Morgunblaðið - 28.07.2021, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 28.07.2021, Qupperneq 9
Fjölskylda Johns Snorra Sigur- jónssonar, sem lést á tindinum K2 í Pakistan í febrúar síðastliðnum, þakkar fyrir „þann hlýhug, stuðn- ing og umhyggju sem okkur hef- ur verið sýnd undanfarna mán- uði“. Greint var frá því á mánudag að þrjú lík hefðu fundist ofan við fjórðu búðir K2, en Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr voru með John Snorra í för þegar hann týndist á tindinum 5. febrúar. Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Johns Snorra kemur fram að nú hafi ákveðinni óvissu um afdrif Johns Snorra, Alis Sadpara og Juans Pablos Mohr verið eytt. Aðstæður mjög erfiðar „Það er alfarið á hendi pakist- anskra yfirvalda að ákveða hvort reynt verður að ná líkömum þeirra niður af fjallinu, en að- stæður á K2 eru mjög erfiðar. Það er mikilvægt að öryggi þeirra aðila sem tækju þátt í slík- um aðgerðum verði tryggt ef tek- in verður ákvörðun um að flytja þá niður í grunnbúðir,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að samkvæmt upplýsingum frá Elia Saikaly, sem er nú á K2, séu lík Johns og Alis fyrir ofan hinn svokallaða flösku- háls á K2 á meðan staðsetning Ju- ans sé nærri fjórðu búðum. Miðað við aðstæður eru vísbendingar um að þeir hafi verið á leið niður af toppi fjallsins þegar þeir létust. „Persónulegir munir, mynda- vélar og annar tækjabúnaður sem þeir höfðu meðferðis mun líklega varpa betra ljósi á það sem gerð- ist þennan afdrifaríka dag og m.a. svara þeirri spurningu hvort þeir hafi náð toppnum á K2. Stjórn þeirrar rannsóknar verður einnig á hendi pakistanskra yfirvalda og munu allar upplýsingar um niður- stöður koma frá þeim,“ segir í yfirlýsingunni. Voru líklega á leið niður af toppi K2 - Fjölskylda Johns Snorra þakkar fyrir hlýhug, stuðning og umhyggju K2 John Snorri Sigurjónsson klífur hér upp fjallið K2 árið 2017. FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 2021 GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Eru sparifötin hrein? Trésmíðavélar frá Fartools Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is rum með þúsundir vörunúmera inn á vefverslun okkar brynja.is E Opið virka daga frá 9-18 lau frá 10-16 Borðsög TS188C Verð 69.670 Rennibekkur TFB1000 Verð 198.000 Rennibekkur TBS400 Verð 77.570 Borabrýni Verð 13.610 Slípiband CP150 Verð 39.980 Sonja Sif Þórólfsdóttir sonja@mbl.is Fimmtándu crossfitheimsleikarnir fara fram í Madison í Bandaríkj- unum í vikunni. Leikarnir hefjast í dag og standa fram á sunnnudag. Fjórir íslenskir keppendur eru skráðir til leiks í einstaklingskeppni. Björgvin Karl Guðmundsson er eini íslenski karlinn en þær Annie Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðs- dóttir og Þuríður Erla Helgadóttir eru skráðar til leiks í kvennaflokki. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er ekki með á leikunum í ár vegna meiðsla en hún sleit krossband í mars. Fjórir keppnisdagar eru undir á þessum fimm dögum, en á morgun er hvíldardagur. 40 karlar og 40 konur hefja leik í dag og keppa líka á föstudag. Eftir keppni á föstudag detta 10 keppendur úr hvorum flokki og einnig á laugardag. Því munu aðeins 20 karlar og 20 konur keppa á úrslitadeginum. Alls eru 15 viðburðir þessa fjóra keppnisdaga. Ekki hafa allar þraut- irnar verið afhjúpaðar en í fyrstu þrautinni sem fer fram í dag þurfa keppendur að synda eina mílu með froskalöppum og róa þrjár mílur á kajak. Björgvin Karl sigurstranglegur Björgvin Karl þykir vera einn af þeim keppendum sem geta hreppt 1. sætið í keppninni í ár en sigurveg- ari síðustu fimm ára, Mat Fraser, lagði skóna á hilluna í lok síðasta tímabils. Því er ljóst að nýr sig- urvegari verður krýndur í karla- flokki á sunnudag. Spekingar spá einnig þeim Noah Olsen, Patrick Vellner, Brent Fik- owski, Justin Medeiros og Scott Panchik góðu gengi á leikunum í ár. Í kvennaflokki er það Tia-Clair Toomey sem þykir sigurstrangleg- ust en hún hefur unnið leikana síð- astliðin fjögur ár. Íslensku keppend- urnir munu þó eflaust veita henni góða sam- keppni ásamt þeim Haley Adams, Brooke Wells og Kari Pearce. Katrín á palli? Katrín Tanja keppir nú á sín- um níundu leikum síðan árið 2012. Hún komst ekki inn á leikana 2014 en kom til baka árið 2015 og tók gullverðlaunin heim. Hún sigraði einnig árið 2016. Á síðasta ári var hún eini Íslendingurinn sem komst í lokaúrslit heimsleikanna sem voru með breyttu sniði vegna heimsfar- aldursins. Þar lenti hún í öðru sæti á eftir Toomey. Fyrstu leikarnir eftir barnsburð Leikarnir eru þeir elleftu sem Annie Mist keppir á síðan 2009. Hún sigraði árið 2011 og 2012. Hún keppti ekki árið 2013 og á síðasta ári var hún ekki með vegna þess að þá gekk hún með sitt fyrsta barn. Leik- arnir eru því þeir fyrstu sem hún keppir á síðan hún varð móðir. Annie er ekki eina konan sem er móðir í keppninni en 12,5% kepp- enda í kvennaflokki eru mæður. Síðustu 12 mánuðir hafa reynt mikið á Annie, sem hefur á sam- félagsmiðlum sagst ætla að gera þetta fyrir dóttur sína Freyju Misti og sjálfa sig. Ljósmynd/Ingi Torfi Heimsleikar Björgvin Karl Guðmundsson, fremstur í hringjunum, hefur keppni á heimsleikunum í crossfit í Madison í Bandaríkjunum í dag. Heimsleikar í cross- fit hefjast í dag Þuríður Erla Helgadóttir Katrín Tanja Davíðsdóttir Annie Mist Þórisdóttir - Fjórir íslenskir keppendur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.