Tilkynningarskyldir aðilar
eru t.d. fjármálafyrirtæki, endur-
skoðendur, lögmenn og fasteignasal-
ar. Lögum samkvæmt er þeim skylt
að áhættumeta viðskipti einstaklinga
sem teljast vera í aðstöðu umfram
aðra til að geta þvætt peninga. Þetta
á m.a. við um lánveitingar, fasteigna-
viðskipti og fleira.
„Þetta er byggt á Evrópureglu-
gerð sem var innleidd í íslenskan
rétt. Það var mikið fjallað um pen-
ingaþvættislöggjöfina þegar við vor-
um á „gráa listanum,“ og alþjóðleg
yfirvöld töldu að við hefðum ekki
sinnt þessum málum nógu vel,“ sagði
Sigríður Laufey.
Stjórnmálaleg tengsl eru víða
Á listann eru skráðir einstaklingar
sem hafa stjórnmálaleg tengsl með
vísan til laganna. Fjármálaeftirlit
Seðlabankans gaf í vetur út lista um
hverjir eigi að vera á listanum. Þar
eru forseti Íslands og ráðherrar, al-
þingismenn og varaþingmenn sem
tekið hafa fast sæti á Alþingi, fólk í
stjórnum stjórmálaflokkanna,
hæstaréttardómarar, landsréttar-
dómarar og dómarar við sérdómstóla
og íslenskir dómarar við alþjóðadóm-
stóla. Einnig hæstráðendur Seðla-
banka Íslands, sendiherrar og stað-
genglar þeirra, fulltrúar í stjórnum
og framkvæmdastjórar fyrirtækja í
eigu íslenska ríkisins. Þar undir falla
t.d. bankar í ríkiseigu, opinber hluta-
félög eins og Ríkisútvarpið og Matís,
Landsvirkjun og Neyðarlínan svo
nokkuð sé nefnt. Einnig íslenskir fyr-
irsvarsmenn alþjóðasamtaka og al-
þjóðastofnana eins og EFTA og Eft-
irlitsstofnunar EFTA.
Til nánustu fjölskyldu þessara
manna teljast maki, sambúðarmaki í
skráðri sambúð, börn, stjúpbörn og
makar þeirra eða sambúðarmakar í
skráðri sambúð og foreldrar.
Til náinna samstarfsmanna teljast
„einstaklingar sem vitað er að hafi
verið raunverulegir eigendur lög-
aðila með einstaklingi sem er eða hef-
ur verið háttsettur og gegnt opin-
berri þjónustu eða aðrir þekktir
samstarfsmenn, einstaklingar sem
hafa átt náin viðskiptatengsl við ein-
stakling sem er eða hefur verið hátt-
settur og gegnt opinberri þjónustu,
einstaklingur sem er einn raunveru-
legur eigandi lögaðila sem vitað er að
var stofnaður til hagsbóta fyrir ein-
stakling sem er eða hefur verið hátt-
settur og gegnt opinberri þjónustu.“
Sigríður Laufey sagði að það sé
mikil vinna og kostnaðarsöm fyrir til-
kynningarskylda aðila að halda utan
um þennan lista. „Hingað til hafa
fyrst og fremst erlendar þjónustu-
veitur safnað þessum upplýsingum
saman. Svona upplýsingar um Ís-
lendinga eru til víða um heiminn, án
þess að þeir hafi hugmynd um það.
Tilkynningaskyldir aðilar hafa rekið
sig á að þessar upplýsingar eru mjög
oft rangar. Þær hafa ekki verið upp-
færðar enda hafa þessar þjónustu-
veitur ekki góðan aðgang að Þjóð-
skrá og ekki tungumálakunnáttu til
að uppfæra listana með góðu móti.
Það hefur líka borið á því að fólk sem
lenti á listanum hafi ekki verið tekið
af honum þótt staða þess hafi
breyst,“ sagði Sigríður Laufey.
Hún sagði að Creditinfo hafi unnið
listann í sameiginlegri ábyrgð með
tilkynningarskyldum aðilum sem
hafa gert samning um slíkt við
Creditinfo. Annar íslenskur aðili hef-
ur einnig unnið að gerð slíks lista, án
þess að hafa haft samband við við-
komandi einstaklinga, að sögn Sig-
ríðar Laufeyjar.
Hún sagði að miðað við þann fjölda
sem fékk svona bréf hafi fáir haft
samband við Creditinfo til að afla
nánari upplýsinga. „Fólk getur feng-
ið mjög góðar upplýsingar um skrán-
ingu þess á listann á Mitt Credit-
info,“ sagði Sigríður Laufey.
Í áhættu vegna
stjórnmála-
legra tengsla
- Peningaþvættislög kveða á um gerð
lista yfir einstaklinga í áhættuhópnum
Refugees in Ice-
land, Solaris -
hjálparsamtök
fyrir hælis-
leitendur og
flóttafólk á Ís-
landi, No Bor-
ders og Sam-
staða er ekki
glæpur, hafa
boðað til mót-
mælafundar
gegn því sem þau kalla „ómann-
úðlega meðferð á flóttafólki og
kerfisbundnu ofbeldi Útlendinga-
stofnunar“ á morgun, sunnudag
klukkan 13 á Austurvelli.
„Við fordæmum ítrekaða ómann-
úðlega meðferð á fólki á flótta og
kerfisbundið ofbeldi Útlendinga-
stofnunar auk lögregluofbeldis í
vikunni. Það hafa aldrei verið jafn
margir á flótta í heiminum og nú og
því er nauðsynlegt að stjórnvöld
leggi niður Útlendingastofnun og
breyti tafarlaust um stefnu í mál-
efnum hælisleitenda,“ segir í til-
kynningu mótmælenda.
Vilja leggja niður
Útlendingastofnun
Hæli Boðað er til
mótmæla.