Morgunblaðið - 28.07.2021, Síða 2

Morgunblaðið - 28.07.2021, Síða 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 2021 HRINGFERÐ UM SIKILEY 05. - 15. OKTÓBER FARARSTJÓRI MARGRÉT LAXDAL Einstök 11 daga sérferð um ítölsku eyjuna Sikiley. Þar munum við kynnast einstakri menningu Sikileyjar ásamt matar- og vínmenningu, minjum og náttúru. Innifalið í þessari ferð er flug, gisting, með morgunverði íslensk fararstjórn með Margréti Laxdal, vínsmakkanir, hressar gönguferðir og bátsferðir svo eitthvað sé nefnt. 299.900 KR.VERÐ FRÁ WWW.UU.IS | HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓP. | 585 40000 | INFO@UU.IS Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Á föstudaginn var þegar allir biðu eftir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir vegna faraldursins sáum við helmings hrun í bókunum á tjaldstæðum þá helgina,“ sagði Ívar Freyr Sturluson, mark- aðs- og sölustjóri Computer Vision ehf. Fyrirtækið á m.a. vefinn tjalda.is og einnig appið PARKA. Þar er hægt að bóka tjaldstæði á meira en 30 tjald- svæðum víða um landið í gegnum appið. Einnig er hægt að greiða fyrir bílastæði Reykjavíkurborgar og einnig í Höfðatorgi og Hafnartorgi svo dæmi séu nefnd. Þá er hægt að borga fyrir bílastæði við vinsæla ferðamannastaði eins og gosið í Geldingadölum, Reykjanesvita og víðar. Á vefnum tjalda.is eru upplýs- ingar um 140 tjaldsvæði og er þeim alltaf að fjölga, að sögn Ívars. Hann sagði að bókanir á tjaldstæðum hafi nú aftur tekið við sér. Suðurlandið vinsælast nú „Nú er Suðurlandið langheitast bæði í leit að tjaldsvæðum á tjalda.is og eins að bókunum tjaldstæða á PARKA. Það er búið að blása af stórar útihátíðir og svo virðist sem margir ætli í útilegu á tjaldsvæði um verslunarmannahelgina. Það er mik- ilvægt að vera búinn að bóka tjald- stæði fyrir fram og tryggja sér pláss,“ sagði Ívar. Þau tjaldsvæði sem nota bók- unarvél PARKA þurfa að hólfa svæðin niður og merkja hvern reit og hvar er aðgangur að rafmagni. Viðskiptavinurinn bókar og greiðir og þá er hann búinn að tryggja sér plássið. Þegar öll svæðin eru upp- seld lokast fyrir bókanir á því svæði. Ívar sagði að þetta auðveldi alla skipulagningu og tryggi að ekki séu fleiri í hverju sóttvarnahólfi en regl- ur leyfa. Nú er gerð krafa um að gestir séu skráðir með nafni og kennitölu. Þær upplýsingar þarf að geyma í tvær vikur, komi mögulega upp smit. Hægt er að skrá allar þessar upplýs- ingar í PARKA. „Við hvetjum tjaldsvæði sem eru í samvinnu við okkur til að upplýsa gesti sína um reglur Mannvirkja- stofnunar um brunavarnir á tjald- svæðum,“ sagði Ívar. Þar er m.a. kveðið á um að fjórir metrar skuli vera á milli húsvagna og almennt þrír metrar á milli tjalda. Margir ætla í útilegu um helgina - Tjaldsvæði á Suðurlandi mikið skoðuð á tjalda.is - Hægt er að tryggja sér tjaldstæði með appinu PARKA - Hrun varð í bókunum á föstudag þegar þjóðin beið eftir ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar Morgunblaðið/Björn Jóhann Sauðárkrókur Þar var þéttskipað á tjaldsvæðinu í sumar þegar Steinull- armótið fór fram. Örtröð hefur verið á tjaldsvæðum þar sem veðrið