Morgunblaðið - 10.07.2021, Blaðsíða 41
MITT SJÓNARHORN
Philipp Lahm
@philipplahm
Sem gestgjafi í úrslitakeppni Evr-
ópumótsins 2024 í Þýskalandi hef ég
að sjálfsögðu áhyggjur af því hvort
heimaliðið spili vel og hvernig það
standi sig. Það er mikilvægt fyrir
andrúmsloft og gæði keppninnar að
heimaliðið spili djarft og veki vonir.
Að það sé með karaktera í sínum
röðum sem stuðningsmenn tengja
við. Að það viti og skynji að það sé á
heimavelli.
Almenningur metur leikmennina
eftir því hvernig þeir standa undir
ábyrgðinni og hvernig liðið vex eftir
því sem á keppnina líður. Ef það nær
í leiðinni að þróa stíl sinnar eigin
þjóðar inni á vellinum, sem oftast
gerist af sjálfu sér, verður mikilvægi
landsliðanna, Evrópumótanna og
heimsmeistaramótanna áþreifan-
legt. Saga fótboltans á skýr dæmi
um þetta: England 1996, Frakkland
1998 eða Þýskaland 2006.
Í þessari Evrópukeppni alls stað-
ar hafa verið nokkrir gestgjafar og
tveir þeirra mætast í úrslitaleiknum.
Enska liðið naut ákafs stuðnings
landa sinna í fimm leikjum á Wem-
bley. Liðið er skipað gríðarlega
miklum íþróttamönnum með mikinn
skallastyrk, rétt eins og við þekkjum
fótboltann í ensku úrvalsdeildinni og
úr sögu enska landsliðsins.
Þjálfarinn Gareth Southgate hef-
ur gefið liði sínu tvennt. Hann skrif-
aði opið bréf til þjóðarinnar þar sem
hann fjallaði um kynþáttahatur og
gerði lýðum ljóst að hann liti á starf
sitt sem landsliðsþjálfari sem mikil-
vægt fyrir þjóðfélagið. Og liðið trúir
á leikskipulag hans sem hljóðar
þannig: Enginn mun skora auðveld-
lega hjá okkur. England fékk bara á
sig mark í undanúrslitaleiknum
gegn Danmörku.
Í sóknarleiknum leggur South-
gate traust sitt á marga hæfileika-
ríka leikmenn með Raheem Sterling
fremstan í flokki. Það er líka áhuga-
vert að hann er með leikmenn sem
ekki spila með „stóru sex“ liðunum,
heldur með Leeds, Aston Villa, West
Ham og Everton. Þetta styrkir líka
ímynd enska liðsins.
Leika eins og félagslið
Mótherji Englands í úrslita-
leiknum hefur verið á sigurbraut í
þessari keppni. Frá því flautað var
til fyrsta leiksins í Róm hafa Ítalir
litið út sem öflug liðsheild með bein-
skeytt plan. Liðið samtvinnar gömlu
ítölsku varnardyggðirnar, sem það
þurfti sérstaklega á að halda í
undanúrslitaleiknum gegn Spán-
verjum, við alþjóðlegan stíl.
Ítalir byggja ekki bara á varnar-
leiknum. Þeir hafa líka haldið bolt-
anum talsvert á vallarhelmingi mót-
herjanna. Þannig hefur liðið sýnt
meira en vanalega er á boðstólum í
A-deildinni. Miðjumennirnir Marco
Verratti, Nicolo Barella og Jorginho
eru hreyfanlegir og nota fáar snert-
ingar á boltann, sem þýðir að það er
gott flæði í leik liðsins.
Leikskipulag Ítala er það besta í
keppninni. Liðið virkar nánast eins
og félagslið. Þetta er mikið afrek hjá
Roberto Mancini og hans mönnum.
Samstaðan er greinileg í viðtölum
við þjálfarann eftir leikina. Ítalir eru
sannfærandi. Gamla fótboltaveldið
er komið aftur.
Flottur fótbolti Dana
Danir voru líka sannfærandi sem
gestgjafar. Reglur vegna kórónu-
veirunnar voru túlkaðar frjálslega á
Parken í Kaupmannahöfn. En hver
getur láð Dönum að gleðjast yfir
frammistöðu sinna manna eftir
óhappið með Christian Eriksen.
Þegar hann var endurlífgaður á vell-
inum tengdu allir við mikilvægi þess
og hvernig öllum létti þegar honum
var borgið. Þrátt fyrir tvo tapleiki óx
liðið og samstaða fólksins með því
var mikil.
Í útsláttarleikjunum sýndu Danir
flottan fótbolta. Stjörnur liðsins,
Martin Braithwaite (Barcelona) og
Pierre Emile Höjbjerg (Tottenham),
sýndu með kraftmiklum hlaupum og
tæklingum hvernig þeir tengdu við
samstöðu þjóðarinnar. Þeir léku sem
sannir Danir og þjóðin fagnaði sín-
um mönnum.
