Morgunblaðið - 27.07.2021, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 2021
Pepsi Max-deild karla
KR – Fylkir............................................... 4:0
Staðan:
Valur 14 9 3 2 25:13 30
Víkingur R. 14 8 5 1 22:12 29
KR 14 7 4 3 24:14 25
Breiðablik 13 7 2 4 29:18 23
KA 13 7 2 4 19:9 23
FH 13 5 3 5 18:17 18
Leiknir R. 14 5 2 7 15:19 17
Keflavík 13 5 1 7 17:22 16
Fylkir 14 3 5 6 17:25 14
Stjarnan 14 3 4 7 14:23 13
HK 14 2 4 8 14:26 10
ÍA 14 2 3 9 13:29 9
Markahæstir:
Nikolaj Hansen, Víkingi R ....................... 13
Sævar Atli Magnússon, Leikni R............. 10
Steven Lennon, FH..................................... 8
Joey Gibbs, Keflavík ................................... 8
Patrick Pedersen, Val ................................. 6
Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA ......... 6
Ásgeir Sigurgeirsson, KA .......................... 6
Lengjudeild kvenna
Grindavík – Grótta ................................... 3:1
Víkingur R. – Haukar .............................. 2:0
FH – Augnablik........................................ 7:1
HK – Afturelding ..................................... 0:2
Staðan:
KR 11 9 1 1 32:14 28
FH 12 8 2 2 32:11 26
Afturelding 12 7 4 1 29:11 25
Víkingur R. 12 4 4 4 20:22 16
Haukar 12 4 3 5 17:19 15
Grótta 12 4 1 7 17:26 13
Grindavík 12 2 5 5 17:22 11
ÍA 11 3 1 7 11:26 10
HK 11 2 3 6 14:26 9
Augnablik 11 2 2 7 17:29 8
2. deild kvenna
SR – ÍR...................................................... 2:8
Staðan:
FHL 10 9 0 1 46:12 27
Völsungur 9 7 1 1 22:10 22
KH 9 7 0 2 30:8 21
Fram 9 7 0 2 26:11 21
Fjölnir 9 6 1 2 36:12 19
ÍR 9 4 1 4 25:21 13
Sindri 9 4 0 5 20:23 12
Hamrarnir 9 3 2 4 21:19 11
Einherji 10 2 3 5 18:19 9
Hamar 8 2 3 3 14:18 9
SR 9 1 1 7 17:28 4
Álftanes 9 1 0 8 6:19 3
KM 9 0 0 9 1:82 0
Bandaríkin
New England – CF Montréal ................. 2:1
- Arnór Ingvi Traustason lék í 63 mínútur
með New England og lagði upp fyrra mark
liðsins.
- Róbert Orri Þorkelsson var ekki í leik-
mannahópi CF Montréal.
New York City – Orlando City............... 5:0
- Guðmundur Þórarinsson var varamaður
hjá New York og kom ekki við sögu.
_ Efst í Austurdeild: New England 33,
Nashville 26, Orlando City 25, Philadelphia
Union 24, Columbus Crew 24, New York
City 23, CF Montréal 22.
Svíþjóð
Varberg – Gautaborg ............................. 2:0
- Kolbeinn Sigþórsson lék fyrstu 84 mín-
úturnar fyrir Gautaborg.
Staða efstu liða:
Malmö 13 9 2 2 31:16 29
Djurgården 12 8 3 1 22:7 27
Elfsborg 13 7 2 4 19:13 23
Hammarby 12 6 3 3 24:16 21
AIK 12 6 3 3 16:12 21
Norrköping 12 5 2 5 15:12 17
Häcken 12 4 4 4 17:16 16
Danmörk
SönderjyskE – Vejle................................ 1:0
- Kristófer Ingi Kristinsson kom inn á 77.
mínútu hjá SönderjyskE.
Staða efstu liða:
Randers 2 1 1 0 3:1 4
OB 2 1 1 0 3:2 4
Viborg 2 1 1 0 3:2 4
SønderjyskE 2 1 1 0 1:0 4
>;(//24)3;(
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin:
Eimskipsv.: Þróttur R. – Keflavík ...... 19.15
1. deild karla, Lengjudeildin:
Saltpay-völlur: Þór – Fram ...................... 18
1. deild kvenna, Lengjudeildin:
Norðurálsvöllur: ÍA – KR.................... 19.15
Í KVÖLD!
