Morgunblaðið - 10.07.2021, Page 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2021
✝
Dagný Erlends-
dóttir fæddist á
Selfossi 14. sept-
ember 1970. Hún
varð bráðkvödd á
Tenerife 19. júní
2021.
Foreldrar henn-
ar eru Gréta Jóns-
dóttir, f. 30.4. 1946,
og Erlendur Daní-
elsson, f. 18.10.
1942. Systur hennar
eru Anna Ingileif, f. 22.7. 1967,
og Viktoría Björk, f. 9.1. 1981.
Dagný giftist Stefáni Haukssyni,
f. 27.3. 1967, þann 1.5. 1999. For-
eldrar hans eru Katrín Stef-
ánsdóttir, f. 2.2. 1946, og Haukur
Benediktsson, f. 6.7. 1947.
Börn þeirra eru 1. Erlendur
Ágúst, f. 20.6. 1995, kærasta El-
ísabet Bára Baldursdóttir, 2.
Katrín, f. 20.5. 1998, sambýlis-
maður Arnór Gíslason, 3. Daní-
lákshöfn. Árið 1999 aðstoðarleik-
skólastjóri við sama skóla og
leikskólastjóri frá árinu 2017 til
2020. Hjallastefnan tók við
rekstri Leikskólans Bergheima
haustið 2020 og var því gerður
starfslokasamningur við Dag-
nýju.
Dagný var mikil fjölskyldu-
manneskja og vinamörg. Í
tengslum við íþróttaiðkun barna
sinna var hún öflugur sjálf-
boðaliði hjá körfuknattleiksdeild
Þórs í Þorlákshöfn.
Áhugamál þeirra hjóna tengd-
ust fyrst og fremst samveru fjöl-
skyldunnar en ferðalög innan
sem utanlands áttu einnig hug
þeirra og hjarta. Síðastliðið ár
naut Dagný þess að hafa tíma til
að rækta sjálfa sig. Hún ferðaðist
eins mikið og hægt var í ljósi
heimsfaraldurs og lét gamlan
draum rætast og lærði spænsku.
Útför Dagnýjar fer fram frá Þor-
lákskirkju í dag, 10. júlí 2021, kl.
14.
Streymt verður frá úrförinni:
https://promynd.is/dagny
Virkan hlekk á streymi má
finna á:
https//www.mbl.is/andlat
ela f. 3.8. 2001, kær-
asti Matthías
Bjarnason.
Dagný var fædd
og uppalin á Sel-
fossi, var 10 sumur í
sveit, fyrst hjá
ömmu sinni og afa í
Björk og þar á eftir
hjá Magnúsi og
Maríu á Hnjúki í
Vatnsdal. Síðustu
tvö sumrin hjá Ingi-
leif föðursystur sinni og Antoni á
Ytra-Hólmi í Hvalfjarðarsveit.
Dagný fór sem skiptinemi til Wis-
consin í Bandaríkjunum haustið
1986 og vann tvö sumur í Þýska-
landi. Árið 1991 útskrifaðist hún
sem stúdent frá Fjölbrautaskóla
Suðurlands og frá Fóstruskóla
Íslands 1994. Útskriftarárið úr
Fóstruskólanum varð Dagný
fastráðin leikskólakennari við
leikskólann Bergheima í Þor-
Elsku Dagný mín, elsku dýr-
mætið mitt.
Þegar bankað var á dyrnar
hjá mér laugardagsmorguninn
19. júní átti ég alls ekki von á
þeim fréttum sem mér voru
færðar. Þú hafðir skroppið til
Tene og ég var bara að njóta
hversdagsins og bíða eftir að
þessar tvær vikur liðu sem þú
ætlaðir að vera úti. Og allt í einu
munu þessar tvær vikur spanna
alla eilífðina.
Hvað get ég sagt, ég er lok-
aður. Ég hélt að lífið væri fram
undan eftir tvö erfið ár. Fyrst
greindist ég með krabbamein og
í sameiningu kláruðum við það
verkefni. Síðan sl. sumar var þér
sagt upp vinnunni sem þú elsk-
aðir og var það mikið reiðarslag.
