Morgunblaðið - 20.07.2021, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 2021
✝
Sigurborg
Bragadóttir
fæddist á Úlfars-
felli í Mosfellsveit
22. mars 1934. Hún
lést á hjartadeild
Landspítalans við
Hringbraut 9. júlí
2021. Foreldrar
Sigurborgar voru
Sólveig Árdís
Bjarnadóttir hús-
móðir, f. 1908, d.
1989, og Bragi Kristjánsson,
bóndi og vörubílstjóri, f. 1907, d.
1967.
Systkini Sigurborgar: Krist-
ján Einar, sjómaður og vörubíl-
stjóri, f. 1932, d. 1986, Sigurður
Breiðfjörð leigubílstjóri, f. 1936,
d. 1988, Árdís Erla, f. 1941. Sig-
urborg giftist Sigurþóri Ellerts-
3) Ellert Bragi, f. 1971, maki
Eva Arna Ragnarsdóttir, f.
1971, börn: Friðlín Björt, f.
1996, Elín Bjarney, f. 1997, og
Jökull Þór, f. 2003.
Sigurborg bjó í Reykjavík
mestanpart ævi sinnar, þar af
yfir 50 ár inni við Elliðaárnar
þar sem faðir hennar var með
búskap. Fljótlega eftir skóla-
göngu byrjaði hún að vinna,
fyrst hjá Sambandinu og síðar
hjá Eggert Kristjánssyni. Hún
helgaði sig svo húsmóður-
störfum en fór aftur út á vinnu-
markaðinn seinna á lífsleiðinni,
og vann hjá Póstinum og síðar
hjá Símanum þar til hún fór á
eftirlaun 70 ára. Sigurborg tók
mikinn þátt í starfi Kvenfélags
Fríkirkunnar í Reykjavík og var
í stjórn þess og formaður til
margra ára. Samhliða störfum
sínum með kvenfélaginu starf-
aði hún einnig í Bandalagi
kvenna í Reykjavík.
Útför Sigurborgar fer fram í
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag,
20. júlí 2021, klukkan 15.
syni, 1. desember
1962. Sigurþór er
fæddur 7.6. 1938,
foreldrar hans voru
Sigþrúður Sig-
urbjarnardóttir
húsmóðir, f. 1893,
d. 1938, og Ellert
Árnason vélstjóri, f.
1896, d. 1981, upp-
eldismóðir Sig-
urþórs var Ragna
Halldórsdóttir, f.
1906, d. 1976. Börn þeirra eru:
1) Sólveig Ragna, f. 1960, maki
Fulvio Bosio, f. 1958, d. 2021,
þeirra synir eru Kristian Þór og
Piero Sigurður, f. 1990, dóttir
Piero er Giselle Björg, f. 2020.
2) Sigþrúður, f. 1961, maki Páll
Þórir Ólafsson, f. 1965, sonur
þeirra er Heimir, f. 1993.
Elskuleg tengdamóðir mín, hún
Sigurborg, hefur kvatt þessa jarð-
vist, fram streyma fallegar minn-
ingar og þakklæti fyrir góða konu
sem var mikil fjölskyldukona og
sú besta amma sem börnin mín
gátu fengið. Hún var alltaf boðin
og búin og þolinmóð, hvort sem
það var í góðu spjalli eða segja
þeim sögur og ófáar voru spila-
stundirnar þar sem þeim voru
kennd hin og þessi spil, þetta voru
gæðastundir þar sem þau fengu
athygli hennar óskipta.
Sigurborg var ljúf en ákveðin
og fylgin sér og föst fyrir ef því var
að skipta og hafði falleg lífsgildi
þar sem hún kom hreint fram og
var áreiðanleg og hjálpsöm. Ég
dáðist alltaf að því hvað hún hugs-
aði vel um útlit sitt, hún var pjatt-
rófa á jákvæðan hátt, en hárið á
henni var alltaf óaðfinnanlegt,
neglurnar vel snyrtar og hún
hugsaði vel um húðina. Við áttum
mjög auðvelt með að gleyma okk-
ur í spjalli um allt sem tengdist
snyrtingu og því hvaða krem væri
best að nota og hún fylgdist vel
með nýjungum og var dugleg að
spyrja hvað myndi nú henta henn-
ar húðgerð best, og var alltaf
tilbúin að prófa eitthvað nýtt.
