Morgunblaðið - 27.07.2021, Side 15

Morgunblaðið - 27.07.2021, Side 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 2021 Gluggaþvottur Þegar kemur að þvotti á gluggum getur verið betra að vera laus við alla lofthræðslu. Hér er unnið við þvott á glerhýsinu utan á Egilshöll í Grafarvogi. Unnur Karen Af einhverjum ástæðum hafa mál- svarar Viðreisnar ítrekað beint spjótum sínum að mér í 5. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í SV-kjördæmi. Líkar mér það á margan hátt vel – en hef eins og margir velt vöng- um yfir þessum áhuga sem Viðreisnarfólk hefur sýnt mér. Getur verið að það stafi af áhyggjum af því að málflutningur minn muni opinbera hversu inn- antóm stefnumál Viðreisnar eru? Hafa má skilning á því að innan Viðreisnar óttist menn að atkvæði þeirra, sem láta sér annt um rétt okkar Íslendinga til að stjórna eig- in málum og aðhyllast raunveru- legt frjálslyndi, kunni fram til kosninga að flytjast um set, frá gervifrjálslyndi Viðreisnar yfir til Sjálfstæðisflokksins og þar með þeirra sem vilja verja m.a. raun- verulegt, sígilt frjálslyndi. Í Morgunblaðinu nú 26. júlí stíg- ur fram maður að nafni Guðjón Jensson sem, líkt og fyrirsvars- menn Viðreisnar, kýs að hagræða hlutunum, ræða um persónu mína og gera mér upp skoðanir. Grein hans, eins og áðurnefndur mál- flutningur, einkennist því miður af falsrökum, rangfærslum og bygg- ist á fordómum fremur en stað- reyndum og skynsemi. Rangfærslur í grein Guðjóns get ég leið- rétt með fáum orðum: 1. Nái ég kjöri mun ég að sjálfsögðu láta af dómstörfum meðan ég gegni þing- mennsku, sbr. m.a. yf- irlýsingu mína í Morgunblaðinu 22. júlí sl. 2. Gagnrýni mín á málflutning Þorsteins Pálssonar er 100% málefnaleg. Hvet ég alla til að kynna sér rökleiðslur okkar og meta hvor byggir á traustari grunni. 3. Ég hef ekki haldið því fram „að Ísland hafi jafnvel glutrað nið- ur fullveldi sínu fyrir aldarfjórð- ungi með samningunum um EES“, eins og Guðjón leggur mér í rang- lega í munn, gerir að þungamiðju skrifs síns – og ræðst síðan á af ekki minni þrótti en Don Kíkóti vindmyllurnar forðum. Það sem ég hef hins vegar varað við er að EES-samstarfið hafi í seinni tíð þróast á óheillavænlegan veg fyrir okkur Íslendinga. Ég hef lagt megináherslu á að Íslendingar beiti ákvæðum EES-samningsins til eðlilegrar hagsmunagæslu, láti ekki mótbárulaust yfir sig ganga lög og reglur sem hérlendis eiga ekki við eða eru beinlínis til vansa, en viðurkennt er m.a. af þeim sem nýlega hafa gert opinbera úttekt á samstarfinu að þessari gæslu hefði þurft að sinna af meiri festu. Geri menn það ekki er fullveldinu teflt í voða. Íslendingar hafa aldrei sam- þykkt að ganga í pólitískt sam- band við ESB og ég andmæli því að Íslendingar – sem kannanir hafa ítrekað sýnt að eru að meiri- hluta til andsnúnir aðild og telja sér hana ekki hagfellda –- séu án umræðu, möglunarlaust og and- varalaust, leiddir í smáum skref- um bakdyramegin inn í ESB þar sem stóru meginlandsríkin og ókjör ókjörinna embættismanna í höfuðstöðvunum ráða lögum og lofum. Varúð í þeim efnum er sér- lega brýn nú þegar við blasir að ESB seilist til sífellt meiri áhrifa gagnvart aðildarríkjunum, bæði í utanríkis- og innanríkismálum. 