Morgunblaðið - 27.07.2021, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.07.2021, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 2021 ✝ Sigurlaug Jónsdóttir fæddist á Sauð- árkróki 21. ágúst 1927. Hún and- aðist á líknardeild Landspítalans 15. júlí 2021. Foreldrar hennar voru Ragnhildur Páls- dóttir Leví frá Heggstöðum í Húnaþingi, f. 15.1. 1895, d. 13.2. 1970, og Jón Sigtryggsson frá Fram- nesi í Skagafirði, f. 8.3. 1893, d. 3.12. 1974. Systkini hennar eru Ingibjörg Pála, f. 24.5. 1926, Páll Leví, f. 25.8. 1928, d. 23.4. 1941, Sigrún Tryggv- ina, f. 24.6. 1931, d. 10.4. 2018, og Guðný, f. 11.10. 1932, d. 10.4. 1937. Sigurlaug giftist 12.12. 1953 Árna Jónssyni, hús- gagnaarkitekt og hús- gagnasmíðameistara, f. 2.4. 1929 á Kópaskeri, d. 1.12. 1983. Foreldrar hans voru Valgerður Guðrún Sveins- dóttir frá Felli í Sléttuhlíð í Skagafirði, f. 8.12. 1895, d. 10.11. 1983, og Jón Árnason frá Garði í Mývatnssveit, f. ull, f. 2013, og Indíana Hulda, f. 2016. c) Árni Pétur, f. 1995. 4. Ragnar, f. 1968, kvæntur Áslaugu Björgvinsdóttur, f. 1966. Börn þeirra eru a) Elín Ragnhildur, f. 2003, b) Björg- vin Hugi, f. 2005 og c) Þur- íður Helga, f. 2007. Sigurlaug gekk í Sam- vinnuskólann í Reykjavík. Að námi loknu vann hún við skrifstofustörf hjá Hampiðj- unni í Reykjavík. Hún hélt síðan til Kaupmannahafnar árið 1949 og stundaði þar nám við Håndarbejdets Fremme. Síðar vann hún hjá endurskoðanda og starfaði við bókhald þar ytra. Í Kaup- mannahöfn felldu þau hugi saman Sigurlaug og Árni sem nam húsgagnaarkitektúr þar í borg. Sigurlaug og Árni sigldu heim til Íslands sum- arið 1953 og stofnuðu þá hús- gagnaverkstæði og verslun við Laugaveginn sem bar heitið Húsgagnaverslun Árna Jónssonar. Síðar hófu þau einnig sölu á listmunum og gjafavöru. Frá árinu 1977 var verslunin rekin undir nafninu Kúnst. Eftir fráfall Árna árið 1983 rak Sigurlaug versl- unina í sjö ár. Hún starfaði síðan um árabil sem sjálf- boðaliði í verslun Rauða krossins á Landspítalanum við Hringbraut. Sigurlaug verður jarð- sungin frá Bústaðakirkju í dag, 27. júlí 2021, klukkan 13. 10.9. 1889, d. 10.1. 1944. Sigurlaug og Árni eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1. Jón Þór, f. 1954, kvæntur Hallfríði Sigurð- ardóttur, f. 1961. Börn þeirra eru a) Árni, f. 1993, og b) Sigurður Kristinn, f. 1996, maki Margrét Ýr Ólafsdóttir, f. 1997. 2. Páll, f. 1957, kvæntur Eddu Lilju Sveinsdóttur, f. 1958. Börn þeirra eru a) Örn, f. 1987, maki Valgerður Guðmunds- dóttir, f. 1988, dóttir þeirra er Lilja, f. 2017. b) Harpa, f. 1989, maki Eyþór Björnsson, f. 1988, þeirra synir eru Dag- ur, f. 2016, og Kári, f. 2018, c) Sveinn, f. 1992, maki Renfei Liu, f. 1995. 