Morgunblaðið - 20.07.2021, Side 13

Morgunblaðið - 20.07.2021, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 2021 hafðu það notalegt vottun reynsla ára ábyrgð gæði miðstöðvarofnar Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - sími 577 5177 - ofnasmidja.is Eigum úrval af miðstöðvar- og handklæðaofnum Andrés Magnússon andres@mbl.is Danska upplýsingastofnunin Data- tilsynet, sem er sambærileg við Per- sónuvernd hér á landi, hefur látið í ljós harða gagnrýni á ríkislögreglu Danmerkur fyrir að hafa aflað og notað fjarskiptaupplýsingar með röngum og óréttmætum hætti. Þetta kom fram í úrskurði sem gefinn var út í gær. Málið varðar upplýsingakerfi sem notar upplýsingar úr farsímakerfum til þess að staðsetja farsíma, en slík gögn geta komið að miklu gagni við rannsókn sakamála; sýnt hvar fólk hefur verið eða ekki verið á til- teknum tímum. Vandinn er sá að þessi gögn hafa ekki alltaf verið ná- kvæm og lögreglunni hefur verið kunnugt um þær villur um nokkurt skeið. Samkvæmt lögreglu- yfirvöldum áttu þær að vera upp- rættar árið 2019. Til þess að gera illt verra hefur lögreglan ekki alltaf farið með gögn- in í samræmi við lögreglulög þar í landi. „Niðurstaða Upplýsingastofn- unar er að Ríkislögreglan hafi beitt ófullnægjandi verkferlum og aðferð- um í meðferð fjarskiptaupplýsinga,“ segir í úrskurðinum. Stofnunin telur enn fremur að ríkislögregan hafi hvorki gengið úr skugga um gæði og nákvæmni gagnanna né eytt að rannsókn lokinni. Vafi leiki því á um sönnunarfærslu í fjölda mála. Ríkislögreglan fellst á að vinnu- lagið hafi ekki verið í lagi, en full- yrðir að því hafi verið kippt í liðinn fyrir tveimur árum. Danskir stjórnmálamenn eru ekki allir jafn sannfærðir og stjórnar- andstaðan krefur dómsmálaráð- herra frekari svara. Persónuvernd átelur lögregluna Persónuvernd Datatilsynet er per- sónuverndarstofnun Danmerkur. - Danska lög- reglan sögð hafa misfarið með gögn Öllum takmörkunum vegna kórónu- veirunnar var aflétt í gær á Englandi. Viðburðir eru nú leyfðir, skemmti- staðir opnaðir og hömlum á starfi veitingastaða og ölhúsa hefur verið aflétt. Notkun andlitsgrímna verður enn ráðlögð við ákveðnar aðstæður en ekki skylda. Boris Johnson forsætisráðherra er nú í sóttkví eftir að hafa átt í sam- skiptum við heilbrigðisráðherra landsins sem greindist um helgina með veiruna, en smitum hefur farið fjölgandi síðustu vikur. Vísindamenn hafa varað við því að síðar í sumar gætu allt að 200 þúsund ný smit greinst daglega. Nú greinast um 50 þúsund smit daglega. Rúmlega 68% fullorðinna Breta eru nú fullbólusett og spálíkön benda til þess að innlagnir á sjúkrahús, dauðsföll og alvarleg veikindi vegna Covid-19 verði í mun minna mæli en í fyrri bylgjum. „Ef við gerum það ekki núna verð- um við að spyrja okkur, hvenær mun- um við þá gera það?“ sagði Johnson í tilefni afléttinganna. Smitrakning verður áfram notuð af fullum krafti og þeir sem smitast munu þurfa að fara í einangrun þrátt fyrir afléttingar. Aftur á móti verða ráðleggingar gegn ferðalögum til gulra landa afnumdar. Fullbólusettir Bretar munu því ekki þurfa að fara í sóttkví við heimkomuna frá „gulum“ og „appelsínugulum“ löndum utan Frakklands, Skotlands og Wales vegna útbreiðslu Beta-afbrigðisins. Frá 16. ágúst munu þeir sem eiga í samskiptum við smitaða manneskju ekki lengur þurfa að fara í sóttkví. Einangrun smitaðra verður þó enn skylda eftir það tímamark.Fjarlægð- artakmörk hafa einnig verið afnumin. Viðburðahaldarar og eigendur skemmtistaða eru hvattir til að biðja viðskiptavini og gesti um bólusetning- arvottorð, en slíkt er þó ekki skylda. Englendingar vítt og breitt gerðu sér margir hverjir glaðan dag í gær og ýmist kíktu á bari, skemmtistaði og í verslanir til þess að fagna aflétt- ingunum, en innisvæði kráa og skemmtistaða voru síðast opin í mars árið 2020. - Öllum takmörkunum aflétt á Englandi í gær - Boris Johnson forsætisráðherra í sóttkví - Rúmlega 68% fullorðinna Breta fullbólusett - Grímuskylda aflögð AFP Fögnuður Englendingar fóru margir hverjir á barinn þegar stjórnvöld afléttu takmörkunum í gær. Innisvæði á slíkum stöðum hafa verið lokuð. Öllum takmörkunum aflétt Johnson Forsætisráðherra er í sóttkví vegna smits heilbrigðisráðherra. Emmanuel Mac- ron Frakklands- forseti veitti fyrrverandi bandarískum borgaralegum réttindabaráttu- manni, Jesse Jackson, ein æðstu heið- ursverðlaun Frakklands. Macron sagði að Jackson hefði varið lífi sínu í að berjast fyrir sömu gildum og franska lýðveldið og kallaði hann „góðan vin“ lands- ins og benti á hlutverk hans í að hjálpa frönskum gíslum í fyrsta Persaflóastríðinu. Jackson, sem er 79 ára að aldri, sagðist vera djúpt snortinn af verðlaununum og bætti við að hann hefði hlotið nokkur heiðursmerki hvaðanæva úr heim- inum á ævi sinni en þessi væru með- al þeirra sérstökustu sem hann hefði hlotið. Jackson var félagi Martins Luthers Kings á sjöunda áratugnum. FRAKKLAND Macron veitti heiðursverðlaun Heiðraður Jack- son var snortinn. Um þriðjungur Víetnama þarf að halda sig heima við eftir að út- göngubann tók gildi í gær vegna Covid-19 í mörg- um héruðum í suðurhluta landsins. Um 100 milljónir manna búa í Víetnam. Þessar hertu takmarkanir voru settar degi eftir að greint var frá næstum sex þúsund nýjum tilfellum kórónuveirunnar síðasta sólar- hringinn, sem er met í landinu. Íbú- ar í höfuðborginni Hanoi voru einn- ig beðnir um, en ekki skyldaðir til, að halda sig heima við, auk þess sem flestum verslunum hefur verið lokað. Ekki mega fleiri en fimm manns koma saman í opinberu rými. Flest smit hafa greinst í Ho Chi Minh-borg. VÍETNAM Íbúar Hanoi beðnir um að vera heima Smit Útgöngu- bann í gildi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.