Þú upplifðir mikla höfnun og
fannst þú ekki vera hluti af
neinu lengur. Þú blótaðir svo að
segja aldrei, en þegar þú sagðir:
Guð minn almáttugur! – þá var
þér nóg boðið og það átti við
þarna. Við vorum búin að plana
öll heimsins ferðalög þangað til
þú færir að vinna aftur eftir ára-
mót. En alls ekki þetta ferðalag
sem þú ert farin í núna.
Við höfum verið samferða í 30
ár, þú gerðir mig að betri manni,
elsku mærin mín. Börnin okkar
nánast fullorðin og næsta lífs-
skref fram undan með tilheyr-
andi ævintýrum og svo seinna
barnabörnum sem þú hefðir um-
vafið ást og umhyggju eins og
þér einni var lagið. Það er ömur-
lega ósanngjarnt að þú skulir á
svipstundu vera svipt allri þess-
ari upplifun, að við skulum vera
svipt þér.
Þú varst frábær manneskja,
full af hlýju og ást, dugleg að
halda fólki saman, mikil fjöl-
skyldukona og varst gríðarlega
dugleg að halda ýmis boð, stærri
og smærri til þess að rækta allt
og alla, enda eldaðir þú dásam-
legan mat og bakaðir bestu kök-
urnar. Þín tvö aðaláhugamál
voru skemmtileg samvera og
ferðalög. Og ég tók glaður að
mér það hlutverk að vera fylgd-
armaður þinn og bera t.d. alla
pokana þegar þú dast í góðar
búðarferðir, sem þér fannst nú
ekki leiðinlegt!
Við fórum í mörg eftirminni-
leg ferðalög. Taílandsferðirnar
má þó sérstaklega nefna sem og
allar Ameríkuferðirnar, ýmist
við tvö eða með fjölskyldum og
vinum. Þú varst varla komin
heim úr einni ferð þegar þú
tókst til við að skipuleggja þá
næstu og ég sagði bara já! Ég
elskaði það, enda kann ég ekkert
á þetta, þú varst í þessari nefnd.
Að kvenskörungurinn minn
skuli hafa yfirgefið tilveruna á
sjálfan kvenréttindadaginn er
ósanngjarnt. Þú varst kletturinn
minn, þú varst besti vinur minn
og við gerðum nánast allt saman.
Og í vetur, þegar þú varst ekki í
starfi, landaðir þú með mér,
mokaðir með mér út úr hesthús-
unum og gafst. Varst ákveðin í
að manna þig upp í að fara á
hestbak þennan veturinn og ég
gaf þér reiðbuxur í jólagjöf, en
það hafðist þó ekki. Líklega eitt
af því fáa sem þú hræddist.
Það er svakalegt tómarúm í
huga mér. Mikil uppstokkun sem
á sér stað í lífinu, ég stend á
krossgötum og veit ekkert í
minn haus. Elsku Dagný mín, ég
þakka þér fyrir allt sem þú hefur
gefið mér, börnin okkar og allar
góðu minningarnar og stundirn-
ar sem við áttum saman. Ég er
svo þakklátur fyrir að hafa feng-
ið að njóta þess alls með þér.
Guð geymi þig elskan mín,
þinn
Stefán (Stebbi).
Elskuleg systir okkar Dagný
varð bráðkvödd á Tenerife þann
19. júní sl. Dagný hafði ætlað að
dveljast þar í tvær vikur en lést
eftir þriggja daga dvöl. Dagný
fór út til að heimsækja vinkonur
sínar og til að æfa sig í spænsk-
unni sem hún hafði lært af kappi
síðastliðinn vetur.
Systir okkar var mikil fjöl-
skyldumanneskja og hélt vel ut-
an um sitt fólk. Slegið var upp í
glæsilegar veislur við afmæli
allra í fjölskyldunni og við út-
skriftir. Tvö eldri börn Dagnýjar
útskrifuðust nú í vor, Katrín sem
snyrtifræðingur og Erlendur
Ágúst sem sjávarútvegsfræðing-
ur, Dagný sá til þess að tíma-
mótum þessum væri fagnað með
myndarlegum hætti eins og
hennar er von og vísa. Daníela
yngsta barn Dagnýjar verður
tvítug í byrjun ágúst og verður
sárt að hafa Dagnýju ekki með
við þau tímamót sem og önnur í
framtíðinni.