3. Ásdís, f. 1962, gift Jóni Bergsveinssyni, f. 1960. Börn þeirra eru a) Sig- urlaug, f. 1984, maki Sævar I. Haraldsson, f. 1984, börn þeirra eru Róbert Hugi, f. 2010, Hrafn, f. 2011, og Auður Rut, f. 2014. b) Kristín Rut, f. 1985, maki Úlfar G. Finsen, f. 1982, börn þeirra eru Jón Jök- Rúm þrjátíu ár eru síðan ég kynntist tengdamóður minni Sig- urlaugu Jónsdóttur, Diddu, þeg- ar við Ragnar sonur hennar fór- um að vera saman. Margs er að minnast og þakka fyrir. Didda var afar vel gefin, minnug og skemmtileg. Hún var raungóð og rausnarleg við afkomendur sína og tengdabörn. Þótt líkamleg heilsa væri farin að gefa sig síð- ustu árin var andlegt jafnvægi og vitræn geta í toppstandi allt fram á síðasta dag. Didda lauk samvinnuskóla- prófi átján ára gömul og vann við bókhald og skrifstofustörf að því loknu, fyrst hér heima en frá árinu 1949 í Kaupmannahöfn þar til hún og Árni eiginmaður henn- ar komu heim sumarið 1953. Eft- ir heimkomuna hófust þau handa við að koma undir sig fótunum og stofna húsgagnafyrirtæki og verslun. Árni hannaði og smíðaði húsgögn sem þau seldu í versl- uninni. Didda tók þátt í rekstr- inum samhliða barnauppeldi og heimilisstörfum. Hún saumaði m.a. áklæði á svefnbekki og púða. Þá var ekki verra að hafa lært kjólasaum í Kaupmanna- höfn. Hjónaband Diddu og Árna var einstaklega farsælt. Þar ríkti gagnkvæm ást, virðing og traust. Þau voru samrýnd og samhent í öllu sem þau tóku sér fyrir hend- ur. Árni lést langt fyrir aldur fram, aðeins 54 ára að aldri, eftir nokkurra mánaða veikindi. Það var stórt áfall og sorgin mikil en lífið hélt áfram. Hún tók við starfi Árna við rekstur verslun- arinnar og þegar hún seldi hana árið 1990 leigði hún út atvinnu- húsnæðið að Laugavegi 40. Didda nefndi stundum að henni hefði raunar þótt miklu skemmtilegra að afgreiða í búð- inni en að sinna heimilisstörfum. Dugnaður Diddu, agi, þraut- seigja og sjálfstæði fór ekki fram hjá neinum sem henni kynntist. Hennar besta hrós um fólk og við fólk var að það væri duglegt. Didda hélt áfram að tileinka sér nýja færni þótt aldurinn færðist yfir. Þegar iPad og iP- hone, öll öppin og samfélagsmiðl- arnir komu til sögunnar tileink- aði hún sér þessa nýju möguleika. Hún las Morgunblað- ið og Fréttablaðið á hverjum degi og leysti krossgátur, sudoku og allar aðrar hugarþrautir sem blöðin buðu upp á. Þar hjálpaði að hún var alla tíð sérstaklega talnaglögg. Hún hafði skoðanir á mönnum og málefnum, s.s. hár- greiðslu afkomenda sinna, fata- vali og förðun, aðild Íslands að ESB og þriðja orkupakkanum. Hún hafði gaman af að spila, s.s. Skrafl og Rummikub, og spilaði leikinn Candy Crush á iPadinum þar sem hún komst í borð 1.872 áður en hún þurfti að leggja iPadinn til hliðar nokkrum dög- um fyrir andlátið. Didda var komin á áttræðis- aldur þegar hún lagðist fyrst á spítala til annars en að eiga börn. Hún veiktist nokkrum sinnum al- varlega og var hætt komin en alltaf stóð hún veikindin af sér. Hún var þakklát fyrir það og fólkið sitt. Í fjölskylduboði þar- síðustu jól hjá syni sínum orðin veik til heilsunnar sagði hún glaðlega: „Mikið er ég þakklát fyrir að vera á lífi og geta verið hér með ykkur.