Morgunblaðið - 10.07.2021, Page 32

Morgunblaðið - 10.07.2021, Page 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2021 ✝ Pálmi Þór Andrésson fæddist 13. sept- ember 1930 í Kerl- ingardal í Mýrdal, Vestur-Skaftafells- sýslu. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 2. júlí 2021. Foreldrar hans voru Andrés Árni Pálsson og Ásta Þórólfsdóttir. Systur hans voru Hildur Andr- ésdóttir og Bára Andrésdóttir sem báðar eru látnar. Eftirlif- andi eiginkona Pálma er Guð- rún Áslaug Árnadóttir, þau giftu sig 2. júlí 1959. Börn Pálma og Guðrúnar eru: 1) Árni, kona hans er Sólveig María. Þau Heklu Margréti. 4) Ásta, maður hennar er Ásberg Einar. Þau eiga 3 börn, Sigrúnu Ínu, sam- býlismaður hennar er Friðgeir. Þau eiga dótturina Gígju, Frið- geir á dótturina Gyðu Dröfn. Frá fyrra sambandi á Sigrún Ína Eydísi Unu. Unnur, maður henn- ar er Valur Rafn. Þau eiga tvö börn, Ásberg Rafn og ónefnda stúlku Valsdóttur. Pálmi Þór, sambýliskona hans er Kristín. 5) Jóhann, kona hans er Lára. Þau eiga tvo syni, Daða Stein og Andra Berg. Af fyrra sambandi á Jóhann Hörpu Rún, sambýlis- maður hennar er Brynjar Gísli. Þau eiga soninn Vilhjálm Karl. Börn Láru eru Þuríður Inga, sambýlismaður hennar er Bjarki og Sigurður Ásgrímur, sambýliskona hans er Arnhildur Eir. Pálmi bjó allan sinn aldur í Kerlingardal en flutti til Þor- lákshafnar árið 2020. Útför hans fer fram frá Vík- urkirkju í dag,10. júlí 2021, klukkan 14. eiga tvö börn: Jón Þór, sambýliskona hans er Aldís Harpa. Þau eiga soninn Pálmar Árna. Fyrir á Jón Þór soninn Braga Þór. Guðrún Jóna, sambýlismaður hennar er Eyþór Almar. 2) Karl, kona hans er Sab- ina Victoria. Þau eiga tvo syni, Karl Anders Þór- ólf og Olof Jóhann Ísólf. Frá fyrra hjónabandi á Karl 3 börn, Ásrúnu, hún á dótturina Ínu Sól- eyju, Andreu og Eyjólf Árna. Kona hans er Birna. Þau eiga tvö börn, Kára og Sigrúnu Lóu. 3) Andrés, hann á dótturina Með fáeinum orðum langar mig að minnast elskulegs móð- urbróður míns, Pálma Þórs Andréssonar, er lést 2. júlí sl. Ég var ekki gömul þegar ég fékk að fara til afa og ömmu í Kerlingardal ein míns liðs, þ.e. dvelja þar tíma og tíma án pabba og mömmu. Þar voru þá auk þeirra systkini mömmu, Pálmi og Bára. Ég vissi fátt betra og skemmtilegra en að vera þar, það var mikið við mig dekrað, jafnt af þeim systkinunum sem og afa og ömmu enda ég fyrsta barnabarn þeirra. Ég leit mikið upp til Báru sem var einungis sex árum eldri en ég en á þessum árum var Pálmi flottur, ungur maður, mótorhjólatöffari með meiru. Ég fékk að vasast í öllu, bæði úti og inni og var ævinlega umvafin hlýju og væntumþykju sem er mér ógleymanlegt. Er ég stálpaðist fór ég að verða sum- arlangt í sveitinni og upplifði þar þá ýmsar breytingar eins og gengur en alltaf var það jafnmik- ið ævintýri. Pálmi ól að mestu allan sinn aldur í Kerlingardal með nokkr- um undantekningum. Eins og al- siða var hér áður fyrr komu kaupakonur að Kerlingardal og voru þá jafnan yfir sumartímann. Ein þeirra var Guðrún Áslaug Árnadóttir. Hún aftur á móti ílentist því með henni og Pálma tókust það góð kynni að fljótlega voru þau orðin par og gengu þau í hjónaband í framhaldi