4. Samanburður við aðild Ís- lands að NATO er með öllu óvið- eigandi í þessu samhengi, því sam- starf á vettvangi varnarbandalagsins hefur alla tíð miðað að því að forða erlendum af- skiptum af innanríkismálum bandalagsríkjanna og tryggja rétt þeirra til að stýra innri málum sín- um sjálf. NATO er ekki samtök með yfirþjóðlegu valdi eins og ESB – og getur því ekki skuld- bundið aðildarríki sín til neins sem þau ekki samþykkja sjálf hverju sinni. Í öllum frjálsum ríkjum er sér- hverjum manni boðið að leita ham- ingjunnar á sínum forsendum og finna hæfileikum sínum farveg. Þótt ég hafi menntað mig og þjálf- að til að verða dómari og ætlað að gera dómstörf að ævistarfi, þá finn ég mig nú knúinn til að bjóða fram krafta mína á stjórnmálasviðinu. Það sem helst drífur mig áfram á þeirri vegferð er sú óheillaþróun sem speglast í málflutningi áð- urnefndra andmælenda minna, þ.e. að beitt sé orðskrúði og útúrsnún- ingum í vaxandi mæli í því skyni að höfða til tilfinninga fremur en rökhugsunar. Ég legg ekki út á þessa braut til að koma persónu minni á framfæri, enda hef ég aldrei alið með mér neinn pólitísk- an metnað. Sem almennur borgari vil ég sporna gegn því að spilað sé með tilfinningar kjósenda. Þegar alið er á ótta og öfund á kostnað yf- irvegunar og hlutlægra röksemda er hinu raunverulega markmiði rökræðna kastað fyrir borð. Ég vil að stjórnmálaumræðan einkennist af eiginlegri sannleiksleit og miði að því að leita svara við því hvaða skoðanir geta talist réttmætar, en ekki um það, lítt hugsað, sem telst falla fjöldanum best í geð þá stundina. Ég aðhyllist hvorki öfgar né þröngsýni. Málflutningur minn sameinar sí- gilt íhald og frjálslyndi, grunngildi Sjálfstæðisflokksins þegar við stofnun hans 1929, en báðar þess- ar stefnur miða að því að verja samfélag frjálsra einstaklinga og rétt þeirra til að búa við stjórn valdhafa sem þeir sjálfir hafa kos- ið. Sjálfsábyrgð og sjálfsforræði eru gildi sem reynst hafa vel og ber að verja til framtíðar. Það verður ekki gert nema með því að færa fram heilbrigðan efa og hvetja til gagnrýninnar hugsunar. Ég vil standa vörð um rétt okkar til að fá að hugsa. Þetta er frum- skilyrði þess að við getum verið heilsteyptar manneskjur, þ.e. að okkur leyfist að vera heil og sönn í einkalífi, faglega og opinberlega. Hvorki ríki, fjölmiðlar, stórfyrir- tæki, sérfræðingar né siðapostular eiga að fá að fyrirskipa hvað öllum á að finnast siðferðilega, sið- fræðilega, faglega, fræðilega eða persónulega. Tryggja þarf jafnt vinsælum sem óvinsælum skoð- unum vernd og standa vörð um rétt manna til að vera ósammála, enda er það forsenda allrar framþróunar og í þessu kristallast munurinn á lýðræði og alræði. Ef menn vilja engu að síður kalla framangreind sjónarmið mín „stórhættuleg“ fyrir atvinnulíf og samkeppnishæfni, eins og Þor- gerður K. Gunnarsdóttir í Morg- unblaðinu 16. júlí sl., þá hef ég ekkert að óttast í þeim rökræðum og mun hvergi víkja af þeirri götu sem ég hef markað í skrifum mín- um. Vonandi gefast mér sem flest tækifæri til þess í aðdraganda kosninganna 25. september nk. Eftir Arnar Þór Jónsson » Sem almennur borgari vil ég sporna gegn því að rökbrellum sé beitt til að spila með kjósendur Arnar Þór Jónsson Höfundur skipar 5. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Rangfærslum svarað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.