Morgunblaðið - 10.07.2021, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 10.07.2021, Qupperneq 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2021 oría Björk og aðrir ástvinir, megi kærar minningar og lífs- gildi Dagnýjar umvefja ykkur í sorginni og verða leiðarljós í líf- inu. Kristín Hrönn, Jón, Ingibjörg Hrund, Kristín, Helgi Júníus, Þórunn, Kristín Björk, Jóhanna Ýr, Fríður Finna, Jón Ívar, Gunnar, Kristín Una og Sigyn Björk. Mér finnst það ótrúlega óraunverulegt og sárt að Dagný bróðurdóttir mín sé látin. Hún sem hefur verið samferða okkur í hálfa öld. Á þessari stundu horfi ég til baka og rifja upp fal- legar minningar og góðar stund- ir sem hún gaf öllum í kringum sig. Þær fyrstu eru frá því þegar hún og Anna systir hennar voru litlar og komu í heimsókn á Skagann til ömmu, afa og okkar Bryndísar. Þá var mikið leikið, farið á róló, Langasand og margt brallað. Síðan fæddust frænd- urnir þrír á Hólmi hver á fætur öðrum og svo bættist Viktoría yngsta systir hennar í hópinn. Nú fór að færast mikið líf og fjör í fjölskylduheimsóknirnar. Á unglingsárunum var Dagný kaupakona hjá okkur á Ytra- Hólmi í tvö sumur. Hún var dugnaðarforkur til allra verka úti sem inni. Aldrei þurfti að segja henni til, hún sá hvað þurfti að gera. Ef ekki viðraði vel til heyskapar voru eldhús- skáparnir teknir í gegn. Dagný var glöð, félagslynd og hugsaði vel um fólkið sitt. Hún kunni að njóta lífsins og naut þess að ferðast og hélt stórar og vegleg- ar veislur við mörg tilefni. Ég á eftir að sakna frænku minnar mikið og hún skilur svo sannarlega eftir góðar minning- ar og stórt skarð í mörgum hjörtum. Fjölskyldu hennar sendum við á Hólmi okkar innilegustu sam- úðarkveðjur, megi góði guð vaka yfir ykkur á þessum erfiðu tím- um. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. (Friðrik Guðni Þórleifsson) Ingileif Daníelsdóttir. Elsku hjartans fallega vinkon- an mín með geislandi brosið og dillandi hláturinn er dáin. Hvernig má það eiginlega vera? Á einu augabragði er allt breytt … Elsku Dagný, hrifin fyrirvara- laust frá börnunum sínum og manni … hún sem geislaði af hreysti. Mér er einfaldlega orða vant, Dagný mín, en með þessum fá- tæklegu orðum langar mig til að þakka þér fyrir öll kósíkvöldin, alla tónleikana, allar útilegurnar, allan hláturinn og allt spjallið. Ég sakna þín, kæra vinkona, takk fyrir allt og allt! Guðbjörg. Okkur setti hljóðar að fá þær óraunverulegu fréttir að elsku Dagný, vinkona okkar, væri lát- in. Hún var risastór partur af okkar hóp sem kynntist þegar við urðum bekkjarfélagar við upphaf náms í Fósturskóla Ís- lands haustið 1991. Saumaklúbb- inn stofnuðum við fyrir 28 árum þegar við vorum á öðru ári í skólanum og Dagný bauð okkur heim. Hún var dugleg að halda utan um hópinn og passaði m.a. upp á að það væri reglulegur hittingur yfir vetrartímann. Hún bauð alltaf til fyrsta sauma- klúbbs vetrarins í september ár hvert og var mikið í mun að sem flestar kæmust hverju sinni. Við hlýjum okkur við allar þær minningar sem við eigum með Dagnýju. Hún var svo dríf- andi, framtakssöm, áhugasöm um fólk og tengsl enda ræktaði hún vinasambönd af mikilli alúð. Dagný var límið okkar og drif- kraftur, ef eitthvað stóð til, eins og utanlandsferð, afmæli eða eitthvað sem við gerðum saman, tók hún iðulega að sér hlutverk og fylgdi verkinu eftir af áhuga og einlægni enda elskaði Dagný að ferðast og hitta fólk. Þegar