Morgunblaðið - 10.07.2021, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 10.07.2021, Qupperneq 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2021 ✝ Gunnlaugur Einar Þor- steinsson fæddist í Ólafsfirði 6. apríl 1946. Hann lést á Hornbrekku í Ólafsfirði 28. júní 2021. Foreldrar hans voru Þorsteinn Mikael Einarsson, f. 23. ágúst 1924, d. 31. desember 2006 og Anna Gunnlaugsdóttir, f. 15. mars 1926, d. 29. nóvember 2011. Gunnlaugur Einar var elstur 6 systkina. Þau eru Sig- ursveinn Hilmar Þorsteinsson, f. 2. mars 1948, Guðbjörg Þor- steinsdóttir, f. 17. desember 1951, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, f. 7. maí 1954, Þórhildur Þor- Börn Gunnlaugs og Dómhild- ar eru: Anna Lilja Gunnlaugs- dóttir, f. 23. desember 1978, börn hennar Rut Marín, f. 10. mars 2006 og Gunnlaugur Orri, f. 9. ágúst 2009. Þorsteinn Mikael Gunnlaugsson, f. 26. mars 1983, unnusta hans Hall- dóra Eydís Jónsdóttir, f. 8. ágúst 1984. Helgi Pétur Gunnlaugsson, f. 27. september 1990, sambýliskona hans Jó- hanna Sara Jakobsdóttir, f. 4. september 1993. Gunnlaugur fór á sjó um 20 ára gamall og stundaði sjó- mennsku þar til hann flutti í Klaufabrekknakot 1977 og gerðist bóndi. Útför hans fer fram í dag, 10. júlí 2021, frá Urðakirkju í Svarfaðardal og hefst hún klukkan 13.30. Streymt verður frá útförinni. Stytt slóð á streymið: https://tinyurl.com/rnj6pkvk Virkan hlekk á streymið má finna á: https://mbl.is/andlat steinsdóttir, f. 13. mars 1958 og Elín Rún Þorsteins- dóttir, f. 12. desem- ber 1969. Þann 3. júlí 1982 kvæntist Gunn- laugur Einar Jón- asínu Dómhildi Karlsdóttur frá Klaufabrekknakoti, f. 27. júní 1957. Faðir hennar var Karl Karlsson, f. 30. október 1912, d. 19. september 2009 og móðir hennar Lilja Hallgríms- dóttir, f. 5. ágúst 1916, d. 11. febrúar 2014. Systkini Jónasínu Dómhildar eru Jónasína Dóm- hildur, f. 30. maí 1946, d. 18. nóvember 1951 og Halla Soffía, f. 4. júní 1950. Í dag skein sól á sundin blá og seiddi þá, er sæinn þrá. Og skipið lagði landi frá. Hvað mundi fremur farmann gleðja? Það syrtir að, er sumir kveðja. Ég horfi ein á eftir þér, og skipið ber þig burt frá mér. Ég horfi ein við ystu sker, því hugur minn er hjá þér bundinn, og löng er nótt við lokuð sundin. En ég skal biðja og bíða þín, uns nóttin dvín og dagur skín. Þó aldrei rætist óskin mín, til hinsta dags ég hrópa og kalla, svo heyrast skal um heima alla. (Davíð Stefánsson) Það eru einhvern veginn ekki til nægilega stór og sterkt orð til að fanga hug okkar til þín, elsku pabbi. Hetjan okkar allra, sval- astur og bestur, að okkar mati manna mestur. Frábær fyrir- mynd og ljúfmennska þín okkar leiðarljós. Hjartans bestu þakkir fyrir allt, kærleikinn, hlýjuna og stóra faðminn. Alltaf til staðar, kletturinn okkar í lífsins ólgusjó. Þín er svo óskaplega sárt sakn- að. Elskum þig og dáum meir en orð fá lýst, ljúfi pabbi. Þig mun- um við í hjartanu geyma og grallaraglott þitt í huga okkar sveima. Anna, Þorsteinn og Helgi. Gunnlaugur Einar Þorsteinsson ✝ Marlies fædd- ist 18. janúar 1931. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Ísafold 30. apríl 2021. Marlies giftist 7.7. 1951 eig- inmanni sinnum Jóni R. Árnasyni, f. 19.4. 1926, d. 6.1. 2006. Foreldrar hennar voru Erwin Wilke embættismaður í Lubeck í Þýskalandi, f. 17.5. 1904, d. 4.8. 1968, og Hildegard Wilke, Pjetur, f. 11.9. 