Dagný hafði mikla útgeislun
og var glæsileg kona. Hún var
alltaf vel til höfð og skreytt fal-
legum skartgripum. Hún var
einnig hörkudugleg og ósérhlíf-
in. Þau hjónin voru samstíga í að
ferðast saman, hvort sem var
innanlands sem utan, áttu sitt
stóra hjólhýsi sem dregið var um
þjóðvegi landsins eða staðsett
við Götu.
Dagný var vinamörg og höfðu
þau hjónin ánægju af því að
bjóða fólki heim í mat og drykk.
Söknuður fjölskyldu okkar er
mikill en við hugsum þó sérstak-
lega til Stefáns og barnanna því
stórt skarð er hoggið í þeirra líf.
Hugur okkar er hjá þeim öllum.
Við huggum okkur við það að
hún lifði lífinu lifandi og naut
þess fram á síðustu stundu.
Þínar systur,
Anna Ingileif og
Viktoría Björk.
Ég trúi ekki að þú sért farin
frá okkur elsku Dagný.
Allir sem þekktu Dagnýju
móðursystur mína vita hversu
góð, falleg, dugleg, félagslynd og
hjálpsöm hún var. Henni fannst
mjög gaman að gera sig fína, var
alltaf glæsileg hvort sem hún var
uppáklædd eða ekki.
Hún bauð líka í góðar veislur
og ef maður fékk boð í veislu í
Heinabergið þá gat maður sleppt
því að borða eitthvað áður, því
þaðan fór enginn svangur út.
Alltaf var nóg af flottum kræs-
ingum en Dagný frænka bakaði
besta brauð í heimi og með því
gerði hún túnfisksalat, ásamt því
að gera frábæra heita brauðrétti
og margar tegundir af tertum og
kökum. Kjúklingasúpan hennar
og fiskréttirnir hennar slógu líka
alltaf í gegn.
Útskriftarveislan hennar Kat-
rínar var ekkert öðruvísi, ekki
vissi ég þá að ég væri að fara að
kveðja hana í hinsta sinn.
Elsku Dagný frænka, ég lofa
að halda utan um krakkana þína
og halda minningu þinni lifandi
alla mína ævi.
Þú lifir áfram í hjörtum okkar
sem þekktum þig. Ég sé þig fyr-
ir mér í sólinni, en þar naustu
þín vel, ég trúi því nú að sólin
skíni hjá þér alla daga.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson)
Ég segi því í síðasta sinn, takk
fyrir mig Dagný.
Þín
Hrafnhildur Jakobína.
Í dag kveðjum við elsku Dag-
nýju frænku okkar, sem var átt-
unda í röð sextán systkina-
barnanna frá Björk. Minningar
streyma fram um gleðiríkar
æskustundir í sveitinni hjá
ömmu og afa í Björk og fjöl-
skyldusamveru við leik og störf.
Þegar horft er til baka þá kemur
glögglega í ljós hvað drifkraft-
urinn var einkennandi fyrir Dag-
nýju alla tíð. Hún var snemma
liðtæk til allra verka og naut sín
sem náttúrubarn við frjálsan leik
og margvísleg bústörf. Dagný
var hugmyndarík og hugrökk í
að takast á við ný ævintýri og
áskoranir. Hún hafði sterka út-
geislun og hreyfði við tilverunni
með glaðværð og dillandi hlátri.
Dagný var félagslynd og rækt-
arsöm við vini og vandamenn
með sínu umvefjandi og hjarta-
hlýja fasi. Hún var víðförul
heimskona með sterkar rætur í
íslenskri náttúru og samfélagi.
Dagný var góð fyrirmynd í því
að njóta lífsins með jákvæðni og
ósérhlífni til hverra verka að
leiðarljósi og lagði sig fram um
að miðla fjölbreyttum fróðleik í
máli og myndum öðrum til
ánægju.