við höfum farið í ferðir með mök- um innanlands eða erlendis hafa þau Stebbi verið dugleg að koma með. Það verður tómlegt að hittast án hennar í saumaklúbbum framtíðarinnar. Elsku Stebbi, Erlendur, Katr- ín, Daníela og aðrir aðstandend- ur, missirinn er mikill og elsku Dagnýjar verður sárt saknað. Megi allt gott styrkja ykkur og umvefja á þessum erfiðu tímum. Hvíl í friði elsku vinkona Anna, Brynhildur, Emilía, Friðrika, Gróa, Hafdís, Hildur, Kristjana, Kristín, Olga, Rósa, Sigrún. Það sem við vorum heppin ár- ið 1992 í Leikskólanum Berg- heimum að fá Dagnýju, þá verð- andi leikskólakennara, til liðs við okkur. Strax sýndi hún og sann- aði að hún var fagleg, hörkudug- leg og ósérhlífin til vinnu. Í Bergheimum vann hún frá fyrstu tíð í stjórnunarstöðu og síðast sem leikskólastjóri. Dagný bar hitann og þungann af því að keyra í gang þróunarverkefni eins og Stærðfræði fyrir börn og hennar hjartans mál var að leik- skólinn yrði virkur Grænfána- skóli. Hún var sérlega klár að skipuleggja, hvort sem var í starfinu eða uppákomur. Þar sem aðrir þurfa heilu dagbæk- urnar þá notaði hún litla miða með stikkorðum enda með ein- staklega gott minni. Allt gerði hún af mikilli ástríðu og alltaf með áherslu á að allir sem að komu myndu njóta sín. Oft hafði hún orð á því og það réttilega að samhentur starfsmannahópur væri gullnáma Bergheima og þar lagði hún sitt af mörkum. Hún skipulagði námsferðir, stórveislur og matarboð hvort sem var fyrir fjölskylduna, vina- hóp eða samstarfsfólk og hikaði ekki við að panta mat á erlendri grundu fyrir fjöldann allan af fólki, á tungumáli sem hún kunni ekki vel og stóðst allt eins og stafur á bók. Veislur og mann- fagnaðir voru hennar uppáhalds og sem betur fer fékk hún kær- komið tækifæri til að fagna 50 ára afmæli sínu með öllum sínum nánustu á síðasta ári. Ávallt hefur Dagný borið af, stórglæsileg og gullfalleg, enda mjög annt um heilsu sína og út- lit. Hún hafði þá skoðun að gera alltaf sitt besta, hugsa vel um sína nánustu og gæta þess að lifa lífinu lifandi. Sterk samkennd með öllu sínu samferðafólki ein- kenndi Dagnýju, hún bar hag þeirra sem minna mega sín fyrir brjósti og sinnti oft langt um- fram starfsskyldur. Ekki síst var henni sérlega annt um að nýju fólki fyndist það velkomið í Þor- lákshöfn, í bæinn hennar. Hún gaf sig að fólki og kom þar vel í ljós hennar mesti kostur hve auðvelt hún átti með að kynnast og eiga samskipti við aðra. Hún upplifði ævintýri í ferða- lögum innanlands sem utan, en gat líka verið heimakær og heiti potturinn í sundlauginni var hennar uppáhaldsstaður til að njóta sólar, vera með vinum og hitta áhugavert fólk. Fjölskyldu sína elskaði hún og var stolt af henni, hún vildi að fólkinu sínu liði vel í öllu sem það tók sér fyr- ir hendur. Ég minnist Dagnýjar af miklu þakklæti, þakklæti fyrir vináttu, trúnað og fyrir allt það góða og faglega sem hún gerði í samstarfi okkar. Elsku Stebbi, Erlendur Ágúst, Katrín og Daníela og stórfjölskyldan öll, mínar inni- legustu samúðarkveðjur. G. Ásgerður Eiríksdóttir. Hvernig má þetta vera? Þetta stórfljót lífsins sem hún Dagný var, hvernig getur það skyndi- lega hætt að renna, orðið þurrt? Hvernig getur uppspretta alls þessa krafts tæmst svo skyndi- lega? Ég skil það ekki. Ég hitti Dagnýju fyrst á Hótel Selfossi á balli fyrir rúmlega þrjátíu árum. Stebbi frændi var búin að vera hitta einhverja stelpu frá Selfossi vissi