Morgunblaðið - 10.07.2021, Síða 38

Morgunblaðið - 10.07.2021, Síða 38
38 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2021 60 ÁRA Ingólfur fæddist á Akureyri og er elstur fimm barna hjónanna Guðlaugar Jó- hannsdóttur og Sigþórs Á. Ing- ólfssonar. „Ég ólst upp í faðmi fjölskyldunnar og mamma var heimavinnandi og tók alltaf á móti okkur þegar við komum heim.“ Ingólfur fór í Iðnskólann þar sem hann lærði húsasmíði, var á samningi hjá frændum sínum og lauk náminu 1981. Þá fór hann á síld á Höfn í Horna- firði og á togara á Akureyri. „Það er góð reynsla hverjum manni að fara á sjó og kynnast því hvernig við öflum tekna fyr- ir landið.“ Ingólfur og eiginkona hans, Pálína Tryggvadóttir, giftust árið 1986 og bjuggu á Akureyri til 1995 en fluttu þá suður. Ing- ólfur fór að vinna sem sölumaður hjá Merkúr og vann þar til ársins 2006. „Árið 2006 stofnaði ég, ásamt félaga mínum, fyrirtækið Hýsi og rak fyrir- tækið fram til 2013 þegar ég seldi minn hlut og stofnaði fyrirtækið Strúktúr ehf. sem flytur inn hús, húshluti og fleira.“ Ingólfur er mikill hestamaður og þau hjónin búa í Mosfellsdal þar sem þau eru með íbúð og hesthús. „Ég var ekki nema 3 mánaða þegar afi fór með mig upp í hesthús og þá varð ekki aftur snúið og ég hef verið á hestbaki síðan.“ FJÖLSKYLDA Eiginkona Ingólfs er Pálína Tryggvadóttir, f. 1959, sem starfar hjá Fulltingi en var áður í 20 ár hjá VÍS. Áður átti Pálína Snjólaugu Maríu Árnadóttur, f. 1981, tæknifræðing og tölvunarfræðing, sem er í sam- búð með Jóni Ögmundssyni og þau eiga synina Eið, f. 2009 og Róbert, f. 2013 og búa í Reykjavík. Dóttir Ingólfs og Pálínu er Guðlaug, f. 1986, með BA í lögfræði frá HÍ, gift Helga Tómassyni Jónssyni, með MBA frá HR. Þau búa í Hamborg. Ingólfur Ármann Sigþórsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Einhver hælir þér á hvert reipi og það gleður þig mikið. Ekki eyða púðri í nei- kvæðar manneskjur. 20. apríl - 20. maí + Naut Allt sem viðkemur heimili þínu og fjölskyldu ætti að blómstra á næstunni. Gakktu hægt um gleðinnar dyr. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Þú ert eitthvað annars hugar og átt erfitt með að einbeita þér að þeim verk- efnum sem fyrir liggja. Gerðu hlutina bara á þeim hraða sem þér hentar. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þú ert í aðstöðu til að dæma, en ekki gera það! Hlustaðu á fólk með opnum huga. Geta þín til þess að sjá nýja fleti á málum er með besta móti. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Það er einhver ólga innra með þér sem þarfnast útrásar. Þú hefur aldrei feng- ið neitt á silfurfati en samt hefur þú komist langt. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Góður vinur virðist geta lesið hugs- anir þínar. Þú rennir blint í sjóinn með hug- mynd sem þú fékkst. 23. sept. - 22. okt. k Vog Þótt einhver snurða hlaupi á þráðinn milli þín og vinar þíns, máttu ekki loka á vináttuna. Kennið börnunum að sjá alltaf björtu hliðarnar. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Láttu þér ekki bregða, þótt einhver þér nákominn beri upp sérkenni- lega bón. Ef traust er ekki fyrir hendi í sam- bandi, verður nándin aldrei fullkomin. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Gerðu allt sem þú getur til að halda ró þinni. Dagurinn byrjar í rólegheit- um en seinni partinn fer allt á fullt. Víkkaðu sjóndeildarhringinn. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Fólk heldur að það þekki þig vel, en satt best að segja er ýmislegt í þínu fari sem þú vilt halda leyndu fyrir öðrum. Sláðu á létta strengi. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Það getur létt álagið að bera viss mál undir náinn vin. Kannski þarftu að axla aukna ábyrgð fljótlega. Njóttu þess eins og þú frekast getur að sinna áhuga- máli þínu. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Einhver afturkippur kemur í málin og veldur þér áhyggjum. Láttu ekki kjafta- sögur halda fyrir þér vöku. Það kemur nýr og betri dagur á morgun. S mári Ólason fæddist 10. júlí 1946 í Reykjavík og ólst upp í Norðurmýrinni og var m.a. í sveit á Möðruvöllum í Hörgár- dal. Smári gekk í skóla í Reykjavík en var einn vetur í Héraðsskólanum í Skógum undir Eyjafjöllum og bjó þá á heimili Þórðar Tómassonar, safnvarðar í Skógum. „Ekki hvarfl- aði að mér þá, fjórtán ára gömlum, að ég ætti eftir að rannsaka þennan gamla arf okkar, eins og Þórður.“ Eftir stúdentspróf frá MR 1967 og einkanám í píanóleik í Tónlistar- skóla Íslands 1967-70 fór hann til Vínarborgar í framhaldsnám í Hochschule für Musik und dar- stellende Kunst þar sem hann nam tónfræði, tónsmíðar, hljómsveitar- stjórnun, þjóðlög, kirkjutónlist og tónlistarrannsóknarfræði og útskrif- aðist með meistarapróf í tónfræðum og tónvísindum árið 1979. „Ég var alla tíð áhugasamur um tónlist en það sem kveikti í mér púðrið var ver- an í Söngsveitinni Fílharmoníu þar sem ég kynntist Róbert Abraham Ottóssyni, mínum góða kennara.