af því. Pálmi og Gunna tóku síðar alfar- ið við búskapnum en amma og afi voru í skjóli þeirra meðan þau lifðu. Börnin komu eitt af öðru og urðu alls fimm. Heimilið var stórt auk þess sem oft var gesta- gangur. Það var því í mörg horn að líta. Pálmi var mjög laginn og flinkur, sem kom sér oft vel, einkum hér áður fyrr, þegar fólk varð að vera sem allra mest sjálf- bjarga, ekki síst til sveita þar sem þurfti að halda vélum og verkfærum gangandi. Á seinni árum sat hann oft við prjónaskap og eru þeir ófáir sem eiga frá honum sokka. Alla tíð var mikill samgangur milli foreldra minna og fólksins okkar í Kerlingardal. Þrátt fyrir nokkur búsetuskipti minnar fjöl- skyldu héldust samt alltaf tengslin við þau. Eftir að pabbi og mamma fluttu á Sunnubraut- ina kom Pálmi þar oftast nær við ef hann átti erindi til Víkur. Þar var margt spjallað við eldhús- borðið og því fleiri sem voru sam- ankomnir þess fjörugri urðu samræðurnar. Jafnan var stutt í húmorinn hjá Pálma. Hann hafði afar gaman af að láta reyna á getu fólks í hinum ýmsu þrautum og gátum. Hann var ótrúlega fróður um margt og velti mörgu fyrir sér. Átti það jafnt við um hitt og annað frá gamalli tíð sem og það nýjasta úr vísinda- og fræðiþáttum sjónvarpsstöðv- anna. Vorið 2020 fluttu Pálmi og Gunna úr Dalnum til Þorláks- hafnar. Þar bjuggu þau sér fal- legt heimili sem hann því miður naut ekki lengur en þetta. Heils- an var tekin að bila og síðustu dagana dvaldi hann á Sjúkrahús- inu á Selfossi. Það er ótrúlega margs að minnast sem endalaust væri hægt að rifja upp en hér með kveð ég kæran frænda minn með þökk fyrir alla samfylgd í gegn- um tíðina. Gunnu og öllum þeirra afkom- endum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Helga Viðarsdóttir. Elsku afi. Við minnumst þín með hlýjum hug og þökkum þér fyrir sam- fylgdina. Eitt af því skemmtilegasta sem við krakkarnir gerðum var að eyða sumrinu í sveitinni. Sitja með afa á prjónastofunni og fylgjast með honum troða í píp- una sína og anga svo af tóbaks- lykt, sem í minningunni var svo góð. Ávallt var hann með prjón- ana á lofti og ýmist sagði okkur sögur eða lagði fyrir okkur gátur og þrautir. Hann gaf sér alltaf tíma til að spjalla við okkur og sýna okkur eitthvað nýtt. Alveg fram á síðasta dag vildi hann fræðast um allt mögulegt og miðla þekkingu sinni áfram. Ferðirnar með honum á gamla Benz eru ógleymanlegar, sem og brjóstsykurmolarnir sem hann lumaði á, stundirnar við lónin og fýlaverkunin. Þegar við krakk- arnir uxum úr grasi og vorum farnir að taka sjálfstæðar ákvarðanir var hann vanur að kíma og spyrja okkur hvort við værum betri eftir. Alltaf sá hann spaugilegu hliðarnar á málunum og hló og grínaðist alveg fram á síðasta dag. Afi Pálmi var einstaklega ljúf- ur og góður maður sem ávallt bar hag okkar fyrir brjósti. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Takk fyrir allt sem þú kenndir okkur, elsku afi. Sjáumst síðar. Ína, Unnur og Pálmi. Pálmi Þór Andrésson ✝ Ríkharður (Rikki) Pescia fæddist 18. sept- ember 1954 í Col- umbus, Georgia. Hann lést í faðmi fjölskyldunnar eft- ir stutt og erfið veikindi 10. júní 2021. Foreldrar hans voru hjónin Ulbandino og Ro- semary Pescia. Systkini Rikka eru Michael Pescia (látinn), Giulio Pescia, Michelle Jackson og Adrianna Tabler. Rikki kvæntist Stefaníu Diljá Reynisdóttur 29. mars 1974. Foreldrar hennar voru hjónin vegum hersins sem land- gönguliði 17 ára gamall. Þar kynntist hann Diljá og bjuggu þau hérlendis í 45 ár. Gerðist hann íslenskur ríkisborgari vegna ástríðu sinnar fyrir land- inu. Rikki vann ýmis störf, þar á meðal sem sjómaður, leiðsögumaður, lagerstjóri hjá Vélsmiðju Óla Olsen og lag- erstjóri hjá Benna Jóns í Njarð- vík. Síðustu árin vann hann sem lagerstjóri hjá Icelandair. Helstu áhugamál voru ferða- lög, tónlist, veiði og ljós- myndun. Útför Rikka verður gerð 10. júlí kl. 15 að staðartíma í her- kirkjugarði New Albany. Streymt verður frá útförinni: https://www.facebook.com/ returnchurch1 Stytt slóð: https://tinyurl.com/4znuyc2b Reynir Þorvalds- son og Sigurlilja Þórólfsdóttir. Börn Rikka og Diljár eru: 1) Rosemary Lilja. Eiginmaður hennar er Björn Henrý Kristjáns- son. Börn hennar úr fyrra hjóna- bandi með Magnúsi Rossen eru Aron og Stefán. Börn Björns úr fyrra hjónabandi eru Gunnhildur, Arney og Kristján. 2) Sveindís Ósk. Eiginmaður hennar er Jonathan Guernsey. Barn þeirra er Ísak en fyrir átti Jonathan þá Dustin og Casey. Rikki kom fyrst til landsins á Tíunda júní sl. kvaddi elsku Rikki, mágur minn og vinur. Hann kom í fjölskylduna okkar fyrir 49 árum, þá herlögreglumað- ur á Keflavíkurflugvelli. Ég var ekki hrifinn í fyrstu af að útlendingur væri að eltast við systur mína, en fljótlega kom í ljós að Rikki var góður drengur og bræddi hjörtu okkar allra. Hann var mömmu sem sonur og mér sem bróðir. Rikki vann hin ýmsu störf, var þar á meðal sjómaður, hann starf- aði á Ólafi Sóliman KE, einnig á Guðbjörgu KE, Arnþóri GK, Vík- urbergi GK og Báru GK. Vorum við saman á flestum þessum skipum, það var mikið hlegið þegar rifjuð voru upp ýmis atvik á þessum sjóaraferli. Einu sinni slóst belgur í andlitið á Rikka og henti honum í sjóinn. Þegar hann kom um borð aftur, heldur illa áttaður eftir þetta högg, bað hann um kveikjara, skipstjórinn rétti honum stoltur Rolls Royce- kveikjarann sinn sem Rikki tók við og henti í sjóinn. Svo á Arnþóri GK var ákveðið að fara á net og saltfiskirí, við fiskuðum mjög vel, handflett var um borð. Þá spurði Rikki: „Hvenær kemur þessi salt- fiskur?“ Og þegar við vorum á Guðbjörgu KE var Rikki í lestinni þegar ég steyptist á hausinn ofan í lestina. Þá leit Rikki undrandi á mig og spurði: „Hvað ert þú að gera hér?“ Svona var endalaust hægt að rifja upp. Fljótlega eftir að Rikki og Diljá fluttu til Ameríku keyptum við Auður flugmiða til þeirra, en þrátt fyrir margar tilfærslur á miðun- um vegna Covid, gafst aldrei tæki- færi. Það var sorglegt að komast ekki til þeirra á nýja heimilið í Indíana. Rikki var búinn að plana skemmtilegar ferðir, sem við hlökkuðum öll til. Elsku Rikki minn, þakka þér fyrir að koma inn í líf mitt. Elska þig endalaust. Þinn mágur, Þorvaldur (Valdi). Ríkharður Pescia Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, SÓLBERGS JÓNSSONAR sparisjóðsstjóra, Bolungarvík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins Bergs, Bolungarvík. Lucie Einarsson Ásgeir Sólbergsson Margrét Gunnarsdóttir Bjarni Sólbergsson Elísabet Jóna Sólbergsdóttir Guðjón Jónsson Sölvi Rúnar Sólbergsson Birna Guðbjartsdóttir María Sólbergsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar kærrar systur okkar, SIGRÍÐAR ALFREÐSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Hólmavík fyrir góða umönnun. Hlýjar kveðjur. Jón E. Alfreðsson Samúel Alfreðsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ALDA TRAUSTADÓTTIR, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði þriðjudaginn 29. júní. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum sýndan hlýhug og vináttu. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hrafnistu í Hafnarfirði sem kom að umönnun hennar. Fyrir hönd aðstandenda, Dagbjörg Baldursdóttir Tómas Frosti Sæmundsson Trausti Baldursson Gunnhildur Pálsdóttir Gunnur Baldursdóttir Svavar Ellertsson Alda Baldursdóttir Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, INGVAR BRAGASON frá Suðureyri við Súgandafjörð, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Reykjavík þriðjudaginn 22. júní. Útförin fór fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir til starfsfólks Skógarbæjar fyrir umönnun og alúð. Kristján Ibsen Ingvarsson Sif Grétarsdóttir Fjóla Ingvarsdóttir Robert Woroszylo Sigrún Elva Ingvarsdóttir Gunnar Ágúst Ásgeirsson Íris Ingvarsdóttir Ingólfur Ívar Hallgrímsson Inga Sif Ingvarsdóttir og barnabörn HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, PÁLÍNA KARLSDÓTTIR, lést fimmtudaginn 1. júlí á Landspítalanum við Hringbraut. Útför hennar fer fram frá Vídalínskirkju miðvikudaginn 14. júlí klukkan 13. Kristján Friðrik Sigurðsson Guðrún Rósa Sigurðardóttir Kristín Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn Ég minnist Katr- ínar Eyjólfsdóttur með virðingu og þökk. Mér tókst því miður ekki að fylgja henni til grafar en skrifa þessa stuttu kveðju til að þakka fyrir vinsemd hennar og kærleika í gegnum árin. Oft kom ég á heimili þeirra hjóna, hennar og séra Braga heit- ins Friðrikssonar, sóknarprests og prófasts, sem var í senn vinur minn og velgjörðarmaður. Þau buðu oft hópum af kirkju- fólki heim til sín. Í hvert sinn er ég hitti Katrínu, sýndi hún ein- lægan áhuga á því hvernig gengi í Katrín Eyjólfsdóttir ✝ Katrín Eyjólfs- dóttir fæddist 6. ágúst 1928. Hún lést 4. júní 2021. Útför Katrínar fór fram 16. júní 2021. lífi og starfi og spurði um viðfangs- efni. Hún uppörvaði og hvatti fólk en uppörvun er ein af mikilvægustu náð- argáfum sem um er rætt í hinni helgu bók og þar kölluð „áminning“. Gríski frumtextinn er meira í ætt við hvatningu og upp- örvun. Hún tók virkan þátt í sam- ræðum og var frábær gestgjafi. Ég fylgdist með henni seinustu árin en bjó ytra um tíma. Lítið var um heimsóknir eða samtöl síðustu misserin en eftir að séra Bragi lést reyndi ég að muna eftir því að hringja í hana á fæðing- ardegi hennar og hans 15. mars. Guð blessi minningu þeirra hjóna og megi blessun Guðs fylgja ástvinum á lífsveginum. Örn Bárður Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.