“ Og hún geislaði af þakklæti og ánægju þegar hún sagði þetta. Það var fallegt og eftirminnilegt. Ég, Ragnar og börnin okkar söknum Diddu og erum innilega þakklát fyrir tím- ann með henni. Áslaug Björgvinsdóttir. Elsku Didda amma Það er okkur systrum ljúfsárt að kveðja þig í hinsta sinn. Þú áttir langa og góða ævi og það er gott að hugsa til þess að nú séuð þið afi loksins sameinuð, en við munum sakna þess að kíkja til þín í rótsterkt kaffi og kræsingar og ræða hin ýmsu mál. Síðustu mánuði og ár rifjaðirðu gjarnan upp gamla tíma sem er dýrmætt að hafa fengið að heyra um. Langömmubörnin munu sakna ömmu-súkkulaðigríss og verður minningu þinni haldið á lofti með súkkulaði á tyllidögum, eða bara alla daga. Við systur vorum svo heppnar að hafa varið miklum tíma með þér á okkar yngri árum heima hjá þér í Lálandinu og í sumarbústaðnum okkar við Apa- vatn. Þú kenndir okkur að tala góða íslensku, borða sviða- kjamma, spila lönguvitleysu, sletta á dönsku og nota sólina til hins ýtrasta þegar hún birtist. Þú elskaðir að safna freknum á Spáni og varst svo frábær að bjóða öllum þínum afkomendum með þér í sólina á fimm ára fresti, í kringum afmælið þitt í ágúst á heilum og hálfum tug. Fyrir þær ferðir verðum við æv- inlega þakklátar og munum taka þig okkur til fyrirmyndar á seinni árum. Þegar við lítum til baka sjáum við hversu mikil kjarnakona þú varst. Afi lést fyr- ir aldur fram og þú sinntir eftir hans dag fjölskyldu, heimili og búðarrekstri og tókst verkefninu af æðruleysi og dugnaði. Þú varst okkur meiri fyrirmynd en þig grunaði og við vonum að við höfum erft brot af þínum dugn- aði og krafti í beinan kvenlegg. Elsku besta amma, takk fyrir hláturinn, umhyggjuna, tímann, spilin, margföldu kossana á kinn- ina og allt súkkulaðið. Við trúum því að afi hafi tekið vel á móti þér og treystum því að þú passir áfram upp á okkur eins og þú lof- aðir þegar við kvöddumst. „Tak skal du ha“ Þínar Sigurlaug (Didda) og Kristín Rut. Elsku amma okkar er farin og svo sorglegt að við eigum ekki eftir að hitta hana aftur og njóta samvista með henni. Við höfum samt fengið ár til að búa okkur undir það að ævi ömmu væri senn á enda og raunar fengum við lengri tíma með henni en við höfðum þorað að vona í fyrra þegar hún greindist með krabba- meinið. Síðustu vikurnar var hún orðin svo veik og máttfarin að við skildum að komið var að enda- lokum, sennilega fyrr en síðar. Amma var okkur sérstaklega náin og okkur þótti mjög vænt um hana. Hún sýndi okkur mikla hlýju, væntumþykju og athygli. Passaði okkur þegar við vorum yngri og spilaði þá gjarnan við okkur eða las fyrir okkur. Þegar við vorum yngri þá var hún alltaf með súkkulaði og brjóstsykur í töskunni sinni, sem okkur þótti mjög spennandi. Það var gaman að vera með henni og sérstak- lega notalegt að heimsækja hana. Hún hafði gaman af að spila og við nutum þess að sitja við borðstofuborðið hennar og spila m.a. Rummikub og Se- quence. Nærvera ömmu var hlý og okkur leið vel með henni. Hún var hjálpsöm og m.a. studdi hún Elínu við dönskunám einn vetur og sagði þá líka frá Kaupmanna- hafnarárunum sem heyra mátti að voru ánægjuleg. Heimili hennar var fallegt og gott að heimsækja hana. Það var alltaf eitthvað gott í ísskápnum. Amma fylgdist vel með lífi okkar og allra í fjölskyldunni. Var dugleg að hrósa okkur en lét líka óhikað í ljós ef henni fannst að eitthvað mætti betur fara. Hún nefndi það stundum við okkur, að það hefði ekki tíðkast að hrósa mikið þegar hún var barn og það hefði mátt gera meira