“ Á Íslandi hafði Smári alltaf unnið með náminu, m.a. í fjölskyldufyrir- tækinu Jarðýtunni sf. frá 1959-74. Þegar heim var komið kenndi hann við Tónlistarskóla Borgarfjarðar, Tónlistarskóla Akraness og síðan kenndi hann við Tónskóla þjóðkirkj- unnar frá 1979-2006. Þar samdi hann námskrá fyrir menntun orgel- leikara og bjó til kennsluefni fyrir margar af námsgreinum skólans og var yfirkennari skólans 1980-2001. Smári kenndi einnig í Tónlistarskóla Garðabæjar og var yfirkennari þar og aðstoðarskólastjóri frá 1984-2001, auk þess að kenna í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar frá 2001-18 og vera stundakennari við Félagsvísinda- deild HÍ þar sem hann kenndi nám- skeiðið Þjóðkvæði og þjóðlög með Njáli Sigurðssyni og Ögmundi Helgasyni árið 2001 og 2005. Á sumrin var hann leiðsögumaður í Skógum og rannsakandi á Byggða- safninu hjá sínum forna mentor, Þórði, á árunum 2008-2019. Smári hefur verið kirkjuorganisti í Lágafellssókn, Seljasókn, Fríkirkj- unni í Hafnarfirði, Digraneskirkju og í Hveragerðiskirkju. Hann hefur verið söngstjóri Kórs Mennta- skólans við Tjörnina, Kórs MR, Söngsveitarinnar Fílharmóníu og Karlakórs Keflavíkur. Árið 1991-92 var Smári gestavísindamaður og doktorsnemi hjá dr. Folke Bohlin, prófessor við tónlistarvísindadeild Háskólans í Lundi, og síðan aftur á vorönn 1994. Einnig stundaði hann nám jafnhliða störfum í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Smári hefur ritað fjölda greina um tónvísindi bæði hér heima og erlend- is en hann hefur sérstaklega rann- sakað þróun söngtónlistar á Íslandi frá 1589 til samtíma, einkum svo- nefnd „gömlu lögin“ við Passíusálma Hallgríms Péturssonar. Árið 2015 kom út bókin „Passíusálmar Hall- gríms Péturssonar – Kórútsetningar íslenskra þjóðlaga fyrir blandaðan kór“. „Þetta er tónlist sem varð til hér á Íslandi út frá þessum sálma- lögum sem komu hingað á 16. öld og þau verða smám saman að sér- stökum íslenskum þjóðlögum. Sú tónlist sem kemur á 19. og 20. öld- inni tók yfir þessa hefð og mitt starf var ekki síst að endurvekja þessa gömlu menningu sem allt of lítið hef- ur verið fjallað um og er mikilvæg fyrir sögu þjóðarinnar.“ Smári hefur ekki tölu á þeim út- setningum sem hann hefur gert, en áætlar að þær séu á annað hundrað talsins. Útsetningar Smára hafa komið á nokkrum hljómdiskum en tveir þeirra eru eingöngu með út- setningum hans. Annars vegar „Allt svo verði til dýrðar þér“ – Þjóðlög við Passíusálmana og önnur þjóðlög skráð úr munnlegri geymd fyrir ein- söng með undirleik frá 2003 og í Morgunblaðinu 6. nóvember 2003 segir: „Smára hefur tekist ákaflega vel upp að setja gömlu sálmalögin í búning sem fer þeim vel.“ Hinn hljómdiskurinn er Barbörukórinn 2012 með íslenskri tónlist úr munn- legri og skriflegri geymd fyrir blandaðan kór. Jónas Sen segir í Fréttablaðinu 6.12. 2012: „Óvana- lega vönduð og metnaðarfull útgáfa nokkurra sjaldheyrðra laga úr ís- lenskum tónlistararfi“ og í Morgun- blaðinu 20.12. 2012, talar Ríkarður Örn Pálsson um „næmt handbragð þessa glöggva þjóðlagasérfræðings, er tókst ósjaldan að samræma sagn- réttan upphafsstíl við tónmál síðari tíma svo varla verður betur gert“. Smári gaf út fimm bækur um gerð tíðasöngs í samstarfi við Glúm Gylfason, fv. organista á Selfossi, og þeir héldu uppi tíðagjörðum í mörg- um kirkjum. Fjöldi rannsókna ligg- ur eftir Smára, og má nefna upp- tökur á íslenskum rímnakveðskap, upptökur dr. Stefáns Einarssonar á gömlu fólki í Breiðdal, auk efnis um Hallgrím Pétursson. Árið 2017 Smári Ólason tónlistarfræðingur, tónlistarmaður og yfirkennari – 75 ára Morgunblaðið/Jim Smart Ævistarfið Smári hefur helgað sig rannsóknum á þróun söngtónlistar 16. aldar. Varðmaður þjóðlegrar tónlistar Skógar 1954 Smári í heimsókn hjá Margréti ömmu sinni og hrafninum hennar í Skógum. Hrafninn var allt- af mættur áður en hún kom á vorin, en árið sem hún dó kom hann ekki. Til hamingju með daginn - meira fyrir áskrifendur Lestumeira með vikupassa! Fyrir aðeins 1.990 kr. færð þú netaðgang að öllu efni úr blaði dagsins og næstu 6 daga. - Fréttir - Ritstjórnargreinar - Menning - Íþróttir - Daglegt líf - Viðskipti - Fastir þættir - Aðsendar greinar - Aukablöð - Viðtöl - Minningargreinar - Umræðan Vikupassi er auðveldari leið til að lesaMorgunblaðið á netinu. Fáðu þér vikupassa af netútgáfu Morgunblaðsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.