Morgunblaðið - 10.07.2021, Blaðsíða 44
44 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2021
sa
Bjarni Sigurbjörnsson myndlistar-
maður opnar í dag, 10. júlí, kl. 14,
sýningu í Galleríi Portfolio á Hverf-
isgötu 71. Á sýningunni tekur hann
fyrir málverk sem hugarhold, eins
og því er lýst í tilkynningu, og segir
þar: „Holdgerving vitundar. Mál-
verk. Hugarhold málverks. Inni í
marglaga málverki táknfræðinnar
eins og fósturvísir umlukinn leg-
vatni tímans. Hinni víggirtu tví-
hyggju þar sem yfirborð hugans
mætir yfirborði pensilskriftarinnar.
Uppstaflaðar athafnir, áframhald-
andi verknaður, líkamlegur gjörn-
ingur. Vöruhús líkamans, völundar-
hús minninganna. Núið stöðugt
nýfarið eða rétt ókomið, augnablikið
þegar fortíðin og framtíðin gleyma
sér í blautum kossi. Málverkið reyn-
ir að útmála sig, fanga augabragðið,
eins og áttaviti sem vísar í allar áttir
í einu. Hérna getur allt gerst. Út úr
engu, auðum striga, birtist vindla-
reykur. Kaffipása Syshipusar.
Starri tyllir sér á vegrið og hristir
af sér flærnar áður en hann tekur
aftur á flug. Litir og orð hrynja úr
fótsporum listamannsins niður
grýtta hlíðina að hátindi næstu
merkingar. Hinni innantómu endur-
tekningu sem er samt svo magn-
þrungin, æsispennandi og eftirsókn-
arverð þrátt fyrir allt tilgangsleysið.
Markmiðið helgar tilganginn. Blóð-
rauð hálsrista á storknuðu hrauni,
listasprengja í dauðans djúpu
sprungum, útfararsálmur genginna
goða.“
Bjarni hefur haldið fjölda sýninga
bæði hér á landi og erlendis. Hann
nam við San Francisco Art Institute
á árunum 1990 til 1996 og lauk þar
bæði BFA- og MFA-námi í myndlist
með áherslu á málverk. Auk þess að
starfa og sýna sem myndlistarmað-
ur hefur Bjarni kennt við alla helstu
listaskóla landsins og staðið fyrir
námskeiðahaldi á eigin vegum um
árabil. Þá hefur hann verið í hinum
ýmsu nefndum og stjórnum í
tengslum við myndlist síðustu ára-
tugi, að því er fram kemur í tilkynn-
ingu.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Á vinnustofunni Bjarni Sigurbjörnsson önnum kafinn við listsköpun.
Hugarhold málverks
- Bjarni Sigurbjörnsson opnar mál-
verkasýningu í Galleríi Portfolio í dag
Kraftmikið Eitt verka Bjarna.
Sigríður Ásgeirsdóttir, Systa, opn-
aði í gær sýninguna Ný verk í Edin-
borgarhúsinu á Ísafirði. Systa er
þekkt fyrir steind glerlistaverk og
er eitt verka hennar í kapellu
Sjúkrahússins á Ísafirði.
Á sýningunni í Edinborg eru
verk unnin með akrýllitum, vatns-
litamyndir og teikningar og nátt-
úra Íslands, himinn og haf innblást-
ur Systu og segir í tilkynningu að
birtan spili þar mikilvægt stef á
sama hátt og í glerverkunum. Öll
verkin á sýningunni vann listakon-
an á þessu ári, eins og titill sýning-
arinnar ber með sér.
Systa stundaði myndlistarnám í
Reykjavík og síðar við Edinburgh
College of Art,
hefur haldið á
annan tug einka-
sýninga og tekið
þátt í fjölda sam-
sýninga hér
heima og erlend-
is. Verk eftir
hana má finna
víða í einkasöfn-
um í Evrópu,
Japan, Nýja-
Sjálandi, Bandaríkjunum og Ind-
landi og hún hefur unnið fjölda
steindra glugga fyrir einkaaðila
hér á landi sem og erlendis.
Sýningin verður opin kl. 13-18
alla virka daga til 15. ágúst.
Upphenging Verkum Systu stillt upp en þau prýða nú veggi Edinborgar á Ísafirði.
Systa sýnir Ný verk í Edinborgarhúsi
Sigríður Ásgeirs-
dóttir, Systa
E
ftir langa bið vegna kófsins
var framhald hinnar vel
heppnuðu og hrollvekjandi
spennumyndar A Quiet
Place loksins frumsýnt fyrir fáeinum
vikum hér á landi. John Krasinski
leikstýrir því líkt og fyrri mynd og
sýnir aftur og sannar hversu góð tök
hann hefur á þessari gerð kvikmynda.
Báðar eru bræðingur spennumyndar
og hrollvekju og sögusviðið bandarísk
sveit eftir innrás skrímsla utan úr
geimnum sem drepið hafa stóran
hluta mannkyns. Skrímsli þessi eru
með ákaflega góða heyrn og renna á
minnstu hljóð úr fórnarlömbum sín-
um. Ástandið er því svipað og í
Þjóðarbókhlöðunni í upplestri fyrir
próf, það verður og skal vera graf-
arþögn! Þeir sem ekki fylgja þeirri
reglu eru umsvifalaust drepnir af
geimverum, þ.e. í myndinni, ekki bók-
hlöðunni.