Hún var dugleg að halda mat-
arboð og bjóða okkur og þegar
hún bauð okkur í lasanja var talið
niður í matarboðið, því hún gerði
það besta lasanja sem ég hef
smakkað, af mikilli ástúð tók elda-
mennskan nánast allan daginn hjá
henni og svo fengum við yfirleitt
að fara með afganginn heim ef ein-
hver var. Mér er minnisstætt fyrir
þremur árum þegar hún bauð
okkur Friðlínu systur að koma því
hún ætlaði að kenna okkur að gera
þennan fræga fjölskyldurétt sem
hún og gerði og þetta var svo
skemmtileg stund sem við áttum
saman og fyrir þessar stundir er
ég þakklát.
Það eru nákvæmlega svona
minningar og stundir sem eru
mikilvægastar í lífinu og ylja
manni á kveðjustundum eins og
núna. Ég hef oft gert þennan góða
rétt, en fengið að heyra frá börn-
unum mínum að ömmu lasanja sé
betra en mitt og grjónagrauturinn
hennar líka betri en minn og ég er
sammála. En ég mun halda áfram
ótrauð að elda „lasanja a la Sig-
urborg“ og heiðra minningu henn-
ar.
Ég má svo til með að minnast á
hundinn okkar hann Mario en
þegar við bjuggum á Spáni kom
Sigurborg í heimsókn til okkar og
við vorum nýbúin að fá okkur
hund. Hún var alls ekki hrifin af
þessu litla, loðna dýri sem var allt-
af að klessa sér upp við hana og
hún sussaði honum burt á kurt-
eislegan hátt og fannst ekkert
sniðugt hvað hann fór mikið úr
hárum. Það leið þó ekki á löngu
þangað til Mario var búinn að
bræða hjarta hennar og tengda-
föður míns og þegar komið var í
heimsókn til þeirra var tekið á
móti honum eins og einu af barna-
börnunum þar sem hann var dekr-
aður á allan hátt.
Sigurborg náði þeim áfanga
síðasta sumar að verða langamma
þegar falleg langömmustelpa
fæddist á Ítalíu, það var gaman að
fylgjast með hversu glöð hún varð
þegar þær fréttir bárust og mig
grunar að hún hafi beðið spennt
eftir að fá þann titil í langan tíma.
Hafðu þökk fyrir allt, ég mun
alltaf minnast þín með þakklæti,
hlýju og virðingu.
Eva Arna Ragnarsdóttir.
Það er kannski klisja að segja
að okkar amma hafi verið besta
amma í heimi en satt er það þó.
Það fannst langar leiðir hvað hún
dýrkaði okkur og dáði en henni
fannst fátt skemmtilegra en að fá
okkur til sín og mikið var alltaf
gott að koma til hennar. Hún
hafði endalausa þolinmæði fyrir
öllu brasi í okkur þegar við vorum
börn sem er smá fyndið eftir á,
þar sem að hún var mjög pottþétt
og allt tipptopp hjá henni en þrátt
fyrir það mátti endalaust skoða og
brasa hjá henni og í dótinu henn-
ar. Með ömmu var einhvern veg-
inn allt skemmtilegt, sama hve
einfalt það var, hún elskaði að
skottast með okkur hvort sem það
var bara í bíltúr, í bakarí, á róló
eða annað. Amma var líka heims-
ins best í að finna upp afþreyingu
fyrir okkur sem þurfti stundum
örlítið að hafa fyrir eins og leikinn
„fela fingurbjörg“ en hann var
ekki flóknari en það að hún faldi
fingurbjörg og við leituðum, samt
sem áður var þetta hin mesta
skemmtun. Eftir því sem við elt-
umst þurfti hún minna að hafa
fyrir okkur en sama hvað við urð-
um gömul þá vorum við aldrei of
gömul fyrir ömmupönnukökur og
spil. Amma kenndi okkur öll
heimsins spil og vorum við farin
að spila alls kyns flókin spil mjög
ung. Það hefur svo eflaust hentað
henni vel að eiga barnabörn sem
finnst gaman að borða þar sem að
hún elskaði að gefa okkur að
borða og hreinlega tók ekki í mál
að bjóða okkur ekki upp á eitt-
hvað þegar við komum, jafnvel
þótt við værum ekki svöng, en yf-
irleitt var nú alltaf pláss fyrir smá
grjónagraut, lasanja eða gulrótar-
köku. Amma gerði ýmislegt í
gegnum tíðina og gerði það allt
vel, en að mínu mati var þó það
besta sem hún gerði að vera
amma okkar.