1958, kvæntur Ernu Valgeirsdóttur, f. 23.2. 1959. Börn þeirra eru Jón Pét- ur, f. 2.7. 1990, Bjarni Geir, f. 6.7. 1995, og Haraldur Elís, f. 1.5. 1997. Fyrir á Gunnar Arn- ar, f. 3.12. 1978, og Önnu Heiðu, f. 19.7. 1984. Fyrir á Erna Guðrúnu Lilju Magn- úsdóttur, f. 28.6. 1980. 4) Þór- arinn Axel, f. 14.6. 1968, kvæntur Natali Ginzhul, f. 5.9. 1971, börn Þórarins eru Elísa, f. 5.9. 1989, og tvíburarnir Sig- urjón og Helena, f. 28.7. 1995. 5) Þórunn Hólmfríður, f. 20.7. 1968, gift Haraldi Axel Gunn- arssyni, f. 17.8. 1966, barn þeirra Gunnar Wilhelm, f. 4.2. 2002. Útför hennar hefur þegar farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. f. 26.7. 1909, d. 8.4. 1981. Börn Jóns og Marliesar eru: 1) Árni Erwin, f. 19.2. 1955, börn hans eru Tinna Karen, f. 24.8. 1984, og Berglind, f. 11.5. 1989. Fyrir á Árni Moniku Dís, f. 18.6. 1978, 2) Katrín Hil- degard, f. 3.4. 1956, dóttir Katr- ínar er Heiðrún Erla Guð- björnsdóttir, f. 28.12. 1977, gift Einari Hilmarssyni, 3) Gunnar Þótt sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý. Því burt varst þú kölluð á örskammri stundu, í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða, svo gestrisin, einlæg og hlý. En örlög þín ráðin – mig setur hljóða, við hittumst ei framar á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó komin sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Sigríður Hörn Lárusdóttir) Elsku mamma og tengda- mamma, hinsta kveðja, Gunnar og Erna. Þá fékk amma mín loks hvíld- ina eftir 90 ár á þessari jörð. Lífið er aldrei eins skrýtið og þegar einstaklingur fæðist eða deyr, þarna er náttúran að verki og öll göngum við þennan veg. Það var gott að geta setið við hlið henni og kvatt, með trú um að einhvern tíma hittumst við aftur. Sömuleið- is er gott að trúa því að núna fái hún að valhoppa um án verkja, laus við rúmlegu, með bros á vör og fallna ástvini sér við hlið. Amma mín var þýsk og upplifði tímana tvenna, stríð og erfiðleika sem því fylgdi í æsku en ferðaðist síðan til Íslands þar sem hún síð- ar kynntist afa. Einstaka sinnum fékk maður nokkur orð upp úr henni varðandi þessa tíma en hún sóttist ekkert sérstaklega eftir að tala um þá. Magnað hvað sagan stendur manni nærri þegar mað- ur horfir á mynd af henni, sem þá var unglingur með yngri systkin- um sínum, móður og föður í her- búningi. Mér hefur alltaf þótt sú mynd vera mögnuð enda uppi á vegg heima. Oft hlógum við að henni þegar hún staulaðist gegn- um íslenskuna með skemmtileg- um þýskum hreim og undarlegum orðbeygingum en manna hæst hló hún samt að sjálfri sér. Það voru þó nokkuð margir sunnudagseftirmiðdagarnir sem við vörðum í Sörlaskjólinu þegar ég var yngri, garðurinn minnis- stæður þar sem allir sátu í sátt og samlyndi og spjölluðu meðan við krakkarnir spiluðum badminton eða krikket. Afi átti stóran flygil sem hann og amma hvöttu mig að glamra á og hef ég glamrað tölu- vert síðan og þakka fyrir ég þeim fyrir að efla áhuga minn á klass- ískri tónlist. Amma var einstaklega lagin í eldhúsinu, reiddi fram mat að mér fannst með annarri hendi, baunir í uppstúf munu alltaf minna mig á hana. Hún gat haldið á heitum hlutum beint úr ofni að því er virt- ist og oft og iðulega var maður staðgengill viskustykkis þegar hún þerraði blautar hendur á koll- inum á manni ef maður var að flækjast í kringum hana við