Í Kyrrðarstað: Öðrum kafla hefst
sagan með endurliti. Farið er aftur í
tíma, til dagsins þegar geimverurnar
lentu á jörðinni og tóku til við að út-
rýma mannkyni. Myndin hefst á
býsna mögnuðu atriði þar sem fjöl-
skyldufaðirinn, Lee, leikinn af Kras-
inski (hann dó í fyrstu myndinni), fær-
ir óléttri eiginkonu sinni Evelyn
(Blunt) og dótturinni Regan (Sim-
monds) ferskar appelsínur að gæða
sér á yfir hafnaboltaleik sonarins
Marcus (Jupe). Skyndilega birtist eld-
rák á himni og ótti grípur um sig með-
al áhorfenda. Eitthvað brotlendir með
látum nokkrum kílómetrum frá bæn-
um og fólk hleypur óttaslegið í bílana
sína. En flóttinn reynist of hægur því
geimverurnar hlaupa ógnarhratt og
byrja að stráfella bæjarbúa. Fjöl-
skyldunni tekst með naumindum að
flýja og er síðan stokkið fram í tíma,
að endi sögunnar í fyrri mynd. Lee
fórnaði lífi sínu til að bjarga börn-
unum, Evelyn var þá nýbúin að fæða
barn þeirra og hrekja geimverurnar á
brott með aðstoð heyrnarskertrar
dóttur sinnar sem var nýbúin að upp-
götva að skrímslin þola ekki hátíðni-
hljóð sem heyrnartækið hennar gefur
frá sér. Evelyn leggur á flótta með
börn sín þrjú þar sem henni þykir
ekki lengur öruggt að dvelja á af-
skekktum sveitabæ fjölskyldunnar. Á
flóttanum hitta þau fyrir Emmett
nokkurn (Murphy) sem dvelur einn í
yfirgefinni verksmiðju eftir að hafa
misst eiginkonu og barn í geimveruk-
jaft. Emmett vill í fyrstu ekkert með
Evelyn og börn hennar hafa en sér
fljótlega að sér. Regan uppgötvar að
það sem virðist vera endurtekið lag á
yfirgefinni útvarpsstöð (það má hlusta
á útvarpið og tala saman í hljóðein-
angruðu rými) er í raun kall frá eft-
irlifendum á nálægri eyju. Hún heldur
þangað í óþökk móður sinnar og Em-
mett á eftir henni og á meðan berjast
Evelyn, sonur hennar og nýfætt barn
fyrir lífi sínu.
Þetta er vel heppnað framhald af
fyrri myndinni og greinilegt af útliti
myndarinnar og tölvubrellum að
Krasinski hafði úr fúlgum fjár að
moða að þessu sinni. Hin tölvuteikn-
uðu geimveruskrímsli eru miklu sýni-
legri í framhaldinu og minna um
margt á kvikindið í sjónvarpsþátt-
unum Stranger Things eða gömlu,
góðu geimveruna í Alien. Sagan hverf-
ist mun meira um Regan en sú sem
sögð var í fyrri mynd og stendur hin
unga Simmonds sig einkar vel í sínu
hlutverki líkt og Jupe sem leikur
bróður hennar. Krasinski, Blunt og
Murphy eru líka sannfærandi og at-
riðin eru nokkur þar sem áhorf-
endum er illilega brugðið sem er auð-
vitað mikið hrós fyrir mynd af þessu
tagi. Sé manni ekki brugðið hefur
leikstjóranum ekki tekist sitt ætl-
unarverk.
Þó að myndin gangi út á þögn
(bannað að borða poppið með látum!)
er hávaðinn meiri í henni en fyrri
mynd sem skrifast á fleiri hasaratriði.
Að því leyti er hún síðri en fyrri
myndin því spennan er mest í þögn-
inni. Og vissulega skortir framhaldið
líka þá frumlegu hugmynd sem fyrri
mynd byggðist á, nema hvað, en það
má líka segja um allar
framhaldsmyndir, ef út í það er farið.
Endirinn á kafla tvö er svo þess eðlis
að hæglega mætti gera þriðja kafla
og jafnvel fjórða.
Kyrrðarstaður: Annar kafli er gerð
af fagmennsku og þegar myndin
klofnar í seinni hlutanum í tvær sög-
ur verður spennan meiri, þökk sé að
stóru leyti áhrifamikilli klippingu.
Brellurnar eru fyrsta flokks og
skrímslin ógnvekjandi en mesta ógn-
in felst sem fyrr í hættunni á því að
persónur gefi frá sér hljóð. Fyrir vik-
ið verða einna áhrifamestu atriðin
þau sem sýnd eru frá sjónarhorni
hinnar heyrnarskertu og hugrökku
Regan. Örvænting hennar í þögninni
smitast út í bíósalinn og einhverjir
bíógestir munu eflauast halda í sér
andanum. Á slíkum stundum virkar
myndin best, í kyrrð en ekki hávaða.
Hrollvekjandi Úr A Quiet Place: Part II sem tekur á taugar áhorfenda líkt
og fyrri myndin en er þó öllu háværari og skrímslin oftar sýnileg.
Margt býr í þögninni
Sambíóin Egilshöll og Álfabakka
A Quiet Place: Part II bbbmn
Leikstjórn: John Krasinski.
Handrit: John Krasinski, Bryan Woods
og Scott Beck. Aðalleikarar: Emily
Blunt, John Krasinski, Millicent Sim-
monds, Noah Jupe og Cillian Murphy.
Bandaríkin, 2021. 97 mín.
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
KVIKMYNDIR