Morgunblaðið - 10.07.2021, Side 42

Morgunblaðið - 10.07.2021, Side 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2021 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Ég valdi fyrst og fremst lög á þessa plötu sem mér finnst mjög gaman að syngja. Ég er búin að læra að það skilar sér alltaf ef ég nýt þess sér- staklega vel að syngja lögin, þá finnst fólki gaman að hlusta á þau. Þetta eru perlur frá ye ye-tíma- bilinu, fjörug popplög frá tónlistar- konum eins og France Gall, Franç- oise Hardy og Sylvie Vartan. Ég lýsi þessu stundum sem einni stórri franskri gleðisprengju frá sixties- tímabilinu,“ segir tónlistarkonan Unnur Sara Eldjárn sem sendir nú frá sér sinn þriðja disk, Bisous, þar sem hún syngur fyrrnefndar fransk- ar perlur. Unnur Sara hefur vakið athygli undanfarin ár fyrir flutning sinn á franskri tónlist, en hún útskrifaðist sem djass-, popp- og rokksöngkona frá Tónlistarskóla FÍH 2015. „Margir halda að ég hljóti að hafa einhverja tengingu við Frakkland, að ég eigi ættingja sem búi þar og að ég hafi oft farið þangað í heimsóknir eða eitthvað slíkt, en það er ekki svo. Þetta var fyrst og fremst í gegnum tónlist sem áhugi hjá mér vaknaði á Frakklandi og öllu sem því sem franskt er. Frændi minn, Halldór Eldjárn, var mikið að hlusta á Gains- bourg þegar við vorum unglingar og þá varð ég forvitin. Ég kveikti samt ekkert fyrst á Gainsbourg sjálfum, en ég var aftur á móti mjög forvitin um söngkonurnar sem voru að syngja með honum. Þetta þróaðist þannig að ég gaf út plötu með lögum frá Gainsbourg, enda mikið til af frá- bærum lögum frá honum.“ Líkt við söng Vanessu Paradis Unnur Sara segir að hvert einasta lag sem hún hélt upp á þegar hún var yngri sé hún búin að syngja inn á þessar tvær plötur, Unnur Sara syngur Gainsbourg, og Bisous. „Stundum er maður dottinn niður á eitthvað strax þegar maður er ung- lingur en þorir ekki að taka mark á því, maður heldur að það hljóti að vera eitthvað annað. Mér fannst þetta alltaf frekar fyndið áhugamál, frönsk tónlist, og ég bjóst aldrei við því að þetta væri það sem fólk vildi heyra, hvað þá að þetta væri það sem ég ætti eftir að einbeita mér að,“ segir Unnur Sara og bætir við að öll frönsk tónlist heilli hana. „Ég hef líka verið að syngja lög eldri kynslóða, eins og Edit Piaf, Jacques Brel og fleiri, en mér finnst gaman að sjá þetta allt tengjast. Síð- an tókst ég á við France Gall og þessar sem ég er að syngja núna á nýja diskinum, og í einni af næstu kynslóðum á eftir þeim er söng- konan og lagahöfundurinn Vanessa Paradis, en sumir segja að ye ye- bylgjan hafi hjálpað til við að skapa rými fyrir tónlistarkonur eins og hana. Fólk hefur reyndar verið að líkja söngnum mínum við söng Van- essu Paradis, til dæmis Frakkar sem hafa heyrt mig syngja. Mér finnst það skemmtilegt, en við höfum báð- ar þennan mjúka sæta hljóm í rödd- inni. Ég kveikti ekki almennilega á þessari tónlistarkonu fyrr en ég var að syngja á hóteli hér á Íslandi þar sem voru franskir ferðamenn, en þeir voru rosalega ánægðir með að ég væri að syngja á frönsku. Þeir spurðu hvort ég gæti tekið lag með Vanessu Paradis, því þeim fannst ég hljóma alveg eins og hún. „Þú ættir að syngja eitthvað með henni,“ sögðu þeir, sem var sannar- lega hvetjandi fyrir mig.“ Allt var miklu betra en ég hélt Unnur Sara flutti til Nice í Suður- Frakklandi vorið 2019 til að læra frönsku og ferðast um Frakkland, til að kynnast loks landi og þjóð. „Ég fór ein til Frakklands að læra tungumálið almennilega og prófa hvort ég mundi í alvöru fíla að vera þarna. Ég passaði upp á að stilla væntingunum mínum í hóf, þetta væri jú bara eitthvert land, sem væri að mörgu leyti líkt Íslandi og það væri ekki eins og ég væri bara að fara að labba inn í Amelie-kvik- myndina eða neitt slíkt. En þegar ég var komin út þá var allt miklu betra en ég hélt. Mér finnst frábært að vera í Frakklandi og þar tengist ég kjarnanum mínum. Það gerir svo mikið fyrir mig þegar ég er til dæm- is stödd á kaffihúsi í Frakklandi, að þá er oft verið að spila góða franska tónlist. Ég get ekki almennilega sagt hvað það er nákvæmlega, en það er eitthvað sem veldur því að mér líður rosalega vel þar og ég tengi við margt sem er franskt. Þannig er það með svo margt af því sem er best í lífinu held ég, maður getur ekki út- skýrt það, það bara er.