eld- hússtörfin. Hún var, eins og kannski margar húsmæður á þessum tíma, afar hagnýt á ótrú- legustu hluti og skammaði mig einu sinni fyrir að henda papriku- kjarna, hann væri sko hægt að nýta sem áburð seinna meir! Við mamma áttum heima í kjallaranum í Sörlaskjóli eitt ár þegar ég var unglingur og oft og iðulega kíkti maður á gamla sett- ið á efri hæðinni, laumaðist í sæl- gætisskúffuna eða til að spjalla aðeins um allt og ekkert. Síðustu árum sínum varði hún á Ísafold í Garðabæ og þakka ég starfsfólki þar fyrir vinalega framkomu og umönnun. Takk fyrir gömlu góðu minn- ingarnar og árin amma mín, góða ferð og sjáumst síðar. Þitt barnabarn, Heiðrún Erla Guðbjörnsdóttir. Elsku amma, nú ertu farin frá okkur. Eftir sitja margar góðar minn- ingar frá Sörlaskjólinu þar sem eldhúsborðið var aðalvettvangur umræðna, sögustunda og gleði, ásamt öllu bakkelsinu. Ég mun sakna góðu stundanna með þér, elsku amma mín. Hún amma mín sagði mér sögur er skráðust í huga minn inn, sumar um erfiðu árin aðrar um afa minn. Og þá var sem sól hefði snöggvast svipt af sér skýjahjúp því andlitið varð svo unglegt og augun svo mild og djúp. (Rafnar Þorbergsson) Hinstu kveðjur, Jón Pétur Gunnarsson. Amma mín, Marlies, var stór- brotin kona. Fædd 1931 í Þýska- landi og bjó lengst af í Prezlau. Hún var elst fimm systkina. Í seinni heimsstyrjöld lagðist fjöl- skyldan á flótta eftir að Banda- menn og Rússar réðust á bæinn og Rússar tóku til fanga föður henn- ar. Móðir hennar hafði þá nýverið fætt yngsta barn sitt þegar hún þurfti að flýja með fjölskylduna í fangamannabúðir í Lübeck, en yngsta barnið hafði ekki ferðalag- ið af. Eftir skrautlegan flótta með klækjabrögðum komst faðir henn- ar aftur til fjölskyldunnar en gat enga vinnu fengið. Amma mín fékk vinnu á sveitabæ til að brauð- fæða fjölskylduna og hélt það í þeim lífinu. Amma var staðráðin í því að komast út úr fátæktinni og baslinu við fyrsta tækifæri og þeg- ar hún 19 ára gömul sá auglýsingu um atvinnu á Íslandi var hún ekki lengi að grípa tækifærið. Í hennar huga var Ísland al- gjört sæluríki þrátt fyrir að her- agann sem hún hafði vanist í Þýskalandi væri hvergi að finna hér. Hér máttu konur gera allt sem þær vildu sem henni þótti stórmerkilegt. Í Íslandi kynnist hún svo afa mínum, Jóni R. Árna- syni lækni, og eignast með honum fimm börn. Ég á margar æskuminningar um ömmu og afa úr Sörlaskjólinu. Ófáar eru tengdar ömmu í eldhús- inu, með kássu í pottunum og svuntu á sér, haldandi á sígarettu. Hún hafði unun af því að reykja og grínaðist með það að hún vildi fá pakka og kveikjara með sér í kistuna. Það er lýsandi fyrir húm- orinn hennar. Andinn var alltaf léttur á heimilinu í minningunni og mikið hlegið og grínast. Afi hafði sinn sérstaka húmor og hafði gælunöfn fyrir börn og barnabörn sem gjarnan voru „gúllígúllí“ eða annað álíka og gáfu afa stórt knús við hverja komu. Amma mín var þó ekki þessi hlýja týpa sem knús- aði og kyssti mikið ömmubörnin sín. Sennilega lýsandi fyrir tíðar- anda, reynslu og uppruna hennar. Eftir að amma flytur inn á Ísa- fold fyrir nokkrum árum fór ég að venja komur mínar oftar til henn- ar og þá oftast með börnin mín meðferðis. Henni þótti veit ég vænt um hverja einustu heimsókn og kvaddi okkur alltaf með ósk um að við myndum koma sem fyrst aftur, þó að henni þætti ég nú oft fara fullfrjálslega með uppeldi á