Skýrar áherslur Spánverja
Og í Sevilla vissu allir Spánverjar
hvaða lið var að spila. Þetta var
þeirra lið. Spænskur fótbolti byggist
á skýrum áherslum, allt frá U15 ára
til meistaraflokks spila allir fótbolta
sem byggist á tækni og spili. Luis
Enrique og hans menn þurftu tals-
verðan tíma til að hita upp að þessu
sinni en sýndu sitt rétta andlit í lok
riðlakeppninnar með 5:0 sigri á Sló-
vökum. Þeir töpuðu síðan mjög
naumlega í undanúrslitunum. En
það virðist deginum ljósara að Spán-
verjar muni fylgja þessu eftir og
vera í fremstu röð á HM 2022 í Kat-
ar og EM 2024 í Þýskalandi.
Aukin vantrú almennings
Mitt heimalið, Þýskaland, átti líka
möguleika á að hagnast á þremur
heimaleikjum í München, en náði
bara að sigra Portúgal 4:2. Gegn
Englandi í 16 liða úrslitunum mætti
liðið ekki til leiks með nægilegan
kraft eða ákveðni. Ekki var það
vegna skorts á gæðum leikmanna.
En síðustu þrjú árin hefur slæm
frammistaða á HM og í þessari Evr-
ópukeppni leitt af sér aukna vantrú
almennings, bæði á frammistöðu
liðsins og skipulag þýska knatt-
spyrnusambandsins.
Fordæmi Southgate og Mancini
Gareth Southgate og Roberto
Mancini hafa gefið gott fordæmi.
Undanfarin ár hafa þeir þróað leik-
stíl með sínum liðum sem byggist á
hefðum landsins og á leikmönn-
unum. Southgate hefur líka tekist að
koma sínum tekjuháu stjörnuleik-
mönnum í skilning um að þeir séu
ekki bara að spila fótbolta. Hann
lætur þá líka taka ábyrgð fyrir hönd
þjóðarinnar. Það gefur liðinu sterka
ásýnd.
Eftir þrjú ár er röðin komin að
Þýskalandi. Evrópukeppnin 2024
getur líka verið spennuþrungin
fagnaðarhátíð þar sem heimaliðið
hrífur þjóðina með sér. Rétt eins og
mótið í ár sem hefur heppnast geysi-
lega vel þrátt fyrir erfiðar ytri að-
stæður. Í úrslitaleiknum mætast tvö
lið sem bera skýr einkenni sinna
þjóða. Og öll Evrópa bíður spennt
eftir úrslitaleiknum. Keppnisfyrir-
komulag EM er vel heppnað, það er
augljóst.
Frammistaða heimaliðs
skiptir miklu máli á EM
- Englendingar og Ítalir bera skýr einkenni sinna þjóða og öll Evrópa bíður spennt
AFP
Fyrirliðar Giorgio Chiellini og Harry Kane eiga mörg návígi fyrir höndum og annar lyftir bikarnum í leikslok.
ÍÞRÓTTIR 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2021
Glódís er 26 ára gömul og á að
baki 93 landsleiki fyrir Íslands
hönd. Hún ólst upp hjá HK og lék
með HK/Víkingi, Stjörnunni og
Eskilstuna en með Rosengård frá
miðju sumri 2017. Hjá Bayern
hittir hún fyrir landsliðskonuna
ungu Karólínu Leu Vilhjálms-
dóttur sem tók þátt í að vinna
fyrsta meistaratitil Bayern í sex
ár í vetur.
_ Á mbl.is/sport/fotbolti er
ítarlegt viðtal við Glódísi sem
Bjarni Helgason tók við hana eft-
ir undirskrift samningsins í gær.
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Glódís Perla Viggósdóttir, lands-
liðskona í knattspyrnu, gekk í
gær til liðs við Þýskalandsmeist-
ara Bayern München og samdi
við þá til þriggja ára.
Bayern keypti Glódísi af Rosen-
gård sem er ekki algengt í
kvennafótboltanum en hún átti
eitt ár eftir af samningi sínum
við sænska félagið sem hún lék
með í fjögur ár.
Glódís vann það einstaka afrek
að spila allar 90 mínúturnar í 88
af 89 leikjum Rosengård í sænsku
úrvalsdeildinni á fjórum árum en
henni var skipt af velli í fyrsta og
eina skiptið í lokaleik tímabilsins
2017.
