Morgunblaðið - 28.07.2021, Qupperneq 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 2021
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur
tekið jákvætt í óskir um breytta
uppbyggingu á Kirkjusandi, þar sem
höfuðstöðvar Strætó voru um árabil.
Hætt verður við byggingu atvinnu-
húss og íbúðum fjölgað í staðinn.
ASK-arkitektar, fyrir hönd Mið-
borgar 105, þróunaraðila reita B, C,
D og F á Kirkjusandi, rituðu skipu-
lagsfulltrúa bréf í maí sl. og óskuðu
eftir breytingu á landnotkun hluta
deiliskipulags á reitnum.
Nægt framboð í borginni
„Það er kunnara en frá þurfi að
segja, að uppbygging atvinnu-
húsnæðis er erfiðleikum bundin
þessi misseri. Nægt framboð er nú
þegar af atvinnuhúsnæði og verið að
byggja nýtt í miðbæ Reykjavíkur.
Reynsla Miðborgar 105 af uppbygg-
ingu atvinnuhúsnæðis á reit B sýnir
enn fremur að eftirspurn eftir slíku
húsnæði er ekki fyrir hendi. Það er
því mat þróunaraðila að ekki sé
raunhæft að reisa skrifstofuhúsnæði
á Kirkjusandi í þeim mæli sem gert
er ráð fyrir í gildandi deiliskipulagi,“
segir í bréfinu, sem Páll Gunnlaugs-
son artkitekt ritar undir.
Af þessum ástæðum er lagt til að
landnotkun reits F verði breytt að
hluta í íbúðarhúsnæði. Í gildandi
deiliskipulagi er reit F þrískipt, F1-
F3, en reiturinn stendur á horni
Borgartúns, Kringlumýrarbrautar
og Sæbrautar. Byggingamagn á
reitnum er 19.450 fermetrar. Á reit
F3 verða byggðar íbúðir, alls 3.000
m². Á reit F2 er gert ráð fyrir 7.500
m² atvinnuhúsnæði en Miðborg 105
vill breyta því í íbúðir. Sé reiknað
með 90 fermetra íbúðum að meðal-
tali gæti húsið rúmað 83 íbúðir.
„Þá er eftir reitur F1, um 8.950
m², sem áfram yrði ætlaður starf-
semi, m.a. fyrir hótel og skrifstofur,
allt eftir því hvaða markaðir taka við
sér,“ segir í bréfinu.
Heildarbyggingamagn á svæðinu
er áætlað 79.000 fermetrar, þar af
atvinnuhúsnæði 48.200 m² og íbúðar-
húsnæði 30.800 m². Með breyttri
landnotkun breytast hlutföllin í
40.700 m² og 38.300 m².
„Það er von okkar að hægt sé að
verða við þessari ósk, þar sem hún
er nánast forsenda þess að haldið
verði rakleitt áfram með byggingu
bílageymslu undir reit F,“ segir í
bréfi ASK-arkitekta.
Verkefnastjóri skipulagsfulltrúa
gerir ekki athugasemd við að um-
sækjandi láti vinna tillögu að breyt-
ingu á deiliskipulagi, enda sé tekið
tillit til margvíslegra atriða sem
hann tiltekur og sýnt sé fram á að
hægt verði að leysa þau með við-
unandi móti. Hann bendir á að bygg-
ingarreitur F2 sé ekki mótaður með
það í huga að þar verði íbúðir og
skoða þurfi hvort nauðsynlegt sé að
breyta lögun hans til að tryggja góð
skilyrði fyrir íbúðarhúsnæði. M.a.
þurfi að gæta vel að birtuskilyrðum í
íbúðum og á lóð. Þá er vakin athygli
á að reitur F2 sé í mikilli nálægð við
stórar umferðargötur og þurfi að
huga vel að hljóðvist við hönnun.
Uppfylla þurfi hljóðvistarkröfur í
öllum íbúðum og vinna nýtt umferð-
armat/samgöngumat fyrir svæðið.
105 Miðborg slhf. er sérhæfður
sjóður í rekstri og stýringu Íslands-
sjóða, að því er fram kemur á heima-
síðu sjóðanna. Sjóðurinn heldur utan
um byggingu fasteigna á Kirkju-
sandi, stórum þéttingarreit í
Reykjavík. Félagið var stofnað í
byrjun árs 2018 og eru hluthafar
þess 10 íslenskir lífeyrissjóðir, fimm
vátryggingafélög og 11 fagfjár-
festar.