börnunum mínum, enda annálaðir uppátækjasmiðir. Skrokkurinn á henni var orðinn illa farinn af slit- gigt undir lokin og sögðum við allt- af að hún væri orðin „stálslegin“ enda komin með gerviliði í nær alla liði sem hægt er að skipta um. Þegar ljóst var að dagar ömmu væru farnir að teljast í dögum en ekki vikum fórum við systkina- börnin og áttum góðar stundir með ömmu eftir covid-lokanir. Hún lifnaði öll við að fá að sjá myndir og myndbönd af afkom- endum sínum og hversu fallegur og gerðarlegur hópur það er sem hún átti enda varð það hennar ævi- starf að sinna börnum og búi. Mik- ið er ég þakklát að hafa fengið að fylgja ömmu minni seinustu stundirnar í þessari jarðvist og fá að vera til staðar fyrir hana. Ég geymi í hjartanu minningu um sterka konu sem sýndi þraut- seigju, hélt í gleðina og gerði það besta sem hún gat í öllum aðstæð- um og tek með þakklæti við þeirri skapgerð sem hún arfleiddi mig að. Anna Heiða Gunnarsdóttir. Elsku amma Marlies, þú varst alltaf í uppáhaldi hjá mér og þar sem ég er skírð í höfuðið á þér hafð- ir þú sérstakt dálæti á mér líka. Við áttum einlægt og náið samband og munu minningar mínar um okkur alltaf lifa í hjarta mínu. Það var svo gaman að horfa á þýska spurningaþætti með þér og heimsmeistaramótið í boxi, ef það var ekki þungavigtin þá nenntir þú ekki að horfa á það. Þú ert fyrirmynd mín í lífinu enda upplifðir þú mikla erfiðleika og mótlæti sem þú tókst alltaf á með góðum húmor. Þú varst ótrú- lega sterk og algjör nagli. Ég ber nöfn okkar í húðflúri ásamt demöntum þar sem þú kall- aðir mig alltaf litla demantinn þinn. Síðasti dagurinn sem við áttum áð- ur en þú fórst var yndislegur, við hlustuðum á uppáhaldslagið okkar, Für Elise, ásamt öðrum lögum og hefði ég ekki getað beðið um betri kveðjustund. Þangað til við hittumst aftur, Ich liebe dich meine Oma. Þín Elísa. Marlies mágkona hennar mömmu er látin. Það var alltaf hlýtt á milli þeirra mágkvennanna. Nú hafa þær kvatt með aðeins rúmlega árs millibili, báðar rétt komnar á tíræðisaldurinn. Mér er minnisstætt þegar Mar- lies flutti aftur til Íslands ásamt fjölskyldu sinni eftir áralanga dvöl í Svíþjóð. Hún var falleg kona, hlý- leg og alltaf ósköp góð við mig, sem þá var kringum tíu ára aldurinn. Það var ekki fyrr en síðar sem ég velti fyrir mér lífshlaupi hennar. Marlies fluttist, kornung kona, til Íslands í fyrra skiptið rétt upp úr 1950 í leit að vinnu og lífsbjörg sem ekki var í boði í heimalandi hennar. Hún deildi þar örlögum með svo fjöldamörgum löndum sínum sem hröktust frá Þýskalandi á árunum eftir síðari heimsstyrjöldina. Það er ekki fyrr en á seinni árum að gaumur hefur verið gefinn þeim margvíslegu sögum sem þær gátu sagt. Marlies var ekki ein þeirra sem sögðu mikið af sínum högum, en samt mátti lesa ýmislegt í litlar athugasemdir sem komu frá henni. Þegar ég var að læra þýsku til stúdentsprófs gaf hún sér tíma til að setjast með mér heima hjá ömmu og fara með mér yfir náms- efnið. Hún var afsakandi yfir því að henni fannst hún ekki geta gert nóg, en það var mikill misskilning- ur eins og ég reyndi að segja henni. Uppruna hennar bar sjaldan á góma í okkar samskiptum fyrr en rétt núna síðustu árin. Eftir að hún fluttist á Ísafold, þar sem hún bjó fram í andlátið, þótti henni vænt um að þar vann stúlka sem var meira en fús til að tala við hana móðurmál þeirra