Við systkinabörnin stöndum
hljóð eftir í sorg okkar við ótíma-
bært fráfall vandaðrar frænku
okkar.
Elsku Stefán, Erlendur
Ágúst, Katrín, Daníela, Gréta,
Erlendur, Anna Ingileif og Vikt-
Dagný
Erlendsdóttir
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Sigurður Bjarni Jónsson útfararstjóriMagnús Sævar Magnússon útfararstjóri
Guðmundur Baldvinsson útfararstjóriJón G. Bjarnason útfararstjóri
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SÖLVI VÍKINGUR AÐALBJARNARSON
lést á hjúkrunarheimilinu Dyngju
sunnudaginn 4. júlí. Útförin fer fram frá
Egilsstaðakirkju mánudaginn 12. júlí
klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en
þeim sem vilja minnast hans er bent á Hollvinasamtök
heilbrigðisþjónustu á Fljótsdalshéraði.
Sigurborg Sigurbjörnsdóttir
Sigurþór Steinarsson
Una Sölvadóttir
Heiðar Víkingur Sölvason
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
ÍVAR JÚLÍUSSON,
Höfðavegi 10, Húsavík,
lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri
miðvikudaginn 30. júní. Útför hans fer fram
frá Húsavíkurkirkju mánudaginn 12. júlí klukkan 14.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarfélag
Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga.
Júlíus Ívarsson Guðrún Elsa Finnbogadóttir
Aðalbjörg Ívarsdóttir Gylfi Sigurðsson
Skarphéðinn Ívarsson Arnhildur Pálmadóttir
Elín Ívarsdóttir Benedikt Kristjánsson
Hrönn Ívarsdóttir Hafsteinn S. Halldórsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
ÞORVARÐUR INGI VILHJÁLMSSON,
Álalæk 8, Selfossi,
lést á dvalarheimilinu Ljósheimum
fimmtudaginn 1. júlí.
Útför hans fer fram frá Selfosskirkju miðvikudaginn
14. júlí klukkan 13.
Þórhildur Ingibjörg Gunnarsdóttir
Ingibjörg Hrönn Þorvarðard.
Gunnhildur Lilja Þorvarðard. Kristján Sæmundsson
Jóhanna Kristín Þorvarðard. Steinar Kristján Óskarsson
Vilhjálmur S. Þorvarðarson Marnie R. Nesnia
Kristbjörg Þorvarðardóttir Eiríkur Björnsson
Gunnar Kristinn Óskarsson
og barnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
TRYGGVI INGÓLFSSON
verktaki,
Hvolsvegi 11, Hvolsvelli,
lést í faðmi fjölskyldunnar á hjúkrunar-
heimilinu Ljósheimum á Selfossi mánudaginn 5. júlí.
Útförin fer fram í Selfosskirkju þriðjudaginn 13. júlí klukkan 14.
Fjölskyldan vill koma á framfæri þökkum til þeirra sem önnuðust
hann síðustu 15 ár.
Elísabet Andrésdóttir
Finnur Bjarki Tryggvason Magnea Þórey Hilmarsdóttir
Berglind Elva Tryggvadóttir
Þorbjörg Tryggvadóttir Guðmundur Á. Böðvarsson
Aníta Þorgerður Tryggvad. Árni Falur Ólafsson
Guðmundur Tryggvason
barnabörn og barnabarnabarn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÍÐUR JÓHANNA
JÓHANNSDÓTTIR,
fyrrverandi skólastjóri Hjúkrunarskóla
Íslands,
verður jarðsungin frá Háteigskirkju
fimmtudaginn 15. júlí klukkan 15.
Streymt verður frá athöfninni á slóðinni:
https://www.skjaskot.is/sigridurjohanna.
Bjarni Valtýsson Dóra Gerður Stefánsdóttir
Jóhann Valtýsson Ewa Hjelm
Valtýr Valtýsson Sigrún Björk Benediktsdóttir
Sigríður Þórdís Valtýsdóttir Árni Jón Geirsson
barnabörn og barnabarnabörn