Morgunblaðið - 27.07.2021, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.07.2021, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 2021 PON er umboðsaðili PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður Sími 580 0110 | pon.is Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna! GÆÐI OG ÞJÓNUSTA STUTT « Arctic Green Energy, sem stofnað var til að þróa og reka umhverfisvænar jarðhitaveitur í Asíu með íslensku hug- viti og þekkingu, hefur fengið 240 millj- ónir dollara, jafnvirði u.þ.b. 30 millj- arða íslenskra króna, í formi nýs hlutafjár frá Þjóðarsjóði Singapúr, GIC. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fyrirtækin sendu frá sér um miðjan dag í gær. Þar segir að Arctic Green sé orðinn stór leikandi á heimsvísu við orkuskipti sem miði að kolefnislausri orkufram- leiðslu. Það hafi fyrirtækið nú síðast gert með þróun og uppbyggingu þess fyrirtækis á sviði jarðhitanýtingar sem vaxi hraðast í heiminum. Er þar vísað til Sinopec Green Energy í Kína sem er í eigu Sinopec og Arctic Green. Haukur Harðarson, stjórnarformaður og stofnandi Arctic Green Energy, segir fjárfestingu GIC í fyrirtækinu auka mjög burði fyrirtækisins til þess að ráðast í fjölda nýrra verkefna. „Að brjóta niður skorsteina og um- breyta fleiri borg- um í átt til heilsu- samlegra lifnaðar- hátta er nú raunverulegur kostur og við horf- um björtum aug- um til samstarfsins við GIC til að gera þetta að veruleika.“ Forsvarsmenn GIC ítreka í yfirlýsingu að þeir séu lang- tímafjárfestir sem líti á Arctic Green sem leiðandi á heimsvísu við innleið- ingu jarðhitanýtingar til húshitunar. Þeir hlakki til að styðja við bak fyrir- tækisins við frekari vöxt á Evrópumark- aði. J.P. Morgan var ráðgjafi Arctic Green Energy í viðræðum við GIC sem lauk með fjárfestingu sjóðsins í fyrirtækinu. Arctic Green Energy fær 30 milljarða króna í formi nýs hlutafjár frá Þjóðarsjóði Singapúr Haukur Harðarson « Hlutabréf Icelandair Group lækkuðu um tæp 5% í viðskiptum gærdagsins. Félagið hafði hækkað um tæp 6% í við- skiptum á föstudag en mörkuðum var lokað áður en sóttvarnaráðstafanir stjórnvalda voru kynntar. Ekkert félag á aðalmarkaði lækkaði með viðlíka hætti í gær. Á First North lækkaði Play um 2,3% og Solid Clouds um 5,3%. Icelandair lækkaði mest Fyrirhugaðar höfuðstöðvar Landsbankans eru að taka á sig mynd en fram undan er að klæða húsið að utan með steinum. Þær upplýsingar fengust frá Landsbank- anum að klæðningin er úr íslensku blágrýti. „Um er að ræða um það bil 3.000 m2 af klæðningu fyrir útveggi hússins. Vinna við utanhússklæðningu fer fram samhliða fullnaðarfrágangi. Reiknað er með að húsið verði tekið í notkun á seinni hluta ársins 2022. Uppsetning á klæðningu hefst með því að leiðarar til festinga á klæðningu eru festir á útveggi. Sá verkþáttur er þegar hafinn,“ sagði í svari frá bankanum um verkefnið. Glerhjúpur setur sem kunnugt er mikinn svip á Hörpu, austan við fyrirhugaðar höfuð- stöðvar bankans, og verður því athyglisvert að sjá hvernig hjúparnir kallast á, ef svo má að orði komast, þegar Landsbankinn tekur húsið í notkun á næsta ári. baldura@mbl.is Uppsetning blágrýtishjúpsins á Landsbankahöllinni að hefjast Morgunblaðið/BaldurTeikning/Arkþing Nordic og C.F. Møller 27. júlí 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 126.6 Sterlingspund 174.14 Kanadadalur 100.74 Dönsk króna 20.032 Norsk króna 14.318 Sænsk króna 14.594 Svissn. franki 137.48 Japanskt jen 1.1451 SDR 179.85 Evra 149.0 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 177.0551 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans, segir vaxtalækkanir jafnan leiða til hærra fasteignaverðs þegar til skamms tíma er litið. Það sé hins vegar ekki hlutverk peningastefnu- nefndar að taka afstöðu til áhrifa þessa á dreifingu eigna og tekna. Tilefnið er viðtal við Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, í Morgun- blaðinu í gær en hann sagði hækk- andi fasteignaverð áhyggjuefni. Taldi jafnframt að stjórnvöld hefðu sýnt andvaraleysi með því að grípa ekki til fleiri mótvægisaðgerða vegna áhrifa vaxtalækkana á fasteignaverðið. Óvissan var mikil Gylfi rifjar upp að hækkun fast- eignaverðs auki eftirspurn í hagkerf- inu vegna meiri framkvæmda sem sé tilgangur vaxtalækkunar við núver- andi aðstæður. Þegar vextir voru lækkaðir hafi jafnframt verið mikil óvissa um þróun eignaverðs sem hefði getað lækkað vegna samdráttar í ferðaþjónustu vegna farsóttarinnar, ef ekki hefðu komið til lægri vextir. Þá hafi þeir í för með sér hærra verð hlutabréfa og fyrirtæki fái þá hagstæðari fjár- mögnun sem auki eftirspurn. „Hærra fast- eigna- og hluta- bréfaverð stuðlar einnig að meiri einkaneyslu með því að bæta eigna- stöðu heimila. Þetta er allt hluti af hefðbundnu miðlunarferli peninga- stefnu sem hefur þau áhrif að draga úr atvinnuleysi en það bitnar helst á þeim sem lægstu tekjurnar hafa. Eignafólkið efnast meira Þessi þróun hefur hins vegar áhrif á eignaskiptinguna í samfélaginu. Þeir sem skulda mest og eiga miklar eignir horfa fram á meiri aukningu í ráðstöfunartekjum vegna lægri greiðslubyrði, ef þeir endurfjár- magna lán, en þeir sem skulda minna. Sömuleiðis njóta þeir hækkandi eignaverðs í meira mæli en hinir,“ segir Gylfi og bendir á að einnig séu tengsl á milli tekna og hlutabréfa- eignar og því hafi hækkandi hluta- bréfaverð áhrif á eignaskiptinguna. „Þeir sem eiga hlutabréf hafa gjarnan meiri tekjur og sömuleiðis er eldra fólk líklegt til að eiga hlutabéf og njóta þess þegar þau hækka í verði. Það er hins vegar ekki hlutverk peningastefnunefndar að skipta sér af tekjuskiptingu og eignaskiptingu. Það hlutverk hafa lýðræðislega kjör- in stjórnvöld sem hafa umboð kjós- enda í lýðræðisríki en þau geta haft áhrif á tekju- og eignaskiptingu með sköttum og tilfærslum ef þau telja það skynsamlegt,“ segir Gylfi. Auki eftirspurn í atvinnuleysi Markmið peningastefnu sé að halda verðlagi stöðugu sem feli í sér að auka eftirspurn þegar atvinnuleysi eykst og draga úr eftirspurn þegar mikil spenna er á vinnumarkaði. Varðandi fasteignamarkaðinn sé þýðingarmikið að skuldsetning heim- ila vaxi ekki svo mikið að hún verði ósjálfbær og að ekki myndist bóla út af spákaupmennsku, sem aftur geti ógnað fjármálastöðugleika. Þetta sé ekki upp á teningnum hér enda hafi dregið úr hækkun á verði húsnæðis síðustu mánuði og hún sé minni en hún var t.d. árið 2017. Þróun fast- eignaverðs undanfarið sé í samræmi við þróun ráðstöfunartekna og vaxta. Verðið verður að óbreyttu hátt Spurður hvort þess sé að vænta að raunverð íbúða á höfuðborgarsvæð- inu verði áfram sögulega hátt, ef vextir haldast lágir, segir Gylfi að bú- ast megi við því til skamms tíma að öðru óbreyttu en það fari mikið eftir þróun farsóttarinnar. Á hinn bóginn verði þá meira byggt sem aftur auki framboðið til lengri tíma litið. Gylfi bendir jafnframt á að þegar vextir séu lágir geti lífeyrissjóðir lent í erfiðleikum með að finna góða ávöxtun. Þeir vilji enda jafnan síður taka mikla áhættu og skuldabréf gefi takmarkaða ávöxtun í lágvaxta- umhverfi. Hins vegar sé eignaverð hátt í slíku umhverfi. „Þú getur ekki fengið lága vexti á húsnæðislánum, lágt fasteignaverð og svo „réttláta“ eignaskiptingu og góða ávöxtun á sparnað. Heimurinn er ekki svona. Það hefur allt sína kosti og galla. Það er ekki hægt að eiga kökuna og borða hana samtímis. Það er einnig mikilvægt að taka fram að þótt verkalýðsfélög geti með ábyrgum launakröfum stuðlað að lægra vaxtastigi getur peningastefna aldrei verið hluti af kjarasamningum. Það er ekki hægt að semja um vexti, þeir eru ákveðnir á hverjum tíma til þess að halda verðlagi stöðugu sam- kvæmt lögum. Hluti af alþjóðlegri þróun „Þetta er þróun sem á sér stað um allan heim. Eftir peningaprentunina í Bandaríkjunum hafa hlutabréf hækkað í verði og þeir sem eiga mikl- ar eignir hafa hagnast. Þar eins og hér eiga þeir sem eiga peningalegar eignir fáa kosti þegar vextir eru lægri og sækja því í hlutabréf sem þá hækka í verði, allt eftir skólabókinni. Faraldurinn hefur því áhrif á eigna- skiptingu. Þetta er hálfgerð tíma- sprengja af því stjórnvöld á [Vestur- löndum] hafa ekki leiðrétt eigna- skiptinguna, einkum vegna óvissu um þróun farsóttar og væntanlega einnig af pólitískum ástæðum. Það er mikil óvissa um framtíðina og stjórnvöld eiga í fullt í fangi með önnur mál,“ segir Gylfi Zoega. Skipta sér ekki af tekjuskiptingu - Nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans segir viðbúið að lægri vextir ýti undir íbúðaverð - Það eigi ekki að koma formanni VR á óvart - Eignatilfærsla í faraldrinum sem tifandi tímasprengja Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Austurhöfn Íbúðir hafa hækkað í verði. Þessi kostar um 500 milljónir. Gylfi Zoega

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.