beggja. Marlies ljómaði þegar hún sagði okkur mömmu frá því. Heyrnin var farin að gefa sig, en það stoppaði hvor- uga þeirra í því að spjalla saman og ég treysti því að Marlies hafi hitt fyrir rætur sínar í þeim samræð- um. Hún hafði líka gaman af því að heyra af því að ég hefði varið næst- um ári í Norður-Þýskalandi, 2015, og átt þar indæla daga við störf og örlítið þýskunám. Nú seinni árin höfum við mæðg- urnar, mamma og ég, verið í góðum tengslum við Tótu, yngri dóttur Marliesar. Mér þótti vænt um að fá að vera hluti af því sem upphaflega var vinátta þeirra nafnanna, sem áttu samstillta sýn á ýmislegt sem skiptir máli og náðu svo vel saman. Aldursmunurinn skipti þar ekki máli frekar en þegar Marlies mamma hennar var mér svo væn og góð á árunum þegar við kynnt- umst fyrst. Ég minnist Marliesar með hlýju. Anna. Marlies E. Árnason Wilke Kær kveðja að lokum. Það var í ágústlok 1986, að við Kjartan hittumst fyrst. Þá var ég 12 ára gamall. Dyrabjallan hringdi bak- dyramegin og ég kom til dyra, þú hafðir ekki alveg búist við því kæri Kjartan, en á augabragði breidd- ist um andlit þitt þetta ljúfa bros, augun blá ljómuðu og þú kynntir þig. Ég varð dolfallinn og var alla tíð. Dolfallinn yfir hlýju þinni, ljúf- leika og þeim innileika sem af þér stafaði. Hamingjan sem kom með þér inn í líf okkar mömmu var ólýsanleg og svo kærkomin. Þetta var mér ljóst þar sem ég stóð í anddyrinu og þú kynntir þig sem Kjartan G. Magnússon, vin henn- ar mömmu. Mín heitasta ósk í líf- inu var uppfyllt, því ég vissi að í þér var fólgin lífshamingja mömmu og okkar. Kynnin við þig voru ævintýri líkust fyrir ungan dreng. Snjó- sleðaferðir, skíðaferðir og Jónsnes ✝ Kjartan Guð- brandur Magnússon fæddist 17. nóvember 1927. Hann lést 21. júní 2021. Útförin fór fram 8. júlí 2021. með öllum sínum mikilfengleika, en mest af öllu það hjartans ævintýri sem þú varst. Hæfi- leiki þinn til að sjá okkur börnin, taka okkur alvarlega með hlýju og glettni var með ólíkindum. Alltaf hafðir þú tíma til að spjalla, leggja við hlustir og af þinni einskæru kænsku og mildi gefa góð ráð. „Hugsaðu þér ef bara allir væru eins og við tveir, hvað allt væri nú gott þá.“ Svona voru tilsvörin þegar málin höfðu verið leyst, og það var manni ljóst að þú meintir að í heiminum verð- ur að vera pláss fyrir alla. Alltaf varstu við öllum óskum því þú sagðir aldrei nei. Svör þín voru annars vegar skilyrðislaust „já“ og hins vegar hið ljúfa „við skulum sjá til“. Því þannig var allt þitt viðmót, opið, jákvætt og hlýtt. Á okkar myrkustu stund, við fráfall Palla bróður, varstu stoð okkar og stytta. Þolinmæði þín endalaus og hlýja þín svo innileg. Það varð mér strax ljóst að við hefðum ekki komist í gegnum þennan myrka tíma ef ekki væri fyrir þann styrk sem í mildi þinni fólst og það ljós sem af þér stafaði. Hamingjan er lykillinn að líf- inu, og þennan lykil hafðir þú kæri Kjartan, og með honum opnaðir þú öll þau hjörtu sem komust í kynni við þig. Þú snertir fólk með nærveru þinni og viðmóti á máta sem er einstakur í þessum heimi. Eftir skilurðu við fjölskyldu sem hefur erft þennan eiginleika þinn, börn, barnabörn, barna- barnabörn og okkur systkin og mömmu. Hafðu eilífa þökk fyrir þessar hlýju gjafir elsku Kjartan. Egill Pálsson og fjölskylda. Kjartan Guðbrand- ur Magnússon Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.