ég og þarna pikkar hann í mig og segir spenntur: Ágústa, ég ætla að kynna þig fyrir manneskju! Og þarna sat hún gullfalleg, brosið breitt, augun stór og hárið eins og foss, virkaði afslöppuð … hafði tyllt annarri rasskinninni á borðbrún. Og hvað segir Stefán sposkur þá: Þetta er mærin! Og aumingja Dagný var auðvitað kölluð mærin lengur en hún vildi! Það var mikið spunnið í hana Dagnýju, það sópaði að henni. Eitt var útlitið en því fylgdi magnaður persónuleiki. Klár, dugleg, skemmtileg, drífandi, hiklaus, traust, trygg. Gríðar- lega áhugasöm um allt og alla í kringum sig, hún lét sig fólk varða. Ég hálföfundaði hana allt- af af þeim eiginleika að geta rætt við alla, og þá meina ég bók- staflega alla, af lifandi áhuga. Hún var meistari spjallsins og það fór ekki bara inn um annað og út um hitt. Hún geymdi það og mundi. Hún elskaði ferðalög, að kanna ný lönd, staði og borgir. Hún var byrjuð á því áður en hún hitti Stebba og saman héldu þau svo þeim ævintýrum áfram af fullum krafti. Hún var gríð- arlega félagslynd, var í u.þ.b. 80 saumaklúbbum („give or take“) og hitti þá alla reglulega, náði meira að segja að fá mig til að taka þátt í mínum eina til þessa! Auk þess ræktaði hún stórfjöl- skylduna og aðra vinahópa í botn. Mest elskaði hún samt kjarnafjölskyldu sína. Hún var vakin og sofin yfir velferð henn- ar og að henni sé kippt svona fyrirvaralaust í burtu án þess að fá að fylgja næstu kynslóðum eftir er synd. Hvað get ég sagt, elsku hjart- ans Stebbi minn, elsku Erlend- ur, Katrín og Daníela, hvað get ég sagt? Hún var stórkostleg manneskja yst sem innst, hún var stórfljót. Þið verðið að nota farveginn sem hún skilur eftir til þess að halda einhvern veginn áfram. Elsku Dagný, minning þín mun lifa í huga og hjörtum okk- ar allra. Ágústa Ragnarsdóttir. Hugurinn reikar aftur til árs- ins 1986 þegar við í 1970-árgang- inum gengum út úr Gagnfræða- skóla Selfoss, í Millet-úlpunum okkar og Adidas-göllunum. Grunnskólagöngunni var lok- ið, okkur fannst við fullorðin og tilbúin í flest … já, fullorðin og full eftirvæntingar að takast á við lífsins áskoranir. Á þessum aldri finnst manni eins og maður sé svolítið ósnert- anlegur og jafnvel ódauðlegur. Lífið snýst um það að lifa og njóta, óhindrað, alltaf og enda- laust. Dagný var í þessum hópi. Hún tók þátt í skólastarfinu og fé- lagslífinu af miklum áhuga. Þeir sem kynntust henni voru sko ekki lengi að átta sig á því hvers konar manneskju hún hafði að geyma. Hún var vinmörg og sannarlega vinur vina sinna. Hún var hógvær og vönduð, traust og ábyrgðarfull. Þessir eiginleikar Dagnýjar komu strax í ljós hjá henni sem barni og hún ræktaði þá alla ævi. Það sást langar leiðir hvað Dagný setti í forgang í lífinu. Það var að lifa og njóta með fjöl- skyldu sinni og vinum. Hún var sannkölluð fyrirmynd okkar hinna í því. Hún var svo stolt af börnum sínum og því sem þau voru að gera. Hún notaði hvert tilefni til að gleðjast með þeim og fjölskyldunni. Henni þótti líka óendanlega vænt um nærum- hverfið og Þórsliðið sitt. Hún ferðaðist ótrúlega mikið, kom víða við og prófaði margt sem við hin höfum bara lesið eða látið okkur dreyma um. Þá kom enn einn hæfileiki hennar í ljós, að leyfa okkur að fylgjast með í gegnum samfélagsmiðla. Þar setti hún inn skemmtilegar ferðasögur og upplifun af ýmsu tagi svo stundum virtist hrein- lega sem maður væri með henni. Þannig hélt hún m.a. tengslum við