Þín
Friðlín, Elín og Jökull.
Sigurborg
Bragadóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
bróðir, afi og langafi,
ÓSKAR JÓN KONRÁÐSSON,
Viðjugerði 2, Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans föstudaginn
9. júlí. Hann verður jarðsunginn frá
Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 22. júlí klukkan 13.
Stefanía Eyjólfsdóttir
Sonja Guðrún Óskarsdóttir Páll Ólafsson
Erla Konný Óskarsdóttir
Óskar Páll Óskarsson
Kristinn Konráðsson Kristín Þorgeirsdóttir
Sigurður Konráðsson Dagbjört Jónsdóttir
barnabörn og langafabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ÓLAFÍA ÞORSTEINSDÓTTIR
frá Ölviskrossi,
síðar á Setbergi og í Borgarnesi,
lést á Dvalarheimilinu Silfurtúni í Búðardal
þriðjudaginn 13. júlí. Útför hennar fer fram frá Borgarneskirkju
laugardaginn 24. júlí klukkan 14.
Kristvin Ómar Jónsson Eygló Sigurðardóttir
Jón Bergmann Jónsson Bryndís Ólafsdóttir
Þorsteinn Jónsson
Sigurður Þór Jónsson
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
SVERRIR HAUKUR HALLDÓRSSON
rafeindavirkjameistari
lést í Reykjavík laugardaginn 17. júlí.
Útför hans fer fram frá Neskirkju
föstudaginn 23. júlí klukkan 13.
Anna Rut Sverrisdóttir Birgir Þórarinsson
Eydís Dóra Sverrisdóttir
og barnabörn
Systir okkar,
GUÐRÚN STEINÞÓRSDÓTTIR
frá Brekku í Dýrafirði,
lést á Tjörn, dvalarheimili aldraðra á
Þingeyri, miðvikudaginn 14. júlí.
Útförin fer fram frá Þingeyrarkirkju
laugardaginn 24. júlí klukkan 14.
Gunnar Steinþórsson Kristín Lýðsdóttir
Elsku eiginmaður minn, faðir okkar, sonur,
tengdasonur og bróðir,
JÓHANN ÓSKAR JÓHANNESSON,
vélvirkjameistari og smiður,
Þórunnarstræti 119, Akureyri,
lést í faðmi fjölskyldunnar 14. júlí.
Hann verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju
föstudaginn 23. júlí klukkan 13.
Lilja Guðmundsdóttir
Eggert Snær Jóhannsson
Sigurrós Birta Jóhannsdóttir
Hilmar Logi Jóhannsson
Eggert Jóhannsson
Systkini Jóhanns og fjölskyldur
Sigurrós Pétursdóttir
Guðmundur Sigurpálsson
Elsku hjartans maðurinn minn, pabbi okkar,
tengdapabbi og afi,
GUÐJÓN HEIÐAR GUNNBJÖRNSSON
húsasmíðameistari,
Hólahjalla 2, Kópavogi,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 13. júlí.
Útförin fer fram frá Digraneskirkju þriðjudaginn 27. júlí klukkan
13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Heru
líknarheimaþjónustu og Krabbameinsfélagið.