Markaður fyrir atvinnuhús í frosti
- Hætt við byggingu
atvinnuhúsnæðis á
Kirkjusandi og íbúð-
ir byggðar í staðinn
Morgunblaðið/Baldur
Kirkjusandur Byggingar sem Miðborg 105 hefur reist. Í Stuðlaborg (gul) eru 77 íbúðir og í Sólborg (brún) 52 íbúðir. Milli þeirra má sjá í skrifstofubygg-
inguna Sjávarborg, sem nú er í byggingu. Forsvarsmenn Miðborgar 105 telja að spurn eftir atvinnuhúsnæði sé ekki fyrir hendi um þessar mundir.
Ari Páll Karlsson
ari@mbl.is
Íbúum Folda- og Húsahverfis í Graf-
arvogi brá vægast sagt í brún fyrr í
sumar þegar ráðist var til atlögu við
garðslátt útisvæðisins sem liggur
meðfram hverfunum.
Þá hafði svæðið verið slegið vel og
vandlega að einu svæði undanskildu
en það er púttvöllurinn. Þar var
gras sem enn náði upp að hnjám á
meðan skíðabrekkan fyrir ofan var
slegin og til fyrirmyndar.
Ástæðan er einföld að mati
Reykjavíkurborgar að því er fram
kemur í svari til Morgunblaðsins.
Það er ekki enn búið að klára völl-
inn. Vísað er í framkvæmdasjá borg-
arinnar þar sem segir: „Vinna þarf
grasflötina meira áður en hægt er
að opna hana fyrir notkun, t.d. þarf
að huga vel að flötinni, sanda hana
og bera áburð á hana.“ Fram-
kvæmdir hófust síðsumars í fyrra.
„Aðilar sem sérhæfa sig í rekstri
pútt-flata munu sjá til þess að flötin
verði ræktuð upp með viðundandi
hætti. Notkun grasflatarinnar er því
óæskileg í sumar, en hún ætti að
verða tilbúin í byrjun næsta sum-
ars,“ segir þar enn fremur.
Íbúar bíða enn
Trausti Harðarson, íbúi í Grafar-
vogi, segir hugmyndina hafa verið
að byggja fallegan mini-golfvöll
uppi í Spöng með gervigrasi, rétt
hjá félagsaðstöðu eldri borgara, en
hugmyndin kom inn í íbúakosningu í
fyrrasumar. „Reykjavíkurborg
smellti þessari undarlegu útfærslu á
stað sem er langt frá því að vera í al-
mennu göngufæri og völlurinn er
ekki enn klár,“ segir Trausti.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sláttur Hér má sjá hinn óslegna púttvöll en fyrir aftan sést glitta í skíðabrekkuna. Völlurinn verður klár næsta sumar.
Skíðabrekkan slegin en pútt-
völlurinn bíður til næsta árs
- Vellir sem þessi ekki á hverju strái - Fögur er þó hlíðin
Samkomulag er í höfn milli Íslands
og Bretlands sem gerir ungu fólki
frá Íslandi, á aldrinum 18 til 30 ára,
mögulegt að búa og starfa í Bret-
landi í allt að tvö ár. Frá þessu er
greint í frétt á vefsíðu utanríkisráðu-
neytisins. Guðlaugur Þór Þórðarson,
utanríkis- og þróunarsamvinnuráð-
herra, og Michael Nevin, sendiherra
Bretlands á Íslandi, undirrituðu
samkomulagið í gær en það gerir
ungum Bretum að sama skapi mögu-
legt að búa og starfa á Íslandi.
Í byrjun júlí undirritaði ráðherra
nýjan fríverslunarsamning við Bret-
land og gert hefur verið samkomulag
um samstarf á sviði menntunar,
rannsókna og nýsköpunar og geim-
vísinda.
„Við höfum frá upphafi lagt
áherslu á að tryggja tækifæri ungs
fólks til þess að búa, starfa og
mennta sig í Bretlandi, sem sést
meðal annars í þeirri staðreynd að
Ísland er fyrsta ríkið á öllu Evrópska
efnahagssvæðinu til að gera samn-
ing við Bretland um vinnudvöl ungs
fólks frá því landið gekk úr Evrópu-
sambandinu. Ég er sannfærður um
að sterk tengsl ríkjanna muni styrkj-
ast enn frekar með þessum samn-
ingi,“ er haft eftir Guðlaugi Þór.
Geti búið, numið og
starfað í Bretlandi