okkur hin sem vorum ekki dagsdaglega í lífi hennar. Það var henni og okkur dýrmætt. Við erum ekki ósnertanleg og við erum ekki ódauðleg. Við er- um ekki jafn ung og við vorum þá, en samt ennþá svo ung. Dagný okkar hefur lagt af stað í enn eitt ferðalagið, til framandi staðar. Við fáum ekki lengur að fylgjast með ferðasögunni en þess í stað yljum við okkur við yndislegar minningar af magn- aðri konu sem gerði heiminn betri, var fyrirmynd í því að lifa lífinu á innihaldsríkan hátt. Við sendum eiginmanni Dag- nýjar, börnum hennar, tengda- börnum, foreldrum, systrum og öðrum sem nú syrgja góðan og gefandi ástvin, okkar dýpstu samúðarkveðjur. Missirinn er mikill. Takk fyrir samfylgdina í gegnum árin, elsku Dagný, takk fyrir að gefa svona mikið af þér til okkar og allra hinna. Fyrir hönd árgangs 1970 í Gagnfræðaskóla Selfoss, Anna Margrét Magnúsdóttir. Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Kristín 699 0512 Sálm. 17.5-6 biblian.is Skref mín eru örugg á vegum þínum, mér skrikar ekki fótur. Ég hrópa til þín því að þú svarar mér, Guð,... Móðir okkar, HELGA HÓLM HELGADÓTTIR, Vallarbraut 3, Akranesi, andaðist á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, fimmtudaginn 1. júlí. Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 13. júlí klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni á vef Akraneskirkju: www.akraneskirkja.is. Salvör Aradóttir og Inga Guðmunda Aradóttir Okkar elskaða móðir, tengdamóðir og amma, FRIÐGERÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR, Brúnavegi 13, Reykjavík, áður Hraunbæ 111, Reykjavík, lést sunnudaginn 4. júlí á Hrafnistu í Reykjavík. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju fimmtudaginn 15. júlí klukkan 15. Logi Ragnarsson Jóhanna Kr. Steingrímsdóttir Valur Ragnarsson Sigríður Björnsdóttir Halla Hrund, Haukur Steinn, Ingunn Ýr, Vaka Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEINLAUG SIGURJÓNSDÓTTIR, STEINA, Vesturbergi 77, lést á Landakoti aðfaranótt sunnudagsins 4. júlí síðastliðinn. Útförin fer fram frá Garðakirkju þriðjudaginn 13. júlí klukkan 13. Anna Marie Georgsdóttir Steindór Steinþórsson Sigurjón Georgsson Reynir Georgsson Eyrún Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, SIGURÐUR ÁSGEIRSSON, Kópavogstúni 5, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð föstudaginn 9. júlí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 14. júlí klukkan 15. Svanlaug María Ólafsdóttir Ólafur Sigurðsson Sigrún Þorsteinsdóttir Jónína Sigurðardóttir Jón Ágúst Benediktsson Sigurður Sigurðsson Ásta Guðmunda Hjálmtýsd. Kolbrún G. Sigurðardóttir Sigmar Torfi Ásgrímsson og fjölskyldur Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN SIGURÐSSON frá Möðruvöllum í Hörgárdal, fv. lögregluvarðstjóri í Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi mánudaginn 5. júlí. Útförin verður frá Bústaðakirkju í Reykjavík mánudaginn 26. júlí klukkan 13. Ágústa Björnsdóttir Sigurður Björnsson Hanne Margit Hansen Kristján Björnsson Guðrún Helga Bjarnadóttir Björn Ágúst Björnsson Elísa Nielsen Eiríksdóttir María Kristín Björnsdóttir Robert Lacy Shivers barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir mín, KOLBRÚN VILBERGSDÓTTIR, Miðvangi 6, Hafnarfirði, lést 5. júlí á Landspítalanum Fossvogi. Jarðarför verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Vilberg Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.