Hún spilaði auk þess 14 leiki
með liðinu í Meistaradeild Evr-
ópu án þess að fara nokkru sinni
af velli. Glódís varð sænskur
meistari með Rosengård árið
2019 og bikarmeistari 2018 og
var ítrekað valin einn af bestu
leikmönnum sænsku deild-
arinnar.
Glódís í raðir Bayern München
Morgunblaðið/Eggert
Bayern Glódís Perla Viggósdóttir
er komin í eitt besta félagslið heims.
Philipp Lahm var fyrirliði þýska landsliðsins í knattspyrnu þegar það varð
heimsmeistari árið 2014 og lék með Bayern München í fimmtán ár. Hann
er mótsstjóri Evrópumóts karla sem fram fer í Þýskalandi árið 2024. Pistl-
ar hans, „Mitt sjónarhorn“, birtast reglulega í Morgunblaðinu og/eða
mbl.is. Þeir eru skrifaðir í samvinnu við Oliver Fritsch, íþróttaritstjóra
þýska netmiðilsins Zeit Online, og birtast í fjölmiðlum nokkurra Evrópu-
landa. Í sjötta pistli sínum í dag fjallar Lahm um úrslitaleik EM milli Eng-
lands og Ítalíu sem fram fer á Wembley annað kvöld klukkan 19.
Pistlar frá Philipp Lahm
Úrslitakeppni NBA
Annar úrslitaleikur:
Phoenix – Milwaukee ....................... 118:108
_ Staðan er 2:0 fyrir Phoenix en næstu
tveir leikir fara fram í Milwaukee annað
kvöld og á miðvikudagskvöld.
57+36!)49,
_ Knattspyrnumaðurinn Guðlaugur
Victor Pálsson hefur verið gerður að
varafyrirliða þýska B-deildarfélagsins
Schalke. Þetta tilkynnti félagið á
heimasíðu sinni í gærmorgun. Guð-
laugur Victor gekk til liðs við þýska fé-
lagið í sumar frá Darmstadt en miðju-
maðurinn Danny Latza verður fyrirliði
félagsins á komandi tímabili.
_ Knattspyrnustjórinn Zinedine Zid-
ane mun ekki taka við félagsliði á
næstunni en hann lét af störfum sem
þjálfari Real Madrid síðasta vor.
Franski miðillinn L’Equipe greinir frá
því að Zidane ætli sér að taka við
franska landsliðinu þegar Didier Des-
champs lætur af störfum. Deschamps
mun að öllum líkindum láta af störfum
hjá franska knattspyrnusambandinu
eftir HM í Katar á næsta ári.
_ Louis van Gaal tekur væntanlega
við starfi landsliðsþjálfara Hollands í
fótbolta í þriðja skipti eftir helgi. De
Telegraaf greinir frá því að van Gaal
hafi fundað með forráðamönnum hol-
lenska knattspyrnusambandsins í vik-
unni og að gengið verði frá ráðning-
unni á næstu dögum. Van Gaal stýrði
hollenska landsliðinu fyrst frá 2000 til
2002 og síðan 2012 til 2014. Undir
hans stjórn urðu Hollendingar í þriðja
sæti á HM 2014.
_ Stúlknalandslið Íslands í knatt-
spyrnu, skipað leikmönnum 16 ára og
yngri, vann í gær b-lið Dana 1:0 á opna
Norðurlandamótinu sem nú stendur
yfir í Abenraa í Danmörku. Ísabella
Sara Tryggvadóttir skoraði sigur-
markið á 25. mínútu leiksins með
skalla eftir fyrirgjöf Vigdísar Lilju
Kristjánsdóttur. Ísland gerði jafntefli
við Svíþjóð í fyrsta leik mótsins, 1:1, og
mætir A-liði Dana í síðasta leiknum á
mánudaginn kemur.
_ Íslandsmeistarinn Guðrún Brá
Björgvinsdóttir er í fínum málum eftir
tvo hringi á Aramco Team Series-
mótinu á Evrópumótaröðinni í golfi.
Guðrún lék annan hringinn í gær á 74
höggum, einu höggi yfir pari. Hún lék
fyrsta hringinn á 71 höggi og er því á
samanlagt einu höggi undir pari og í
27. sæti.
_ Guðmundur Ágúst Kristjánsson
komst af öryggi í gegnum niðurskurð-
inn á Le Vaudreuil Golf Challenge-
mótinu á Áskor-
endamótaröð Evr-
ópu í gær. Leikið er
í Frakklandi.
Hann lék fyrstu
tvo hringina á 69
höggum, tveimur
höggum undir pari,
og er því á saman-
lagt fjórum höggum
undir pari þegar
mótið er hálfnað.
Á holunum 18 í gær
fékk Guðmundur
fimm fugla og þrjá
skolla. Hann er í 15.
sæti ásamt nokkrum
öðrum kylfingum.
Eitt
ogannað