Morgunblaðið - 27.07.2021, Side 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 2021
Ýmsar gerðir af heyrnar-
tækjum í mismunandi
litum og stærðum.
Allar helstu rekstrarvörur og
aukahlutir fyrir heyrnartæki fást
í vefverslun heyrn.is
HEYRNARÞJÓNUSTA
2007
HLÍÐASMÁRI 19, 2. HÆÐ • 201 KÓPAVOGI • SÍMI 534 9600
HEYRN@HEYRN.IS • HEYRN.IS
Heyrðu
umskiptin,
fáðu heyrnartæki
til reynslu
„EKKI FARA ÚT Í SMÁATRIÐI. SEGÐU
BARA MÖMMU ÞINNI AÐ VIÐ VERÐUM
SEINIR HEIM.“
„ÉG LAGÐI ÓLÖGLEGA FYRIR FRAMAN
DÓMSHÚSIÐ.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að láta hann vita að
þú elskar hann.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÞETTA
ER ÉG
NÝROG
ENDURBÆTTUR!
NÚ 25 PRÓSENTUM
KALDHÆÐNARI
FLJÓTUR! OPNAÐU
DYRNAR!
BAKARÍ
snarvitlaus veður. „En þetta var
gaman, en öðruvísi ábyrgð, því það
er lítið af fragt en mikið af fólki.“
Ívar og Kristbjörg eru búin að
vera að ferðast um landið í boði
barna sinna og í kvöld heldur fjöl-
skyldan upp á afmælið saman.
Fjölskylda
Eiginkona Ívars er Kristbjörg
Gunnarsdóttir verslunarmaður, f
23.8. 1948, og þau búa í Reykjavík.
Foreldrar Kristbjargar eru hjónin
Gunnar B.H. Sigurðsson ökukenn-
ari, f. 20.4. 1928, d. 3.5. 2016, og Þór-
dís Grímheiður Magnúsdóttir hús-
móðir, f. 19.1. 1928, d. 25.5. 2019. Þau
bjuggu í Reykjavík.
Börn Kristbjargar og Ívars eru: 1)
Íris, naglafræðingur í Reykjavík, f.
14.5. 1972. Hún á dótturina Magneu
Björgu Jónsdóttur, f. 1994; Ívar
Kristinsson, f. 2002, og Maríu Krist-
insdóttur, f. 2002. 2) Anna Vilborg,
hómópati og viðskiptafræðingur og
vinnur hjá Kötlu Travel í Reykjavík,
f. 16.5. 1975, gift Frédéric Leca,
CEO hjá Samskipum í Hollandi. Þau
búa bæði í Garðabæ og Hollandi og
eiga börnin Elías Orra, f. 2006; Aron
Ívar, f. 2009, og Thomas Frey, f.
2011. 3) Gunnhildur Björg, kennari í
Reykjavík, f. 3.8. 1978, gift Sigur-
steini Kristjánssyni og þau eiga
börnin Elvar Inga, f. 2002; Ísar Snæ,
f. 2007, og Ernu Sigríði, f. 2010.
Bræður Ívars eru Sigurður Ágúst,
sjómaður, f. 5.7. 1945; Björn, renni-
smiður og eigandi Fjöltækni, f. 10.11.
1946; Skúli Gunnlaugur, sjómaður og
vann á skrifstofunni á Eimskip
lengst af, f. 24.10. 1949; Ásgeir, átti
fyrirtækið Arctic Trading, sjómaður
og verslunarmaður, f. 8.10. 1952, og
Kristinn Andrés sjómaður, f. 7.10.
1957, d. 10.2. 1984.
Foreldrar Ívars voru hjónin Gunn-
laugur B. Björnsson framkvæmda-
stjóri, f. 27.7. 1917, d. 21.12. 1990, og
Vilborg Sigurðardóttir húsfreyja, f.
21.4. 1926, d. 22.11. 1974. Þau bjuggu
í Reykjavík.
Ívar Gunnlaugsson
Sigríður Jónsdóttir
húsfreyja á Neðri-Hálsi í Kjós
Jón Guðmundsson
verkamaður í Reykjavík
Ólína Ágústa Jónsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Sigurður Sigurðsson
skipstjóri í Reykjavík
Vilborg Sigurðardóttir
húsfreyja í Reykjavík
Vilborg Sigurðardóttir
húsfreyja í Reykjavík
Sigurður Bjarnason
tómthúsmaður í Reykjavík
Kristín Andrésdóttir
húsfreyja á Hömrum í Gnúpverjahreppi
Guðmundur „yngri“
Ámundarsson
bóndi á Hömrum í
Gnúpverjahreppi
Sesselja Guðmundsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Björn Gunnlaugsson
innheimtumaður í Reykjavík
Björg Árnadóttir
bóndi í Múla og Syðri-Völlum í
Kirkjuhvammshreppi
Gunnlaugur Gunnlaugsson
bóndi í Múla og á Syðri-Völlum í Kirkjuhvammshreppi
Úr frændgarði Ívars Gunnlaugssonar
Gunnlaugur B. Björnsson
framkvæmdastjóri í Reykjavík
Guðni Ágústsson sendi mér póst á
föstudag en hann var þá stadd-
ur á Austurvell. Hann sendi séra
Hjálmari mynd þar sem mávur sat á
kolli styttunnar af Jóni Sigurðssyni.
Hjálmar orti á augabragði:
Ekki finnst mér fögur sjón
fylla skjáinn minn
yfir dáðadrenginn Jón
dritar mávurinn
Á föstudag skrifaði Sigrún Huld
Þorgrímsdóttir á Boðnarmjöð: „Á
Lónsöræfum gleðja berggangar
augað. Landið skóp Kollumúla-
eldstöðin fyrir 5-6 milljónum ára.
Því barði ég þetta saman:
Perlufestar fjöllin hnýta
fagurt er þá smíð að líta.
Bergganga þær ber að kalla,
býsn þeir auka dýrðir fjalla.
Klárt er að hér knátti malla
Kollumúlastöðin snjalla.
Golli, Kjartan Þorbjörnsson, skrif-
ar: „Var á gönguför um Horn-
strandir með góðum hóp. Eftir
göngu frá Aðalvík yfir í Fljótavík
með viðkomu á Straumnesfjalli
fæddist þessi“:
Af fjallabrík sést fegurð slík,
Fljótavíkin bjarta.
Í léttum flíkum vöðum vík,
verðum rík í hjarta.
„Seinna gengum við að Hesteyri
og áttum þar töfratíma í yndislegu
veðri. Þessi limra varð til á bryggj-
unni við brottför“:
Ef líf þitt geymir eina örðu
af augnabliki hér á jörðu,
þinn hugur sér
að hentar þér
Hesteyri við Jökulfjörðu.
Það liggur vel á Kristjáni H. Theó-
dórssyni:
Júlínótt á Norðurlandi,
nú er kyrrð.
Ekkert stríð og allt í standi,
ef þú spyrð.
Kneyfa ölið kalt úr glasi,
kann því vel.
Naumast á mér nokkur asi,
í næði dvel.
Ingólfur Ómar Ármannsson yrkir
„Þynnkuþanka“;
Villtu faðir líkn mér ljá
leita verð ég svara.
Gjarnan yrði gott að fá
góðan afréttara.
Gunnar J. Straumland er mikill
matmaður:
Saltar og sykraðar ormsdætur
og súrsaðar gíraffahnésbætur
ég grillaði í sudda
með görnum af tudda.
Í desert fæ dansandi kiðfætur.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Á Lónsöræfum
og á Hornströndum