af því. Amma var falleg og fín kona, klár, reglusöm og raun- góð. Allt í röð og reglu og stund- um var hún alveg hissa á að for- eldrar okkar væru ekki með fasta staði fyrir alla hluti. Amma var góð fyrirmynd í seiglu, vinnusemi og að kaupa ekki óþarfa en þó svo rausnarleg við okkur og fólkið sitt. Við erum innilega þakklát fyrir að hafa átt hana og fengið góðan tíma með henni. Minningar okkar um hana eru dýrmætar og þær munu lifa með okkur áfram. Elín Ragnhildur, Björgvin Hugi og Þuríður Helga. Sigurlaug Jónsdóttir Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi, EYÞÓR BJÖRGVINSSON læknir, Kópavogstúni 9, lést á Landspítala fimmtudaginn 22. júlí. Hann verður jarðsunginn frá Lindakirkju fimmtudaginn 29. júlí klukkan 13. Ágústa B. Herbertsdóttir Ólína Þorleifsdóttir Eyþór Ingi Eyþórsson Inga R. Bachmann Ásta Eyþórsdóttir Finnur Már Eyþórsson Björg Ó. Gunnarsdóttir Gróa Laufey Eyþórsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BÓEL ÍSLEIFSDÓTTIR, Vogatungu 7, Kópavogi, lést fimmtudaginn 8. júlí. Útförin fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn 29. júlí klukkan 13. Streymt verður frá útförinni á slóðinni: https://hljodx.is/index.php/streymi Pétur F. Ottesen Ingibjörg F. Ottesen Garðar Valur Jónsson Ísleifur F. Ottesen Svala Ólafsdóttir Þuríður F. Ottesen barnabörn og barnabarnabörn Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir og fósturmóðir, MARGRÉT HAGALÍNSDÓTTIR ljósmóðir, sem lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni 17. júlí, verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn 30. júlí klukkan 10. Reynir Þórðarson Smári Haraldsson Helga Friðriksdóttir Agnes M. Sigurðardóttir Hólmfríður Sigurðardóttir Rannveig Sif Sigurðardóttir Gunnhildur Reynisdóttir og fjölskyldur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐBJÖRG ÁRNADÓTTIR frá Stykkishólmi, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði þriðjudaginn 20. júlí. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 29. júlí klukkan 13. Edda Ingvarsdóttir Sigurður Pétur Guðnason Rannveig Ingvarsdóttir Hörður Sigurjónsson Rakel Ingvarsdóttir Þorvaldur Karlsson Gústaf Hinrik Ingvarsson Benedikt Gunnar Ingvarsson Sigríður Haraldsdóttir og fjölskyldur Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐRÚN ÁSGERÐUR JÓNSDÓTTIR Ása Klapparhlíð 5, Mosfellsbæ, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 22. júlí. Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 6. ágúst klukkan 13. Sigurbjartur Helgason Helgi Sigurbjartsson Kristín Bjarnadóttir Jón Ásgeir Sigurbjartsson Guðrún Margrét Jóhannesd. Arnar Sigurbjartsson Unnur Malín Sigurðardóttir barnabörn, barnabarnabörn barnabarnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORGEIR BRIMIR HJALTASON, Raufarhöfn, lést á HSN á Húsavík þriðjudaginn 20. júlí. Útför hans fer fram frá Raufarhafnarkirkju laugardaginn 31. júlí klukkan 14. Signý Einarsdóttir Þórhildur Hrönn Þorgeirsdóttir Fjóla Björg Þorgeirsdóttir Heiða Ingunn Þorgeirsdóttir Hörður Ingimar Þorgeirsson Hugrún Elva Þorgeirsdóttir makar, barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.