Manchester United og Real Madríd
hafa komist að samkomulagi um
kaupverð á franska knattspyrnu-
manninum Raphael Varane og má
búast við því að félagsskiptin verði
opinberuð á næstu dögum.
Samkvæmt BBC mun United
greiða um 42 milljónir punda fyrir
miðvörðinn sem hefur verið lyk-
ilmaður Real og franska landsliðs-
ins um árabil. Hann varð heims-
meistari með Frökkum sumarið
2018 og sigraði í Meistaradeild Evr-
ópu með Real Madríd þrjú ár í röð,
2016, 2017 og 2018.
Man. Utd. að
kaupa Varane
AFP
Félagsskipti Raphael Varane er á
leiðinni til Manchester United.
Ingunn Haraldsdóttir, fyrirliði KR,
hefur samið við grísku meistarana
PAOK og verður þar með fyrsta ís-
lenska knattspyrnukonan til að
spila með grísku liði. Ingunn er 26
ára varnarmaður, hefur spilað með
KR frá 2017 en lék áður með Val,
Aftureldingu og HK/Víkingi og
yngri landsliðum Íslands. PAOK
varð grískur meistari með yfir-
burðum á síðasta tímabili, vann alla
sína leiki, og hefur leikið í Meist-
aradeildinni undanfarin ár. Liðið
tekur einmitt þátt í fyrstu umferð
hennar í næsta mánuði.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fyrirliði Ingunn Haraldsdóttir fagn-
ar marki í leik með KR-ingum.
Fyrst til að spila
í Grikklandi
KR – FYLKIR 4:0
1:0 Atli Sigurjónsson 9.
2:0 Óskar Örn Hauksson 38.
3:0 Kristján Flóki Finnbogason 56.
4:0 Ægir Jarl Jónasson 78.
MM
Atli Sigurjónsson (KR)
Kristinn Jónsson (KR)
M
Arnór Sveinn Aðalsteinsson (KR)
Pálmi Rafn Pálmason (KR)
Kennie Chopart (KR)
Theódór Elmar Bjarnason (KR)
Óskar Örn Hauksson (KR)
Stefán Árni Geirsson (KR)
Ásgeir Eyþórsson (Fylki)
Dómari: Sigurður H. Þrastarson – 6.
Áhorfendur: 412.
FÓTBOLTINN
Kristófer Kristjánsson
kristoferk@mbl.is
KR-ingar virðast vera að finna sitt
allra besta form á Íslandsmótinu í
knattspyrnu eftir afar sannfærandi
4:0-stórsigur á Fylki á Meist-
aravöllum í lokaleik 14. umferð-
arinnar í gærkvöldi. Vesturbæingar
eru þar með komnir með 25 stig í
þriðja sæti deildarinnar, hafa unnið
þrjá af síðustu fjórum leikjum sín-
um, og eru nú fimm stigum á eftir
toppliði og Íslandsmeisturum Vals.
Reykjavíkurstórveldin mætast ein-
mitt á Hlíðarenda í næstu umferð.
_ Óskar Örn Hauksson var eins
og oft áður í lykilhlutverki í leik KR-
inga í gær en fyrirliðinn náði þar að
auki stórum áfanga með því að leika
sinn 400. deildaleik á ferlinum,
heima og erlendis, auk þess að skora
sitt 100. mark. Hann kom KR í 2:0 á
38. mínútu þegar boltinn hrökk af
honum og í netið eftir að varn-
armaður náði að koma sér fyrir skot
Kennie Chopart á marklínu. Hann
fékk svo dauðafæri í síðari hálfleik,
en skaut í þverslá, og átti svo glæsi-
skot skömmu síðar, af 20 metra færi,
í innanverða stöngina og út. Óskar
verður 37 ára í næsta mánuði og það
telst til tíðinda ef hann missir af leik
en hann er nú búinn að spila 130 leiki
í röð með KR í úrvalsdeildinni og
missti síðast af deildaleik með liðinu
sumarið 2015.
„KR-ingar áttu eflaust einn sinn
allra besta leik á tímabilinu. Þeir
réðu ferðinni frá fyrstu mínútu þar
sem þeir komu mjög ákveðnir og
innstilltir til leiks, náðu forystunni
snemma og voru með undirtökin all-
an tímann,“ skrifaði Víðir Sigurðs-
son m.a. um leikinn á mbl.is. Eins og
fyrr segir heimsækja KR-ingar næst
topplið Vals en fimm stig skilja liðin
að. Vesturbæingar fóru hægt af stað
í sumar, unnu ekki nema tvo af
fyrstu sex leikjum sínum og voru um
tíma átta stigum á eftir Völsurum.