“ 1,6 milljón spilanir á Spotify Eftir dvölina í Nice var Unnur Sara viðþolslaus að flytja til Frakk- lands og lét verða af því síðastliðið haust, þegar hún fór í bachelornám í sviðslistum í Montpellier. „Heimsfaraldurinn setti strik í reikninginn og ég þurfti því miður að flytja heim eftir aðeins tvo mánuði í Montpellier. Ég er samt fegin hvað ég náði að nýta tímann vel hér heima, ég vann í nýju plötunni og ég fór líka af stað með námskeið fyrir tónlistarfólk í því að koma tónlist sinni inn á Spotify-lagalista,“ segir Unnur Sara en vinsælasta lagið af plötu hennar, Unnur Sara syngur Gainsbourg, er með rúmar 1,6 millj- ón spilanir á Spotify. „Sú staðreynd vakti mikla athygli hér heima, en þegar ég mátti ekki vinna í covid þá þurfti ég að finna mér eitthvað að gera. Ég hafði verið svo heppin að komast inn á einn stóran lagalista og þannig uppgötv- aði ég að þetta væri þess virði að eyða tíma sínum í, að fá spilun og fá fleiri hlustendur, því það skilar pen- ing í budduna. Ég lagðist í að skoða hvernig ég gæti gert eitthvað í því sjálf að koma mér og minni tónlist inn á fleiri lagalista. Ég ætlaði aldrei að fara að kenna þetta en margir fóru að spyrja mig og leita ráða, því þetta er eitthvað sem við á Íslandi höfum í raun og veru ekki opnað augun mikið fyrir,“ segir Unnur Sara sem býður bæði upp á hóp- námskeið og einstaklingsnámskeið. „Ég sé fyrir mér að halda þessum námskeiðum áfram og taka á móti fólki í einkatíma í gegnum Zoom þegar ég fer út til Frakklands í haust til að halda áfram í náminu mínu þar,“ segir Unnur Sara sem ætlar að sjálfsögðu að hafa útgáfu- tónleika vegna nýju plötunnar á þjóðhátíðardegi Frakka, 14. júlí, í næstu viku á nýjum tónleikastað Máls og menningar við Laugaveg. „Ég ætla að fagna þjóðhátíðar- degi Frakka með þessum hætti, ég hugsa útgáfutónleikana fyrst og fremst sem skemmtilegt partí. Frakkar búsettir á Íslandi taka líka mjög vel í þetta framtak,“ segir Unnur Sara sem er harla ánægð með að hafa fylgt sinni tilfinningu með frönsku tenginguna sem hún hefur fundið fyrir allt frá því hún var unglingur. Ég tengi við margt sem er franskt - Unnur Sara Eldjárn sendir frá disk sem er ein stór frönsk gleðisprengja frá sixties-tímabilinu - Hún heldur námskeið fyrir tónlistarfólk í því að koma tónlist sinni inn á Spotify-lagalista Ljósmynd/Katla Sólnes. Unnur Sara „Margt af því besta í lífinu getur maður ekki útskýrt, það bara er,“ segir hún um frönsku tenginguna sem hún hefur fundið fyrir frá unglingsaldri. Útgáfutónleikarnir í Máli og menn- ingu miðvikudaginn 14. júlí hefjast kl. 20 og er aðgangur ókeypis. Nýja platan, Bisous, verður að- gengileg á Spotify og öllum helstu streymisveitum frá og með 14. júlí. » Ég get ekki almennilega sagt hvað það er nákvæm- lega, en það er eitthvað sem veldur því að mér líður rosalega vel þar. Í Frakklandi tengist ég kjarnanum mínum. Einkasýning Guðrúnar Töru Sveinsdóttur, Earth Abides/ Jörð- in dafnar, verður opnuð í gallerí- inu Harbinger á Freyjugötu 1 í dag, laugardag, kl. 16 . Guðrún Tara útskrifaðist með BA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2015, hóf MA-nám í myndlist árið 2016 og var við nám bæði í Reykjavík og í Bergen. Árið 2020 lauk hún MA-námi í skapandi heimildarmyndagerð við Den Norske Filmskolen í Ósló. Guðrún Tara vinnur með gjörn- inga þar sem orð, vídeó og tónlist sameinast í ljóðrænni frásögn sem gefur innsýn í innra líf einstakl- ings, eins og segir í tilkynningu en með því að veita aðgang að eigin huga og tilfinningum skap- ast vettvangur fyrir samlíðan og samveru. Hún vinnur einnig með skúlptúra sem tjá samfélags- lega eða pólit- íska meðvitund. Í skúlptúrum sínum vinnur Guðrún Tara með fundna hluti og form og leit- ar fanga í umhverfi sínu en við- fangsefni daglegs lífs leiða hana á fjölbreytta staði, segir í tilkynn- ingu og að sköpunarferlið sé ekki bundið við vinnustofuna eða slitið frá öðrum stundum dagsins held- ur sé stöðugt í gangi. Guðrún Tara sýnir í Harbinger Guðrún Tara Sveinsdóttir Auður Gunnarsdóttir sópran og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleik- ari munu kl. 16 á morgun, sunnu- dag, flytja lög og ljóð um eða eftir íslenskar konur á tónleikum í Hallgrímskirkju í Saurbæ í Hval- firði. Auður hefur lokið söng- og kennslunámi bæði hér heima og erlendis ásamt ýmsum meistara- námskeiðum og á árunum 1999- 2005 var hún fastráðin við Main- Franken-óperuhúsið í Würzburg, Þýskalandi. Hún hefur víða komið fram sem einsöngvari, haldið fjölda ljóðatónleika, sungið inn á ýmsar upptökur og verið tilnefnd til Grímu- og tónlistarverðlauna. Eva lauk píanókennara- og burtfararprófi frá Tónlistarskól- anum í Reykjavík og hélt þaðan til Danmerkur og Englands í nám. Auk fjölda einleikstónleika hefur hún komið fram sem einleikari með hljómsveitum og lagt mikla áherslu á flutning kammertón- listar og ljóðasöngs. Hún starfar við LHÍ samhliða tónleikahaldi. Flytja lög og ljóð um eða eftir íslenskar konur Kvennatónleikar Auður og Eva Þyri flytja lög og ljóð um eða eftir íslenskar konur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.