Elínborg Sigvaldadóttir
Guðrún María Guðjónsdóttir Elías Mikael Vagn Siggeirsson
Hafsteinn Örn Guðjónsson
Ragnheiður E. Guðjónsdóttir
Þórey Elísabet Elíasdóttir
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
SIGURÐUR INDRIÐASON,
fyrrverandi forstöðumaður
Bifreiðaeftirlits ríkisins á Akureyri,
lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri
föstudaginn 16. júlí.
Útförin verður auglýst síðar.
Steinunn Sigurðardóttir Árni Bjarnason
Jón Gunnar Sigurðsson Sigrún Sigurgeirsdóttir
Sigurður U. Sigurðsson Þórdís Jónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær bróðir okkar,
ÞRÖSTUR GUÐBJARTSSON,
leikari og leikstjóri,
Hverfisgötu 7, Hafnarfirði,
lést laugardaginn 17. júlí
á Líknardeild Landspítalans, Kópavogi.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
mánudaginn 26. júlí klukkan 13.
Örn Guðjónsson Sigurósk Garðarsdóttir
Vilhelm V. Guðbjartsson Guðrún Ragnarsdóttir
Ólöf María Guðbjartsdóttir Jónas Pétur Sigurðsson
Svanur Guðbjartsson Ólöf Magnúsdóttir
Guðrún Guðbjartsdóttir Bjarni Albertsson
Unnur Guðbjartsdóttir Garðar Benediktsson
Kristín Þóra Guðbjartsdóttir Sigurður Stefán Jónsson
Birna Guðbjartsdóttir Sölvi Rúnar Sólbergsson
Bára Guðbjartsdóttir Jón Haukdal Kristjánsson
Sif Guðbjartsdóttir Róbert Edward Róbertsson
Íslenskt þjóð-
félag hefur breyst
hratt á fáum árum.
Fáir kannast lengur
við að fara á vertíð, borða þver-
skorna ýsu eða bera harm sinn í
hljóði. Nú er keppst við að finna
sig, borða sushi og tjá tilfinningar
sínar á samfélagsmiðlum. Lífs-
viðhorf Elísabetar mótuðust m.a.
af þessum samfélagslegu vaxtar-
kippum. Það örlaði samt ekki á
togstreitu milli þess gamla og
nýja. Hún vissi hvað skipti máli.
Hverju bæri að halda og hafna.
Hún var íhaldssöm en um leið
framsýn og umburðarlynd, að-
haldssöm en örlát, bjartsýn þrátt
fyrir áföll og mótlæti, en raunsæ.
Alltaf hrein og bein.
Ég verð ævinlega þakklát fyrir
Elísabet
Guðmundsdóttir
✝
Elísabet Guð-
mundsdóttir
fæddist 5. nóv-
ember árið 1967.
Hún lést 10. júlí
2021.
Hún var jarð-
sungin 19. júlí 2021.
margar en samt allt
of fáar samveru-
stundir þar sem við
fjargviðruðumst yf-
ir kósí kynslóðinni
um leið og við sötr-
uðum kaffi eða hvít-
vín og jöpluðum á
sjávarfangi, ostum,
ólífum og nýbökuðu
súrdeigsbrauði.
Stundum vorum við
bara tvær en oft
þrjár eða í góðra vina hópi. Um-
ræðurnar snerust líka um stjórn-
mál, Jane Austen, fræðslumál,
ferðalög, kóngafjölskyldur, antík,
bókhald, heilsuna, gleði og sorg.
Hún kenndi mér að sorgin getur
verið falleg, en til að svo megi
verða þurfa allir að vanda sig,
líka sá sem kveður. Og þar stóð
Elísabet sína plikt eins og við
annað í lífinu.
Elsku Emil, Fanný, Guð-
munda, Svavar, Elísabet og
Katrín. Megi Guð geyma ykkur
og hugga.
Berglind Einarsdóttir og
fjölskyldan á Hlauphólum.
Morgunblaðið birtir minningargreinar
endurgjaldslaust alla útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til
birtingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar