Morgunblaðið - 28.07.2021, Síða 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 2021
✝
Hlöðver smári
Haraldsson
fæddist í Reykjavík
7. október 1950.
Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Margretecentret í
Maribo 2. júlí 2021
Foreldrar hans
voru hjónin Har-
aldur Guðmunds-
son, prentari og
tónlistarmaður, og
Lilja Gréta Þórarinsdóttir hús-
móðir.
Systkini Hlöðvers Smára eru
Guðmundur, f. 1941, d. 2017,
Þuríður Margrét, f. 1943, og
Matthildur Rós, f. 1954.
Fyrri kona Hlöðvers Smára
var Unnur Karlsdóttir, f. 15.9.
1953, þau skildu. Hann kvæntist
1.7. 1990 eftirlifandi konu sinni,
Ólöfu Björgu Guðmundsdóttur
tónlistarkennara, f. 8.3. 1956.
Foreldrar hennar eru Guð-
mundur Stefán Hafliðason, f.
Finnur Óliver, f. 13.2. 2020.
Hlöðver Smári ólst upp í
Reykjavík til 5 ára aldurs. Þegar
hann var 5 ára gamall flutti fjöl-
skyldan til Neskaupstaðar þar
sem hann eyddi sínum bernsku-
árum.
Hlöðver Smári lærði prentiðn
í prentsmiðjunni Ísafold í
Reykjavík. Hann vann í
Ísafoldarprentsmiðjunni, prent-
smiðjunni Nesprenti hjá Guð-
mundi bróður sínum og prent-
smiðjunni Odda. Einnig lærði
hann við Tónlistarskólann í
Reykjavík og vann sem tónlist-
armaður og kennari, þar á meðal
í Tónskóla Neskaupstaðar og
Lækjarskóla, þar til hann veikt-
ist 2016.
Smári kom víða við í tónlist-
inni og spilaði með okkar helsta
og besta tónlistarfólki í gegnum
ævina. Var hann aðeins 7 ára
gamall þegar fyrsta hljómsveitin
var sett á laggirnar og hét sú
Kátir piltar og komu þeir félagar
allir frá Norðfirði. Þar á eftir
urðu þær nokkrar, þ.á m. hljóm-
sveitin Galdrakarlar, Pelican,
Amon Ra & Bumburnar og fleiri.
Hlöðver Smári var jarðsung-
inn frá Dómkirkjunni í Maribo
10. júlí 2021.
24.8. 1933, d. 18.8.
2008, og Erla Bára
Andrésdóttir, f.
21.6. 1940.
Hlöðver Smári og
Ólöf bjuggu síðast í
Maribo í Danmörku.
Barn Hlöðvers
Smára af fyrra
hjónabandi er; 1)
Hrafnkell Freyr f.
31.8. 1975, maki
Malene Lund f. 31.1.
1982. Barn þeirra Óskar Steinarr
f. 19.6. 2019. Börn Smára og
Ólafar; 2) Hafliði Marteinn, f.
16.6. 1991. 3) Hjalti Dagur, f.
3.12. 1993. Börn Ólafar af fyrra
hjónabandi; 1) Lóa Dís Finns-
dóttir, f. 11.12. 1973, maki Torfi
Agnarsson, f. 14.10. 1968. Saman
eiga þau börnin; Gunnar Pál, f.
2.1. 1988. Axel Örn, f. 25.5. 1994,
Önnu Cöru, f. 18.4. 2002, Isabellu
Nótt, f. 10.3. 2006. 2) Hinrik Elv-
ar, f. 31.1. 1976, maki Bernadette
Corpin, f. 3.2. 1977, barn þeirra
Elsku Smári, tengdasonur og
vinur.
Mig langar að skrifa nokkur
minningarorð um elsku Smára
sem kvaddi okkur óskiljanlega
fljótt. Hann kom inn í líf mitt sem
tengdasonur. Við áttum okkar
einkasamtal sem við höfðum
mjög gaman af. Við töluðum um
himingeiminn, sólina og tunglið.
Hann var svo fróður um þessa
hluti og virkilega skemmtilegt
samtal sem við áttum saman. Ég
sakna þess að geta ekki rætt
þetta oftar.
Oft þegar ég kom í heimsókn
spilaði hann á píanóið fyrir mig
og ég söng undir. Uppáhaldslag-
ið er „Yoúll never know“ með
Engelbert Humperdinck, en
sama hvaða lag ég nefndi þá spil-
aði hann það fyrir mig.
Hann var sannkallaður lista-
maður, snillingur mikill og sann-
gjarn.
Hugsanir manns ekki mennirnir sjá.
Og margt býr í hjarta sem skín ekki á
brá.
Þó hrynji um varirnar hljómandi hlátur
Í hjartanu leynist samt saknaðargrátur.
(Aráb)
Með þessum örfáu minningar-
orðum fel ég þér Guði í faðm og
mynd þína mun ég geyma í
hjarta mér.
Vil ég nú þakka þér fyrir allt
og allt, elsku Smári minn. Hvíldu
í friði.
Erla Bára (Tengdó).
Hlöðver Smári Haraldsson,
Smári frændi, lést 2. júlí 2021 á
hjúkrunarheimili í Maribo í Dan-
mörku. Á kveðjustund langar
mig til að minnast hans með
nokkrum orðum og rifja upp
minningar frá liðnum áratugum.
Við Smári vorum bræðrasynir
frá Vilborgarstöðum í
Vestmannaeyjum. Hann var
tveimur árum yngri, grannur,
dökkhærður og suðrænn í útliti,
ljúfmenni og ávarpsgóður. Tón-
listin er ættarfylgja hjá mörgum
í ættinni og Smári hafði fengið
ómældan skammt í vöggugjöf.
Foreldrar Smára bjuggu fáein
ár um 1950 í Vestmannaeyjum,
svo í Reykjavík, en frá 1955 og til
æviloka í Neskaupstað. Með
vissu man ég eftir því, þegar ég
fór með foreldrum mínum að
heimsækja hann inn í Karfavog
sumarið 1954. Og Smári var þá
þegar búinn að læra að blása í
trompet föður síns og reyndi að
kenna mér án árangurs!
Góð kynni tókust svo með okk-
ur Smára vorið og sumarið 1959,
fyrst í Reykjavík og svo austur á
Norðfirði. Það var grunnurinn að
ævilöngum vinskap okkar. Full-
orðnir vorum við með líka rödd
og ekki allra að greina í sundur í
síma.
Smári var landsfrægur tónlist-
armaður. Til dæmis hafði hann
fullkomið tóneyra og gat spilað á
öll hljóðfæri. Líklega spilaði
hann mest á hljómborð og gerði
það þegar hann var í danshljóm-
sveitinni Galdrakörlum.
Einu sinni hitti ég samnem-
anda Smára, þegar hann var við
nám í Tónlistarskólanum í
Reykjavík, og sá sagði mér að
Smári þyrfti ekki nema einu sinni
að hlusta á lag til þess að geta
skrifað niður útsetningu þess.
Venjulega er þetta hæfileiki sem
tónlistarmenn ná tökum á eftir
margra ára þjálfun – sem Smári
gerði ungur að árum.
Smári lærði til prentara eins
og Haraldur faðir hans. Þeir voru
báðir þekktir sem handfljótir og
öruggir setjarar í blýi, á meðan
sú tækni var notuð. En þegar
umbrotsforritin komu með tölv-
unum var Smári fljótur að verða
mjög góður umbrotsmaður.
Hann var jafnvígur á forritin
Quark og InDesign. Og Prent-
tæknistofnun fékk hann til þess
að leiðbeina lengra komnum á
námskeiði um InDesign. Einnig
kom Smári við sögu þegar skrif-
að var orðskiptiforrit fyrir ís-
lensku til þess að nota með InDe-
sign.
Forrit til þess að prenta nótur
voru sjaldgæf. Smári aðstoðaði
þýskt fyrirtæki við að betrum-
bæta forritið þeirra og fékk við-
urkenningu fyrir.
Smári vann í nokkur ár í
Prentsmiðjunni Gutenberg í
Reykjavík. Það vissu allir vinnu-
félagar hans að Smári kunni á
allar vélar í húsinu og skipti þá
ekki máli hvort þær voru nýjar
eða 100 ára gamlar!
Ég þurfti nokkrum sinnum að
leita til Smára þegar hann var að
vinna í umbrotsdeildinni í Odda
og ég í Byggðasögu Skagafjarð-
ar. Hann var ekki í neinum vand-
ræðum með að leiðbeina mér um
bestu lausnina í word eða pdf.
Við Smári komum saman að
einu verkefni. Jarðhitabókin
(2005) eftir Guðmund Pálmason
jarðeðlisfræðing var brotin um í
Odda. Og ég hafði lagt Guðmundi
lið.
Við hjónin sendum samúðar-
kveðjur til Ólafar og Hrafnkels
Freys, Hafliða Marteins og
Hjalta Dags og annarra ástvina.
Guð blessi minningu Smára
frænda.
Þorgils Jónasson.
Hlöðver Smári Haraldsson,
sem var bróðir Dedda tengda-
pabba, er látinn langt um aldur
fram.
Smári var mjög snjall tónlist-
armaður og átti ekki langt að
sækja það en Haraldur faðir
hans hafði líka ríka tónlistargáfu.
Þegar ég var krakki og hljóm-
sveitir léku í sjónvarpssal var
Smári oft í þeim. Í æskunni
eystra var ekki algengt að maður
sæi norðfirsk andlit í sjónvarpinu
og fannst manni mikið til koma
að ungur maður frá firðinum
okkar fagra væri í sjónvarpinu.
Fyrir nokkrum árum hélt
Norðfirðingafélagið Menningar-
kvöld til heiðurs Haraldi, en þar
léku bæði, Deddi, Hlöðver Smári,
ásamt Guðmundi Haraldssyni,
sonarsyni Dedda, og Önnu Lilju
sem er bróðurdóttir þeirra
bræðra, dóttir Matthildar Rósar.
Að auki lék Sigurður Þorbergs-
son, norðfirskur básúnuleikari
Sinfóníuhljómsveitarinnar, en
gítarleikari var Bjarni Freyr
Ágústsson. Menningarkvöldið
var vel sótt og var Fella- og
Hólakirkja nánast full. Þetta
sýnir hve víða fjölskyldan hefur
tengst og lagt gott til. Ég hygg
að þetta kvöld hafi verið það síð-
asta sem þeir bræður, Deddi og
Smári, léku tónlist saman.
Hlöðver Smári annaðist einnig
uppsetningu á dagatölum Norð-
firðingafélagins og fórst það vel
úr hendi. Á einu Sólarkaffi fé-
lagsins var ákveðið að heiðra
Svavar Lárusson sem trúlega var
fyrsti norðfirski dægurlaga-
söngvarinn. Birgir D. Sveinsson
var hér í forystu en Smári var
fenginn til að nótnasetja nokkur
laga Svavars. Hljómsveit, þar
sem voru Smári og Bjarni
Ágústsson, ásamt skyldmennum
Svavars, flutti svo lögin á Sólar-
kaffinu við mikla hrifningu gesta.
Þegar við Bergrós Guðmunds-
dóttir konan mín ákváðum að
festa okkar ráð þann 25. ágúst
2007, hafði ég samið lítinn texta
„Til brúðarinnar“ við norska lag-
ið „Har en Drøm“ eftir Tryggve
Hoff, sem var þekkt lag þar í
landi þegar ég var þar við nám á
níunda áratugnum. Lagið var
flutt af Jørn Hoel en hann er
þekktur söngvari í Noregi og er
frá Tromsø sem var minn há-
skólabær. Til að gera langa sögu
stutta þá hringi ég í Hlöðver
Smára og spyr hvort hann geti
ekki leikið undir við þetta lag.
Hann tekur því vel og glaðlega
og segir mér bara að senda sér á
rafrænan hátt lagið, sem ég geri.
Í minningunni hringir hann til
baka 1-2 klukkustundum seinna
og segir „Ég er búinn að skrifa
lagið,“ og ég spyr hvað það þýði.
Hann svarar að það þýði að hann
sé búinn að nótnasetja lagið.
Hann lék svo undir í brúðkaup-
inu, bæði í kirkjunni og í veisl-
unni, og Guðmundur bróðir söng.
Þetta eru augljóslega dýrmæt
augnablik í lífi okkar Bergrósar.
Í samtölum við Smára duldist
ekki að þar fór mikill húmoristi,
sem var ákaflega stoltur af sínum
börnum, þeim Hjalta Degi og
Hafliða Marteini, og einnig af
Kela sem hann átti áður. Bæði
stjúpbörnin, Lóa Dís og Hinrik
Elvar, áttu einnig ríkan stað í
hans hjarta. Enda fór það ekkert
á milli mála að Smára fannst
gæfa sín í stóru og smáu í tilver-
unni vera að hafa kynnst Ólöfu
konunni sinni.
Ég votta fjölskyldunni og öll-
um skyldmennum innilega sam-
úð. Guð blessi minningu Hlöð-
vers Smára Haraldssonar.
Gísli Gíslason.
Smára kynntist ég í Neskaup-
stað 1988 þegar Ólöf systir og
hann fóru að rugla saman reyt-
um. Hár og dökkur, eflaust af
frönskum ættum, afskaplega ró-
legur í fasi og mikill hugsuður.
Ég man að hann átti hillumetra
af Britannica sem er alfræðisafn.
„Ef þú lest lest þetta“, sagði
hann, „þá færðu svar við öllum
þínum spurningum“. Á þessum
tíma voru heimilistölvur og int-
ernetið nýnæmi en Smári átti At-
ari-tölvu sem hann notaði við
tónlistina sína. Þarna datt ég
heldur betur í lukkupottinn og
fékk að sitja tímunum saman við
tölvuna en ég átti bara lítið tæki
(sequencer) og það tók óratíma
að skapa eitthvað. Ekki leið á
löngu þar til ég keypti nákvæm-
lega eins tölvu.
Smári var tryggur vinur og
hafði óútskýrðan, einstakan
hæfileika til að geta með nær-
veru sinni einni umvafið mann
visku, hlýju og gleði. Hann hafði
mjög sérstakan og djúpan húm-
or. Tók mig stundum dágóða
stund að fatta hvort eitthvað var
brandari eða staðreynd. En
hvort sem var þá var hann alltaf
með svarið, boðinn og búinn,
enda búinn að lesa Britannica ef-
laust tvisvar!
Ég fékk þann heiður að spila
með honum í Ættarbandinu svo-
kallaða, sem bróðir minn Andrés
setti saman. Þetta band skaut
svo upp kollinum þegar þess
þurfti með, eins og á litlum útihá-
tíðum, á ættarmótum og í afmæl-
um. Æfingin á undan var oftast
bara ein og eftir að hann var bú-
inn að handskrifa inn alla hljóma
og sóló sagði hann: „Svo æfir þú
þetta heima og teljum svo í á
sviðinu“.
Nú kveð ég elsku vin minn og
hugur minn er allur hjá Ólöfu
systur sem býr svo allt of langt
frá mér. Ég varðveiti mínar
minningar sem ég átti með
Smára og kveð með þessum lín-
um:
Í huga mínum oft þú ert, hjarta mitt
oft kvelst af þrá.
En hugsun um þú hjá mér sért, vinnur
þessi sigur á.
Lífsins gangur skrítinn er, lítið vinnst
að fást um það.
Það lifna og deyja blóm í senn, önnur
urfa að komast að.
(GiRaBoy)
Gísli Þór Ragnarsson.
Kær vinur minn og kollegi,
Hlöðver Smári, er látinn í Dan-
mörku.
Ég kynntist Hlöðveri Smára
fyrst þegar hann lék í Galdra-
körlum og hafði handleggsbrotn-
að í einhverju óhappi. Ég var
fenginn til að leysa hann af á
nokkrum tónleikum og böllum og
ég lék þar á hans hljóðfæri. Aldr-
ei bar skugga á okkar góðu vin-
áttu upp frá því.
Hlöðver Smári var varfærinn
og næmur tónlistarmaður sem
aldrei tranaði sér fram né barst
hann mikið á. Hann var flinkur
músikant og vandaður og þau
fjölmörgu börn í Lækjarskóla,
sem nutu handleiðslu hans og
hans góðu konu Ólafar Bjargar,
munu búa að því alla ævi.
Ég vil votta Ólöfu Björgu og
aðstandendum og vinum Hlöð-
vers Smára mína innilegustu
samúð.
Minningin um ljúfan og góðan
dreng mun lifa.
Hjörtur Howser.
Hlöðver Smári
Haraldsson
✝
Edda Ásta Sig-
urðardóttir
húsmóðir fæddist á
Akureyri 9. febrúar
1932. Hún andaðist
á Landspítalanum í
Reykjavík 16. júlí
2021.
Foreldrar henn-
ar voru þau Guð-
mundur Marinó
Ólafsson landpóstur
frá Akureyri, f.
15.7. 1878, d. 11.4. 1964, og Ásta
Jónína Daníelsdóttir húsfreyja
frá Ólafsfirði, f. 14.5. 1900, d.
25.4. 1934. Edda var yngst í röð
fjögurra alsystkina, en þau voru:
Gunnlaugur, Guðrún og Sig-
urður. Hún átti sex hálfsystkini
(samfeðra), þau Sigurð, Svan-
laug, Svanlaugu, Skarphéðin,
Líneyju og Steingrím. Edda var
gefin þegar hún var sex ára til
Sigurðar Gíslasonar skipstjóra
frá Króki í Grafningi, f. 14.5.
1890, d. 10.7. 1978.
Edda giftist hinn 16.5. 1953
Grétari L. Strange, f. 23.8. 1931 á
Seltjarnarnesi, d. 10.1. 2018. Þau
hjónin eignuðust fjögur börn.
Þau eru: 1) Sigurður rafmagns-
tæknifræðingur, f. 17.4. 1955,
kvæntur Hörpu Kristjánsdóttur,
fyrri eiginkona Sigurðar var Sig-
rún Garðarsdóttir. 2) Guðrún
verslunarmaður, f. 24.1. 1958,
eiginmaður hennar er Hilmar
Snorrason. Börn
þeirra eru Edda
Margrét, gift Árna
Örvari Daníelssyni,
og Haukur. 3)
Hannes sölustjóri, f.
20.12. 1964, kvænt-
ur Bryndísi Björns-
dóttur. Börn þeirra
eru Birgir Örn,
kvæntur Arndísi
Maríu Einarsdóttur,
Sandra Björg, í
sambúð með Arnari Þorra Sig-
þórssyni, og Andri Már, kærasta
hans er Ísold Eygló Snæbjörns-
dóttir. 4) Grétar flugmaður, f.
13.8. 1971, kvæntur Guðbjörgu
Fanndal Torfadóttur. Börn
þeirra eru Viktor Torfi og Rakel
Ásta. Grétar á einnig dótturina
Anítu Ýri sem er í sambúð með
Sölva Mar Valdimarssyni. Edda
átti sex barnabarnabörn.
Eftir hefðbundna skólagöngu
fór Edda í Verslunarskólann og
Húsmæðraskólann. Hún vann al-
menn verslunarstörf hjá ýmsum
aðilum og starfaði einnig í nokk-
ur ár fyrir Rauða krossinn. Edda
var mikil hannyrðakona og var
dugleg að afla sér þekkingar á
því sviði. Hún tók þátt i skáta-
hreyfingunni í tengslum við
Grétar eiginmann sinn.
Útförin fer fram frá Selja-
kirkju í dag, 28. júlí 2021, klukk-
an 13.
Þá hefur mamma kvatt þessa
jarðvist eftir nokkurra vikna
sjúkrahúsvist. Heilsu mömmu
hrakaði töluvert síðastliðið ár og
allar þessar ráðstafanir varðandi
Covid voru ekki að gera henni lífið
auðveldara. Mamma var áttatíu
og níu ára gömul þegar hún lést og
hafði verið heilsuhraust allt sitt líf
og átt gott líf. Eftir að pabbi lést
fyrir þremur árum breyttist líf
mömmu töluvert, pabbi hafði
fengið MND-sjúkdóminn og síð-
asta ár pabba var mamma upp-
tekin við að sinna honum og stóð
sig frábærlega vel í því. En þegar
pabbi lést þá missti mamma sinn
lífsförunaut til margra ára og við
það breytast hlutir.
Mamma var afskaplega þolin-
móð kona, staðföst, ljúf og þraut-
seig, hún var ekki mikið fyrir að
gefast upp. Mér er það minnis-
stætt þegar ég var lítill snáði að
koma heim allur blautur vegna
þess að ég hafði verið að vaða í
fjörunni heima eða úti á fleka (sem
ég mátti ekki) að hún tók alltaf vel
á móti mér og kom mér í þurr föt,
án þess að skamma mig mjög mik-
ið. Þetta gat gerst nokkrum sinn-
um í viku, ég fékk bara þurr föt og
aftur niður í fjöru. Pabbi og
mamma voru ólík þegar kom að
þolinmæði, pabbi var ekki þol-
inmóðasti maður í heimi enda
gerðum við systkinin og mamma
oft grín að því, honum fannst óþol-
andi að bíða, hvort sem um var
ræða að bíða í röð í verslun eða
eitthvað annað, en mamma aftur á
móti hafði þolinmæðina. Mamma
var alveg ótrúlega handlagin
kona, hún prjónaði mikið, saumaði
út, saumaði föt, vann glerlist, ker-
amik og fleira. Það leituðu margir
ráða hjá henni varðandi útfærslu á
hinu og þessu handverkinu og allt
lék í höndunum á mömmu.
Á sínum yngri árum voru pabbi
og mamma töluvert á gönguskíð-
um og í tengslum við skíðaskála
sem pabbi og vinir hans höfðu
byggt á Hellisheiði. En eftir að við
börnin komum til sögunnar
breyttist áherslan hjá mömmu,
það voru ófáar ferðirnar sem voru
farnar í Jósepsdal, Hveradali,
Hamragil eða Skálafell og
mamma kom alltaf með en var
uppteknari við að sinna okkur
systkinunum og síðar barna-
börnum en að fara á skíði. Við fjöl-
skyldan fórum líka í margar úti-
legur og nestisferðir með mömmu
og pabba þar sem mamma var
alltaf með sína umhyggju og hlýju
og góða nesti. Ferðir á Þingvöll á
sunnudögum með teppi og nesti
eru góðar endurminningar.
Á yngri árum mömmu lærði
hún að synda og var mjög dugleg í
sundi, en afi Sigurður var sjómað-
ur, skipstjóri hjá Eimskip og lagði
mikla áherslu á að allir lærðu að
synda. Mamma ferðaðist líka mik-
ið með afa, hún fór með honum til
margra landa sem unglingur og
ung kona.
Mamma æfði dans á unglings-
árunum en seinna dönsuðu pabbi
og mamma mikið saman og höfðu
gaman af. Mamma og pabbi fylgd-
ust vel með okkur systkinum og
öðrum afkomendum sínum og þau
sinntu okkur öllum mjög vel.
Þessar minningar um samveru-
stundir með mömmu eru bæði
ánægjulegar og notalegar núna.
Að lokum elsku mamma, takk
fyrir allt, bæði allt sem þú gerðir
fyrir mig og okkur og allar góðar
minningar sem ég geymi og ég
vona að þú verðir áfram með okk-
ur einhvers staðar.
Sigurður Strange.
Þá er komið að leiðarlokum hjá
okkur, mamma. 89 ár er bara
nokkuð góður tími og að hafa ver-
ið heilsuhraust og hress nánast
allan tímann. Myndi nú segja að
þetta Covid-tímabil sem var og er
að hrekkja okkur hafi ekki verið
þér gott. Miklar hömlur sem urðu
til þess að við gátum m.a. lítið farið
á veitinga- og kaffihús sem þér
þótti svo gaman. Þú varst einstak-
lega þolinmóð og í tengslum við
það verð ég að minnast á það þeg-
ar pabba var skipt út og þú komst
í staðinn í vakningarteymið. Alveg
með ólíkindum hversu oft þú
nenntir að koma og ýta við manni
til að vakna. Margir hefðu nú bara
verið búnir að draga mann út. Þú
fórst frekar seint út að vinna á
mælikvarða nútímans en það
verður að segjast eins og er að
þegar við vorum að alast upp þá
kom maður alltaf heim eftir skóla
eða íþróttir og þú heima til að taka
á móti manni og auðvitað alltaf
eitthvað til fyrir mann að borða -
alltaf einhver heima - alveg ein-
stakt.
Þegar kom að matseld fékkst
þú 12 af 10 mögulegum í einkunn
og þá verð ég að minnast á hina
frægu súkkulaðiköku sem oft var
til og var algjör snilld með kaldri
mjólk. Þegar við fórum að tínast
Edda Ásta Sigurðar-
dóttir Strange
SJÁ SÍÐU 18