Þeir gætu hins vegar saxað þá for-
ystu niður í tvö stig og gert alvöru-
áhlaup að Íslandsmeistaratitlinum
með sigri á fjendum sínum á Hlíð-
arenda í næsta leik.
Einn besti
leikur KR
Morgunblaðið/Unnur Karen
Vesturbær KR-ingurinn Kristinn Jónsson og Fylkismaðurinn Óskar Borg-
þórsson fylgjast með boltanum á Meistaravöllum í leiknum í gærkvöldi.
- Óskar Örn náði stórum áfanga
Ólympíuleikar
Karlar, C-riðill:
Argentína – Slóvenía........................ 100:118
Japan – Spánn....................................... 77:88
_ Slóvenía 2, Spánn 2, Argentína 1, Japan
1.
Konur, A-riðill:
Suður-Kórea – Spánn........................... 69:73
Serbía – Kanada ................................... 72:68
_ Spánn 2, Serbía 2, Kanada 1, Suður--
Kórea 1.
4"5'*2)0-#
FH er áfram í öðru sæti í fyrstu
deild kvenna í knattspyrnu,
Lengjudeildinni, eftir afar sannfær-
andi 7:1-sigur á Augnabliki í Hafn-
arfirðinum í gærkvöldi. Aftureld-
ing, sem einnig er í harðri
toppbaráttu, er í þriðja sætinu eftir
2:0-sigur á HK á útivelli.
Alls voru fjórir leikir í Lengju-
deildinni spilaðir í 12. umferðinni í
gær en henni lýkur í kvöld þegar
topplið KR heimsækir ÍA. KR er
með 28 stig eftir 11 leiki en FH er
nú með 26 stig að 12. leiknum lokn-
um þökk sé stórsigrinum í gær. Aft-
urelding er svo með 25 stig í þriðja
sætinu eftir sína 12 leiki og sig-
urinn í Kórnum.
Grindavík lyfti sér úr fallsæti
með 3:1-sigri á Gróttu á heimavelli
og Víkingur vann Hauka 2:0 í Foss-
voginum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Barátta FH og Afturelding eru í hörðum slag um úrvalsdeildarsæti.
Liðin í toppbaráttunni
unnu leiki sína í gær
Kórónuveirufaraldurinn er aftur
farinn að herja á Íslandsmótið í
knattspyrnu, en leikmenn fjögurra
liða í tveimur efstu deildum karla
og kvenna hafa greinst með veir-
una á undanförnum dögum.
Allur leikmannahópur Leiknis úr
Reykjavík er kominn í sóttkví eftir
að einn leikmaður liðsins greindist
með veiruna samkvæmt heimildum
fótbolta.net. Umræddur leikmaður
tók ekki þátt í leik liðsins gegn KA í
Breiðholtinu á sunnudaginn, en
Leiknismenn eiga næst að spila
gegn Fylki í Árbænum á þriðjudag-
inn eftir viku.
Hjá Fylki er svo einnig smit en
það er í herbúðum meistaraflokks
kvenna. Leikmaður liðsins greind-
ist með veiruna í gær og er búið að
fresta leik Fylkis og Vals sem átti
að fara fram á morgun.
Afleit staða í Ólafsvík
Fresta þurfti tveimur leikjum í
fyrstu deild karla um helgina. Vík-
ingar í Ólafsvík gátu ekki tekið á
móti Frömurum á föstudaginn
vegna smits í hópnum. Þá sagði
Guðjón Þórðarson, þjálfari liðsins, í
samtali við Valtý Björn Valtýsson í
hlaðvarpsþættinum Minni skoðun
að staðan hjá liðinu væri erfið.
Fjórir leikmenn Ólafsvíkinga eru
smitaðir og í einangrun en allir aðr-
ir leikmenn liðsins og þjálfarar eru
í sóttkví. „Þetta er afleit staða en
maður verður bara að vona það
besta,“ sagði Guðjón Þórðarson.
Sömuleiðis kom upp smit í her-
búðum Kórdrengja og þurfti því að
fresta leik liðsins gegn Aftureld-
ingu sem fyrst átti að fara fram á
föstudaginn, svo laugardaginn áður
en honum var frestað ótiltekið.
Veiran riðlar Íslands-
mótinu á nýjan leik
Morgunblaðið/Haukur Gunnarsson
Veiran Margir eru komnir í sóttkví.