er gott. Ívar Freyr Sturluson Guðni Einarsson gudni@mbl.is Hiti gæti orðið um 20°C síðdegis í dag í Reykjavík og eins á morgun, samkvæmt veðurspá Einars Sveinbjörns- sonar veðurfræðings á vefnum Blika.is. Hann gerir ráð fyrir norðaustanátt „af hlýrri gerðinni“ og sólríku veðri. Það eina sem gæti sett strik í reikninginn, að minnsta kosti sums staðar á svæðinu, er ef það kemur hafgola. „Við getum átt von á hálfgerðum hnjúkaþey í Reykja- vík,“ sagði Einar. „Norðaustanáttin er venjulega hag- stæð hvað varðar vindstyrk og sólfar í Reykjavík. Að auki verður hún af hlýrri gerðinni. Það er hlýr loftmassi norðan við landið. Svo rignir líka frá þessu um norð- austanvert landið og þá losnar úr læðingi auka varmi. Við hægan vind og verði bjart með köflum ætti hitinn að komast í tuttugu stig eins og hann gerir stundum um þetta leyti um hásumar við bestu aðstæður.“ Esjan myndar skjól fyrir norðaustanáttinni á mestöllu höfuðborgarsvæðinu. Spurningin er hvort henni tekst að halda aftur af hafgolunni sem er stóri óvissuþátt- urinn á dögum eins og þessum, að sögn Einars. Nái haf- golan sér á strik verður hitinn líklega ekki meiri en 15- 16°C sem er þó meira en fólk hefur átt að venjast. Myndarlegur gosmökkur steig upp frá eldfjallinu í Geldingadölum í gærmorgun. Einar sagði að undan- farnar vikur hefðu verið ráðandi suðlægar vindáttir og raki af hafi. Þess vegna var lélegt skyggni yfir Fagra- dalsfjalli. Þegar snerist til norðanáttar í fyrrinótt birti strax til og loftið þornaði. Rakinn í gosmekkinum varð því meira áberandi fyrir vikið. Ekki er talið að eldgosið hafi veðurfarsleg áhrif. Morgunblaðið/Árni Sæberg Austurvöllur Búast má við að margir vilji njóta góða veðursins þegar loksins birtir til og hlýnar í höfuðborginni eft- ir langvarandi dumbung og vætu. Þessar konur létu fara vel um sig í blíðunni á Austurvelli. Hlýindum spáð í höfuð- borginni í dag og á morgun - Spáð er norðaustanátt „af hlýrri gerðinni“ og sólríku veðri - Hafátt gæti mögulega sett strik í reikninginn Morgunblaðið/Unnur Karen Nauthólsvík Börnin læra margt skemmtilegt um báta og siglingar á siglinganámskeiði á vegum Sigluness. Á félagsfundi Pí- rata, sem fór fram í gærkvöldi, lögðu oddvitar framboðslista Pí- rata fyrir næstu alþingiskosning- ar fram erindis- bréf sem veitir Halldóru Mogen- sen, þingkonu Pí- rata, umboð til að leiða stjórnarmyndunarviðræður að loknum kosningum til Alþingis, í samræmi við tíunda kafla laga Pírata um umboðsmenn. „Það var enginn mótfallinn því, þetta sigldi því bara í gegn og fer í kosningakerfið hjá grasrótinni,“ segir Halldóra Mogen- sen, þingflokksformaður Pírata, um félagsfund flokksins sem haldinn var fyrr í gærkvöld. „Ef grasrótin sam- þykkir þá verður þetta borið undir þingflokkinn og framkvæmdastjórn og ef þetta er samþykkt þar þá er ég komin með umboð.“ Halldóra segir að ekki hafi verið rætt mikið annað á fundinum, nema lítillega um þau áhrif sem faraldur- inn hefur á kosningabaráttu Pírata. Halldóru verði falið að leiða viðræður - Píratar samþykkja erindisbréf Halldóra Mogensen

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.